Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 8
MORGUNKLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19, JÚLÍ 1970 \ 8 (Liósmyndir Kr. Ben.) Gripsholm — fljótandi hótel Reykvíkingar hafa löngum virt fyrir sér glaesilegu skemmti ferðaskipin úti á ytri höfinmni og alið þá von í brjósti sér að geta ei-nhvem tíma notið lífsins um borð í einu slíku. En þeirr- ar ánægju geta víst fáir íslend ingar orðið aðnjótandi því far- gjöldin með skipunum eru svo há, að fáir geta reitt þau af hendi nema ríkisfólk. En við ætlum nú að bjóða lesendum um borð í eitt skipið, M.S. Gripsholm, sem er í eigu Sænsk amerísku línunnar og flytur að- allega Bandaríkjamenn um heimshöfin. Skipið er um 23 þúsumd rúm lestir að stærð, smíðað á Ítalíu fyrir tólf árum síðan. I>að get- ur flutt um 500 farþega, en áhöfnin telur aðra 500, svo að segja má, að hver farþegi hafi einn mann sér til aðstoðar. Áhöfnin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Yfirmenn eru svo til allir sænskir, en undirmenn eru af 27 mismunandi þjóðern- um. Allir þeir, sem annast þjón ustustörf, eru menntaðir í sviss neskum hótelskólum, enda er skipið rekið sem fljótandi hótel. En til hvers er allt þetta fólk? Til þess að veita farþeg- um þá heztu þjónustu, sem völ er á. Tökum til dæmis borð- haldið. Áður en ferðin hefst, geta farþegarnir pantað borð í salnum, sem þeir halda svo það sem eftir er ferðarinnar. Ótal þjónar sjá um framreiðsluna, og hefur hver þjónn aðeins eitt borð til að þjóna. Þannig er séð fyrir því, að farþegarnir þurfi aldrei að bíða lengur en nauð- syn krefur eftir þjónustu. En það er fleira hægt að gera sér til gamans en að borða góð- an mat. f skipirau er salur, sem tekur 220 manns í sæti, og þar eru sýndar glænýjar kvik- myndir og haldnir tónleikar. Sérstakur salur er fyrir spila- menn, og að sögn ekipverja er haran jafnain þétt setinn hridge spilurum, sem virðast ekki hafa farið í siglinguna til annars en að spila bridge. Ekki er salur- inn þó eingöngu ætlaður reynd um spilurum, byrjendur fá þama líka ókeypis kennslu í listinni. Ef menn vilja ná góð- um tökum á spilinu strax í upp hafi, geta þeir keypt einkatíma hjá kennaranum — tiltölulega ódýrt. Ýmiislegt fleira er hægt að læra um borð. Nýjustu dans sporin eru kennd í hóptímum án emdurgjalds, en einkatímar eru tiltölulega ódýrir. Og ekki á menn að skorta tækifærin til að æfa sig í dansinum, því að um borð er 10 manna hljóm- sveit, skipuð fyrsta flokks hljóðfæraleikurum, sem leikur fyrir dansi á hverju kvöldi. Þá eru einnig nokkrir útrvals píanó leikarar um borð og leifea þeir létta tónlist umdir víndrykkju farþega, sem er nokkuð mikil, enda eru víðáttumiklir barir um borð. En sældarlífið gerir menn og konur gildvaxin, og því er þeim gefinn kostur á ýmis konar megrunarleiðum. Finmska sauna baðið er mjög vimsælt, og jafn- an er margt um manninn í líkamsræktarsalnum, þar sem menn geta stigið þrekæfinga- hjól af kappi eða lyft lóðum, að ógleymdum leðurboltanum, sem berja á sundur og saman með hnefunum. Sund er stund- að bæði utandyra og innan, og á þiljum uppi er hægt að leika tennis og stunda skotfimi. Ef þreyta sezt í vöðvana eftir æf- imgar, er ekkert hægara en láta sérþjálfaða nuddara ná henni burt á þægilegan hátt. En fyr- ir þá þjónustu þarf að borga sérstaklega. Fyrir þá sem vilja leika sér án mikillar áreynslu, er boðið upp á alls kyns spil og keppn- ir. Borðtennis er vinsælt með- al yngra fólfesins, og það er líka yngra fólkið, sem helzt tekur þátt í leikjum eins og „Leit að týndum fjársjóði" og þar fram eftiir götunum. Unga fólkið er yfirleitt í mikl um minnihluta meðal farþeg- anna, en þó getur það gert sér glaðan dag án mikillar fyrir- hafnar. Sundlaugarpartí eru ákaflega vinsæl, svo vinsæl að sundlauganniar eru harðlokaðar á nióttunni til að unga fólkið haldi ekki þar til allan sólar- hringinn. Diskótek er starfandi á kvöldin, og stundum eru haldnir grímudansleikir og aðr- ar skemmtanir fyrir unga fólk- ið. I skoðunarferðum í land eru