Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 15
Sunnudagur 28. júní 19S4 MORCUNBLABIB 15 Hinn góði liirðir f VIÐHAFNARSÖLUM Vatíkans ins, ' páfahallarinnar í Róm, má sjá mörg frábær listaverk, sem með mismunandi móti hafa kom- izt í eigu páfa á umliðnum öld- um. Meðal þeirra er mynd ein, — ekki ýkja stór, en úr skíra gulli, ■—af fjárhirði með hjörð sína og nefnist hún „Hinn góði hirðir“. Þrátt fyrir það, þótt hún sé úr gulli gerð, hefur myndin þann einfaldleika, að menn muna leng ur eftir henni en ýmsum öðrum, sem sennilega eru meiri lista- verk. Mynd þessi var gjöf Franz Jósefs, Austurríkiskeisara, til þá- verandi páfa og hefur vafalaust átt að vera táknræn um hirðis- starf páfans með bersyndugu mannfólki. En myndin er ekki síður táknræn um Franz Jósef sjálfan. Hann var nær 70 ár valda mikill þjóðhöfðingi í einu mesta stórveldi álfunnar og þar með heimsins. Hann var settur til valda á hættusamri tíð, og rétt eftir, að hann andaðist, liðaðist ríkið, sem hann hafði tekið í erfðir af forfeðrum sínum og þá hafði staðið öldum saman, í sundur. Þótt hann gæti ekki stað- ið á móti straumi tímans, var samvizkusemi hans og skyldu- rækni viðbrugðið. Morð austurríska ríkiserfingj ans og konu hans. Lengst til vinstri er morðinginn, latinuskóla- pilturinn Cavrilo Prineip. í a ftursæti bifreiðarinnar er Soffi a von Hohenberg, eiginkona erki- hertogans, og Franz Ferdinand von Habsburg-Este, erkihertogi, rikiserfingi austurrikis—Ung- verjalands. (Myndin máluð af sjónarvotti). í höfuðborg Serbíu, sem aftur höfðu náið samband við tiltekna valdamenn í Pétursborg, höfuð- borg rússneska keisaradæmisins. Það var því sizt að ástæðulausu, að Austurríkismenn vildu Iáta rannsaka tilræðið til hlítar ag töldu það spretta af illvilja Slava gegn hinu austurríska keisara- dæmi. • Áberandi sönnun þessa fékkst síðar, þegar Júgóslavar reistu morðingjanum Princip minnis- merki í Sarajevo. Lýsir það ó- neifánlega býsná miklu kaldlyndi að gera að þjóðhetju manninn, sem með byssu sinni hrinti fyrci heimsstyrjöldinni af stað. En hér áttu ýmsir högg í annars garð. Fáir okkar býsnast yfir, þó að Finnar hafi í Stjórnarráði sínu sett minningartöflu þar sem finnskur stúdent skaut til bana rússneska landstjórann í Finn- landi rétt eftir aldamótin 1900. Okkur þykir kúgun Rússa á þeim árum hafa verið svo auðsæ, að við hneykslumst ekki á, að í heiðri sé haldið minningu manns, sem fórnaði eigin lífi með því að drepa umboðsmann kúgunarinn- ar. — Vantaði varnar- sanitök REYKJAVÍKURBRÉF Talaði át ján ára eliefu tungur Franz Jósef var af hinni frægu aett Habsborgara og var kvaddur til ríkis 1848, þvi róstusama ári. Um valdatöku hans segir svo í samtíma heimild íslenzkri, Skírni, sem út kom 1849: „Það virðist sem keisari Ferdin •nd hafi þótzt vera búinn að fá nóg af að stjórna, því 2. dag í desembermánuði sagði hann af aér, og fékk keisaratignina í hend ur bróðursyni sinum, er Franz Jóseph heitir; hann er nú 18 vetra gamall, og sagður maður rel að sér; svo er hann góður í málfræði, að hann talar prýði- lega 11 tungur“, . Veldi Habsborgara náði þá yf- |r mörg þjóðerni og hefur hinum unga manni verið kennt að tala tungur flestra hinna meiriháttar þeirra. Iðni skorti hann aldrei, því að fram á siðustu elliár var sagt að hann hefði farið á fætur Jrlukkan fjögur á hverjum morgni til að sinna stjórn síns mann- marga og víðlenda ríkis. Allt kom þó fyrir ekki. „Ðrottinn lætur ekki að sér hæða“ Stjórnarferill Franz Jósefs hófst með uppreisn Ungverja, en Austurríkiskeisari rar jafnframt talinn konungur Ungverjalands. Sú uppreisn var bæld niður með •ðstoð Rússakeisara. Ungverjar féngu síðan allmiklar réttarbæt- ur, en sambúð þeirra við önnur þjóðabrot innan þessarar ríkja- •amsteypu gekk lengst af erfið- lega. Um 1860 missti Austurríkis- keisari yfirráð í Norður-ítaliu og 1866 áthrif í Þýzkalandi. Þegar leið að aldamótum ór ókyrrð hinna slavnesku þjóðabrota I keisaradæminu. Úr þeim óróa dró ekki innlimun tveggja slavneskra fylkja í Austurríki 1*09, en þau höfðu áður fyrri til- heyrl Tyrklandi, «u Serbar og Laugard. 