Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 9
r Sunnudagur 28. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 9 Lundúnarbúar fagna stríðsyfir lýsingunni. eíðar úr berklum í íangelsis- sj úkrahúsinu. ' Þessi atburður, morð erkiher- tagahjónanna. hefur öðrum fremur verið talinn cxrsök heims styrjaldarinnar fyrri. Mönnum hefur þótt handhægt að miða við þetta hryllilega og stór- pólitíska morð, þó að nú séu sagnfræðingar á einu máli um, að fjarstæða sé að rekja allax orsakarætur hildarleiksins mikla til þess. Á hinu leikur ©nginn vafi, að morð þetta flýtti fyrir hinni óumflýjan- legu styrjöltí, sem engin ríkis- atjórn sóttist þó í raun og veru eftir. Franz Josef sat í keisara- höll sinni í Bad Isehl, þegar fréttirnar voru bornar honum. Hann var gamall orðinn og van ur þvi að fá harmafréttir af eettmennum sínum. Tíðindin voru flutt honum á fremur ó- nærgætinn hátt, vegna þess hve hirðmönnum hans var mikið niðri fyrir. Hann hafði misst marga sér nákomna fyrr ag tók fréttinni með virðulegri ró. Þó gat hann ekki stillt sig um að geta þess, að hér væri guð- ieg forsjón að verki. Æðri mótt- arvöld hefðu aftur komið á þeirri skipan, sem hann gat ekki varðveitt. Með þessu mun hann hafa átt við, að með því að fall ast á kvonfang bróðursonar BÍns fyrir fjórtán árum, hefði hann kallað yfir sig guðlega hefnd. Hann hafi samþykkt, að blóði hinnar keisaralegu og kon unglegu Habsbargaraættar yrði Bpilit með giftingu niður á við. Svo bætti hann við hugsi: „Mér er ekki hlíft-1, og voru það orð eð sönnu, því að hann hafði fyrr orðið að bera sára, per- eónulega liarma. Síðan rétti hann úr sér og mælti virðulega, eins og hinu tigna embætti hans bar: „Ég fer til Vínar snemma í fyrramálið." j Poincaré, Frakklandsforseti, var viðstaddur mestu og glæsi- legustu veðreiðar Evrópu, þeg- ar honum bárust tíðindin. Seinni hluta sunnudags 28. júní nóðu veðreiðamar í Long- ohamps -La Grande Semaine hámarki. Kl. fjögur ótti að gefa knöpunum merki um að spretta úr spori í því kapphlaupi, þar sem til mestu verðlauna og veð gróða var að vinna. „Grand Prix de Paris“ gaf sigurvegar- «num 16.000 sterlingspund í aðra hönd. Fiestir veðjuðu á Sardanapaie, sem Maurice de Rotschild, barón, átti, en næst flesta fylgjendur hafði hryssan Farina, sem annar barón, Ed- mond de Rotschild, átti. Aðals- menn og auðkýfingar hvaðan- eeva að úr Evrópu voru þarna •taddir með konum sínum og óútgengnum dætrum í fullum Btássskrúða. Parísarmúgurinn var og mættui þarna. Rétt áður en merkið var gef- ið, var forsetanum afhent skeyti frá Havas-fréttastofunni. For- setinn las það, án þess að sýna nokkur svipbrigði, og rétti það austurríska ambassadornum, ungverska greifanum Szecsen. í skeytinu var skýrt frá því, að erkihertoginn Franz Ferdinand von Habsburg-Este, hinn keis- aralegi og konunglegi ríkiserf- ingi Austurrikis-Ungverj alands, hefði verið myrtur þá um morg iminn ásamt eiginkonu sinni, hertogaynjunni af Hohenberg. Szecsen greifi afsakaði sig við forsetann og hraðaði sér á braut. Poincaré hélt til haliar sinnar eftir veðreiðarnar og hóf þegar að athuga, hvernig hægt væri að hressa upp á zarinn í Sankti Pétursborg, þ-ennan volduga en vafasama bandamanru Vilhjálmur Þýzkalandskeisari var við stýrið á snekkju sinni nálægt Kiel. Hin fræga siglinga hátíð, Kielar-vikan, stóð