Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 1
53. árgangur. 7. tbl. — Þriðjudagur 11. janúar 1966 Prentsmiðja Mnrgunblaðsins. FRIÐARSAMNINGUR IILLIINDLANDS OG PAKISTAN — samið uiri inörcf atriði varðandi samskifti ríkjanna, þétt líasmirdeiian sé enn óleyst Tasjkent, 10. janúar. _ AP — NTB — ’AYUB Khan, forseti Pakist- an, og Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands, undirrituðu í dag samkomu- iag, sem kveður svo á um, að Jivorugt ríkið muni beita vopnum gegn hinu. Er sam- ikomulagið talið mjög þýðing- ®rmikið, en ráðamenn Sovét- ríkjanna hafa staðið að mála- miðlun þeirri, er til þess leiddi. Fundur Khans og Shastris ihefur staðið í Tasjkent, í Sov- étríkjunum, undanfarna daga, og þótti í upphafi ekki senni- legt, að neinn árangur myndi riást. Forsætisráðherra Sovét- ríkajnna, Aleksei Kosygin, var viðstaddur, er samkomu- Jagið var undirritað. Helztu atriði, sem nú var sam- Í8 um, eru eftirfarandi: • Pakistan og Indland ákveða Erbndu skák- menitSrnir í fjöltefli 1 KVÖLD, þriðjudag, munu er- lendu skákmennirnir, Vassjukov ©g Wade, sem keppa hér sem gestir á Reykjavikurskákmótinu, tefla fjöltefii í Lídó, og hefst það kl. 8. að taka upp eðiileg samskipti, og vinna að því að halda frið með þeim 600 milljónum manna, sem löndin byggja. • Vísað er til skyldna ríkjanna. samkvæmt sáttmóla Sameinuðu þjóðanna, og því heitið, að valdi verði ekki beitt til að leysa á- greiningsmál. • Herir beggja ríkjanna skulu, fyrir 25. febrúar nk., hörfa til þeirra staða, er þeir voru á 5. ágúst sl., áður en átökin um Kasmir hófust. • Báðir aðilar heita því að beita sér fyrir því, að ekki verði haldið uppi fjandsamlegum á- róðri. Hins vegar skuli reynt að bæta samskipti þjóðanna með vinsamlegum, sönnum ummæl- um. • Tekin verði upp stjórnmála- samskipti milli ríkjanna. • Skipti verði höfð á stríðs- föngum. • Eignir, sem gerðar hafa ver- ið upptækar, verði afhentar fyrri eigendum. • Unnið verði að því, að menn- ingar- og efnahagsviðskipti verði tekin upp á breiðum grundvelli. • Haldnir verði reglulegir samningafundir, þar sem ágrein- ingsmál ríkjanna verði rædd. í viðræðum þeim, sem stað- ið hafa, hefur þó ekki náðst samkomulag um aðaldeilumál Pakistans og Indlands, Kas- mír. Auyb Khan heldur því fram, að þar sé um grundvall- arágreiningsmál að ræða, en Shastri, að Kasmír sé óaðskilj- aniegur hluti Indlands. Óvíst er, hvernig viðræðum ríkjanna tveggja um Kasmír verður háttað framvegis. Framhald á bls. 27 SHASTRIL ■l IGÆRKVOLD Tasjkent, 10. janúar. — AP — NTB — LAL Bahadur Shastri, for- sætisráðherra Indlands, lézt í Tasjkent, í Sovétríkj- unum. í kvöld, af hjartabil- un, að því er talið er. — Shastri varð 62 ára. Hann tók við embætti forsætis- ráðherra, eftir lát Jawa- harlal Nehrus, 1964. Shastri hafði nýlokið við að undirrita friðarsamn- inga við Pakistan (sjá frétt), er andlát hans bar að höndum. Shastri var, að því er virtist, við beztu heilsu síð- degis í dag, og kom fráfall hans mjög á óvart, þótt hann hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða, skömmu eftir að hann tók við embætti forsætisráð- herra. Skömmu eftir, að til- kynnt var, að Shastri væri látinn, var frá því skýrt í Nýju-Delhi, að Gulzarilal Nanda, innanríkisráðherra, hefði tekið við embætti for sætisráðherra, til bráða- birgða. Sór hann embættis- eið sinn í forsetahöllinni í Nýju-Delhi, þegar í gær- kvöldi. Nanda tók einnig við embætti forsætisráð- Framhald á bls. 27 Tasjkent: Þetta er ein síðasta myndin, sem tekin var af Shastri, forsætisráðherra Indlands. Sést hann hér, ásamt Ayub Khan, forseta Pakistan, koma af samningafundi. — AP. Ottast stdrstyrjöld á öllu meginlandi Asíu — berí friðarsókn Bandaríkjanna í Vietnam ekki árancfKjr Washington, 10. janúar. — AP — NTB — FIMM bandarískir öldunga- deildarþingmenn, sem nýlega hafa heimsótt Vietmam, hafa látið frá sér fara skýrslu, sem mikla athygli hefur vakið vestan hafs. Þingmennirnir fimm, undir íorystú Mike Mansfields, leið- toga demókrata á þingi, halda því fram, að styrjöldin í Viet- nam muni leiða til . átaka á gervöllu meginlandi Asíu, verði ekki árangur af friðar- sókn Bandaríkjamanna í Viet nam nú. Hins vegar telja öld- ungadeildarþingmennirnir litl ar líkur til þess, að sóknin muni leiða til þess, að friður komist á. Stjórnmálafréttaritarar vest an haís segja, að skýrslan hafi vakið mikinn óhug þar í landi. Þá er á lofti óstaðfestur orð- Framhald á bls. 27 Wyszinski fær ekki fararleyfi Varsjá, 10. jan. AP-NTB. PÓLSKA stjórnin skýrði frá því í dag, að hún hefði neitað Stefan Wyszinski, kardinála, um leyfi til að fara úr landi. Hann hefði fyrr gert sig sekan um afskipti af stjórn málum, og kynni að gera það aftur. Kardínálinn hafði í huga að heimsækja Pál páfa VI. í Páfagarði. Haft er eftir áreiðanlegom heimildum, að þessi neitun pólsku stjórnarinnar muni leiða til þess, að Páll páfi muni hætta við lieimsókn þá til Póllands, sem fyrirhuguð var í maí. Þá verður þess minnzt, að 1000 ár eru liðin frá því, að kristni var lögtekih í Póllandi. í tilkynningu þeirri, sem birt var í dag, segir, að pólska stjórnin hafi ákveðið að neita Wyszinski nm ferðaleyfi, þar eð það myndi brjóta í bága við lög, sem gilda um fólk, sem vinnur gegn hagsmumim pólska rikisins". Blaðið „Zycie Warszawy“ segir í dag, að menn verði að hafa í huga, í þessu sambandi Framhaltl á bls. 27 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.