Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 11 V E R Z LUN IN GEYSiPP Eldur 1 hesthúsi ELDUR kom upp í hesthúsi í Víðidal við Elliðaár á laugardags- kvöldið, eftir að menn höfðu ver- ið að þíða þar vatnsrör með gas tæki. Margir hestar voru i húsinu, en flestöllum tókst að bjarga út fljótlega. Þrir hestar köfnuðu og nokkrir hlutu revkeitrun, sem kann aðleiða þá til dauða. Hólmatindur með 130-140 lestir Eskifirði, 17. des. SKUTTOGARINN Hólmatindur landaði hér í dag 130—40 lestum af þorski. Mun ætlunin, að skipið fari eina ferð enn fvrir jól. Hér hefur snjóað mikið og veður verið leiðinlegt sfðustu daga. —Fréttaritari. Bækur Róberts Fisker í íslenzkri þýðingu Dansklr herra- 09 flömu- inniskór Einn þekktasti og vinsælasti barna- og ungiingabókahöfundur Dana nú, er Róbert Fisker. Eins og margir höfundar þeirra bók- menntagreinar, er hann kennari að menntun. Mörg ár eru samt síðan hann hætti kennslu og helgar sig ein- göngu ritstörfum. Meðan hann kenndi, voru það einkum yngri börnin, sem nutu tilsagnar hans. Það er því engin tilviljun, að hann hefur skrifað fjölda bóka um það aldursskeið. Hann gjörþekkir hugarheim barnanna og skrifar því bæði um það, sem þeim er vænlegt til þroska, og þau hafa gleði og gaman af. Þótt Fisker skrifi mikið fyrir unga lesendur, hefur hann einnig skrifað bækur fyrir unglinga og fullorðið fólk, þar hefur honum ekki tekizt sfður. Kaflar úr bók- um hans hafa verið teknir í danskar lestrar- og kennslu- bækur. Bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál. Danir búa vel að þeim, sem skrifa fyrir æskuna, — og taka það hlutverk sitt alvarlega. Róbert Fisker er sá danskur höf- undur, sem mest er lánaður út á bókasöfnum í heimalandi sínu og á þar mestan eintakaf jölda. Hann er Iíka tekjuhæsti danski höfundurinn. I einu af hinum mörgu viðtölum, sem danskir blaðamenn áttu við höfundinn í sumar, endaði hann mál sitt með Vandad og fjölbreytt úrval þvf, að barnabækur ættu að vera eins og börn hugsuðu og sá heimur væri, sem þau hrærðust í — en ekki eins og fullorðna fólkið vildi að þær væru. Ilann bendirá nauðsyn þess, að sá, sem skrifi fyrir þau, gjörþekki þau og um- hverfi þeirra frá öllum hliðum — þær kröfur komi einmitt frá þeim sjálfum — sem lesendum. Fyrir jólin 1971 komu tvær barnabækur eftir Fisker út hjá Víkurútgáfunni í islenzkri þýð- ingu hins þekkta unglingabóka- þýðanda, Sigurðar Gunnarssonar kennara. Nú fyrir jólin er nýkomin út bókin Pési pjakkur á ævintýra- leiðum eftir Fisker — hjá bókaút- Gunnarssonar. Það er gleðiefni, að fslenzk börn eiga nú kost á að kynnast bókum eftir þennan virta höfund. Og vonandi, að foreldrar veiti því at- hygli, að hér er um að ræða bæk- ur, sem eru hvort tveggja í senn skemmtilegt og eftirtektarvert lesefni fyrir börnin. Jennaog Ilreiðar Stefánsson. r»IHRRGFRlORR í mflRKRfl VflOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.