Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 43 Aarhus KFUM tapaði LIÐ Bjarna Jónssonar, Aar- hus KFUM, tapaði níunda leik sínum í dönsku 1. deild- ar keppninni í handknatt- leik, en mótherji þeirra þá var Fredericia KFUM. Urðu leikslok 18—13 fyrir Freder- icia, sem einnig hafði for- ystu i hálfleik 9—7. Bjarni Jónsson skoraði 3 mörk i leiknum. Þrátt fyrir tapið hefur -Aarhus KFUM enn forystu í 1. deild og er með 14 stig eftir leikina 9. Helsingör er komið í annað sætið með jafnmörg stig, en þar hefur Jörgen Petersen átt hvern stórleikinn af öðrum. Skor- aði hann t.d. 12 mörk er Helsingör vann Stadion 20—19 í 9. umferðinni. Deyna kjörinn KAZIMIERZ Deyna hefur verið kjörinn knattspyrnu- maður ársins í Póllandi. Það er knattspyrnutímarit þar- lent, sem gengst fyrir kjöri þessu, en þeir, sem kjósa, eru iþróttafréttamenn dag- blaðanna og fulltrúar frá öll- um liðunum, sem leika í 1. deild í Póllandi. Deyna er leikmaður Legia Varsjá en það lið lék hér á landi f fyrra gegn Víkingi í Evrópu- keppni bikarhafa. — Jólabókasalan Framhald af bls. 2. Hjá Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar á tsafirði fengum við þær upplýsingar, að Ragnheiður Brynjólfsdóttir seldist vel og Guðrún A. seldist þar strax upp. Þá er þar einnig hreifingá Mönn- unum í brúnni, Lögbókinni og Þrautgóðum á raunastund, en einnig þar töldu sölumennirnir, að langmesta salan væri eftir, því að þetta hefði verið dræmt hingað til. Hjá Bókaverzlun Snæbjarnar í Reykjavík töldu þeir, að mest hreyfing væri á bók Emils Jón^- sonar, Milli Moskva og Washing- ton, Vestmannaeyjabókunum og bók Gylfa Þ. Gíslasonar. Hjá Bókabúð Böðvars Sigurðs- sonar i Hafnarfirði sögu þeir, mest hefði selzt af Emil siðustu daga, enda væri hann heimamað- ur i Firðinum, en að öðru leyti væri mikil sala vítt og breitt, Lög- bókina mætti nefna, Eyjabækurn- ar, Mannlega náttúru, Þrautgóða á raunastund, Mennina í brúnni og Sýður á keipum, síðustu daga hefði einnig verið mikil sala í bókinni Ioo Hafnfirðingar. Hjá bókaverzlun Stefáns Stefánssonar í Reykjavfk sögðu þeir mesta sölu vera á bókinni um Ragnheiði biskupsdóttur, bók Emils Jónssonar, bókinni Vest- mannaeýjar, byggð og eldgos og ýmsum ævisögum. Og hjá Bókabúð Braga Bryn- jólfssonar í Reykjavfk fengum við þær upplýsingar.aðeinnaimest hreyfing væri á bók Emils Jóns- sonar eftir að Guðrún A. Símonar seldist upp, éinnig bók Tómasar og Sverris, sem heitir Gullnir strengir og bókinni Af lífi og sál, þar sem Andrés Kristjánsson ræð- ir við Ásgeir Bjarnþórsson. Einn- ig mætti nefna Lögbókina, Fischer og Spassky og Vefara keisarans eftirGuðmund Daníels- son. Finnar spara Helsinki, 18. des., AP. STJÓRN Finnlands hefur ákveð- ið að gera ýmsar ráðstafanir til þess að spara eldsneyti, að því er upplýst var f dag. Gerir hún ráð fyrir, að hámarkshraði verði hundinn við 80 km á klst., hitastig í skrifstofum og fbúðum við 20 stig, ljósaauglýsingar verða bann- aðar svo og lýsing búðarglugga eftir lokunartfma. Með þessu móti telur stjórnin unnt aðdraga úr eldsneytisnotkun, sem nemur 10%. Allgóður árangur ALLGÓÐUR árangur náðist í innanfélagsmóti Ármanns og UMSK i frjálsum íþróttum, sem fram fór í Baldurshaga fyrir nokkru, einkum þó f kvennagrein- um, en þar var einnig um jafna og skemmtilega keppni að ræða. Helztu úrslití mótinu urðuþessi: Hástökk kvenna: metr. Lára Sveinsd. Á 1,54 Hrafnhildur Valbjörnsd., Á 1,50 Hulda Arnliótsd.. Á 1,45 Guðrún Gunnsteinsd., UMSK 1,45 Salvör Gunnarsd., UMSK 1,30 Langstökk karla: metr. Helgi Haukss., UMSK 6,05 Hafsteinn Jóhanness., UMSK 6,04 Ágúst Schram, Á 5,70 Langstökk kvenna: metr. Hafdís Ingimarsd., UMSK 5,04 Ása Halldórsd., Á 5,04 Björk Kristjánsd., UMSK 4,89 Sigrún Sveinsd., Á 4,81 Guðrún Gunnsteinsd., UMSK 4,67 50 metra hlaup kvenna: sek. Lára Sveinsd., Á 6,8 Erna Guðmundsd., Á 6,8 Ásta B. Gunnlaugsd., IR 6,9 Ása Halidórsd., Á 7,0 Sigrún Sveinsd., Á 7,0 Hafdís Ingimarsd., UMSK 7,0 50 metra hlaup karla: sek. Karl West Fredriksen, UMSK 6,1 Guðmundur Jóhanness., UMSK 6,3 Ásbjörn Sveinss., UMSK 6,5 Helgi Hauksson, UMSK 6,6 Hafsteinn Jóhanness., UMSK 6,6 Nastase og Court bezt TENNISLEIKARAR ársins 1973 voru kosin þau Ilie Nastase frá Rúmeniu og Margaret Court frá Ástralíu. Að kjöri þessu stóðu íþrótta- fréttamenn, sem eru sér- fræðingar í tennisíþróttinni. Voru þeir frá flestum lönd- um heims. Röð tennisleikar- anna i kosningunni varð þessi: Karlar: Ilie Nastase, John Newcombe, Stan Smith Jim Connors, Tom Okker, Ród Laver, Arthur Ashe og Manuel Orantes. Konur: Margaret Court, Chris Ev- ert, Billie Jean King, Ev- onne Goolagong, Virginia Wade, Kerry Melville, Rose- mary Casals, Helga Mast- hoff, Nancy Gunther og Olga Morozova. Búlgarar í úrslit HM ÞÓ SVO að Norðmenn ynnu Búlgara með 17 mörkum gegn 13 i Ósló á sunnudag- inn dugði það Norðmönnum skammt, staða þeirra var orðin vonlaus og það verða Búlgarar, sem komast áfram úr undanriðlinum i úrslit Heimsmeistarakeppninnar i handknattleik. Til að komast áfram þurftu Norðmenn að vinna leikinn með 10 marka mun, en búlgarska liðið var hreinlega of gott til að Norð- menn gætu gert sér vonir um slíkan stórsigur. Lokastaðan f riðlinum varð þessi: Búlagaria 4 30 1 81:51 6 Noregur 4 3 0 1 69:50 6 Finnland 4 004 43:92 0 LÆKJARGÖTU 2 SIMI 21800 Hrelnt alveg ðlrúlegl vðruúrvalll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.