Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júní 1964 Loftleiðir Framh. af bls. 1 Vék hann því nœst að fiug- vélakaupum félagsins, sem áttu aér langan aðdraganda. Gat hann þess m.a. að niðurstöður sérfræðinga hefðu orðið þær, að flugvélar af tegundinni Rolls Royce 400 væru félaginu hag- kvBemastar og notadrýgstar í reks.tri, þeira, er til mála kom að festa kaup á. Var því afráð- ið að kaupa tvær flugvélar af þessari gerð, og er önnur þeirra nú komin í notkun. Kristján þakkaði þeim Sig- urði Helgasyni og Robert Del- any, lögfræðingi Loftleiða í Bandiaríkjunjum, störf vegna nýju fi.ugvélakaupanna. >á rakti hann samninga við ríkisstjómina um yifrtöku flug stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli, sem ákveðið er nú að verði 1. júli n.k. Taka Ixxftleiðir þá við gistilhúsinu og veitingaþjón i'stu allri, en nokkum tíma mun þó taka að koma þessum rekstri í viðunandi horf. Vtgna flutnings á flugrekstri félagsjns til Keflavikur verður að gera vemlegar breytingar á hinni fyrirbuguðu flugstöð fé- lagsins á Reykjavíkurflugvelli -- eg er það mál nú ailt í athug- un. Á Keflavfkurflugvelli fær félag ð nú loks flugskýli til af- nota, og með því baetta aðstöðu til að annast sjálft viðhald flug véia sinna að nokkru leyti. Þá vék formaður að kaup- og kjara samningum, sem staðið hafa yfir með hléum hátt á ann að ár, og enn er ekki fulUokið. Þó l.afa nú verið undirritaðir til tveggja ára samningar við fllugmenn félagsins. Vék hann að hinni me.rku loftferðalöggjöf er samþykkt var á síðasta Al- þingi. Hann kvað stjómina myndu leggja til að þessu sinni sem tvö undanfarin ár, að starfs fólki félagsins yrði greidd nokk- ur ágóðalþóknun. Hann gat þess að á 20 ára afmæli félagsins, hinn 10. marz s.L, hefði stjóm in gefið kr. 100 þúsund í sjóð fnstundabeumlis starfsfólksins,, og taldi hann vel viðeigandi, að yfirstandandi aðalfundur bætti þar einhverju við í þakklætis- •«< skyn: fyrir vel unnin störf, en annríki starfsmanna hefði verið geysimikið. Formaður lauk máli sínu með því að gefa stutt yfirlit um framtíðarhorfur í reksitri fé- lagsins. Frá 1. nóv. og til ársloka 1983 voru flognar 8 vikulegar ferðir yfir hafið. Samtals vom á árinu flognar 532 ferðir fram og til baka milli Evrópu og Ameríku. Fækkað var um einn viðkomu- stað seint á árinu, Hamborg, en það var gert vegna auglýsinga- takmarkana, sem Þjóðverjar settu. Allt árið voru í notkun 5 flug- vélar félagsins af gerðinni DC-6B og engin ný flugvél bættist í flot ann. Hins vegar ákvað stjórnin að kaupa tvær CL44 flugvélar, sem kosta samtals um 400 millj. króna. Fyrri vélin kom fyrir mán uði síðan, sem kunnugt er, en hin seinni kemur i haust. Heildarflugstundafjöldi flug- véla félagsins varð á árinu sam- tals 17.933. Auk þess vom 2&9 klst. flognar með leiguvélum. Meðal flugstundanýting á sólar- hring per flugvél var Um 10 kCst eða svipað og árið áður. Flognir voru 7 millj. km., og er það 5,3% aukning frá fyrra árL Á árinu vom alls fluttir 83,807 farþegar á öllum flugleiðum íé- lagsins á móti 77.770 árið 1962 og varð því farþegaaukningin 7,8%. Vöruflutningar námu alls 446 tonnum. Þar af nam fullgreidd fragt 204 tonnum á móti 150 tonn um árið áður, og hefur hún því aukizt um 35,5%. Flutt voru 118 tonn af pósti á móti 122 tonnum árið 1962. Hafa þeir því dregizt saman um tæp 4%. Framíboðnir sætakílómetrar voru á árinu 599 