Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1970, Blaðsíða 11
MORGUNiBfLAiHÐ, SUNiNUDAGUR 1Ö, JÚLÍ 1070 11 í Tokyo aka tvær milljónir bíla stöðugt eftir 20 þúsund km löng- um götum. ungs manns eftir því úr hve góðum háskóla hainn kemur. Fyrir stríð voru ríkisháskól amir aðeins fimm og komust ekki nema tiltölulega fáir þar að. Þessi hugmynd, að æðri menntun skyldi vera forrétt- indi fárra útvaldra, þótti her- námsyf irvöldum Bandaríkj - anna litt lýðræðisleg eftir stríðið, svo þau gerðu strax ráð stafanir til að fjölga háskólun- um og menntaskólunum. En það varð ekki til þess að stúdent- ar sæktu í nýju skólama og að- sóknin mkmkaði í þá gömlu, eins og þeir höfðu gert ráð fyr ir. Þeir nýju þóttu ekki og voru ekki eins góðir, enda hækkaðir í snarheitum upp úr menntaskólum og gagnfræða- skólum, Allir halda því áfram að reyna að komast í gömlu rík islhiásíkóla, sem enn mennta menn fyrir æðstu stöður, og nemenidur reyna ár eftir ár við inntökuprófin heldur en að leita í nýrri skólana. Þannig heyrir maður sífellt í Japan sagt með aðdáun um þennan eða hinn: Hann er Tokyohá- skólamaður, hún er úr Keiohá- skóla o.s.frv., sem táknar, að þessi eða hinn sé langt yfir aðra hafinn og honum séu líka allir vegir færir. En þar sem samkeppnin um inngöngu er svona mi!kil, þá komast auðvit- að flestir í þeztu háskólana úr beztu menntaskólunum og keppnin um að vera þar, er álíka mikil og byrjar fyrr. Þannig segja menn, að sam- keppnin færist alltaf niður í beztu gagnfræðaskóla og beztu barrraskóla og að foreldrar byrji að hamast í bömunum 6 ára gömlum að standa sig nú, hvað sem til er i því. Út af þessu er mikil óánægja, og ólga og spenna í háskólunum, mest í hinum Keisaralega Tokyohá- skóla, sem menntar mest af embættismönnum, vísindamönn um og lögfræðingum framtíðar innar. Ef að ungu róttæku stúdentamir þaðan, halda ekki áfram að breytast þegar þeir fara úr stúdentahópnum, eins og hingað til, þá er þarna fyrir hendi möguleiki til að allt æðsta embættismanniaketrfið verði að róttækum vinstrknönn um. En síðan heimsstyrjöldinni lauk, hefur hægri sinnaður flokkur, Frjálsir demokratar, verið nær óslitið við völd, og fékk 300 af 486 þingsætum í síðustu kosningum. ERFÐAVENJUR Þannig er margt í Japan ólíkt því sem við þekkjum. Og þjóðin er ákaflega ólík því sem við eigum að venjast. Ég hafði heyrt að Japanir væru orðnir ákaflega ameríkaniseraðir, eins og gjaman er sagt um þjóðir, sem eru að taka upp nútíma- hætti, Ein það er hrein fjar- stæða. Maður sér stelpu í stuttu pilsi og strákgæja í nan- kinsbuxum og bómullarskyrtu hanga á götuhomum og nóg er af þeim í skemmtistöðtim Tokyo borgar. En grunnurinn og öll uppbygging miannlifsins er öðru visi. Þar byggir á gömlum merg. Þegar skrifstofumaður- inn, sem við ræddum um hér að ofan, kemur heim til sín, drífur hann sig úr jakkafötun-- um og í sinn þægilega kímono, sem hann kann svo vel við sig L Þó unga fólkið vilji á ýmsan hátt lifa nútímialífi, þá lætur um 70% þess foreldra sína vera með í að velja sér maka, að tal- ið