Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10, JÚLÍ 1970 15 Fagurt land Mesti auður, sem íslendingar eiga, er landið þe.'rra. Það er fagurt land með tært óspillt vabn og hreint loft. Sem betur fer hefur landinu verið tiltölu- lega lítið spillt af manna völd- um. En sú hætta er ávallt fyrir heradi, að ill umgengni geti sleg- ið landið kaunum. Gegn því verð ur að sporna af fullkominni ákveðnd. Sú ábyrgð hvilir á herðum okkar, að landið verði ekki mengun að bráð, en sá meniningarsjúkdómur virðist nú hvað ásæknastur eins og fregn- ir bera með sér. Hörmulegt er að hlusta á frásagnir Thor Heyerdahls og leiðangursmanna hans af ástandi Atlantshaísins á siglinigarleið milli Afríku og Suður-Ameríku. Á stórum svæð- um hafsins gátu þeir félagar ekki baðað sig í sjónum, hvað þá annað. Þessi óhugnanlega staðreynd hlýtur að vekja okk- ur íslendinga til umhugsunar um, að við megum aldrei missa sjónar á því höfuðmarkmiði okk ar að koma í veg fyrir, að Island spi'bltst af rnanna völdum. Margt hefur veríð gert til þess að svo verði ekki. Meira þarf þó að gera. í þessum efnium megum við aldrei sofna á verðinum. Ef rétt er á haldið, þurfum við ekki að óttast tæknina. Þvert á móti er hún hvítur galdur, sem hægt er að nota til góðs. Iðjuver eru ekki til óprýði, þar sem þau eru frétt staðsett. Starfsemi þeilrra spillir ekki umhverfinu, ef snyrtimennska og árvekni sitja í fyrirrúmi. Það er því engin ástæða til, að tæknin verði hér sá svarti galdur, sem hún virðist hafa orðið í mörgum öðrum menningarlöndum. Við eigum að Frá Skálholti. u m u m m I i i | | 11 Reykjavíkurbréf Laugardagur 18. júlí niota hana til þess að gera land- ið og umhverfi okkar bjartara, lífsskilyrðin betri, en ekki verri. Reykjavík til fyrirmyndar Margir hafa lagt hönd á plóg- inn í því skyni að vernda þann fjársjóð, sem ísland er. Okkur ber skylda til að skila því hreinu, fögru og göfugu, eins og við fengum það í hendur. Og um fra-m allt óspidltiu af manna völd- um. Reykjavík, eins og hún er nú, er talandi tákn þess, hvern- ig við eigum að umgangast land- ið okkar og sögustaði. Borgin er hrein. Umhverfi hennar fag- urt og óspillt. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði einhverju sinni, þegar hann gekk meðfram Tjörninni, að Reykj*vík væri perla. Vonandi eiga sem flestir ferðamenn eftir að líta landið okkar sömu augum og Dean Rusk. En þá verðum við líka að gefa þeim tilefni til þess. Okkur er mikill vandi á höndum. Okk- ur er ekki sízt sá vandi á hönd- um að sjá svo um, að erlendir ferðamenn spilli ekki því um- hverfi, sem þeir sækja heim. Við verðum að veita þeim þá þjón- ustu, sem nauðsyn krefur. Margt hefur breytzt til batnaðar á ís- landi í þeim efnum. En meira átak þarf til, ef þróumin á að verða sú, sem við öll óskum. Á allt of marga sögustaði skortir hreinlætistæki, sem þykja nauð- synleg í hverju nútímasamfélagi. Svipaða sögu má segja um ýmsa staði aðra, til dæmis hefur er- lendur ferðamaður kvartað yfir því við bréfritaria hversu aðstaöa öll vi.