Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚlLÍ 1970 Greinarhöfundur Elín Pálmadóttir FYRSTA GREIN fslendingar og Japanir eiga nokkuð sameiginlegt, þó þjóð- irniar búi sín hvoruim megin á hnettinum. Báðar búa á ungum eldfjallaeyjum, þar sem enn eru virk eldfjöll, íbúarnir lifa mikið á fiski úr sjónum í kring, þeir fara á skíði í fjöllunum á vetrum og þeir eru stoltir af fornri menningu. >ar með er líkingiin líklega nærri tæmd. Japanir eru ákaflega ólíkir þessum klunnalega norræna „rasa“ sem við erum af. Þeir eru litlir, stuttfættir, með flöt and- lit og þykk sérkennileg augna- lok, ekki þó skásett augu, og einikar fínlegir. Þó báðar þjóðirnar búi á fjöllóttum eyjum, er ákaflega milklu rýimra um oikkur hér. í Japan búa um hundrað milljón ir manna á eyjum, sem alls eru þrisvar sinnum stærri en ís- land. Og þar sem á 85% eyj- anna er fjallalandslag og um 250 af þessum fjöllum eru yfir 2000 m. há — hærri en Hvanna dalshnjúkur — þá verður æði þröngt á láglendinu. 266 íbúar koma að mieðaltali á ferkílóm. og mun Holland eitt þétt- býlla. En mikið af þessum 100 milljónum íbúa Japanseyja býr á 1% landsins. þ. e. í Tokyo og iðnaðarsvæðinu þar suðvestúr af. Enda er mann- mergðin feikileg í höfuðborg- inni, þar sem þarf ýtara til að troða fólkinu inn í lestirnar á mesta annatímanum. Það er ekki að undra, þar sem 1,1 milljón manna streymir til vinnu sinnar daglega úr svo- kölluðum „svefnbæjum“ og bæt ist við þessa 10 milljón íbúa borg, þar sem 600 þúsund bíl- ar utan af landi bætast venju- lega við tvær milljónir bíla borgarinnar og aka um 20 þús- und km. langar götur hennar. Þó ferðam ainninum sé alls ókunnugt um þessar tölur, þeg ar fyrst er ekið af Haneda flugvelli inn í Tokyoborg, fer mannmergðin ekki fram hjá neinum. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt, að Japanir eiga nær engar auðlimdir í jörðu í landi sínu og verða að flytja inn 80% af hráefni og 20% af allri fæðu, þá verður það enn- þá stórkostlegra og furðulegra að þeir hafa á sl. 15 árum orðið þriðja stærsta iðnaðarveldi heims, með framleiðslu, sem kemur að magná næst á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjun um. HOLLUSTA Sjálfsagt er ekkert einfalt svar við því, hvað hefur valdið þessu. Að það sé lágt kaup og lágur framleiðslhkostnaður á ekki við lengur. Kannski frem- ur, að Japanir sættu sig við þröngan kost og léleg kjör meðan þeir voru að vinna upp land sitt. Voru reiðubúnir að leggja að sér. Það er þetta, sem vekur at- hvgíli undir eins og maður fer að kynnast Japönum. Þessi mikla hollusta þeirra við fjöl- skyldu sína, fyrirtæki sitt, land sitt. Og hún á sinn þátt í að gera alla uppbyggingu fyrir tækjanma allt öðru vísi en á Vesturlöndum. Þegar ungur maður kemur úr háskóla, þá sækist hann gjaman eftir að komast að í einhverju af stóru fyrirtækjunum eða hjá stóru hringunum. Eftir þvi sem hann kemur úr viðurkenindari háskóla, þeim mun meiri mögu leika hefiu- hann hjá beztu fyr- irtækjunum. Hann tekur þá ein hvers konar hæfnispróf hjá fyr irtækiinu sjálfu, eftir að kaninski hefur verið mælt með honum af einhverjum, og eftir að hann er kominn þar inn, verður hann þar áfram. Hann hækkar í stöðu, reglulega en öruggt, færist upp við hliðina á þeim, sem byrjuðu jafn snemma. Aðeinis í efstu stöðurnar, for- stjórastöðurnar, er valið. Ekk- ert fyrirtæki býður í góðan mann frá öðru. Og engum manni dettur í hug að bregð- ast sinu fyrirtæki og flytja sig til keppinautanina. Sínu fyrir- tæki vinnur hann það sem hann má, þar til hann fer á eftirlaun, 55 ára gamall. Vegna skorts á vinnuafli, þrátt fyrir alla manmmergðina, setjast menn sums staðar ekki í helgan stein fyrr en sextugir og sumir hringarnir hafa smærri aukafyrirtæki, þar sem rúm er fyrir þá sem vilja. eftir þann aldur. Kaup er yfirleitt lágt. En það segir ekki alla söguna. Alls konar hlunniindi fylgja. Bónus er yfirleitt greiddur