27. júní þar með íbúar héraðanna sjálfra töldu eðlilegast, að þau væru tengd við Serbíu. Þegar hér var komið þóttust ýmsir sjá fyrir, að hið forna keis- aradæmi mundi liðast sundur eft ir dauða hins aldna keisara, en hann var orðinn margreyndur maður, ekki einungis vegna stjórnmálaerfiðleika heldur og einkarauna. Ríkiserfinginn, einka sonur hans, hafði árið 1889 fram- ið sjálfsmorð að því er talið var, ásamt ástmey sinni, og hafa öll atvik þess sorgarleiks aldrei ver- ið upplýst til hlítar. Nokkrum ár- um síðar, þ.e. 1897, var kona Franz Jósefs, Elizabet keisara- drottning, sem viðbrugðið var sökum fegurðar, myrt af stjórn- leysingja, er hún var á göngu á bökkum Genfarvatns í Sviss. Voru þau hjón þá raunar að mestu skilin að samvistum. Franz Jósef var því orðinn ýmsu vanur, þegar honum fyrir réttum 50 árum var hinn 28. júní 1914 skýrt frá því, að frændi hans, ríkiserfinginn, Franz Ferd- inand, hefði ásamt konu sinni verið skotinn til bana í slavneska bænum Sarajevo þann sama dag. Franz Jósef lét sér og ekki bregða, en svaraði þessu einu: „Drottinn lætur ekki að sér hæða“. Kvonfang;ið ekki nógu göfugt Ætla hefði mátt, að hinn marg- reyndi þjóðhöfðingi hefði talið reiði drottins brjótast út vegna einhverra meiriháttar afglapa eða misgerða í stjórnmálum. T.d. að Austurríkismenn fengju nú á- minningu fyrir að sölsa undir sig ráð yfir óskyldum þjóðum, sem þráðu það helzt að fá að samein- ast sínum frændum eða að verða alveg sjálfstæðar. En það var síð- ur en svo, að hinum gamla heið- ursmanni byggi nokkuð slíkt í hug'a. Hann var sannfærður um, að hann og ætt hans stjórnuðu „af guðs náð“, samkvæmt drottin legu iðgmaft. sem allir yrðu að lúta svo Iangt sem völd þeirra ættmenna náðu. Þá varð ættin líka að lúta þeim lögum, sem hún sjálf hafði sett sér, þar á meðal þeim, að engir, sem til ríkiserfða voru bornir, máttu kvænast konum af ókonungbornu foreldri. Það hafði ríkiserfinginn, Franz Ferdinand, gert, og morðið á honum og konu hans þess vegna vitni þess, að drottinn lét ekki að sér hæða'. Rökrétt þröngsýni Lærdómsríkt er, aS einn valda- mesti og þaulreyndasti stjórn- málamaður, að vísu þá fjörgam- all, skuli hafa orðið ber að slikri þröngsýni fyrir ekki meira en 50 árum. Kunnátta í 11 tungumál- um, iðni og samvizkusemi mega sín lítils, ef sjóndeildarhringur- inn er ekki víðari en svo. Og þó? Hinn trúrækni keisari fylgdi þeim boðum, sem veldi hans byggðist á. í því kenningakerfi var „konungur af guðs náð“ for- sendan og henni fylgdu afleiðing- arnar á sinn veg með rökréttu móti. Ef konungdómurinn fékkst fyrir „náð guðs“, hlutu erfðaregl- urnar líka að vera háðar henni. Þess vegna mátti einstakur arf- taki ekki breyta þeim í samræmi við sinn geðþótta né taka sér maka, sem ekki gæti fullnægt þeim. Frá veraldlegu sjónarmiði má og segja, að þeir, sem telja sig borna eða kjörna til að stjórna öðrum, en geta ekki stjórnað sjálf úm sér svo að vel fari, eigi ekki skilið, að aðrir uni þeirra stjórn. Þess vegna varð Játvarður VIII að hætta að vera konungur Eng- lands og gerast hertogi af Wind- sor og Rockefeller ríkisstjóri nú að lúta í lægra haldi fyrir Gold- water. Þröngsýni Franz Jósefs var því ekki alveg eins fráleit og í fljótu bragði mætti ætla. A.m.k. má segja, að hún hafi verið rök- rétt miðað við hans hugsunar- hátt. Ýmsar fuliyrðingar einræðis herra nútímans lýsa sízt meira víðsýni, þótt þær séu einnig byggðar á forsendum kenninga- kerfa, sem þessir mena hafa lát- ið umljúka sig. 1 Upphaf ófriðarins 1914 Upphaf ófriðarins 1914—18 og þar með seinni heimsstyrjöldin 1939—1945 og allar þær gífur- legu umbyltingar, sem af báðum þessum styrjöldum hafa leitt, eiga beinlínis rætur sínar að rekja til morðanna í Sarajevo 28. júní 1914. Þau voru hin sýni- lega orsök; sem hleypti skriðunni af stað. Um það verður aldrei sagt, hvort