Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐW Stinnudagur 28. júní 1964 Útgeíandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ötbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarsoo. Aðalstræti 5. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. DÓMURINN í BÚ- VÖRUGJALDS- MÁLINU Pins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hefur verið kveðinn upp dómur í máli því, sem Hermóður Guð- mundsson, bóndi í Árnesi, höfðaði gegn stjórn Búnaðar- banka íslands aðallega og landbúnaðarráðherra til vara út af 1% gjaldinu af söluverði landbúnaðarvara, sem rennur til stofnlánadeildar landbún- aðarins. Eins og við mátti búast féll dómur svo, að kröfu Hermóðs Guðmundssonar var hrundið, og má segja að með þessum máiaíyktum hafi bændur unnið merkan sigur í einu brýnasta hagsmunamáli sínu, ■ ertda ef það fagnaðarefni, að nú hefúr verið þaggað niður í röddum öfgamanna, sem vilja eyðileggja einhverja merkilegustu löggjöf í þágu landbúnaðarins á seinni ár- um. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, beitti sér sér- staklega fyrir setningu lög- gjafárinnar um stofnlánadeild landbúnaðarins, þegar lána- sjóðir Búnaðarbanka íslands höfðu verið gereyddir fyrir daga núverandi stjórnar. — Stofnlánadeildarlögin gera ráð fyrir að bændur greiði 1% af söluverði landbúnaðar- vara til stofnlánadeildar, en hún lánar síðan féð til rækt- unar og byggingar í sveitum. Auk þess greiða neytendur 0,75% til deildarinnar og hafa gert það möglunarlaust. Rík- issjóður greiðir árlega marg- ar. milljónir króna til stofn- lánadeildarinnar, auk þess sem ríkissjúóður lagði fram 60,5 millj. kr. þegar deildin var sett á laggirnar. Framsóknarmenn hafa sem kunnugt er barizt gegn þessu framfaramáli. Þeir gátu ekki unað því, vegna þess að þeir áttu engan hlut að setningu löggjafarinnar annan en þann að stjórna þannig, að sjóðir Búnaðarbankans voru þurrausnir og því var þessi löggjöf óhjákvæmileg. Á því leikur ekki vafi, að frarh'tíðin mun dæma þá mehn, sem spilla vildu fyrir þessari nauðsynjalöggjöf. — Bænciur gera sér vel ljóst hvað orðið hefði, ef málið hefði fallið á annan veg. Ef búvorugjaldið hefði verið dæmt ólöglegt hefði það orðið til þess, að allar lánveitingar til bænda hefðu stöðvazt sjálf krafa, svo að framkvæmdir í sveitum hefðu teppzt. Mikil málaferli hefðu fylgt í kjöl- farið, t.d. ekki sízt um Bænda hallarreksturinn. Svipuð upp- lausn hlyti að hafa orðið um uppbyggingu lánakerfa ann- arra atvinnuvega, svo sem sjávarútvegsins, því að sjálf- sagt hefði verið hægt að dæma þau ógild á sömu for- sendu. TÍMANUM TIL SKAMMAR. |7yrir skömmu ræddi Jónas 4 Haralz um störf og skyld- ur embættismanna. Ræddi hann málefnalega um þetta efni og áreitnislaust, eins og af hans hálfu mátti vænta. Engu að síður ræðst Tíminn á hann með útúrsnúningum, ó- svífni og dylgjum. Þetta er raunar ekki í fyrstá skipti, sem það blað gerir ó- sæmilegar árásir á embættis- menn, sem leitast við að þjóna þjóð sinni eins vel og þeir geta og eru fáir fremri í því efni en einmitt Jónas Haralz, sem ekki einungis fyr ir núverandi ríkisstjórn, held- ur einnig vinstri stjórnina, hefur lagt fram alla krafta sína og mikla hæfileika. Þessar árásir á færstu emb- ættismenn eru ekki. einungis ósæmilegar, heldur geta þær einnig verið stórlega skaðleg- ar, því að embættismennirn- ir sitja áfram, þrátt fyrir stjórnarskipti, og þá getuf verið erfitt fyrir þá, sem stað ið hafa að rógi um þá, að hafa við þá heilbrigð samskipti, þegar þessir menn eiga að starfa saman. FORVÍGISMENN AFTURGÖNG- UNNAR að er nú ljóst, að hin ömur- legu endalok Keflavíkur- göngunnar munu hafa í för með sér alvarlegar pílitískar afleiðingar fyrir forvígis- menn göngunnar, þá Jónas Árnason og Ragnar Arnalds. í hópi kommúniáta eru þeir Sögulegr brottför: Flugbáturirm „Oixie Clipper" frá Pan American við brottförin frá New York 23, júni 1939. Farþegaflug yfir Atlants- haf 25 ára í dag í DAG, 28. júní, eru 25 ár liðin síðan Pan American flugfélagið hóf farþegafiug