Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 27
ÍJunnudagUr '28. Juní 1964 27 MORGUNBLAÐIÐ Börnum þakkað NOKK.UR börn í Hafnarfirði og Heykjavík, hafa sýnt fágætt fram tak til styrktar góðu málefni. í Hafnarfirði tóku sig saman 3 telpur, 7—10 ára gamlar, og efndu til tomíbólu. Ágóðann færðu þær Styrktarfélagi vangef inna að gjöf. í bílskúr vestur á Kvisthaga í Beykjavík efndi hópur barna til skemmtisamkomu. Áður höfðu þau ræst og málað bílskúrinn, fengu síðan lánaða bekki og sitt- hvað annað, sem þurfti til að breyta honum í samkomuhús, og héldu svo skemmtun þar sem þau sáu sjálf um öll skemmtiat- riði. Að visu hefur heyrzt, að söngkona, sem átti að koma fram, hafi brugðizt skyldu sinni, en laun voru greidd fyrirfram. Þar sem hún mun aðeins vera um þriggja ára gömul, verður samn- ingsrof henni vonandi ekki til trafala síðar á ævinni. Er ekki að orðlengja það, að ágóðinn af skemmtisamkomunum færðu börnin dagheimilinu Lyngási að gjóf. Lyngásheimilið og Styrktarfé- lag vangefinna eru mjög þakklát fyrir þessar gjafir og meta þær hvað mest af þeim mörgu góðu gjöfum, sem þeim hafa borizt. Þær sýna, að börnin hafa hug- leitt, að ekki eru öll börn svo lánsöm að búa við óhefta, and- lega þroskamöguleika, þau hafa skilið, að það er göfug nauðsyn, að hinir sterkari styðji Iþá, sem minni eru. Þessi þörn hafa þegar í bernsku beitt kröftum sínum til hjálpar þeim, sem alla ævi búa við vanmátt bernskunnar, þeim, sem hvern dag standa frammi fyrir viðfangsefnum, sem eru þeim um megn, sé þeim ekki veitt vernd og hlífð. Um leið og þessum elskulegu börnum er þakkað, skulum við gleðjast yfir því manndómsmerkx sem framtak þeirra sýnir. ílosemarie Þorleifsdóttir með krakka sem hún kenndi leikfi Jni á hestum í reiðskóla hér í Reykjavik. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. Heldur áfram í dag Meistaramót Norður- landa - í útihandknattleik kvenna heldur áfram á Laug ardagsvellinum kl. 8 í kvöld. Fyrst leika Noregur og Sví- þjóð, þá ísland og Finnland og loks Danmörk og Sví- þjóð. Dómarar í leikjunum verða Knud Knudsen (D), Björn Borgesen (N) og Karl Jóhannsson (í). Myndin hér að ofan er úr leiknum mili íslands og Dan rnerkur — og sýnir líf í tusk unum. Díana Óskarsdóttir hyggst skjóta, en er hindruð. Á hinni myndinni sjást tvær íslenzku stúlknanna hlaupa biosandi út af vellinum að ieik loknum. Husfreyjan í Vestra Geldinga- holti ætlar aö setja upp reiöskóla ROSEMARIE Þorleifsdóttir, hin nýja húsfreyja í Vestra- Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi, var í kaupstaðaferð á föstudaginn. Við hittum hana á förnum vegi og fórum að spyrja hana um búskapinn og hvort hún væri alveg hætt að kenna börnum að sitja hest, en hún lærði sem kunn- ugt í reiðskóla í Þýzkalandi og kenndi reiðlist i 3 ár hjá Fáki. Rosemarie er gift Sigfúsi Guðmundssyni, búfræðingi frá Hvanneyri, og keyptu þau Vestra-Geldingaholt í vor og eru farin að búa þar. — Bú- skapinn er á byrjunarstigi, sagði Rosemarie. Við fengum 19 kýr með búinu, en ætlum að bæta við bústofninn seinna eftir því sem efni og ástæður leyfa. Okkur langar til að eign ast fé, en þetta verður nú samt aðallega kúabú og eitt- hvað af hrossum. íbúðarhúsið er gamalt timburhús, en fjós nýtt, ekki fullbyggt. Jörðin er geysistór, þar af aðeins 20 ha. ræktað, land, en miklir mögu- leikar til ræktunar á þurru. Þetta er yndislegur staður, útsýni dásamlegt og stöðu- vatn í túni með silungi í. Við þekkju þetta bara svo lítið ennþá. — Svo þú unir þér vel þarna. Hefurðu verið i sveit áður? — Já, mér þótti alltaf gaman að vera í sveit, þegar ég var krakki. Og mér er sama þó ég þurfi að vera við bústörfin inni við, bara af ég get gengið út