Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. janúar 1968 FH í 8 liða úr- slit um Ev- rópubikar FH vann Fredensborg í siðari leiknum 16:13 og samanlagt með 35 gegn 28 mörkum LIÐSMENN FH sigruðu Noregsmcistarana í handknattleik einnig í síðari leiknum (með 16-13) og eru nú komnir í 3. umferð í keppni evrópskra handknattleiksliða um heimsmeistaratitilinn. í keppn- inni eru einungis eftir 8 lið (FH meðtalið) eftir 2. umferð. Ekkert lið íslenzkrar íþróttahreyfingar hefur náð svo langt í Evrópukeppni flokkaliða. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvaða lið úr þessum 8 liða hópi, sem eftir stendur ósigraður, dragast saman, en Norð- mennirnir viðhöfðu þau orð um styrkleik FH, að fyllsta ástæða er til að ætla að þeim vegni vel í næstu umferð og nái ef til vill í 4 liða úrslit. Betri leikur Leikurinn á sunnudaginn milli FH og Fredensborgar var allur fastari í skorðum, ákveðnari og betur leikinn af báðum liðum, en hinn fyrri. Þarna reyndu b'æði lið í upphafi að sýna sinn bezta handknattleik, í stað þess að í fyrri leiknum gætti taugaóstyrks og vafasamra tilrauna. Leikurinn í gær var „leiðinlegri“, ef þannig er hægt að taka til orða, en hinn fyrri, en í þess stað betri lær- dómur fyrir áhorfendur í hand- knattleik. Það sem mest er spenn andi er alltaf það bezta og fyrri og seinni leikur FH og Fredens- borgar er gott dæmi um það. En í þessum leik hafði FH-liðið líka sin tromp í bakhöndinni. Fjög- urra marka forskot frá fyrri leiknum hafði sitt að segja. Og með slíka tryggingu hélt FH vel á spöðunum. Örugg forusta FH En skemmst er frá því að segja, að FH liðið náði forystu snemma leiks og missti hana aldrei eftir það. Það var sýnilegt að Norðmennirnir hugðust sér- staklega gæta þeirra er flest mörk höfðu skorað í fyrri leikn- um, en þá komu aðrir til og eftir að Fredensborg hafði skor- að fyrsta mark leiksins eftir sex naín leik jafnaði Geir Hallsteins- son á 7. mín Og náðh forystu fyr- ir FH á næstu mínútu. Þá sáu Norðmenn að tilgangslaust var að gæta sérstakra manna og eft- ir leikinn sögðu þeir: Það sem einna mest á óvart kemur er að allir geta skotið og skorað. Eftir að Geir hafði skapað þetta forskot og mínútu síðar að Örn (bróðir Geirs) bætti öðru við, komst forysta FH aldrei í verulega hættu. Liðsmenn léku yfirvegaðan leik sem að því er virtist miðaði fyrst og fremst að því að halda yfirhöndinni í mörk- um. Við þessar aðstæður kom í Ijós hinn raunverulegi styrk- leiki liðanna. FH náði smám saman tökum á leiknum, réð gangi hans svo að aldrei lék neinn vafi á um það hvort liðið væri sterkara. f fyrri leiknum vann FH mest á frá- bærri markvörzlu Hjalta Ein- arssonar. Hún brást heldur ekki í síðari leiknum, en það kom aldrei til slíks saman- burðar á liðunum að „síðasti maður“ réði úrslitum eins og fyrri daginn. Þessi síðari leikur liðanma varð aldrei jafn æsandi sem hinn fyrri. Yfirburðir FH voru óneitanlegir, spilið yfir- vegaðra, beittara og á allan hátt glæsilegra en í fyrri Geir Hallsteinsson hefur einna bezta knattmeðferð allra ísl. handknattleiksmanna. Hann ætti sem fyrst að fá tækifæri til að sýna getu sína með landsliðinu. Hér sést hann skora eitt af mörkum FH gegn Fredensborg. — Ljósm. Sv. Þorm. Á „línunni" hjá Fredensborgarmarkinu. Spenntir menn, spennt augu, spenningur í andrúmsloft- inu. Auðunn hugðist reyna að slá knött er skoppaði fyrir opnu markinu en það tókst ekki. leiknum, þar sem allar taugar allra voru spenntar en mark- varzla Hjalta réði úrslitum. Gangur leiksins í fyrrl hálfleik hafði FH lengst af 2—3 marka forystu og í hléi var staðan 10:7 fyrir FH. Það tók einnig 6 mín. að skora fyrsta markið í sfðari hálfleik. Og á fyrstu 16 mín. síðari hálf leiks skora FH-menn 4 mörk án þess að Norðmenn fái svarað fyr ir sig. Var staðan þá 14:7 FH í vil. En þaðan í frá til loka eða 14 mín. kafla skorúðu Norð- menn 6 mörk gegn 2. Voru þrjú þeirra gerð úr vítaköstum, sem nánast voru strangur dómur. En í heild séð var aldrei vafa á hjá hvoru liðinu sigurinn lenti FH hafði leikinn í hendi sér all an