milljónir (1962: 552 millj), en notaðir um 467 millj. Það gerir 77,9% heildar- sætanýtingu. Árið áður var svip uð nýting eða 77,8%. Þungakáló- metranýtingin var 79,9%, en var 79,6% árið áður. Þá sagði hann: „Starfslið Loft- leiða við árslok 1963 greindist' þannig etfir stöðvum: Reykjavík 284 New York/Chicago 87 Hamborg/Frankfurt 13 Kaupmannahöfn 13 Luxembourg 15 London 7 Glasgow 5 Stafangur 3 427 Keflavík 29 Samtals: 466 Miðað við áramót hefur aðeins fjölgað um einn starfsmann á ár- inu. Til gamans má geta þess, að samkvæmt þessu og reikningum félagsins er að meðaltali rúm- lega milljón króna tekjur á hvern starfsmann félagsins. Starfsmönnum félagsins var greidd kaupuppbót (bónus), er nam tæpum tveim millj. kr. Félagið skilaði (seldi) bönk- unum rúmum 95 millj. króna í gjaldeyri en þurfti hins vegar ekki á neinni yfirfærslu að halda. (Árið áður 55 millj. vegna rekst unsins. Nokkru eftir s.l. áramót ákváðu Loftleiðir að bjóða viðskiptavin- um félagsins greiðslufresti á far- gjöldum, og var þetta fyrirkomu- lag nefnt: Flugfar strax, far greitt síðar. Árangur þessarar nýbreytni hefur orðið mjög góð- ur. Sívaxandi fjöldi viðskipta- vina hagnýtir sér þetta greiðslu- fyrirkomulag, og hefur þetta ef- laust orðið —og mun verða — félaginu til aukinna vinsælda. Loftleiðum hefur verið það ljóst, hve nauðsynlegt það er að auka ferðamannastraum til lands ins og hefur þvi lagt mikið kapp ’» það með auglýsingum, heim- boðum ferðaskrifstofu- og frétta- manna og miargvilslegri fyrir- greiðslu að efla straum erlendra ferðamanna til Islands. Þar sem þess hafi otft orðið vart, að erlendir farþegar fé- lagsins vildu eiga hér á landi áhyggjulitla og sæmilega ódýra viðdvöl á leið austur eða vestur um haf, og vegna þess að engin slík fyrirgreiðsla var í boði, þá ákváðu Loftleiðir á s.l. hausti að skipuleggja hér 24 klukkustunda viðdvöl fyrir hóflegt gjald. Far- þegum er ekið frá flugvsih til Hótel Sögu, en þar fá þeir gist- ingu og allar veitingar. Ferða- skrifstofan Lönd og leiðir ekur þeim í kynnisför um Reykjavík, og að lokinni viðdvöl er þeim aftur ekið til flugvélar Loftleiða. Frá 1. nóvember s.l. hafa 883 farþegar hagnýtt sér þetta boð Loftleiða, og nú liggja fyrir beiðnir frá 302, allt fram í n.k. janúarmánuð. Þessar tölur væru mun hærri ef hótelkostur væri nægur. Ég tel mjög nauðsynlegt, að félagið hefjist handa um bygg- ingu hótels, ef þess er nokkur kostur. Að endingu vil ég svo geta þess að það, sem af er þessa árs hefur reksturinn verið mjög hagstæður. — Þakka ég svo öllum samstarfs mönnum gott samstarf. Þá tók til máls varaformaður félagsstjórnar, Sigurður Heiga- son forstjóri Bandaríkjadeildar félagsins. Hann las og skýrði reikninga félagsins og sagði m. a.: „Veltuaukningin á árinu í ís- lenzkum krónum hefur orðið nærri 15% eða úr 415 millj. í 475 millj. Hér er um mikla veltu að ræða, og vissulega er félagið nú í röð alstærstu atvinnufyrir- tækja landsins, og hefur verulega þjóðhagslega þýðingu, auk þess hverja þýðingu það hefur fyrir alla starfsmenn þess. Þótt segja megi að afkoma fé- laigsins í heild sé góð, þá er hér um áhættusaman og fjárfrekan rekstur að ræða. Óhöpp og rösk- un á rekstrinum getur haft í för með sér feikileg útgjöld og töp. Þá hefur á yfirstandandi ári verið lagt í feikilega fjárfestingu eða yfir 400 milljónir króna. Þessi ráðstöfun var nauðsynleg vegna verulegra