yfir, og nú var sérstakt fagnaðarefni. Nok'krum dögum áður hafði Kielar-skipaskurðurinn verið endurvígður, eftir að hafa ver- ið dýpkaður og breikkaður, svo að herskip af stærstu gerð gátu nú siglt milli Eystrasalts og Narðursjávar með þýzkt land á báða bóga. Þessi einkennilega samsetti maður, Vilhjálmur keis ari, hafði yndi af að státa sig af hermætti hms þýzka ríkis og láta glamra í vopnum, en innst inni hryllti hann við vopna- mætti „nútímans“. Skyndlega sá hann, að eimherskipið „Hulda“ var að reyna kom- ast fram úr skipi hans. Keisar- anum gramdist þetta og ætlaði að auka ferðina, þegar Múller aðmíráll, sem hafði yfirstjórn á „Huldu“ gaf honum merki um að hægja ferðina. Keisari bandaði óþolmmóðlega til að- míráls síns, sem kallaði þá í lúður: „Ég flyt alvarlegar frétt ir!‘ Aðmíróliinn setti þýðingu á leyniskeyti frá þýzka aðal- ræðismanninum í Sarajevo inn í vindlingahylki sitt og ætlaði að fleygja því yfir í keisara- snekkjuna. en Vilhjálmur sagð- ist vilja fá fréttirnar munnlega. Þegap hann hafði heyrt þær, sagði hann þunglega: „Þá byrj- ar allt upp á nýtt.“ Hann af- lýsti síðan Kielar-vikunni. Sagt er, að austurriskur aðalsmaður, sem var gestur hans og lá sjó- veikur mðri í koju, hafi þegar risið upp og tekið heilsu á ný en ekki gleði sina. í Berlín sat Prinz von Bulow, sem áður var kanslari Þýzka- lands, við rúmstokk vinkonu sinnar, von Lebbin, þegar Paul ,vn Schwabadh, bankastjór, vinur prinzins, hringdi og sagði honum morðfregnina. Prinzinn tók tíðindunum rólega, eins ag fyrrverandi stjórnmálamanni sæmir, sem er viss um, að allt fari fjandans til, meðan hann er ekki við stjórnvölinn. Hann gerði sér þó ljóst, hverjar póli- tískar afleiðingar morðið gæti haft, ef allir héldu ekki ró sinni, en það var ólíklegt, eins og ástandið var í Evrópu. Forseti Frakklands og zarinn Skömrnu síðar samhryggðist hann austurríska ambassadorn- um, Szogyenyi. Ungverski greif inn horfði til himins og svar- aði, að hann harmaði örlög erki l ertogans sem imgverskur og k.litinn aðalsmaður, en hins vegar áliti hann, að pólitískt séð væri fráíall ríkiserfingjans blessunarrík ráðstöfun forlag- anna. „Requiescat in pace“ (hvíli hann í friði). — Erkiher- kanna rússueskt sjómannalið. toginn hafði einhverju sinni sagt: „Það sýnir slæman smekk Ungverja, að þeim skyldi nokkru sinni detta í hug að setjast að í Evrópu.“ Þessu gat ambassadorinn aldrei gleymt. í Rómaborg var fréttinni tek- ið á annan hátt. ítalska ríkis- stjórnin hafði lengi haft hug á að kaupa Villa d’Este við Tívóli af eiganda þess, sem var enginn annar en erkihertoginn Franz Ferdinand von Habsburg-Este, en hann verið tregur til að selja gamalt ættarsetur. Nú hringdi utanríkisráð'herrann, San Giuliano til forsætisráð- herrans og sagði: „Ert það þú, Salandra? Heyrðu, þá þurfum við ekki lengur að hafa áhyggj- ur út af Villa d’Este. Erkrher- togáhjónin voru drepin í morg- un.