er. Foreldramlr hafa að vísu ekki lenigur neitunarvald íþeim efnum, en unga fólkið villhafa þau með í ráðum og biður for- eldrana gjarnan um að benda sér á maka, sem það svo athug-. ar hvort það getuir fellt sig við. Mjög algengt er, að ungur mað ur akiveði eftir fyrstu sliika kynningu að þetta sé stúlkan, sem hann vill eiga og þau binda það fastmælum á stund- inni að giftast. Síðan finna þau til þessarar sömu nefndu holl- ustu hvort til annars það sem eftir er ævinnar. En stúdentar ljúka venjulega námi áður en þeir gifta sig. Þeir vita, að nám ið er lykiílinn að framtíðinni og það gengur fyrir. Báðum Þykir sjálfsagt að leggja það á sig að bíðs, meðan þessarar undirstöðu fyrir framtíðina er aflað. Ég lagði að sjálfsögðu allt kapp á að kynnast lifnaðarhátt um Japana og fá ofurlitla nasa sjón af lífsrytma þeirra, þegar ég var þar nýlega á ferð, bjó m.a. í nokkra daga á japönsku litlu heimili í Yokohama, þar sem lifað er á japanska vísu. Sakai vinkona mín er gift blaða manni þeim, sem ég nefndi fyrr í þessari grein og sem nú er við nám í Evrópu. Þau koma bæði úr einum af beztu háskólunum. Þar hittust þau og ákváðu að arka saman sinn æviveg. En foreldrar Sakai voru ákaflega óánægð með að hún skyldi ekki a.m.k. koma heiim og tala um þetta við þau, áður en ákvörðunin var tekin, þó þau væru ánægð með tengdasoninn EINFALDLEIKI Hiroko Sakai er lítil og fín- leg stúlka sem vimnur við textasamnimgu hjá auglýsinga- fyrirtæki og hefur tiltölulega góð laun við það. Hún býr í leiguíbúð í sambýlishúsi í Yokohama. Þetta er ofurlítil Ibúð, eins og siður er í Japan, aðeins tvö lrtil herbergi, svolít- ið eldlhús og bað. Þessi brúðu- íbúð er mjög íburðarlaus, og al- japönsk. Yfir gólfin í herbergj u.num er strengd tatami eða strámotta, og maður fer úr skónum áður en stigið er þar inn. Herbergjunium er skipt með renni'hurðum úr grind og ástrengdum pappír. Mér fannst ég klunmaleg eins og tröll við að handleika þæir. Við Sakai komum okkur á kvöldin notalega fyrir, sitjandi á hælunum á púðum á strámott- unum framan við lágt borð á miðju gólfi. Undir borðplötunni er rafmagnsglóðaker, sem iljaði á fótunum og upp í mitti, ef maður gætti þess að láta ekki rifa undir dúkinn, sem náði niður á gólf og lá að kjöltu þeirra er við borðið sátu. Þarna dreyptum við á grænu tei á kvöldin og höfðum það notalegt, og hlustuðum á klass- íska músik, því Sakai á plötu- spilara og gott plötusafn, ásamt litasjónvarpi og nauðsynleg- ustu rafmagnsáhöldum, þó hús- gögniin séu ekki mörg. Það eiga alliir Japanir. Japanir hlaða ekki í kring- um sig alls kyns dóti eins og við. — Undirstaðan á japönsku heimili er einfaldleik inm. Við getum lifað vel með dýnu, eitt lá'glborð og baðker, segir Sakai og brosir. En bað- kerið er nauðsynlegt, hversu lítið sem heimilið er, og er not- að á hverju kvöldi af öllum. Hjá Sakai var baðkerið aflang- ur stampur úr tunnustöfum, sem fylltur var af sjóðheitu vatni, sem ég notaði fyrst og síðan Ihún, áður en við fór um að hátta. Japönum þykir sóðalegt að liggja í