fargjaldalækk- ana, og til þess að tryggja áfram- haldandi samkeppnisaðstöðu. Mun ég þá fara örfáum orðum um reksturinn vestan hafs. Starfs mannafjöldi var um 90, og þar 22 íslendingar. Eru þar starfandi á einni stöð fleiri íslendingar en hjá nokkru öðru íslenzku fyrir- tæki erlendis. Mjög góð reynsla er af þessum íslenzku starfsmönn um þar. Salan jókst verulega á árinu, enda myndast meir en helmingur tekna félagsins þar, svo sem áður var greint frá. Eins og áður hefur verið skýrt frá nam fé það, sem til auglýs- inga fór á sl. ári rúmum 27 millj. kTÓna. Allar auglýsingar félags- ins erlendis geta um ísland, sem ferðamanaland, enda sýnir sí- vaxandi straumur ferðmanna að þessar auglýsingar bera áxöxt. í sannleika sagt er augljóst, að nærtækustu ferðamennirnar sem við eigum völ á og sem auðveldast er að ná til eru einmitt þeir, sem eiga leið yfir hafið á annað borð. Kostnaðurinn við fslands- ferð verður þá enginn, þ. e. við sjálft ferðalagið. Hinsvegar eru fargjöld milli Evrópu og íslands tiltölulega há, og þar er nú aðal- lega leitað eftir ferðamönnum, a m.k. af hálfu hins opinbera, þ.e. Ferðaskrifatofu ríkisins. Framkvæmdastj óri LoÆtleiða, Alfreð Elíasson, tók nú til máls' Hann mæíti m.a. á þessa leið: „Rekstur félagsins var mjög hagstæður á s.l. ári. Sætannýt- ing og nýting flugvélanna var mjög góð. Þá bera reikningar fé- lagsins með sér, að fjárhagsaf- koman hefir verið betri en nokk ur hefði leyfti sér að vona. Stefnt hefir verið að því að flytja viðhald flugvélanna heam. 1 því sambandi voru 18 piltar á vegum félagsins við flug- virkjannám í Bandaríkjunum í rúmt ^ ár, og korou þeir um s.l. áramót til landsins. Endunýjaðir voru samningar nna tryggingar vegna flugvél- anna, sem fólu í sér allverulega lækkun, — að vísu er það samn- ingur, sem gildir fyrir þetta ár. Samkvæmt vetraráætlun, sem gilti til 31. marz, voru farnar 8 vikulegar ferðir fram og til baka yfir Atlantshafið. Með sumaráætlun 1. apríl til 31. okt. voru flognar 12 ferðir í viku milli meginlands Evrópu og Ameríku. • ÖKUFERÐIR Á VINNUVÉLUM VELVAKANDA hefur bor- izt bréf frá „Barnmörgum Kópa vogsbúa": Á þessari vélaöld er það orð- ið mjög algengt að ungir menn — stundum kornungir — fái til umráða vinnuvélar, stóra bíla og krana, sem eru eign fyrir- tækja og opinberra stofnana. Þykir þeim að þessu mikill vegsauki og nota hvert tæki- færi til að sýna hæfni sína í meðferð þeirra. Nægir þeim þá stundum ekki vinnustaðurinn heldur sækjast eftir að fá að fara í þessum stóru og óþjálu ökutækjum langar leiðir heim til sín, þar sem þeir eiga aðdá- enda von, ekki sízt ef þar kynni að vera nálægt vinnustaður margra ungra stúlkna. Aka þeir svo hratt sem þessi tröllatæki leyfa, sem eru til annars ætluð en hraðaksturs. Af þessu stafar mikil hætta bæði í umferð og ekki sízt fyrir smábörn, sem þykir þetta viðburður, jafnvel þótt hann endurtaki sig dag eftir dag. Ég skrifa þetta bréf af sér- stöku tilefni. í mínu hverfi býr einn slíkur vinnuvélavíkingur, sem kann sér ekkert hóf í þess um efnum og er oft mesta mildi, að ekki hlýst slys af mikilmennskubrjálæði hans. Meðal annarra orða, hver ber ábyrgð á því, ef slys verða með þessum hætti? Ungi mað- urinn, aðstandendur hans eða fyrirtækið, sem hann vinnur hjá? Hvers vegna eru þessar vinnuvélar ekki geymdar á vinnustað? Hver heimilar þess- ar einkaökuferðir piltsins? • Krakkar „sitja