Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 15
ÞriSJuflagur 11. januar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 upp eftir sprungum, sem myndast undir eldfjallinu vegna þrýstings í kviku- þrónni. — Það hefur mikið gengið á þarna á sínum tima? — Já, og það hafa orðið mörg gos þarna eftir þetta. Eldfjallið hélt áfram að gjósa fram á ísöld. i>á linnti gos- Fann rústir af margra millj. ára gðmlu eldkeilufjalli á Snæfellsnesi Viðtal við Harald Sigurðsson, jarðfræðing tnsrGUR jarðfræðingur, Har- aldur Sigurðsson, starfar hjá Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins, þar sem hann hefur að undanförnu m.a. unnið, ásamt Þorleifi Einarssyni, jarðfræð- ingi að jarðfræðirannsóknum og jarðgangaleið gegnum Strákafjall, undir Oddsskarð og Breiðdalsheiði. Haraldur lauk i surnar jarð fræðiprófi í Belfast á írlandi. Prófritgerð hans var runnin frá æskustöðvum hans á Snæ fellsnesi, þar sem hann fann rústir af stóru, fornu eldkeilu- fjalli. Leikmönnum finnst sjálfsagt furðu sæta að hægt skuli vera að finna fjöll, sem horfin eru fyrir árþúsundum, og gera sér mynd af þeim. Nánari skýringu á því feng- um við í viðtali við Harald. En fyrst var lögð fyrir hann sú spurning, hvort hið jarð- fræðilega merkilega landslag á Snæfellsnesi hefði kannski orðið til þess að hann fór í jarðfræðinám. — Ég tel mig vera Snæfell- ing, er alinn upp í Stykkis- hólmi, og hefi haldið mig þar mikið, sagði Haraldur. En í sumarleyfum mínum, meðan ég var í skóla, vann ég við jarðboranir hjá Raforkumála skrifstofunni og fékk þá áhuga á jarðfræði. Prófritgerð mín er af Snæfellsnesi, fjall- ar um Setbergssvæðið, sem ég nefni svo, en það eru skag- arnir milli Grundarfjarðar og Hraunsfjarðar. Þegar við Þor leifur Einarsson jarðfræðing- ur komura þangað, meðan ég var enn jarðfræðinemi, vor- um við mjög hrifnir af feg- urð staðarins. En við höfðum litla hugmynd um hvað þarna leyndist. Það reyndist vera bæði fróðlegt og nýtt fyrir okkur. — Hvað leyndist svo þarna á Setbergssvæðinu? — T.d. keilulög, sem finn- ast í eldfjallarústum og eru þarna eins og þau gerast fallegust. Þess konar mynd anir eru bezt þekktar í 3—4 eldfjallarústum í Suðureyj- um við Skotland. — Af þessum lögum og öðr um brotum hefurðu svo gart þér mynd af því sem þarna hefur gerzt. Og hvað er það? — Ég tel að þarna hafi verið stórt eldfjall, sem skag- að hefur upp úr blágrýtis- hellunni og þykist gera mér mynd af því eftir talsvert miklum líkum. Þetta var stór öld og hlóðst þá upp mikil eldkeila. Gosefnín eru súrari og meira um líparít þar en 1 fjöllunum í kring. Þegar nokkuð var liðið á sögu þessa eldfjalls varð mikið keti’sig, svipað því sem varð í Öskju árið 1®?5, þegar öskjuvatns- lægðin varð til. Ketilsigið á Setbergssvæðinu varð fyrir nokkrum milljónum ára, kannski 5—10 milljónum. Síð an fylltist sigketilinn af lip- arítösku og líparíthraunum. Að umbrotum þessum loknum mynduðust keilulög, eins og ég nefndi áðan, en það eru um í Setbergsfjallinu, en aðr- ar eldstöðvar á nesinu tó.ku við. Yið ágang jökla á ísöld fór hið upprunalega keilu- form af fjallinu og er aðeins hægt að áætla form þess og stærð eftir líkum og í sam- anburði við þekktar keilur, eins og Öræfajökul, og Snæ- fellsjökul. Miðja eldfjallsins er á skaganum milli Grundar fjarðar og Kolgra.farfjarðar, en hraun og öskulög frá því er að finna sunnar á Snæfells nesi og í Bjarnarhafnarfjalli, sem