tímann, réði gangi hans frek ar en hitt liðið og hafði betur á öllum sviðum handknattleiksins þetta kvöld — jafnvel leikaðferð um, sem Norðmenn báru nokkuð af í æstum, hröðum og tvísýnum leik fyrra kvöldið. Liðin Beztu menn FH voru nú Hjalti í markinu, Hagnar, Páll, Geir og Birgir. Kom öryggi Páls Eiríks- sonar í vítaköstum gegn hinum slynga .Kleppar&s á óvart. Páll tók 6 vítaköst og skoraði úr 5. Noiðmenn fengu sér dæmd 6 w vítaköst og skoraði Reinertsen úr 4 þeirra. í norska liðinu skar sig enginn úr og lítið varð um Svestad hinn margreynda leikmann, sem kom hingað til síðari leiksins. Mörk FH skoruðu Páll 7, Geir örn, Birgir og Ragnar 2 hver og Guðlaugur 1. Mörk Fredensborg skoruðu Reinertsen 6, Larsen 3, Johansen 2 og Riglund og Schönfeldt 1. Dómarinn Poul Ovadl átti ró- legan dag — miðað við fyrri leik inn — en þó norsku leikmennirn ir væru ánægðir með hann, sem dómara, er ekki hægt að segja hið sama um alla fslendingana. — A. St. Dauf byrjun Islandsmóts- ins að Hálogalandi Fram vann Val * KR vann Armann 24:19 og með 22:17 Valur og unnu Framarar með 24:19 — í hálfleik stóð 13-12i Náði Fram öruggum tökum á leiknum í uppihafi en Valsmenn ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik hófst á laugardagskvöldið og féll óneitanlega í skugga fyrir Evrópukeppni FH og Fredens- borgar á föstudag or sunnudag. Og það er trú okkar að mótið verði að þessu sinni haldið í skugga allan tímann. Á horfend- ur, sem kynnzt hafa leikjum í nýju iþróttahöllinni kunna varla við sig að Hálogalandi og það gera leikmenn vart heldur. Mótið hófst með leikjum í fyrstu deild. Fyrst lóku Fram og sóittu sig í síðari hálfleik, jöfn- uðu og komust jafnvel 2 mörk yfir. Undir lokin náði Fram að rétta sinn hlut og vinna öruggan sigur eins og liðið átti reyndar akilið eftir heildarsvip leiksins. Þá léku KR og Ármann. Þar vann KR einnig með 5 marka mun eða 22 gegn 17. Einnig þar var um öruggan sigur að ræða 22 mörk gegn 17 og vann KR. Höfðu KR-ingar yfir aillan tiírn- ann og unnu verðskuidaðan sig- ur. Norðmenn vonsviknir NORÐMENN og Rússar háðu virðist varla kominn í æfingu landskeppni í skautahlaupi í enn á þessum vetri . Moskvu um helgina. Sovétríkin sigruðu með 293.5 stigum gegn 249.5. Var það meiri munur en gert var ráð fyrir og þóttu Rúss- ar fara fram úr vo.num manna hvað afrek snerti. Sovétrússar áttu fyrsta mann í báðum styttri vegalengdum en Fred Anton Meier sigraði bæði í 5 og 10 km. Maupinu. Hins vegar var „breiddin" .meiri hjá Rússom og það réði úrslitum í keppninni og hinum geysi- mikla stigamun milli landslið- anna. Þannig báru Rússar sigur úr býturn — hvað stig snertir í 10 fcm. hlaupinu þó þeir ættu ekki fyrs-ta mann þar. Bf afrek einstakra manna í blaupunum fjórum eru reiknuð til stiga skipa Rússarnir Kaplan og Amtson tvö efst.. sætin en síð- an kemur Fred A. Meieri. Norsfci meistarinn og „íþróttamaður Norðurlanda 1965“, Per Ivar Moe lenti samanlegt í 11. sæti og Ensko knattspyrnan 26. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit þessi: Ipwich — Coventry 1—0 Leyton O. — Cardiff 1—1 Middlesborough — Derby 0—0 Plymouth — Rotherham 5—2 Portsmouth — Manch. City 2—2 Preston — Norwirh 0—0 í Skotlandi ur'ðu úrslit m. a. þessi: 1. deild. Arsenal — Liverpool 0—1 Burnley — Fulham 1—0 Chelsea — Tottenham 2—1 Everton — Aston villa 2—0 Manchester U. — Sunderl. 1—1 Newcastle — West Ham 2—1 Northampton — Blackburn 2—1 N. Forest — Sheffield U. 1—0 Sheffield W. Leicester 1—2 Stoke — Blackpool 4—1 W.B.A. — Leeds 1—2 2. deild. Birmingham — Carlisle 2—1 Bolton — Bristol City 1—2 Charlton — Wolverhampton 1—1 Crystal Palace — Bury 1—0 Hudderfield — Southapton 2—0 Celtic — Dundee U. 1—0 Dundee — Clyde 1—4 St. Johnstone — Rangers 0—3 St. Mirren — Falkirk 6—0 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Liverpool 2. Burnley 3. Leeds 4. Manohester U 5. Tottenham 2. deild. 1. Huddersfield 34 stig 2. Coventry 32 — 3. Manhester City 32 — 4. Wolverhampton 32 — 38 stig 36 — 31 — 30 — 30 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.