“ ★ f þessari frásögn er sleppt við brögðum valda- og áhrifamanna í Lundúnum og Sankti Péturs- borg (nú Leningrad). Margir og ótrúlegir hlutir gerðust í höfuðborgum Evrópu næstu daga. Allir óttuðust stríð, en enginn vildi koma því af stað. Flókin stjórnmál, ólíkar skapgerðir, einkennilegar til- viljanir o.fl. áttu sinn þátt í því, að heimsstyrjöldin fyrri hófst í byrjun ágústmónaðar. Segja má, að engin ein rikis- stjórn hafi átt sök á því, hvernnig fór. Sagnfræðingar nú á dögum eru sammála um, að alla þótttakendur hryllti jafnmikið við styrjöldinni í upphafi. Þá óaði alla við því, til hvers kokhreysti þeirra, barnalegur þjóðarinetnaður og sverðaglamur hafói leitt. En í júlílok 1914 var of seint að snúa við. Segja má e.t.v., að Sir Ed- ward Grey, brezki utanrikis- málaráðherrann, beri einna þyngsta sök, og var hann þó mesitur friðarsinni allra þeirra valdamanna, sem við sögu komu þessa örlagaríku daga. Svo ein kennilega geta atburðir skipazt. Það er átakanleg þversögn, að þessi einlægi friðarvinur skuli nú vera ásakaður fyrir hlut sinn að upphafi stríðsins. Það er honum að kenna, að Þjóð- verjum var ekki gert ljóst, með- an tími var tii, að Bretar mundu standa við hlið Frakka. Hann átti að vísu erfitt um vik, þar eð hann varð að tryggja sér samþykki annarra ráðherra Frjálslynda flokksins, en a.m.k. helmingur þeirra var ákafur fylgjandi algerrar friðarstefnu. í Bretlandi áttu friðarsinnar sterk ítök; þeir kölluðu sig „friðflytjendur“ og mæltu gegn allri hervæðmgu og vopna- smíði, hvað þá styrjaldarþátt- töku á meginlandinu. Vitað er, að Vilhjálmur keisari, sem Lloyd George vildi láta hengja, var viljugur til að semja um frið fram á seinustu stund. Zar- inn í Rússlandi, keisarinn í Aust urríki og forsetinn í Frakklandi: allir vildu þeir forðast þetta hræðilega stríð. sem virtist ó- umflýjanlegt Og það virðist enn hafa venð það. Berlínarbúar fagna striðsyfir lýsingunni. Sumarleikhúsið út á land Sýnir „Ærsladrauginn" norðanlands og austan SUMARLEIKHÚ SIÐ leggur af •tað í leikför um landið nk. mánu Grein um Björn Pálsson í Esso Air World f SÍÐASTA hefti al'þjóðlega tíma ritsins Esso Air World birtist grein um Björn Pálsson, flug- mann, og starfsemi hans allt frá fyrsta sjúkrafluginu þar til nú í vetur. Eru rakin helztu afrek Björns, svo sem flug hans til Grænlands í maí, 1957, er hann ílaug eins hreyfils Cessna-180 tiugvél sinni um fjórar klukku- •tundir yfir hafig til norðurs og •ótti lífshættulega sjúka konu. Greininni fylgja fjórar myndir. I»rjár þeirra hefur Björn sjálfur tekið. Ein er af Surtsey. dag og er ferðinni heitið norður og austur. Þetta er sjötta árið sem Sumarlekhúsið starfar. Að þessu sinni verður sýndur gam- anleikurinn Ærsladraugurinn eft ir Noel Coward. Sýningar á þessu leikriti hófust síðastliðið sumar og var það þá sýnt vestanlands og norðan og lauk sýningum í haust á Akureyri. Síðan var leik- ritið sýnt í Reykjavík, bæði í Austurbæj arbíói og á vegum Leik félags Reykjavíkur í Iðnó, urðu sýningar alls 49. Nú er ætlunin að halda sýningum áfram norðan lands og austan og verður 50. sýningin á leikritinu á Árskógs- sandi nk. þriðjudag kl. 9, þá verður farið að Skjólbrekku í Mývatnssveit og þar næst til Húsavíkur. Síðan verður haldið austiu: á bóginn og endað á Hornafii ði um 20. júlL Það mun flestra mál að Ærsla- draugurinn sé einn skemmtileg- asti gamanleikurinn sem Sumar- leikhúsið hefur sýnt, enda að- sókn mikil, bæði í Reykjavík og úti á landi. Leikstjóri er Jón Sig- urbjörnsson, en leikendur Þóra Friðriksdóttir, Sigríður Hagalín, Nína Sveinsdóttir, Gísli Halldórs- son, Guðmundur Pálsson, Auróra Halldórsdóttir og Margrét Magn- úsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.