ð Krísuvík sé frumstæð og raunar ósamboð- in þeirri náttúrufegurð og þeim krafti, sem einkennir staðinn. Slíkur staður sem Krísuvík er eftirsóknarverður af mörgum ferðamönnum, enda stutt frá Reykjavík. Hvað dvelur orminn langa, að þar skuli ekki vera nein snyrtiaðstaða. Er ekki hætta á, að umhverfi slíkra staða spillist, þegar aðstæður til snyrti-ngar eru ekki fyrir hendi? Og hvað um hættuna, sem alls staðar er á hverasvæðum lands- ins? Er nægilega við henni séð? Höfum við gert þessa eftirsókn- arverðu staði svo úr garði, að við getum boðið sjálfum okkur, hvað þá öðrum, kinnroðalaust upp á að heimsækja þá? Ávallt er fyrir hendi sá mögu leiki, að ferðamenn spilli ís- lenzku umhverfi. En við því verður ekki séð, nema eftirlit sé haft með ferðum þeirra og þeir geti fengið þá þjónustu, sem nauðsynleg er. Þegar umræður urðu hvað mestar á sínum tíma um Mývatn, fegurð staðarins og vernd, var bent á, að umhverfi og fuglalífi stafaði meiri hætta af ferðamönnum heldur en þeirri tækniuppbyggingu, sem þar átti sér stað. Vafalaust er mikið til í þeirri ábendingu. Við eiguim að hlynna svo að landinu, að það laði fram í innlendum jafnt sem erlendum ferðamönnum það bezta sem þeir eiga. Að þeir finni í samskiptum við land- ið það bezta í sjálfum sér. Því aðeirns getur landið orðið okkur til þeirrar gleði, sem efni standa til. Og þá aðeins getum við ver- ið sæmd af því. Og stolit af að eignast Miutdeild í fegurð þess og framtíð. Sögufrægð Þrátt fyrir sumt af því, sem sagt hefur verið hér að framan, verður að viðurkenna, ,að merk- ar og margvíslegar framk.væimd- ir hafa verið gerðar á ýmsum sögustöðum hér á landi. Þar ber vitanlega hæst Skálholtsstað, sem nú er húsaður með þeim hætti, að enginn íslendingur ber lengur kinnroða fyrir hann. Einnig er ástæða til að benda á þær margvíslegu endurbætur, sem gerðar hafa vérið á Þing- völlum. En þó eigum við langt í land, áður en endurreisn þessa sögufrægasta staðar á Norður- löndum verður með þeim hætti, a'ð við getum vel við unaið. Fáir menn höfðu meiri áhuga á endurreisn Skálholts en okkar nýlátni forsætisráðherra Bjami Benediktsson. Sjaldan var hann stoltari fyrir hönd þjóðar sinn- ar en þegar hann sýndi erlend- um mönnum staðinn endurreist- an. Vígsla Skálholtsdómkirkju var merkur viðburður í lífi þeirra hjóna beggja. Því gleym- ir enginn, sem reyndi. Skuld þjóðarininar hafði verið goldin með þeim hætti, að hlaut að vekja gleði í brjósti svo sannra íslendinga. Engin tiHvMjun var að Bjarni Benedilktsson var kirkjumiálaráðherra, þegar Skál- holtsikirkja var víigð. Fyrir fólkið Allir þekkja umhyggju Bjarna Benediktssonar fyrir Þingvöllum, áhuga hans á sögu- frægð staðariins og náttúrufeg- urð, yndi hans af gönguferðum þar um slóðir. Sá, sem gekk með honum á Þingvöllum, varð margs vísari. Stundum var þagað til að hlusta á skrjáfið í laufinu eða klið fuglanna, stundum talað og skrafað og þá einlægt um eitt- hvað, sem stóð í sambandi við reisn staðarins. Oft var reynt að brjóta til mergjar óráðnar gátur í sambandi við sögu íslands og sögu Þingvalla. Hestagötur voru gengnar, grjóthellur skoð- aðar: um þessa götu komu þeir að norðan eða austan, þessa að vestan eða úr Borgarfirði. Nöfn voru nefnd. Gamall veruleiki reis upp í nýrri reynslu. Sr. Eiríkur Eiríksson þjóðgarðsvörð ur minntist með fallegum hætti hér í blaðinu á