tvisvar á ári, fyrir sumarleyfin og um áramót og fyrir hann kaupir latmafólk sér allt auka — greiðir með honum frí- im sín, kaupir þvottavélar, ís- skápa, sjónvarpstæki o.s.frv. Maður vinkonu miminar t.d., sem er útskrifaður úr mjög góð um háskóla og vinnur hjá stærsta dagblaði Japan, hefur 45 þúsund yen eða 360 dollara í laun á mánuði, en hann fær 12 þúsund yen í bónus tvisvar á ári. Og nú er hann í Evrópu í tvö ár á námsstyrk frá fyrir- tækinu, en heldur launum sín- um. Ekki eimu sinni forstjórar stóru fyrirtækjannia hafa mjög hátt kaup og þannig safna þeir ekki persónulegum auði — enda hvort sem er erfitt vegna hárra tekjuskatta. En þeim er lagt allt til. Bíllinn þeirra og útgerð hans er á kostnað fyrir- tækisins, sem oft leggur þeim líka til fínt hús. Stundum verð ur það líka þeirra eign, þegar þeir komast á eftirlaun. Fyrirtækið borgar hið háa gjald í golfklúbbnum þeirra, því þangað bjóða þeir gestum fyrirtækisins, skemmtiferðir eru greiddar fyrir hópa, stund um ókeypis hádegisverður, frí- ar íbúðir fyrir ógifta og þegar starfsmaður giftir sig, þá greið ir fyrirtæki hans venjulega þriggja daga brúðkaupsdvöl á fínasta hóteli og þannig mætti lengi telja. Og risna, til að veita viðskiptavinum vel, er lítt takmörkuð. Reyndar fara flestir á skrifstofunni út með gesti og er slíkum lúxus skipt niður á starfsfólk. En þegar þannig er farið út á fína staði, taka menn nær aldrei konum- ar sinar með. Það er ekki siður og þær kæra sig ekki um það. Þær kunma yfirleitt illa við sig innan um útlendimga og ókunn uga. Þess má geta um leið, að iðnverkamönnum stóru verk- smiðjanna er gjarnam greitt eft ir þörfum, þ.e. að kvæntir fá hærri laun og báðum er séð fytr ir íbúðum, þeim ókvænta í nokk urs konar búðum, en sá kvænti Kvefaður drengur í skólanuin. Japanir hafa flöt andlit og þykk augnalok. fær litla íbúð, og séð er sameig inlega fyrir sjúkrahjálp, íþrótt um, leikjum og skemmtunum fyrir starfsfólk. IIÓPSALIR Japanir eru yfirleitt heldur feimnir og kunna illa við sig í útlöndum, þó þeir að sjálf- sögðu leggi á sig að dvelja í framandi umhverfi í langan tíma fyrir fyrirtæki sitt og þá oft án fjölskyldunnar. Þeir eru litlir eiinstaklingshyggju- menn og vilja gera allt í hóp- um. í fyrirtækjunum er ekki einn maður eða fáir á toppn- um, sem taka ákvarðanir. Þeir ræða málin í hóp, velta þeim fram og aftur á milli sín, svo að ákvörðunin smá mótast og þeir taka ábyrgðina saman. Þeir virðast hafa einhvers kon ar innbyggða hóptilfinningu, sem þeir hlúa að. í Japan sér maður alls staðar þessa hópa barna á ferð með kenniara sín- um, og ferðamannahópar elta fyrirliðann, sem ber fána í broddi fyikingar, svo þeir týni honum ekki i mannmergðinni. Þeim virðist falla vel að vera í hóp. Þarnnig eq líka sagt að stúd- entarnir, sem verið hafa í mestum ólátunum á undanförn- um árum, hafi ríka þörf fyrir hópinn að baki sér. 14 milljón- ir japanskra stúdenta hafa á undanförnum árum tekið þátt í hvers koniar mótmælum, á móti stjóminni, móti nýju háskóla- lögunum, móti áframhaldandi hemaðarsamvinnu við Banda- ríkin, móti heimssýningunini og svo framvegis. Ég spurði alla, sem ég náði í, unga og gamla, róttæka og hægri sinnaða, hvort þeir héldu það rétt, að stúdentarnir, sem mest hefðu sig í frammi í óeirðunum, væru módeldrengir heima hjá sér og hneigðu sig alltaf með virð- ingu fyrir afa sínum og ömmu, þegar þeir kæmu heiim og sett- ust að borðinu. Og hver og einn svaraði, að það væri ekki vafi. Svo mikil ítök á hin gamla hefð og samheldni í þeim. En það er löngu liðinn tími, að afinn eða amman eða húsbónd- inm á heimilinu hafi yfirráðin óskoruð í fjölskyldunni. óróinn er mestur í Hinum keisaralega Tokyoháskóla, sem er elzti, fínasti og eftirsóttasti háskólinn. En skólakerfið í Japan, hefur þróast á nokkuð sérstæðan hátt. Eins og áður er sagt fara starfsmöguleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.