yfirleitt hafðar sérstakar lang- ferðabifreiðir fyrir tlnga fólk- ið, enda hefur reynslan sýnt, að það er heppilegast. Á hverjum morgni er gefið út 'fréttablað með nýjustu heimsifréttunum, auk margs kon ar frétta af farþegunum og því, sem fram fer um borð. Og þar sem svo margir farþeganna hafa atvinnu sína af viðskipt- um, eru í blaðinu nákvæmar upplýsingar um stöðuna á verð bréfamarkaðinum hverju sinni. Áður en komið er í höfn hverju sinnii, flytur sérfróður maður fyrirlestur um viðkom- andi stað og skýrir þá jafn- an mál sitt með myndum. Ann- ar sérfræðingur tekur svo við og gefur góð ráð um skoðunar- ferðir og innkaup. Ljósmyndarar eru meðhöndl- aðir sem sérstakur þjóðflokkur. Þeir fá sérstakar langferðabif- reiðdr í ölluim skoðanaferðum, og þeim til aðstoðar er sérfróð- ur maður, sem einnig tekur ljós myndir af farþegum gegn vægu gjaldi. Hann sér um framköll- un og stækkun á ljósmyndum, en þó hefur hann ekki aðstöðu til að framkalla kvikmyndafilm ur. Bandarískir ferðamenn hafa margir hverjir með sér einfald- ar kvikmyndatökuvélar, því ó- neitanlega segir kvikmynd meiri sögu en ljósmynd. í skipinu er verzlun, sem sel ur allar nauðsynjar, sem far- þegar á skemmtiferðaskipi geta þurft á að halda. Auk þess eru þekktar listmuniaverzlarvir á Norðurlöndum með útibú um borð í skipinu. Hárgreiðslu og snyrtistofa ætl uð kvenfólki er í skipinu, en karlmenn verða að láta sér nægja rakarastofu. Þá geta menin fengið föt sín hreinsuð og pressuð um borð. Læknir og hjúferunarkona eru til staðar, og er aðstaða mjög fullkomin til skyndiaðgerða, ef farþegar veikjast snögglega. Góðar birgðir eru í skipinu af lyfjum og lækningatækjum. Þannig mætti lengi fram halda upptalningunni, enda er ekkert til sparað að veita far- þegum beztu mögulega þjón- ustu. Þeir verða reyndar að greiða hana háu verði aftur, svo að skipafélagið hefur engu að tapa. Og hvert siglir svo skipið? Á hverju sumri fer það í 48 daga langa ferð frá New York, til Norður-Evrópu og til baka en yfir vetrarmánuðina siglir það umhverfis Suður-Ameríku. Hitt skipið í eigu Sænsk- amerísku línunnar, M.S. Kurags holm, fer í sams konar ferð til Norður-Evrópu á sumrin, en á veturna siglir skipið umhverfis jörðina. Þessar ferðir eru svo langar, að KungslbdLm fer aðeins í þær tvær á hverju ári, en þann tírna sem afgarags er, notar skipið í ferðir til Gauta- borgar, þar sem það fer í þurr- kví. Sama háttinn hefur Grips- holm einniig á. íslendingar hafa lítið gert af því að ferðast með þessum skip um, enda eru ekki allir reiðu- búnir að greiða frá fimm og upp í tíu þúsund krónur á dag í fæðis- og fargjald. En þeir eru hins vegar fjölmargir, sem láta sig dreyma um ferð með skipunum, enda eru draumarn ir mun ódýrari en veruleikinin. s.h. Benedikt G. Waage Djarfhuga hugsjóna- maður íÞRÓTTAiHÁTÍÐINNI er lokið, og var hún þeim, sem að henni stóðu, að mörgu leyti til sóma. Margir hafa spurf mig, og ekiki að ástæðuilausu, hvað þetta kosti og hver borgi? Svarið get- ur aðeins verið það, að ílþrótta- hreyfinigin Mjóti að vera mjög sterlk, fjárbagslega. Ástæðan til þessara skrifa minna nú er ekki að ræða fjár- mál ÍSIÍ, heldur annað mikils- verðara. Mér hefur borizt til eyrna, að 50. ársþing íþróttasa^takanna hafi verið haldið, án þess að stjórraendur hafi séð ástæðu til þees að heiðra minningu þess manns, er helgaði ílþróttunum ævistarf sitt. Benedikt G. Waage var forseti ISI yfir 30 ára skeið, og vil ég minnast hans með virðingu og söknuði. B'enedikt G. Waage mun seint gleymast íþróttamönnum, enda á hann annan og betri sess af þeim skilinn. Á þessum tímamótum íþrótta- samibands íslands vil ég, sem íþróttamaður og forustuimaður Knattspyrnusambands íslanda, minnast hans sem félaga og djarfhuga hugsjónamannis. Albert Guðmundsson. Viðskiptafrœðingur með nokkurra ára starfsreynslu óskar eftir starfi. Starf út á landi gæti komið til greina. Lysthafendur sendi Morgunblaðinu merkt: „Atvinna — 4531” fyrir 25. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.