í“. Velvakandi hefur einnig veitt eftirtekt þessum vinnuvélavík- ingum, sem bréfritari nefnir svo, á götum hæjarins. Og að sjálfaögðu eru þessar vélar eng in leikföng, enda sýnist það vera í þágu eigendanna að láta ekki skemma svo dýr verkfæri í, Með tilliti til framtíðarinnar er höfuðnauðsyn að sköpuð verði hér aukin skilyrði fyrir móttöku ferðamanna. Tvö önnur mál þyrfti fund- urinn að taka afatöðu til Oig sem varða hagsmuni félagsins. Það ar tollamál, en af öllu flugvéla- eldsneyti er nú innheimtur veru- legur tollur, gagnstætt því sem er í nágrannalöndunum. Afleið- ingin er sú að hér á landi er eldsneyti mun dýrara en í ná- grannalöndunum og skerðir þa3 að sjálfaögðu samkeppnisaðstöð u íslenzku flugfélaganna. Hitt málið varðar innheimtu tolls af flugfarmgjöldum (flug- fragt). Heimild er til í lögum um niðurfellingu á tollum af siíkri fragt, en leiðrétting hefur ekki náð fram að ganga, m.a. vegna andstöðu skipafélaganna. sem telja hagsmuni sína í veðL Með tilkomu nýju flugvélanna stóreykst flutningageta félagsins á fragt, því fullhlaðin 160 far- þegum getur vélin flutt allt að þremur tonnum af fragt. Flug- fragtin ætti að skipa mun meiri sess í flutningi að og frá landinu, en nú er. Ástæðan fyrir því að svo er ekki er tollurinn af sjálfri fragtinni, sem er misjafn eftir því hvað tollflokk varan sjálf fellur undir. Lega landsins er þsnnig, fjármaignsleysi í atvinnu vegunum slíkt að það gæti hjálp að mörgu fyrirtækinu verulega að skera niður hvers konar lag- era, og flytja vörur í lofti eftir þörfum. Þar að auki má spara umbúðir, og með minni legerum, t. d. varahlutalagerum, koma í veg fyrir rýrnun. Fundurinn samþykkti þá til- lö,gu stjórnarinnar að greiða hlut höfðum 15%. Þá var samþykkt að greiða starfsfólki launauppbót (bonus) á sama hátt og að undan- förnu. Ennfremur var samiþykkt að greiða í sjóð frístundaheimilij starfsmanna kr. 100 þúsund. Stjórn félagsins var endurkjör- in einróma, en hana skipa: Alfreð Elíasson, Einar Árna- son, Kristinn Olsen, Kristján Guðlaugsson og Sigurður Helga- son. Varastjórn og endurskoðendur voru kjörnir hinir sömu og fyrr. Aðalfundurinn samþykkti til- lögu um, að breyta þurfi þegar í stað lagaákvæðum um toll á flugvélaeldsneyti, svo og ákvæð- um tollskrár um innheimtu tolla af flugfarmgjöldum og loks að rangt sé að takmarka leiiguflug erlendra flugfélaga til íslands. á hraðkeyrelu fyrir horn um bæinn. Úr þvi við minnumst á slík véltæki, vil ég aðeins hafa orð á því um leið, að gefnu tilefm, að margir menn í sveitum virð- ast alls ekki hafa tilfinningu fyrir því hve hættuleg tæki þeir eru með, þar sem vélarnar um bæ. T.d. má stumdum sjá menn að slætti með smákrakka eru og eru þær þó til á hverj- standandi utan á vélunum, Krakka, sem hæglega geta dott ið og lent fyrir ljáinn eða fyrir hjólin. Ég hefi meira að segja séð ungling með plóg aftan 1 traktornum og hóp af smákrökic um hangandi utan í traktom- um. Og ég segi eins og bréfrit- ari, hver ber ábyrgðina, sera ekki sér um að fyllsta öryggia sé gætt með það? Enda skiptir iþað sjálfsagt ekki miklu máli hver ber ábyrgðina, eftir a3 barn hefur verið stórslasað með slíku. Það ér fyrirfram sem máli skiptir að slysi sé forðað. BOSCH kæliskApar frá 4%—8% cubikfet Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð: HÚSPRÝBI h.f. Sími 26440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.