Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 16
PforjpttMaMib 52. tbl. — Swnnudagur 3. marz 1957 Reykjavíkurbréf er á bls. 9. Einar Olgeirsson hoðar í Finn- landi brottför varnarliBsins Á að misbeita verkalýðsfélögunum til oð gera Island varnarlaust ? AÐALMÁLGAGN konimúnista í Finnlandi biríi hinn 21. febrúar viðtal við Emar Oígeirs- son undir aðalfy- irsögninni: „Herstöðvamálið tekið app að nýju á íslandi“. f viðtalinu gorir Einar grein fyrir stjómmálaviðhorfi hér frá sínu sjónarmiði. Um Hannibal Valdemarsson segir Einar: „Hann hefur með góðum ár- Vegna ófærðar fór jarð- arförin fram að næturlagi SVO sem kunnugt er af fréttum blaða og útvarps, hefur ófærð verið svo mikil í Borgarfirði undanfarið að nær því hefur reynst ógjörningur að halda vegum opnum. Hafa af þessu skap- ast margvíslegir erfiðleikar. Hinn 1. þ. m. átti að fara fram útför Ásmundar Ólafssonar á Akranesi í Reykholti, en vegna snj óþyngslanna og ófærðarinnar tók það um 14 klukkustundir að flytja kistu hins látna frá Akranesi að Reykholti. Fór jarð- arförin, sem var fjölmenn, fram um nóttina í myrkri. Frásögn af þessari jarðarför símar fréttaritari Mbl. á Akranesi, Oddur Sveinsson, og fer hún hér á eftir: Það var erfitt og harðsótt fyr- ir ættingja og venslafólk Ás- mundar heit. Ólafssonar, að upp- fylla ósk hans um að fá að hvíla í Reykholti. En það tókst samt. Að aflokinni húskveðju á Akra nesi, var lagt héðan af stað um kl. 11 í gærmorgun á langferða- bíl. En svo var snjóþunginn mik- Slasaður Breli SÍÐDEGIS í gær kom á ytri höfnina hér í Reykjavík brezkur togari með slasaðan mann. Togari þessi sem heitir „Lord Hotham", er frá Hull. Hinn slas- aði maður, sem er háseti á togar- anum, hafði orðið undir „bobb- ingum“, er verið var að taka „trollið“ inn. Hafði hann slasazt allmikið, hlotið opið beinbrot á handlegg og eins var talið, að brjóstkassinn hefði brotnað og einnig hafði maðurinn marist mikið á baki. Maðurinn var fluttur í hafn- arbáti frá skipi upp að bryggju hér í höfninni, en þar stóð sjúkra bíll, er flutti hinn slasaða mann í sjúkrahús. ill og færðin erfið, að er komið var innarlega í Hafnarskóg, brotnaði öxullinn i bílnum. Var þá farið ofan að Grjóteyri og hringt að Seljabrekku og bónd- inn þar beðinn að útvega þrjá jeppabíla frá Hvanneyri. Jepp- arnir komu ekki til fólksins í skóginum fyrr en kl. 4,30 um daginn, því að ýtur þurfti til að ryðja veginn á undan þeim frá Hvanneyri. Gekk nú vel að Hvárbakka- skála. Þar var matast og var fólkið nauðbeygt að vera þar um kyrrt þangað til kl. 11 um kvöld- ið. Allan tímann, sem beðið var, voru ýtur að hreinsa veginn frá Hvítárvöllum og fram fyrir Varmalæk. Einnig fór Jón Þóris- son í Reykholti með 10 manna flokk og mokuðu þeir veginn nið ur að Fossatúni. Svo geysimikill var snjórinn, að snjóruðnings- traðirnar voru víða yfir tvo metra á hæð. Upp að Reykholti var komið kl. rúmlega eitt um nóttina. Á ann- að hundrað manns beið við kirkj- una og var Ásmundur heitinn jarðsunginn þarna um nóttina af séra Einari Guðnasyni. Út á Akranes kom fólkið aftur á sjötta tímanum í morgun. / dag hefst um allt land „landsgangaiT á skíðum 1D A G hefst um land allt hin svonefnda „skíðal;.ndsganga“, en það er eins konar próf á það hvort menn geti gengið 4 lur, á skíðum. Landsgangan er öllum opin, körlurn sem konum, ungum sem gömlum. Það skiptir engu máli hve lengi menn eru að ganga. Það