Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 1 NÆSTKOMANDI fimmtudag mun Hótel Ho.lt hefja rekstur hinna nýju og glæsilegu veit- ingasala í gistihúsinu. Yerða þar á boðstólum hverskonar veitingar fyrir dvalargesti hótelsins og aðra gesti. Veit- ingasalirnir verða opnir á venjulegum tímum, allt til kl. 11.30 að kveldi. Þorvaldur Guð.mundsson hótoleigandi og frú Ingiibjörg'- ' i kona hans buðu í gær tíð- indamönnum blaða og út- varps til Ihádegisverðar í hin- um nýju veitingasölum. Eru þeir mjög vistlegir. Gólf öll eru teþpalögð og veggir klæddir dök'ku aifríkönsku vengi. Aðalsalurinn er skreytt ur fögru máiveriki ef'tir Gunn- laug Sdheving listimiálara. Lítii vínstúka er inn atf veit- ingasalnum og eldhús er rúmlegt og fullkomið. Þorvaldur Guðlmundsson skýrði blaðamönnum fná því, að síðan að Hótel Holt var opnað 12. febrúar 1966, (hefðu 10&20 dvalargestir búið í hótelinu fram til 31. desember. Hefði nýting hótel- rýmis verið mjög góð, eða um 68,5%. Eins og kunnugt er eru 64 rúm í 36 herbergj- urn hótelsins. í>ar hefur 11 manna starfslið unnið, en eft- ir að veitingasaiirnir hafa verið opnaðir, mun tala starfs fóJiksins rúmlega tvöfaldast. Hinn nýji veitingasalur tekur 60 manns í sæti. Sagði Horvaldur Guðmundsson að veitingastaðurinn mundi legggja áherzilu á hverskonar íslenakan mat, og þá fyrst og fremst matreiðslu á lamtoa- kjöti í ýmsum rébtum. Meðal nýjunga má nefna, að þar verður framreiddur svokall- aður „gravlax", sem forrétt- ur. Var blaðamönnuim bor- inn þessi lax ásamt griller- eðum og afbeinuðum lamlba- hrygg og pönnukökum, steikt- nm í koníaki. Var það mál manna, að þetta hefði verið hinn ágætasti hádegisverður. Meðal nýjunga á matseðli Hótels Holts má nefna soð- inn lamsbóg með spergilsósu og rækjum. Fjöldi annarra kjötrétta verður þar fram- reiddur úr lambakjöti, nauta- kjöti og fugium. Fiskréttir verða einnig margir á mat- seðlinum. Ber einn þeirra heitið „tónar hafsins“. Er það 'humar og aðrir valdir sjávarréttir með austurlenziku tír nýja veitingasalnum í Hótel Holti. Nýr og glæsilegur veit- ingarstaður í Hótel Holt Leggur áherzlu á matreiðslu lamba- kjöts og framreiðslu „gravlax“ kryddi, grænmeti og hrísgrjón um. Verður þessi réttur fram- leiddur á sverði og steiktur í koníaiki. Þorvaldur Guðmundsson gat þess að eldhús Hótel Holts rnundi innan skamms fá svo kallaðan hásuðuofn, sem miun vera nýlunda meðal mat reiðsl’utækja hérlendis. Er ofn þessi notaður þannig, að kjöt er matreitt með venju legum hætti, síðan hrað'fryst við 40 stiga frost og geymt í 20 stiga kulda. Síðan er kjöt- ið hitað upp í hásuðuofnin- um í aðeins tvær móinútur. Þá er rétturinn tilibúinn til neyzlu. Að þessu leiðir að gestir eiga ekki að þurfa að bíða lengi eftir mat sínum. Hinn nýji veitingasalur í Hótel Hiolti er hinn glæsileg- asti. Þar verður ekki höfð hljómlist um hönd, þannig að gestir eiga að geta notið þar kyrrlátrar stundar meðan á -máiltíðinni stendur. Veiitinga- staðurinn hefur að sjálfsögðu fullt vínveitingaleyfi. Fyrsta málitíðin sem fram- reidd verður á hinum nýja veitingastað verður um há- degi næstkomandi fimmitu- dag. Þorvaldur Guðmundsson og frú Ingibjörg Guðmundsdóttir við málverk eftir Gunnlaug Scheving. Kennarastyrkir á vegum Fulbrigt-stofnunarinnar MEINNTASTOFNUN Bandaríkj- anna á íslandi (Fulbright stofn- unin) auglýsir hér með eftir umsóknum frá kennurum til sex mánaða námsdvalar í Banda- ríkjunum á námsárinu 1966-67. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði til Washing- ton og heim aftur nauðsynlegum ferðakostnaði innan Bandaríkj- anna, kennslugjöldum, bókagjöld um og nokkrum dagpeningum. Styrkirnir verða veittir kenn- urum til náms í eftirtöldum greinum: barnakennslu, kennslu í framhaldsskólum, verklegri kennslu (iðnfræðslu); kennslu í stærðfræði, náttúrufræði, eðlis- fræði og skyldum greinum: ensku, skólaumsjón og skóla- stjórn, abndarískum þjóðfélags- fræðum og öðrum sérgreinum. Umsækjendur verða að vera íslenzkir ríkisborgarar, skóla- kennarar með minnsta kosti þriggja ára reynslu, skólastjór- ar, starfsmenn Menntamálaráðu- Háskólctfyrirlesl* ur á fimmtudag Prófessor Sven Möller frá Kaupmannahöfn mun halda hér fyrirlestur á vegum Heimspeki- deildar Háskóla íslands fimmtu- daginn 13. janúar kl. 17.30 í I. kennslustofu Háskólans. Fyrir- lestur sinn nefnir prófessorinn Det nyere danske drama. Öllum er heimill aðgangur. Prófessor Kristensen verður um þessar mundir staddur hér vegna fundar dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. neytisins eða fastir starfsmenn menntastofnanna eða annarra stofnanna, sem fara með fræðslu- mál. Umsækjendur þurfa að geta talað, lesið, skrifað og skilið ensku. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Fulbright stofnunar- innar að Kirkjutorgi 6, 3. hæð frá 1—6. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar næstkomandi. Þjóðminjavórð- ur i fyrirlestra- ferð HINN 25. júní s.l. tilkynnti stjórn Sjóðs Selmu og Kaj Uang vads til eflingar menningar- tengslum Islands og Danmerkur, að hún hefði óskað eftir því við þjóðminjavörð, dr. Kristján Eld- járn, að hann tækist á’ hendur fyrirlestraferð til danskra lýð- háskóla á vegum sjóðsins og dveldist auk þess í Danmörku nokkurn tíma til að heimsækja dönsk söfn. Þjóðminjavörður dvaldist í Danmörku 18. nóv. til 5. des. s.l. á vegum sjóðsins. Flutti hann fyrirlestra um ís- lenzka sögu og menningu í fimm lýðháskólum, tveimur á Sjá- landi, einu má Fjóni og tveim- ur á Jótlandi, þ.á.m. í Askov. Vöktu fyrirlestrarnir mikla at- hygli og var fyrirlesaranum hvarvetna vel tekið. Þjóðminja- vörður heimsótti einnig ýmis dönsk söfn, í Árósum, Kaup- mannahöfn og víðar, og átti við ræður við danska safnmenn. (Frá Háskóla íslands.) SIAKSIFINAR Huglaus rógtunga Stjórnmálaritstjóri Þjóð- viljans er allra manna iðnastur við að ata aðra auri og skít. Meiri rógtungu getur ekki í starfi við íslenzkt blað nú. Dag- legir dálkar hans bera vitni ein- kennilegu sálarástandi, sem er að vonum, því að enginn kemst heill frá því að reka erindi kommúnismans, hvorki hér né annars staðar. En sá maður, sem daglega ræðst að öðrum með svívirðingum og rógi, emjar eins og sært dýr, þegar að honum er vikið orði með þeim hætti, sem honum hæfir. Fyrst fyllist hann ofsareiði og gætir þá ekki sam- ræmis í málflutningi sínum, síðan kemur hugleysið í ljós og flóttinn hefst. Stjórnmálaritstjórinn hefur undanfarna mánuði beitt veru- legri hæfni sinni til rógburðar að því viðfangefni að gera fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir við Búrfell og stór- framkvæmdir í Straumsvík tor- tryggilegar í augum almennings og kasta rýrð á þá menn, sem af miklum dugnaði hafa haldið á málum íslendinga í þeim samningum, sem staðið hafa yfir. í þessari þokkafullu iðju hefur stjórnmálaritstjórinn neytt allra bragða, sem tiltæk hafa verið og gengið svo langt í rógi sinum.að væntanlega hefði refsivistardómur legið við, tt þeir, sem fyrir árásunum hafa orðið hefðu sinnt því að láta manninn standa fyrir máli sínu á réttum vettvangi. Að gjamma hátt en gugna Sá er siður ritstjóra þessa að leffgja á flótta frá eigin lygum þegar að er fundið. T.d. birtist eftirfarandi klausa í dálki hans þ. 30. des. sl. .. ' Ao sjálfsögOu ber ráðborr- anum að reka sérfraeðmga sem staðnir eru að þvílikum blekkingxim. Geri harm það eldci er það að miimstakcsti nauðsynlegt fyrir hann að halda sem nánustu sambandi við stjómaranAstöðuna til þess að afla sér þar þeirrar \dtneskju seni sérfræðingam- ir fcla. — Austri m Svo sem sjá má af tilvitn- uðum ummælum er þess bein- línis krafizt, að starfsmenn Raf- orkumálaskrifstofunnar og aðrir þeir, sem unnið hafa að Búr- fellsvirkjunarmálum, verði rekn ir frá starfi. Morgunblaðið vakti athygli á þessum ósæmi- legu skrifum ritstjórans í for- ustugrein þ. 6. janúar, en Jakob, Gíslason hafði fyrir sitt leyti svarað rógtungunni í Þjóðviljan- um. Nú er greinilegt af skrifum ritstjórans í Þjóðviljanum á sunnudag að hann er orðinn hræddur , gugnar þegar á herð- ir og Ieggur á flótta frá sínum eigin lygiun. Er það gjarnan siður þeirra, sem sorpblaða- mennsku stunda, svo sem kunn- ugt er. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Ritstjórinn ætlaði aldrei að „dylgja um“ og „rægja“ starfsmenn Raforku- málaskrifstofunnar. Hann var bara að „gagnrýna“ að „gengið væri fram hjá íslenzkum vis- indamönnum og þar með starfs- mönnum Raforkumálaskrifstof- unnar“. Slík sinnaskipti á rúmri viku, eru umtalsverð. Þ. 30. des. krafðist ritstjórinn brottrekst- urs starfsmanna Raforku- málaskrifstofunnar. Hinn 6. jan. kemur hann bljúgur og skríð- andi og segist bara hafa verið að taka upp hazkann fyrir þá. Litlir hjeppar gjamma stund- um hátt, þegar þeir halda að aflið sé þeirra. Þegar á þá er hastað leggja þeir niður rófuna og lúta höfði. Það er sú list, sem Austri hefur öðlazt sífellt meiri leikni i að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.