óhreinind- unum af sjálfum sér. Fyrst á að sápa sig frammi á gólfi, og ausa yfir sig vatninu, en stíga síðan hreinn í heita vatnið, og láta fara vel um sig. Sakai hefur verið erlendis. Hún ferðaðist um meginland Evrópu með manni sínum í sex mánuði og hún er ekki ánægð með lifskjör almennings í Japan. Eftir að hafa kynnzt vestrænuim lifnaðarháttum í Þýzkalandi og víðar, finnst henni að þessi mikla nægjusemi og sjálfsafneitun Japana eigi ekki lengur rétt á sér. Nú, þeg- aT svo vel hafi gengið, þá eigi að bæta lífskjör almennings, byggja meira fyrir fólkið og umfram allt að koma á betri sjúkratryggingu. Minna megi héðan af fara í iðnaðarupp- byggipguna og meira handa fólkinu. Og sú skoðun fer vax- andi meðal ungs fólks. En húsnæðismáliin eru, segja Japanír, dekksta hliðin í mál- um í Japan, þó miklar framfar- ir hafi þar orðið nú síðustu ár, með því að stjórnvöld hafa loks tekið til við að láta byggja sambýlishús. Emn er óhóflega erfitt að fá íbúðir. Hús hafa raunar löngum verið léleg, enda byggð úr ótraust- um efruum. Ekki eru nema 5—6 ár siðan bannað var að byggja hærra en 31 m. upp í loftið í Tokyo vegna jarðskjálfta- hættu, sem Japaniir hafa lengi mátt kenina á. f jarðskjálftum- um miklu 1923 fórust 150 þús- und manns í Tokyo. En nú er farið að byggja traustari hús, og risnir upp í 40 hæða skýja kljúfar. Ekki vilja Japanir þó hafa of stórt um sig heima, og fjölskyldurnar sofa saman í litl um herbergjum. Þeir hafa þar sem -annars staðar óbeit á að vera einir, fininia öryggi í sam- veruminá. NÆGJUSEMI — KRÖFUR Þegar við fórum að sofa á kvöldin hjá Sakai, bjuggum við um okkur hvor í sínu herbergi, með pappírshurð á milli. Svefn dýnumar voru dregnar út úr skáp og tóku miðhlutann af gólfinu, þega búið var að búa um. Herbergin voru ekki stærri en svo. Rúm taka að sjálfsögðu allt of mikið rými í slíkum íbúðum. Til hvers líka? Það fer vel um mann á dýnu á strámottugólfi. Þegar ég flaug með þotu suð- ur frá Tokyo, með útsýni til hiins sérkennilega og tignar- lega Fuji-fjalls, seim gnæfir með snævi þakinn keilutind sinn 4 þúsuind metra upp í loft- ið, þá ihafði vitneskja mín og skoðanir á Japan breytzt æði mikið. Þarna býr þjóð með rót- gróinn smekk fyrir röð og reglu í smáu sem stóru, þjóð sem á óeigiingjarna hollustu og finnur öryggi í hópstarfimu. En niú, þegar stóru markmiði er náð, að rétta á 15 árum svo við landið og efnahag þess, að talað er um að áttundi tugur 20. aldarinnar verði áratugur Japans í veröldinni, þá er ekki að furða þó mörgum Japönum finnist timi til kominn að snúa sér að einstaklingnum og lífs- kjörum hans. Hin mikla nægju semi sé að verða óþörf. Þeirra háttur virðist nokkuð snjall, að leggja fyrst að sér og gera svo kröfumar. Mættu fleiri þjóðir af því læra. — E. Pá. Hollusta Japana á sinn þátt í mikilli velgengni þeirra Fólk sækir Shchi-go-san hofið í Toikyo og fer á basarinn d leiðlnni. Allir hafa baðker, þar sem setið er í sjóðheitu vatni á hverju kvöldi. Kaðherbergið hjá Sakai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.