Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 15 Gleymda fólkið ÞÓTT við lifuin í velferðarþjóð- félagi vantar ýmislegt hérna uppi á Islandi, sem rná telja til eðlilegrar þjónustu. Þaðheyrist oft kvartað undan skorti á barnaheiniilum, sjúkrarúmum, geðveilustofnunum og dr.vkkju mannahælum. Kannski heyrist oftast talað um skort á barna- heimilum vegna þess, að það er svo víðtækt, daglegt vandamál. Hins vegar minnist ég þess ekki að hafaoft heyrttalað um skort á dvalarheimilum f.vrir aldrað fólk, hvernig sem nú á því stendur. Kannski er það vegna þess, að gamla fólkið er ekki mjög hávært, það hefur engin hagsmunasamtök og það hefur sætt sig við — og finnst ósköp notalegt — að á kosningadög- um sé allt í einu munað, að það er til og þá sé keppzt um að senda finar límúsínur til að aka því á kjörstað. í skýrslu, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðumeytið lét gera á þessu ári segir meðal annars, að vistunarrými á dvalarheimilum fyrir aldraða sé mun minna en áætluð þörf. Það skorti ein 230 vistunarrými svo þörfinni sé fullnægt. En hvað felst nú i þessurn umrædda skorti? Það er auð- vitað ósköp slæmt að vera veikur, en það er þó nokkur huggun að vita, að ef maður verður svo fárveikur, að lifið liggur við þá er alltaf hægt að fá inni á sjúkrahúsi. Það er ekki jafn auðyelt að vera gamall og vanta samastað, sérstaklega ef maður er fá- tækur, nærri blindur og utan- garðs, þekkir engan. Fyrir nokkrum dögum fór ég með Gisla Sigurbjörnssyni forstjóra Elliheimilisins Grundar í heim- sókn í greni, þar sem U'eir gamlir menn búa, því að þeir hafa ekki í annað hús að venda. Það er nokkuð fyrir utan mið- borgin'a. Annar þeirra hefur tn'úð þar í tiu ár, hinn miklu skemur, en hann álti mun erfiðara því að hann var nær blindur. Her- bergið, sem sá blindi hafði, hefur einhvern tima verið litið eldhús, enda var ekki rúm þar f.vrir miklu meira en divan- ræksnið. Málningin var flögnuð af hrörlegum veggjunum, sem voru óhugnanlega skitugir. Blindir menn sjá ekki til að halda hreinu. Ofninn var pínu- lítill.og útilokað, að hann gæti haldið þessu hrófatildri heilu, enda voru gluggarnir isaðir að innan. Ofan á divaninum lá skítugur koddi, nokkur slitin teppi og pokaræksni, sem ein- hvern tima hefur geymt korn eða áburðeða eitthvað slikt. Þarna hafa þeir haldið sin kiildu jöl giimlu mennirnir. þraukað vetur og sumar án þess að þeirra hufi verið vitjað. Kannski hefur þeim þó verið ekið á kjörstað. Það er alveg satt, að ýmislegt vantar og margt þarf að gera. Það er svo margt, sem þarf að gera við peningana. En samt er ekki hægt aðfinna neina afsiik- un fyrir því, að þetta skuli gela gerzt. Það er alveg útilokað. Gísli er búinn að senda blinda manninn að Asi f Ilvera- gerði. Það var ekki pláss fyrir hann þar, en honum var ein- hvern veginn troðið þangað inn. Ilann ætlar að reyna að koma hinum fyrir líka, þegar mögulegt er. En þangað til verður hann bara að biða þarna i hreysinu. Og halda sín köldu jól einn. — 01 i Tynes. Ingimar Erlendur Sigurðsson Ort á öxi Ný ljóðabók Ingi mars Erlends ÚT er komin hjá bókaútgáfunni Kili Ijóðabókin Ort á öxi eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Bókin geymir 30 Ijóð og eru mörg þeirra myndskreytt af höfundi sjálfum. Kápumynd gerði hins vegar Gunnar S. Magnússon. Þetta er önnur Ijóðabók Ingimars Erlends. Fyrsta ljóða- bók hans kom út árið 1959 og bar titiiinn Sunnanhólmar. Síðan fylgdi smásagnasafnið Hveiti- brauðsdagar og þá tvær skáld- sögur — Borgarlíf og íslandsvísa, sem kom út 1967. Eru því sex ár liðin frá síðustu bók Ingimars. Ort á öxi er alls 85 bls. og er hún prentuð hjá Leiftri s/f. hjaltTlitli GEFINN ÚT í ÞRIÐJA SKIPTI ISAFOLDAR PR ENTS MIÐJA hefur sent frá sér Söguna hans Hjalta litla eftir Stefán Jónsson, og er þetta f þriðja skiptið, sem hún gefur út þessa hugljúfu barnasögu. Fyrsta útgáfa bókarinnar var fyrir réttum aldarfjórðungi. Annar hluti sögunnar, Mamma skilur allt, kemur út nú samtímis, en þriðji og síðasti hluti verksins, Iljalti kemur heim, er væntan- legur á næsta ári. Sagan hans Hjalta litla er þriðja bindið í heildarútgáfu Isafoldar á barna- og unglingabókum Stefáns Jónssonar, en í fyrra komu út skáldsögurnar Vinir vorsins og Skóladagar. Hjaltabækurnar eru óefað vin- sælustu bækur Stefáns, og af mörgum taldar eitt bezta skáldrit, sem samið hefur verið fyrir böm og ungiinga á íslandi og þótt víðar væri leitað. Einnig hefur Sagan hans Iljalta litla áunnið sér vin- sældir erlendis, og því fer fjarri að hún eigi aðeins erindi við æskuna, heldur fullnægir hún ströngustu kröfum hvers þroskaðs lesanda til góðs Iista- verks. í bókinni eru 25 myndir eftir listamanninn Ores Vereiskí, og voru þær upphaflega gerðar vegna útgáfu Hjaltabókanna á rússnesku. Hagkvæmt verðx Elna Lotus kr. 19.110.- Elna Zig Zag kr. 23.835.- Elna SP kr. 26.100.- Elna Supermatic kr. 29.210.- Trúlega skilar vélin andvirði sínu áður en afborgunum Námskeið innifalið í verði. • Frábær svissnesk gæði. • Fimm ára ábyrgð. • Fulikomin viðgerðarþjónusta. • Nýjungar, ít.d. hinn frægi Elna Rya kambur)» passa jafht í eldri sem yngri sauma- vélar, þannig að Elna verður aldrei urelt. AUSTURSTRÆTI SÍM114376

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.