er aðeins spurt, geturðu gengið 4 km. á skiðum? LÚÐRABLÁSTUR OG HÁTÍÐAHÖLD Víðs vegar um land verður landsgangan í dag opnuð með viðhöfn. Á Akureyri verður at- höfnin hvað mest. Þar situr stjórn Skíðasambands íslands, sem hef- ir hrundið þessu máli í framkv. Þar hefst hátíðin með lúðra- blæstri, og ýmsir fyrirmenn bæj- arfélagsins munu fyrstir og sam- an þreyta gönguna. ★ VIÐ SKÍÐASKÁLA FÉLAGANNA. * Á öðrum stöðum sjá skíðaráð og stjórnir sérsambanda um fram kvæmd göngunnar. f Reykjavík hefst gangan einnig í dag og verða starfsmenn landsgöngunn- ar við alla skíðaskála í nágrenn- inu, og er þess vænzt ef veður verður gott, að Reykvíkingar fjölmenni að skíðaskálanum og þreyti gönguna, njóti þeirra dá- semda, sem skíðaíþróttin býður upp á um leið og þeir reyna hæfni sína. angri barizt gegn dýrtíðinni á íslandi“. Um Lúðvík Jósefsson tekur Einar fram, að hann sé „einnig mjög hæfur á sínu sviði“. Þá segir: „Um efnahags-ástand íslands nefndi herra Olgeirsson, að vegna aðgerða ríkisstjómar- innar hafi verðbólgan stöðvazt þangað til annað verði“ („tills vidare“ í sænskri þýðingu). Einnig tekur Einar fram, að „á suðvestur íslandi hafi að sinni ekki hafizt neitt atvinnuleysi“. Hinu finnska kommúnista- blaði þykir þó mest koma til þess, sem Einar segir um vamarsamn- inginn, en Einar fræðir félaga sína um, að samningurinn sé hér „hataður" og ílokkarnir þrír, sem ákváðu uppsögn hans hafi irnnið „mikinn kosningasigur". Þá rekur Einar ástæður þess af hverju uppsögninni hafi ekki ver- ið fylgt eftir og segir ástæður samstarfsflokkanna fyrir því ekki fá staðizt. En Alþýðubanda- lagið og ríkisstjórnarfulltrúar þess hafi þó talið „með sam- einingarflokk alþýðu og stjórn- arsamstarfið í huga, rétt að bíða og sjá þangað til ástandið skýr- ist. Þessi raunsæja afstaða hef- ur ákveðið stöðu Alþýðubanda- lagsins í herstöðvamálinu. Verka- lýðurinn mun taka málið upp þegar vel stendur á til að koma hinum amerísku hermönnum burt“. Nína sýnir í París NÍNA Tryggvadóttir hinn kunni íslenzki abstrakt-málari hefur opnað listsýningu með olíumál- verkum og límmyndum í sýning- arsölum Arnaud-listasafnsins í París. Sýningin var opnuð 28. febrú- ar og mun standa fram til 13. Sjómenn dæmdir í 159 þús. kr. sekt fyrir smygl IVETUR hefur verið dæmt í mjög mörgum smyglmálum í saka- dómi Reykjavíkur. Fyrir helgina var enn dæmt í slíku máli. Voru það nokkrir menn á Dettifossi, sem dæmdir voru í 159.000 króna sekt alls, fyrir áfengissmygl. Við leit í skipinu fundust alls 454 flöskur á frönsku Burson koníaki, sem skipsmenn höfðu keypt er skipið lá í höfninni í Boulogne. Einnig var tekinn í skipinu radíógrammófónn, næl- onsokkar og nokkurt magn af leikföngum og fleiru. Tollverðir gerðu mjög ýtar- lega leit í skipinu og stóð hún yfir í nokkra daga. Mun sjald- an hafa verið gerð eins ná- kvæm leit að áfengi í skipun- um hér og sem dæmi má nefna, að í frystirúmi skips- ins létu tollverðirnir rífa upp korkeinangrun og kom þá í ljós, að þar undir höfðu verið faldir nokkrir tugir af koni- ak-flöskum og leikföng. Höfðu eigendur áfengisins rifið ein- angrunarkorkið í burtu, er þeim datt í hug þessi felustað- ur. I sakadómi Reykjavíkur er nú lokið máli þeirra manna er áfeng- ið áttu. Voru þeir dæmdir alls í 159.000,00 króna sekt sem fyrr segir. Vínið var gert upptækt til ríkissjóðs, þ.e.a.s. að það fer í ÁVR. Ekki er lokið málinu út af