Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 28. Jflni 1964 f JOSEPHINE EDGÁrT 37 FIAl SYSTIR Hún-greip í hönd mér og ég laut niður til að kyssa hana um leið og ég tók bréfið. Nú var hún alveg eins og hún var áður fyrr, en ég vissi, að þetta var bragð til að binda hendur mínar og blinda augu mín. — Skemmtu þér vel, Rósa, stríddi hún. — Og engin einka- herbergi mundu það. Mundu eft ir mannorðinu hans Wood- bourne lávarðar tilvonandi! Við skildum bréfið eftir í klúbbnum og héldum áfram í leikhúsið. Þar biðu þessi venju- legu blóm frá Hugh, 1 þetta sinn karfa full af kamelíum, sem fylltu stybbukennda loftið í bún ingsherberginu sætum ilmi. Þegar ég kom niður eftir sýn- inguna, beið Hugh við leiksviðs- dyrnar. Eg var í vandræðum með, hvernig ég ætti að koma ásetningi mínum á framfæri. Mig langaði til að vera djarf- mannleg og kát. En í þess stað sagði ég, eins og skólastelpa: — Hún Soffía leyfði mér að fara með þér út til kvöldverðar í kvöld, Hugh, ef þig skyldi langa til að bjóða mér. Andliið á honum ljómaði af gleði. — Það var dásamlegt! Hvert viltu helzt fara? — Mig langar mest til Rom- ano. í veitingasalinn, auðvitað. — Vitanlega, sagði hann. Mér kæmi aldrei til hugar að stinga upp á neinu öðru. Það var rólegra þetta kvöld en ég hafði búizt við. Undir lokin tók Hugh í höndina á mér og sagði: — Eg hef verið að tala um þig við hana mömmu, Rósa. — Hefurðu það? sagði ég, al- veg steinhissa. — Þangað til í gærkvöldi, þeg ar ég fylgdi þér heim, hafði ég aldrei gert mér Ijóst, hvað vernd arlausar stúlkur hljóta að eiga erfitt . . . Hann roðnaði ofur- lítið, en hélt svo áfram: — Eg býst við, að af því að ég hitti þig fyrst með frú Brady, þá hafi ég fengið rangar hugmyndir um þig, og mér datt í hug, að þar sem þú hittir mig með honum George frænda, hafir þú ef til vill líka fengíð rangar hugmynd ir um mig. — En ég er í rauninni ekkert líkur honum. Eg vil, að þú vitir það, Rósa, að hvað sem ég kann að hafa sagt eða hugsað áður, þá eru tilfinningar mínar gagn- vart þér nú stranglega heiðar- legar. — Þakka þér fyrir, Hugh minn góður. Eg varð snortin. En leiðin legast var, að því alvarlegri sem Hugh var, því bágara átti ég með að verjast hlátri. — Og hvað sagðirðu henni mömmu þinni um mig? spurði ég og mér var skemmt. — Eg sagði henni, að þú værir íallegasta, hugrakkasta og bezta stúlka, sem ég hefði nokkurn- tíma Vitað. Og ég sagði henni líka þetta, sem þú sagðir, að stúlka gæti ekki. gifzt manni, ef móðir hans vildi ekki viður- kenni liana. — Og hverju svaraði hún því? spurði ég hikandi. Eg hafði séð þessa ógnvekjandi frú Elspeth Traves, nokkrum sinnum, vera að aka í skemmtigarðinum. Og venjulega voru tvær kringluleit ar dætur hennar í fylgd með henni. — Hún sagði, að þú mundir vera sniðugri en hún hefði hing- að til haldið, svaraði Hugh, og honum virtist hvorki þykja þetta hlægilegt né ókurteislegt. — Eg gat ekki annað en rekið upp ofurlítinn hlátur, en hann hélt áfram og var ekkert annað en tilbeiðslan: — Auðvitað var ég á sama máli og hún. Eg sagði henni, að þú værir miklu snið- ugri en nokkur stúlka önnur, sem ég hefði nokkurntíma hitt. Eg svaraði: — Þakka þær fyrir Hugh minn góður. Og þetta kom af fullri einlægni, enda þótt mér væri vel skemmt. Allt í einu gat ég farið að gleyma þessum degi, sem hafði verið mér svo andstæður. Æðis- genginni leit minni að Brendan, hinni skammvinnu sælustund með honum og viðurkenningu þess fyrir sjálfri mér, að