Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 11. Jaifúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kristján Sigtryggs- son — Minning F. 15/1 1897. — D. 6/12 1965. Ég veit að engum af ættingj- um eða vinum Kristjáns kom það á óvart, þegar andlát hans bar að. Oft hafði hann strítt við vanheilsu og stundum verið skammt bilið milli lífs og dauða. Œ»essvegna munu hvorki ættingj- ar eða vinir líta á fráfall hans frá öðru sjónarmiði en því að samgleðjast honum vegna þess að hafa fengið þá hvíld, sem okkar allra bíður og hann var viðbúinn að taka á móti, enda eftir því er ég bezt veit honum mjög kærkomin. Eins og fyrr greinir var Kristján fæddur að Hóli í Köldu kinn 15. janúar 1897, sonur hjónanna Kristínar Jónatans- dóttur og Sigtryggs Hallgríms- sonar. Kristján var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigurðardóttir og eignuðust þau tvö börn, Huldu og Kristján, sem bæði eru búsett í Reykja- vík og reyndus-t hinum látna stoð og stytta í blíðu og stríðu og hina síðustu æfidaga naut hann aðhlynningar dóttur sinnar og tengdasonar,. Jóns P Jóns- sonar, og vissi ég að það var honum mikils virði. Síðari kona hans var Ingibjörg Sigurðar- dóttir og lézt hún á sl. ári. Kristján heitinn var næmur á eð finna gleðibletti lífsins þrátt fyrir að frá fæðingu hans tóku skuggarnir að leika um hann. Móðir hans lézt samtímis og hann fæddist og fósturmóðir hans mesta prýðiskona einnig, þegar hann var aðeins 8 ára gamalL í»að er ekki lítið áfall fyrir barnssál að missa af móðurhönd inni hlýju strax við fæðingu, og verða svo aftur fyrir því að missa fósturmóður sína svo fljótt, og væri því ekki undravert þótt beiskleika kenndi út í lífið og tilveruna yfirleitt. Sú varð ekki raunin á í þessu tilfelli. Kristján snérist gjarnan harkalega gegn þeim örðugleikum, sem að steðj- uðu á þeim og þeim tímanum, og yfirsté þá, en tók hinsvegar þakksamlega þeim gæðum lífs- ins, sem buðust þann og þann daginn. Um nokkra ára skeið unnum við saman hjá sama vinnuveit- anda þ.e.s. Síld og Fisk. Það fyrirtæki naut hans síðustu starfskrafta og jafnvel meira en það því oft mætti hann til vinnu mjög heilsutæpur, svo ekki sé meira sagt, en húsbónda- hollustan og starfsgleðin gaf byr undir báða vængi,. Ég vil í því sambandi taka fram að ég hef aldrei og býzt naumast við að kynnast annari eins hús- bóndahollustu og ég. kynntist á þessum árum. Við hinir yngri töldum hana stundum nokkuð sérvizkukennda, en með árunum lærist að góður þjónn á aðeins að hlýða húsbóndans skipan og taka ekki að ástæðulausu á- kvarðanir upp á eindæmi. I>essi regla var í heiðri höfð hjá Kristjáni. Hann var skrif- stofustjóri, en aldrei man ég eftir að við, sem sett vorum skör lægra á vinnustaðnum fyndum fyrir hroka eða yfir- drottnun, enda þótt ástæður gæfust. Við þessa upprifjun hafa mér einmitt dottið í hug ljóðlínur úr gnægðabrunni Hávamála, sem eftir nútíma máli hljóða nokkurn veginn svona. Fé fyrirferst, frændur deyja en þrátt fyrir að lífi manns ljúki mun það góða sem hann hafði framkvæmt í lífinu lifa áfram. Ég veit að enda þótt Kristján vinur minn hafi haft vista- skifti, þá eigum við eftir að lenda aftur í sömu vist, eini munurinn að húsbóndinn verðux annar, en eitt er víst að sá orð- stír, sem hann hefur áunnið sér í lífinu, mun geymast meðal ættingja hans og vina lengur en forgengilegur auður sem honum eða öðrum hafa eða munu hlotnast. Ég þakka fyrir þá vinátfu og hjálp, sem ég ávallt varð að- njótandi frá þér Kristján bæði í samsstarfi svo og eftir að leiðir okkar skildu í því starfi, sem við stunduðum samtímis. Ég bið guð og góða engla að leiða þig yfir landamærin miklu og vott a jafnframt ættingjum þínum mína innilegustu samúð. Jónas Gunnarsson Innritun 5—8 e.h. Alh. auk venjulegra flokka eru eínrtig 5-manna flokkar Lœrið tolmál erlendra þjóða í fámennum ffokkum Enska-danska-þýzka-franska-spanska-rússneska Málakunnátta er öllum nauðsynleg larry S5taines LINOLEUM^rU," viðarlitum. Fjölbreytt úrval. Söluumboð í Kefla- vík: Björn og Einar. |LITAVERsf byggingavörur GRENSÁSVEG 22-24lHORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 DRÁTT ARVÉLAR Þessar dráttarvélar hafa verið til reynslu hér á landi í tæplega eitt ár og hafa reynzt sérstaklega vel til alls konar landbúnaðar- og jarðræktarframkvæmda. STERKBYGGÐASTA, FULLKOMNASTA og ÓDÝRASTA DRÁTTARVÉLIN SEM NÚ ER Á MARKAÐINUM. FYRSTA SENDINGIN AF HINUM NÝJU SOVÉZKU DRÁTTARVÉLUM ER KOMIN TIL LANDSINS OG ERU NÚ TILBÚNAR TIL AFGREIÐSLU. Um tvær gerðir er hægt að velja: <★> með 50/55 hestafla, 4 cylindra, vatnskældri dieselvél VERÐ KR. 120.000.- <★> með 40 hestafla, 4 cylindra loftkældri dieselvél VERÐ KR. 97.200.- O í ofangreindu verði -dráttarvélanna er innifalið: HÚS V ÖK V ASTÝRI AFLÚRTÖK — til hliðar og að aftan STEFNULJÓS VINNULJÓS. O FULLKOMIN VARAHLUTA- og VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTA. BJÖRN 6l HALLDÖR H.F. Síðumúla 9 - Sími 36930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.