Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Tollskrárfrumvarp: Verður söluskattshækkun felld 1 neðri deild? FRUMVARP til laga um tollskrá var til 2. og 3. umræðu f efri deild Alþingis í gær. Meiri hluti fjár- hags- og viðskiptanefndar lagði til, að samþykkt yrði bráðabirgða- ákvæði aftan við frumvarpið, þar sem rikisstjórninni yrði heimilað að innheimta 1% álag á söluskatt til að mæta þeim tekjumissi, sem felst í tollskrárfrumvarpinu, eins og segir í greinargerð með frum- varpinu. Þetta bráðabirgðaákvæði var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 9 í efri deildinni. Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn greiddu atkvæði gegn þessari til- lögu, en stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar með. Var tekið fram af Magnúsi Jónssyni tals- manni Sjálfstæðisflokksins við umræðuna, að flokkurinn væri hlynntur því, að tollskrárfrum- varpið næði fram að ganga fyrir jól, en gæti alls ekki fallizt á að hnýta söluskattshækkun inn í frumvarpið, enda taldi hann enga þörf vera á því. Sagði hann það vera dæmalaust, að ríkisstjórn reyndi að knýja stjórnarandstöðu til stuðnings við hækkaðar skatta- álögur með þeim hætti, sem hér væri lagt til. Væri þetta sýnilega reynt vegna þess, að ríkisstjórnin hefði ekki meirihluta fyrir því í þinginu að koma fram slíkum hækkunum. í FYRIRSPURNARTÍMA í sam- einuðu þingi f gær, spunnust tals- verðar umræður vegna fyrir- spurnar Björns Pálssonar til við- skiptaráðherra varðandi hækkan- ir á vöxtum og þóknun til lána- stofnana. Lýsti ráðherra því yfir, að hann hefði verið andvfgur sfðustu vaxtahækkunum Seðla- bankans, og þær hefðu verið gerð- ar án þess að ríkisstjórnin tæki afstöðu til þeirra. Deildu þing- menn harðlega á orð ráðherra, og sögðu, að þau fengju ekki staðizt. Varpaði Gunnar Thoroddsen fram fyrirspurn til forsætisráð- herra um það, hvort þessi vaxta- hækkun hefði verið tekin fyrir hjá rfkisstjórninni og hvort hún hefði þá samþykkt þessa hækkun. Forsætisráðherra sinnti þessari fyrirspurn engu og sat sem fast- ast. Fyrirspurn Björns Pálssonar var svohljóðandi: 1. Var vaxtahækkun sú, sem ákveðin var sl. vor, gerð með sam- þykki ráðherra bankamála og rík- isstjórnarinnar? 2. Álítur bankamálaráðherra, að Seðlabanki íslands geti ákveð- ið hækkun og lækkun vaxta án samþykkis ríkisstjórnarinnar? 3. Hvað voru vextir hækkaðir mikið sl. vor og hvað eru vextir nú: a) í stofnlánadeild landbúnaðar- ins, b) í Fiskveiðisjóði, c) í Iðnlánasjóði, d) af viðskiptavíxlum, e) af afurðavixlum landbúnaðar- ins, f) af afurðavíxlum sjávarútvegs- ins, g) af afurðavízlum iðnaðar, h) af lánum úr lífeyrissjóðum? 4. Er viðskiptabönkum heimilt að taka þóknun, auk vaxta og stimpilgjalds, er þeir kaupa víxla? Sé svo, í hava tilvikum er slíkt heimilt og hve mikil má slík þóknun vera? Þá spurðist Björn einnig fyrir um, hvað orðið hefði af því fé, sem rann til Seðlabankans við Þá gagnrýndi Magnús Jónsson einnig vinnubrögð ríkisstjórnar- innar, þegar hún lagði frumvarp um tollskrá fram 10. desember til SL. mánudag var frumvarp úm þörungavinnslu við Breiðafjörð afgreitt sem lög frá Alþingi. Er f lögunum ákveðið, að rfkisstjórn- nni sé heimilt að kveðja hvers sonar aðila til samvinnu um itofnun eða starfrækslu hlutafé- lags, er reisi og reki þörunga- vinnslu aðReykhólum viðBreiða- fjörð. Skal ekki minna en 51% hlutafjár vera í eign rfkisins og stjórn fyrirtækisins skal