eitthvað væri milli hans og Soffíu — eitt hvað, sem ég var oflengi búin að reyna að láta sem ég sæi ekki. Einlægni Hughs féll mér vel í geð og hún gat látið mig gleyma öllum vélabrögðum í Frivolity- stelpunum og þessum vafasama heimi, sem ég hrærðist í. Eg var ekki annað en átján ára stúlka, úti að skemmta mér með tuttugu og eins árs gömlum pilti, og ég skemmti mér prýðilega. í fyrsta sinn töluðum við Hugh nú almennilega saman og í fyrsta sinn fræddist ég ofurlítið um fólkið, sem hann umgekkst í sínum heimi. Hugh dáðist að hinni miklu veraldmennsku frænda síns, og var jafnvel að reyna að stæla hann, en hugur hans var raun- verulega úti í sveit. Einhvern daginn yrði hann fyrirmyndar gósseigandi, góðviljaður, blátt áfram og stálheiðarlegur. Unglega andlitið á honum yrði útitekið af dýraveiðum, og hann mundi giftast einhverri góðri og rjóðri stúlku og eignast hóp af góðum og rjóðum börnum. Hann yrði alltaf mesta ljúfmenni, en heldur leiðinlegur. Eg held, að þetta kvöld höfum við kynnzt betur og lært betur að meta hvort annað en nokkru sinni áður, og það var komið fram yfir miðnætti, þegar hann pant- aði vagn til þess að aka mér heim. 336S ©PIB COPiNnACIN M—ii C0SP6R — Við verður að flýta okkur. Þarna kear.ur húsbóndinn. Á heimleiðinni tók Hugh hönd mína hæversklega og spurði, hvort hann mætti kyssa míg, en ég sagði, að það mætti hann, og hann beið ekki boðanna. En ég gat ekki gleymt kossi Brendans og þeirri æsingu sem honum fylgdi og það var eins og öil ógæfan kæmi í einni holskeflu yf ir mig aftur. Það var ljós inni hjá Soffíu, og þegar vagninn stanzaði, voru gluggantjöldin dregin frá, rétt sem snöggvast. Eg gat séð skugga myndina af höfðina á henni við birtuna inni fyrir, en þá dró ein hver handleggur hana til baka og tjaldið féll fyrir aftur. Hún var sýnilega ekki ein í herberginu. Eg leit á Hugh og sá kvala- svipinn á andlitinu á honum. Eg flýtti mér að segja: — Kærðu þig kollóttan, Hugh. Hvað Soffía hefst að, er mér óviðkomandi. — Eg veit það, en mér er mein- illa við að skilja þig eftir hjá henni. 107 BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Kerensky, nýi hermálaráðherr ann, var meira en fús. Hann leit á sóknina ekki einungis sem frelsun Rússlands, heldur og æv- intýri fyrir sjálfan sig. í maílok gaf hann skipun um að hefja undirbúning, og skömmu seinna lagði hann af stað í búningi ó- breytts hermanns í hávaðasama hughreystingarferð til vígstöðv- anna. Og sú ferð varð ekki án árangurs. Brusilov, herskáasti og sigursælasti hershöfðingi Rússa — og jafnframt hinn sósíalista- sinnaðasti — var útnefndur yfir hershöfðingi í stað Alexievs, og friskandi gustur fór um fylking arnar, í fyrsta sinn síðan á næst- liðnu ári. Enn þá var eftir einn þáttur- inn í þessu ástandi: hinn mikli og sundurleiti fjöldi rússnesku þjóð arinnar sjálfrar. Enn sem komið var, hafði byltingin ekkert bætt lífskjör almennings, að minnsta kosti ekki í borgunum. Þar hafði matarskorturinn enn færzt í aukana, og verðlag hafði sjöfald ast síðan fyrir stríð. Brauð- skammturinn var kominn niður í hálft annað pund hjá erfðis- vinnu mönnum og pund hjá hin um. í Petrograd hafði mörgum verksmiðjum verið lokað, og at- vinnuleysingjarnir slógust í hðp inn með iðjulausum setuliðsmönn um og til samans varð þetta stór hópur friðarsinna. Þeir töldu að foringjar þeirra í Ex-Com og sovétinu hefðu brugðizt þeim með því að ganga í lið með sam- steypustjórninni, sem vildi ófrið. Sjálfir