er þarna fyrir austan. Áður var landslag miklu hærra á þessum slóðum, laus- lega áætlað um 800 m yfir Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur. rauðbrúnir, litlir krystallar, allt að því hnöttóttir. Það hef- ur því greinilega verið mikill jarðhiti þarna á sínum tíma. — Það er víst margt að finna á Snæfellsnesi. Hefur það ekki verið lítið rannsakað jarðfræðilega? — Það hefur að minnsta kosti ekki verið birt mikið um rannsóknir þar. Jóhannes Ás- kelsson hafði unnið þar mikil Skýringarmynd af keiiulögum á skaganum milli Grundarf jarð ar og Kolgrafarfjarðar. Þar sést halt upp frá kvikuþrónni. Nú verandi fjöll á svæðinu eru teiknuð inn á myndina, en þau eldkeilufjallið. eldkeila, á borð við Snæfells- jökul og öræfajökul. Öræfa- jökull hefur gosið eftir að land byggðist og Snæfells- jökuU nokkru fyrir landnám. En eldfjallið á Sestbergssvæð- inu hefur gosið á síðari hiuta Tertiertímans og fram á ís- innskotslög, sem skjótast upp í berglögin fyrir ofan kviku- þróna. Þau liggja skáhalt og eru í laginu eins og keila á hvolfi. Keilulögin má því rekja hringinn í kringum eid stöðina. Þessi lög verða til þannig, að hraunkvikan brýzt Keilulög (svört) í líparíti í fjallinu Grundarmön. sjávarmáli, svo þetta fjall hef ur verið miklu hærra en fjöll- in, sem þarna eru núna. Geislasteinar og granít í berginu. — Af hverju dregurðu þessa ályktun? — Það má sjá af holufyll- ingum, sem þarna eru. Vicað er á hve miklu dýpi ákveðn- ar tegundir af zeolitum (geisla steinum) myndast. Hið upp- haflega lag fjallsins er horf- ið, en með athugunum á svæðinu er unnt að gera 'ér mynd af gerð þess .Geislastsin arnir eru til mikillar hjálp- ár, þeir myndast af völdum jarðhita. En er nær dregur stórum eldfjöllum, eins og Setbergseldkeilúni, truflast geislasteinamyndanirnar vegna há-jarðhita. Bæði koma aðrir geislateinar inn og nýjar stein tegundir koma til sögunnar, svo sem granat. — Myndast granat úr zeo- litum? Og er eitthvert magn af þeim þarna? — Granat myndast við mjög háan hita, og talið er að það geti myndast úr zeo- litum, þótt það sé ekki sann- að ennþá. Granatkrystallarn- ir þarna eru litlir, 2—3 mm þeir stærstu, og ekki verð- mætir. En þá má finna víða ef vei er leitað. Þetta eru hvernig keilulögin liggja ská- eru miklu lægri en horfna rannsóknarstörf, en því mið- ur féll hann frá, áður en hon- um vannst tími til að birta niðurstöður af rannsóknum sínum. Jarðfræðilega séð er Snæ- fellsnes, að margra dómi merkilegasti og fjölbreyttasti hluti landsins. Þar er að finna allar bergtegundir, sem fundizt hafa á íslandi, og flestar jarðmyndanir. Auk þess er það mjög aðgengilegt til rannsókna. Úti á Búlands- höfða höfum við t.d. líka þessi merkilegu lög frá ísöld. Þar er sjávarset, sem lyfzt hefur upp í 150 m .hæð yfir sjó. Á svæðinu, sem ég rann- sakaði, eru reyndar ekki sjá- varsetlög frá ísöld, en þar eiu áreyrar og árset, sem nafa myndazt á svipuðum tíma og Búlandshöfðalögin. Þegar Bú- landshöfðalögin voru að mynd ast á hlýviðrisskeiði árla á . ísöld, virtist ströndin hafa legið um Grundarfjörð endi- langan. Landslagsstefnan á norðvestanverðu nesinú er nú öll til norðurs, en á þeim tíma stefndu ár og dalir til vesturs. Á einum stað, í fjallinu Grundarmön, eru skilin mjög greinileg milli tveggja landslagsstefna. Neð- an til í fjallinu benda jarð- lög til landslags með vestur- Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.