tengsl Bjarna Benediktssonar við Þingvöll og umhyggju. Eitt af því síðasta, sem hann þurfti um að fjalla var bætt aðstaða og þjónusta á staðnum. í þeim efnum lá hann aldrei á liði sínu. Þingvellir áttu ekki að vera fyrir fáa útvalda: „Fólk verður að geta notið feg- urðarinnar hér,“ sagði hann eitt sinn við sr. Eirík. Og einhvern tíma gagnrýndi hanin við höfund Reykjavíkurbréfs leiða Jónasar yfi'r því að lyngið á Lögbergi sem bllánar af berjum hvert ár, yrði „börnum og hröfnuim að leik.“ „íHvers vegna,” sagði hann „skyldu börnin ekki mega tína ber 'n á Þingvölilum. Þeim er það ekki of gott.“ Þingvellir áttu ekki aðeins að vera til vegna fortíðar, heldur þeirrar framtíð- ar sem börnin ein eru íuliltrúar fyrir. Ein Jónas vi’rti hann ekki minna en önnur þjóðskáld. Helgilundur á Þingvöllum Bjarni Benediktsson hafði meiri áhuga en aðrir á því — og sýndi það raunar í þingræðum og á annan hátt — að Þingvellir yrðu betur byggðir en nú er. Hugmynd hans og hugsjón va'r sú, að á Þingvöllum risi þjóðarhúis, sem yrði verðugur minnisvarði og merkt tákn um helgi staðarins, sögu- frægð og baráttu þjóðarinnar frá kúgun til sjálfstæðis. Þessi tillaga hans hlaut ekki þann 'hljómgrunn, sem efni stóðu til. Hann átti erfitt með að skilja það. „Þjððarhús verður kannski ekki reist á Þingvöllum á okkar tíma,“ sagði hainn eitt sinn við bréfritara, „en það kemur fyrr eða síðar.“ Þegar hugmyndinni um þjóðarhúsið á Þingvöllum var svo fálega tekið sem raun bar vitni, lagði hann áherzlu á að reynt yrði með öllum tiltæk- um ráðum að bæta aðstöðuna innan þjóðgarðsins. Hann vonað ist til, að menn mundu nú taka höndum saman og byggja nýtt húis samboðið stað,num,þar sem á sæmilegan hátt væri unnt að taka á móti gestum og gangandi. Vonandi verður það innan tíðar. Valhöll getur ekki verið á þeim stað, þar sem hún nú stendur. Þann stað allan þarf að friða og allt niágrennið hið næsta Lög- bergi og völlunum. Nú hefur ís- lenaka ríki'ð eignazt Vatnskot. Þaðan er eitthvert fegursta út- sýni að Skjaldbreið og yfir all- an staðinn. Þar eru lygnar vík- ur, fagurt umhverfi og möguleik ar á góðum bílastæðum. Raun- sæir hugsjónamenn ættu að taka höndum saman og flýta fyrir friðun og endurreisn Þingvalla með því að beina bílaferðum að Vellankötlu og Vatnskotslandi, frá helgus’tu véum staðarins. Það væri í amida þa;s mainins, sem nú er orðiinm þátitur Þing- valla oig þjóðarsöguininiar. En eitt þurfum við að gera öðru fremur og það sem fyrst: að sjá svo um, að sárin foldar grói og tyrft verði yfir, þar sem nú standa rústirnar eftir konungs húsið; að þar verði gerðiur fai- legur minningarlundur, sem yrði, þegar fram líða stundir, helgur og kyrrlátur staður í hjarba Þingvalla. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrum forseti íslands, gerir að tillögu sinni í kveðjuorðum sín- um hér í Morgunblaðimu s.l. fimmtudag að á slysstaðnum verði reistur bautasteinn um „ein stæð örlög.“ Morgunblaðið tekur undir hugmynd hins aldna og virta fyrrum forseta. Þá eignast íslenzka þjóðin nýjan stað, þar sem hún getur í hljóðlátri þögn saime nazt á miklum stunduim þeirrar sögu sem bíður hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.