yfir Atlantshafði. Afmaelisflugið, sem mun leggja upp frá hinni glæsi- Iegu flugstöðvarbyggingu Pan Amrican á John F. Kennedy flugvellinum í New York, mun sannarlega verða frábrugðið því flugi, er lagði upp 28. júní, 1939, en það var jafnframt upphaf áætlunar- flugs yfir Atlantshafið. Yar mikið um dýrðir er þetta fyrsta áætlunarflug lagði upp, frá New York, lúðravseit lék, og 5000 áhorfendur fylgd ust áhugasamir með þegar 22 farþégar gengu um borð frá bryggju við Manhasset Bay á Long Island. Farkosturinn var flugbátur af gerðinni Boeing 314, og ftughraðinn var 150 mítur á klst. Fiaug vélin til Marseille með viðkomu á Azoreyjum og í Lissabon á 42 klst. og 10 mínútum, Vélin, sem nú flýgur af- mælisflugið, er þota af gerð- inni Boeing 707, og flýgur fjórum sinnum hraðar. Getur hún tekið 161 farþega. Til gamans má geta þess, að þessi þota ftýgur langleiðina um- hverfis hnöttinn, á samá tíma og tók flugbátinn að fljúga frá New York til Marseille. Brautryðjendaflug þetta var upphaf Atlántshafsflugsins, sem í dag er fjölfarnasta flug leið heims. í byrjun voru farnar*tvær ferðir á viku yfir hafið, og í árslok 1939 tilkynnti Pan American að lokið væri alls 100 ferðum yfir hafið. Næstu ár var ferðupi fjölgað jafnt og þétt, og 28. júní 1955, fór 50 þúsundsta Pan American vélin yfir Atlantshafið. >á var farþegafjöldinn orðinn alls 1 milljón og 175 þúsund farþegar. Næstu sjö árin fjölgaði ferð um og farþegum í enn rikara mæli. 2. júlí 1962 fór Pan American vél 100 þúsundustu ferðina yfir hafið, og voru þá farþegar orðnir 3 milljón- ir og 590 þúsund. Enn fjölgar ferðum og far- þegum. Afmælisflugið M. júní verður ferð nr. 120.433. Pan American hefur þá flutt alls 4 milljónir og 900 þúsund farþega yfir Atlantshafið frá byrjun. Ferðir Pan Amercan nú milli Ameríku og Evrópu eru 222. á viku. Flogið er til 114 borga í 86 löndum um allan heim. Þess má geta, ' að ?*<* Frh. á bls. M félagar taldir bera ábyrgð á einu mesta pólitísku axar- skafti, sem kommúnistar hafa framið um langan aldur. Og ekki hafa skrípalæti þau, sem þeir höfðu í frammi í sjónvarpsstöðinni í Keflavík og barnaleg framkoma þeirra að göngunni lokinni, er þeir neituðu að viðurkenna aug- ljósar staðreyndir um fjölda göngugarpanna, orðið þeim tii framdráttar. Morgunblaðinu er kunnugt um, að meðal kommúnista var megn andstaða gegn því að efna til göngu að þessu sinni og beittu margir áhrifa- menn í þeirra hópi sér gegn henni, þ.á.m. menn úr þing- flokki kommúnista, enda var öllum skynsamari mönnum Ijóst, að misheppnuð ganga yrði sízt til þess að efla ein- ingu og baráttuhug flokks, sem nú er orðinn svo marg- klofinn, að erfitt er lengur að henda reiður á, hver er í klíku með hverjum. Og vafalaust hefur þeim fé- lögum ekki verið rótt daginn fyrir gönguna, en þá þegar var ljóst, að hún mundi al- gjörlega misheppnast. Fátt kom af fólki að skrá sig til göngunnar og stöðugar sím- hringingar frá skrifstofu þeirra í Mjóstræti báru lítinn árangur. Kommúnistar vildu ekki ganga. Þá berast þær fregnir úr herbúðum kommúnista á Norðurlandi vestra, að þar gæti lítillar hrifningar yfir síðustu afrekum uppbótar- þingsmanns kommúnista. — Hartn hefur þar stuðzt við klíku eitilharðra Moskvu- kommúnista, sem hafa stutt hann fyrir tilmæli Einars Ol- geirssonar, en þetta kjördæml er sterkasta vígi hans utan Reykjavíkur. Jafnvel þessuna mönnum hefur ofboðið bjálfa leg framkoma þingmannsina undanfarna daga og er staða hans þar nú ótrygg. Þetta ævintýri, sem gert hefur þá Jónas og Ragnar, að hlátursefni allra landsmanna, hefur jafnframt svipt þá trausti og tiltrú í röðum kommúnista. En meðan spila- borgin hrynur í kringum þá, sitja þeir við sinn keip, segja að afturgangan hafi heppnazt ágætlega, þegar þeirra eigin flokksmenn dæma hana meiri háttar pólitískt axarskaft og staðhæfa að 200 manns hafí gengið frá Keflavík, þegar ljósmyndir sýna greinilega, að göngugarparnir voru ekl<á nema rúmlega 100. Farið hetur fé betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.