og veit af dýrunum einshvers staðar ná lægt. Sama hvaða skepna er, þó hestarnir séu alltaf númer 1. Ég hefi líka alltaf hugsað mér þannig fyrir með mína hesta, að ég hafi þá í haga nálægt mér og þurfi ekki að flækja þeim til. — Ekki ertu þá alveg hætt við reiðmennskuna. Ætlarðu ekki að kenna eitthvað? — Það hafa margir spurt mig að þessu og hvatt mig til að gera það. Og nú ætla ég að reyna að hafa tvö nám- skeið fyrir krakka í sumar, og vita hvort nægur áhugi er fyrir hendi. Ég ætla einmitt að byrja núna 6. júlí með hálfsmánaðar námskeið fyiir telpur, og hafa svo seinni hluta júlímánaðar námskeið fyrir stráka. Ég get tekið 12 börn í einu, svona frá 8 ára, ef þau eru dugleg, og upp í 12 ára. Krakkarnir búa þá hjá okkur þennan tíma og fá fæði, húsnæði og hesta. Ég verð alveg ú,ti við með þeim, en hefi ráðskonu í bænum á meðan. Ég hugsa mér að kenna krökkum afí umgang- ast hestinn, allt frá því að leggja á hann og sitja hestinn fyrst á staðnum, en síðan fara í útreiðar, eftir því sem getan leyfir. Svo ætla ég að reyna að hafa eitthvað fræði- legt með, hafa kvöldvökur, þar sem sagðar eru hestasög- ur og farið með kvæði, sýnd kvikmynd um hesta, reynt að fræða dálítið um hestinn, bæði þann íslenzka og er- lenda hesta og mismuninn á þeim. Svo er ætlunin að kenna leikfimi á hlaupandi hesti, eins og ég hafði hjá Fáki. Nú og láta krakkana hafa dálítið fri til að fara í leik um miðjan daginn, svo blandað sá skemmtun og fræðslu. Ég veit ekki hvort áhugi verður fyrir þessu, eða hvort fólki kann að finnast þetta of dýrt. Ég reyna að reikna allt á lágmarki, en samt verða það 2800 kr. fyrir námskeiðið. — Ert þú kannski komin í bæinn til að taka krakka á námskeiðin? — Nei, ég verð að fara strax aftur austur til að sinna búkonustörfunum segir Rose marie og hlær við. En pabbi og heimilisfólkið ætlar að hjálpa mér að veita upplýsing ar í símann heima, sem er 37470. Sjálfri Veitir mér ekki af því að fara austur. Fyrirlesari á vegum Guðspeki féla^sins DAGINN fyrir þjóðhátíð okkar kom til landsins góður skozkur gestur, mr. Edward Gall að nafni. Hann var fræðari á sumarskóla Guðspekifélagsins, sem haldinn var í Hlíðardalsskóla í Ölfusi dagana 18. til 25. þ. m. Flutti mr. Edward Gall fyrir- lestra í skólanum og svaraði að auki fyrirspurnum og má full- yrða að skólagestum féll við fxæðslu hans, en í skólanum voru að staðaldri um 40 þátttak- endur. Mr. Edward Gall er, sem að líkum lætur fróður vel um þau fræði, sem guðspekinemum eru hugleikin, hefur hann flutt fjölda fyrirlestra og gefið út bækur um þessi efni. Af bókum hans mætti nefna t. d. Mysticism Throughout the Ages (Dulspeki aldanna og „The Mysteries of Spxritual Ascent“ (Leyndardóm- ur andlegrar framvindu). Á Bretlandi er hann eftirsótt- ur fyrirlesari og m. a. var hann valinn til þess að flytja Blavatz- kj’-fyrirlestur á ársþingi ensku deildarinnar 1954 og fjallaði hann um „Yoga og slöngueld- inn‘ . Mr. Gall heldur heimleiðis n.k. þriðjudag, en hann hefur fallizt a að flytja einn fyrirlestur fyrir félaga og gesti áður en hann yfir- gefur landið. Þessi fyrirlestur verður flutt- ur í húsi félagsins Ingólfsstræti 22 á sunnudagskvöld kl. 8%s.d. (Frá Guðspekifélaginu) Hrefna Karls- dóttir Kveðjum við þig Hrefna hvílir nú þungur skuggi, á okkar æfibrautum. öllum varst þú ljúf en einkum fundu börn, ást þína og elsk'useúui. Kveðjum við þig Hrefna hvíslum við þögul blessunar orð og baén fyrir þér iifa munt þú áfram í okkar hjörtum sí ung, sí fögur þó söknum við. Sakna nú móðir sakna nú faðir þyngstur er þeirra ’iarmur. Verður þó huggun og hugarfró þungum harmi. minningin góð sem máist eigi. O. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.