ófriður hefði brotizt út, þó að þessi morð hefðu ekki verið framin. Sennilegt er, að svo hefði farið, en engan veginn er það víst. Sú kenning er nú fyrir löngu afsönnuð, að Þjóðverjar, og þá einkum Vilhjálmur II, Þýzka- landskeisari, hafi gripið morðin sem átyllu til að hefja árásar- styrjöld, sem hann og aðrir þýzk- ir valdamenn hafi hvort eð er verið staðráðnir L Friðarviljinn var misjafnlega mikill í öllum ríkjum, er komu við sögu sum- arið 1914. En fáir og þá ekki frek ar í Þýzkalandi og Austurríki en Rússlandi, Frakklandi og jafnvel Englandi stefndu að almennri Evrópustyrjöld. Hinir voru fleiri, sem töldu slíka styrjöld óumflýj- anlega, en flestir voru þeir, sem einfaldlega létu berast með straumnum, reiknuðu rangt og gerðu sér ekki grein fyrir afleið- ingum verka sinna. Miímismerki um morð í síðari tíma ritum um þessá atburði hafa ráðamenn í Vín orð- ið einna harðast úti. Þeir eru þó ekki bornir þeim sökum, að þeir hafi stefnt að almennu Evrópu- striði, heldur, að þeir hafi sýnt óleyfilega léttuð og beitt Serbíu meiri hörku en efni stóðu til. Enda hefðu þeir átt að sjá, að stríð við Serbíu mundi leiða af sér stríð við Rússland og þá yrði almennur ófriður í Evrópu naum ast umflúinn. Áfellisdómur gegn valdamönnuni í Vín hvílir e.t.v. á kenningunni: „Sekur er sá einn sem tapar“, því að engir fóru ver út úr ófriðnum en einmitt Austur ríkismenn. En þeim var frá upp- hafi meiri vandi á höndum en öðrum. Ríki þeirra veikara en hin stórveldin; ríkiserfingi þeirra hafði verið drepinn og keisarinn var fjörgamall, eldri en svo, að hapgt væri að ætlast til, að hann réði nokkru um stjórnarfram- kvæmdir. Nú er og talið sannað það, sem Austurríkismenn héldu þá þegar fram, að samsærismenn irnir í Sarajevo voru í félags- skap með valdamikíum mönnum Atburðarás fyrri tíma er ekki síður flókin en nú á dögum. Um eitt ber hinsvegar öllum saman. Ef Bretland hefið látið það vera alveg ljóst, að það mundi taka þátt í styrjöld, brytist hún út sumarið 1914, þá mundi ekki hafa úr henni orðið .Bretar höfðu »ð vísu nokkrum árum áður gengið í hálfgert hernaðarbandalag við Frakka og þar með Rússa, en mjög var óljóst hverjar skuld- bindingar fylgdu þeim samning- um, sem gerðir höfðu verið, eða yfirleitt hvort um nokkra eigiu- lega samninga yar að ræða. Jafn- vel brezku ráðherrarnir vissu ekki til hlítar, hvað gerzt hafði og voru innbyrðis mjög ólíkra skoðana um, hver viðbrögð Bret.a skyldu verða. Á þeim árum var Bretland mesta stórveldi heims og var nokkurn veginn Ijóst, «ð sú stórveldasamsteypa, sem það styddi, hlyti að verða ofan á í styrjöld. í sjálfum ófriðnum 1914 —18 munaði raunar oft litlu, en fyrir forystu og þrautseigju Breta hlutu þeir og bandamenn þeirra sigur að lokum. Þjóða- bandalagið var stofnað með frið- arsamningunum eftir stríðið, ekki sízt til að hindra, að ný stórstyrj- öld brytist út án þess, að nokkur gerði sér grein fyrir, hvað í að- sigi væri. Er ófriður óum- flýjanlegur Þjóðabandalagið var aldrei þess megnugt að tryggja frið i heim- inum. Því miður er reynslan enn hin sama af arftaka þess, Sam- einuðu þjóðunum. f sjálfu sér er trauðla von, að slíkt takist á með an við lýði eru öflug ríki, þar sem valdamennirnir trúa því, að ófriður sé óumflýjanlegur. Þessi trú á óumflýjanleik ófriðar á meðan „kapítalismi“ ráði er ein af grundvallarkenningum marx- ista. Þeir hafa búið sér til kenn- ingakerfi, þar sem þetta er ein helzta uppistaðan. Alltof margir hafa látið flækjast í þennan kenningavef. E.t.v. er hann rök- rétt hugsaður út frá sínum for- sendum, alveg eins og trú Franz Jósefs á reiði drottins vegna ó- tigins kvonfangs frænda hans, var rökrétt út frá kenningunm um „ngð guðs“. En hvort tveggja er jafn fjarlægt heilbrigðri skyn- semi. í samskiptum manna gilda engin slík óhagganleg lögmál. Styrjaldir verða ekki til fyrir ®- hagganleg söguleg lögmál, heldur vilja einhverra einstakra nianiHL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.