grammófóninum og nokkrum varningi öðrum. DETTIFOSS AÐ VEÐI Þegar um er að ræða jafnháar fjársektir og hér er skip sett að veði fyrir sektunum, og svo var gert í þetta sinn og er Dettifoss þannig að veði settur. Undanfarna mánuði hefur ver- ið dæmt í fjölda smyglmála og nema fjársektir hundruðum þús- unda kr. Skip er að veði fyrir hinum hærri fjársektum, en hæst þeirra sem einstaklingur hef ur verið dæmdur í eru kr. 90.000. Algengastar eru sektirnar 30—40 þúsund kr. Ekkert somkomulag UM ÞESSA HELGI hefur verkfall meðal hásta og að- stoðarmanna í vélarúmi á kaupskipaflotanum staðið í tvær vikur. í gærmorgun klukkan um níu lauk í Alþingishúsinu enu einum samningafundinum sem sáttasemjari hélt með deiluaðilum. Þrátt fyrir þenn- an næturlanga fund mun ekki hafa þokazt neitt meira í átt- ina til lausnar. í gærdag klukkan 5 síðd. hófst svo samningafundur á ný og stóð hann yfir þá er blaðið fór í prentun. * Ikviknun AKUREYRI, 2. marz: — Laust fyrir klukkan fimm í morgun var slökkviliðið kvatt að húsinu Strandgötu 23. Hafði þar orðið .vart við reyk. Var eldur laus í geymslukompu í suðausturhorni hússins. Eru þar geymdar vörur, sem eru eign Herrabúðarinnar, sem er á næstu hæð fyrir ofan. Tókst að vinna bug á eldinum, en allmiklar skemmdir urðu á vörum og á herberginu, en auk þess barst reykur upp í búðina og munu skemmdir hafa oiðið nokkrar af hans völdum. Málið er í rannsókn. — Job. Kol keypt f rá Baridaríkjunum HINGAÐ til Reykjavíkur kom í gærdag þýzkt kolaflutningaskip, með um 1100 tonn af kolum vest- an frá Bandaríkjunum. Þessi kolainnflutningiur að vest an er þannig til kominn, að með honum eru verðjöfnuð hin pólsku kol, sem hingað eru keypt í vöru skiptum, en eru allverulega dýr ari en hin amerísku. Hafa inn- flutningsyfirvöldin í þessu verð- jöfnunarskyni heimilað innflutn- ing á 4000 tonnum af kolum frá Bandaríkjum og er þetta fyrsti farmurinn af þessu magni. Það er Kol & Salt, sem kaupir kolin. Varðariélögum sýnd kvikmyndin „Félagi Napéleon“ I G Æ R efndi landsmálafélagið Vörður til kvikmyndasýningar fyrir félagsmenn og gesti í Nýja Bíói. Var sýnd teiknimyndin „Fé- lagi Napóleon“ eftir sögu Georges Orwells. Sýningin var vel sótt og vakti verðskuldaða athygli. Áður en sýningin hófst ávarp- aði Þorvaldur Garðar Kristjáns- son formaður Varðar sýningar- gesti og bauð þá velkomna. Síð- an flutti Guðmundur G. Hagalín rithöfundur ræðu og skýrði mynd ina og talaði um kommúnism- ann. Var ræða hans kjarnmikil og snjöll og lýsingar á efni og anda kvikmyndarinnar litauðug- Kvikmyndin gerist í heimi dýr- anna á bóndabæ einum. Bóndinn, harðjaxlinn og drykkjurúturinn Jones, er rekinn frá völdum og dýrin taka stjórnina í sínar eig- in hendur. Svínin hljóta forystu- hlutverk, en endirinn á stjórn þeirra verður á sömu leið, lýkur í sukki og svalli valdhafanna. Ný uppreisn er gerð meðan blóð- hundarnir liggja ofurölvi í valn- um. Þessi skoplega áróðursmynd gegn kommúnismanum er snjöll hugvekja, sem erindi á til allra hugsandi manna hins frjálsa heims. Minni afli Eyjabáta Vestmannaeyjum 2. marz. — Afli flotans hér í dag var ekki nærri eins góður og í gær. í kvöld kl. 8 er nokkrir bátar voru komnir að landi var afli þeirra 5—13 tonn. Bátarnir voru yfirleitt með langa línu 40—50 stampa með glænýrri loðnu á hverjum krók. Norðan hvassviðri var á miðun- um. — Bj. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.