vildu þeir frið. Svona voru þá hin sundurleitu áhrifavöld í lok júnímánaðar: þýzk stjórn og nafnlaus múgur Rússa (nafnlaus, að undantekn um litlum hópi bolsjevíka og vinstrisósíalista), sem var sam- einaður flokkur og vildi ljúka ófriðnum í snatri, en í andstöðu við þessa menn var rússnesk stjórn, sem hafði að baki sér hægrisósíalistana og að minnsta kosti nokkuð af rússneska hem- um og var reiðubúin og jafnvel æst í að berjast áfram. Hinn 29. júní kváðu fallbyss- urnar við og tveim dögum síðar hófst sóknin á 40 milna víglínu í Galizíu. Þrjátíu og ein deild tóku þátt í þessu og hafði þrettán hundruð fallbyssur sér til að- stoðar . Fyrstu tvo dagana af júlímánuði miðaði sókninni vel en þriðja dag mánaðarins tók að draga úr fyrsta sóknarkraft- inum og næstu tvo dagana mátti ekki sjá, hvort gengi eða ræki. En svo hófst Kornilov hershöfð ingi handa sunnan til og varð nokkuð ágengt. Þjóðverjar og Austurríkismenn höfðu 164 deildir á rússnesku vígstöðvunum ( en aðeins 135 í Frakkalandi), og nú, 16. júlí, beittu þeir harðskeyttustu her sveitum sínum og hófu gagnsókn. Síðast í júlímánuði hafði rúss- neski herinn beðið herfilega ósig ur. Ekki var látin uppi í Petrograd hin raunverulega þýðing þess, sem var að gerast — allar til- kynningar voru mjög loðnar — en ósigurkenndin lá einhvern veginn í loftinu, og þá áreynslu þoldi andrúmsloftið í Petrograd ekki, enda nóg komið fyrir. Enn einu sinni var það Cadetflokkur inn, sem flýtti fyrir úrslitunum. Hinn 15. júlí sögðu fjórir ráð- herrar h'ans af sér, út af spurning unni um að veita Úkraínu sjálfs forræði. Þessi ástæða var látin í veðri vaka, en þarna voru önnur minna áberandi áhrif að verki, jafnframt: ósigur hersins, og ef til vill einnig hið ógnþrungna andrúmsloft, sem ríkti í Petro- grad. Að minnsta kosti var það svo, að þegar fregnir bárust af KALLI KÚREKI *-X—* —X- Teiknari; FRED HARMAN — Ætlarðu ekki að skjóta hann niður eins og önd á tjörm, edns og þú sagðir? — Ég held ekki, ég bíði eftir því, hann er til að miða næst á mig! — Hvemig í ósköpunum gat fessorinn orðið svona góð skytta? — Þú getur verið óhræddur. Hann skýtur þig ekki. Enginn kúla gæti farið nógu hratt til að ná þér. Kaili hugsar — Jæja, þarna fékk Gamli þá eitthvað til að brjóta heil- ann m — Jæja, svona er þetta nú gert, prófessor. — Þetta var athyglisverð sýni- kennsla, KarL þessari afsögn, var það talið spá illu. Það var eins og spennan hefði endað með sprengingu, og almenningur heimtaði fram- kvæmdir og ofbeldisverk. Júlí- dagarnir voru hafnir. Fyrsta hreyfingin virðist hafa orðið hjá fyrstu vélbyssusveit- inni, sem hafði aðsetur sitt í Petro grad í húsi einu, sem kallað var Alþýðuhúsið. Frá fyrstu dögum byltingarinnar höfðu bolsjevík- arnir látið sér sérstaklega annt um þessa sveit, því að hún var uppreistargjörn og hallaðist helzt að stjórnleysi, og vélbyss ur voru skæðustu vopnin í götu bardögum. Trotsky segir í frá- sögn sinni af uppreistinni, að bolsjevíkamir — eða öllu held- ur hermáladeild flokksins — hafi gert það sem þeim var unnt til að halda aftur af vél- byssuskyttunum. Allan daginn 16. jújí, segir hann, að hver sendi maðurinn eftir annan hafi verið sendur úr húsi Kshesinskayu að hvetja þá til að stilla sig, en hermennirnir skeyttu því engu, Þeir höfðu einsett sér að koma vopnaðir út á götuna og ógna Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. VopnafjörÖur Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.