jafnan skipuð fulltrúum ríkisins að neiri hluta. Með lögum nr. 107/1972 hafði iður verið ákveðið að stofna ílutafélag til undirbúnings þessa máis. Var félagið stofnað 14. febr- úar 1973 að undangengnum aug- lýsingum eftir hlutafjárframlög- um. í því félagi var skráð hlutafé 7.820.000 kr. og þar af 5 milljónir í eigu ríkissjóðs. Á vegum þessa félags voru síð- an gerðar athuganir til undirbún- það, að gengið var lækkað um 10%. Ríkisstjórnin hefði með þeim aðgerðum hreinlega tekið af atvinnuvegunum 10% af öllum vörulager í landinu. Við hækkun gengisins hefði því mátt ætla, að þetta yrði endurgreitt að veru- legu leyti, en svo hefði ekki orðið. Lúðvík Jósepsson viðskiptaráð- herra sagði varðandi fyrsta tölu- lið fyrirspurnarinnar, að banka- stjórar Seðlabankans hefðu til- kynnt ríkisstjórninni fyrirhugaða hækkun vaxta. Hefði hann þá lýst sig andvígan henni, en það hefði komið skýrt fram á þessum fundi, að valdið til hækkunar vaxta væri í höndum Seðlabankans og ríkis- stjórnin þyrfti ekki að taka af- stöðu til þess. Varðandi annan tölulið fyrir- spurnarinnar sagði ráðherra, að 13. grein laganna um Seðla- bankann kvæði skýrt á um, að Seðlabankinn hefði umræddan rétt. í svari við þriðja tölulið fyrir- spurnarinnar kom fram, að vextir í stofnlánadeild landbúnaðarins hefðu hækkað um 2% sl. vor. í Fiskveiðasjóði væru vextir nú 5Í4% af skipalánum og 714% af fasteignalánum. Í Iðnlánasjóði hefðu vextir hækkað úr 9(4% upp í 1114%. Af afurðavíxlum land- búnaðarins og sjávarútvegsins úr 6% í 7%. Vextir af afurðavíxlum iðnaðar væru nú 6—914%, en hefðu verið 5—8%, og loks, að vextir af lánum úr lífeyrissjóðum hefðu hækkaðí 10)4%. Varðandi fjórða lið fyrirspurn- arinnar sag® ráðherra, að bönk- um væri heimilt að taka 0,15% þóknun af vixilfjárhæð venju- legra víxla, en 0,3 — 1% af við- skiptamannavíxlum. Björn Pálsson sagði, að sér hefði þótt vænt um, að ráðherra svaraði einnig þeirri fyrirspurn sinni, sem hann hefði varpað fram varðandi hagnað ríkisins af gengisbreytingunum á kostnað at- vinnuveganna. Slíkt atferli væri kannski ekki þjófnaður, en það jafngilti þjófnaði. þess að fá það afgreitt á örfáum dögum fyrir jól. Væri hér um að ræða einn flóknast lagabálk okk- ar, þar sem breyting á einum lið gæti þýtt breytingar á fjölmörg- um öðrum, ef samræmi ætti að vera. Af þessum ástæðum væri Framhald á bls. 24 ings stofnunar verksmiðjunnar. Hefur verið haft samráð við skozkafélagið Alginate Industries Ltd. og hefur það félag gefið yfir- lýsingu um að vilja kaupa a.m.k. 5000 tonn af þurrkuðu þangmjöli árið 1975 á lágmarksverði £ 72 á tonn miðað við verðlag 1974. Þó hafi verið tekið fram, að endan- legt verð væri umsemjanlegt á hverjum tíma. Varðandi eignaraðildina að fyr- irtæki þessu ber að geta þess, að Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður bar fram breytingar- tillögu við frumvarpið, þegar það var til meðferðar í efri deild þingsins, um að 51% hlutafjár skyldi jafnan vera samtals í eign ríkisins og sveitarfélaganna í Austur-Barðastrandarsýslu i stað ríkisins eins. Þá lagði hann einnig til, að þessum sveitarfélögum skyldi standa til boða að kaupa hluta af hlutafjáreign rikisins með þeim skilmálum, sem ríkis- Þá kvaðst þingmaðurinn vera undrandi yfir þessum þóknunará- kvæðum. Sagðist hann vita þess dæmi, að þóknun af venjulegum víxlum gæti numið allt að þrefalt hærri upphæð en vextir. Það væri ekki ónýtt fyrir bankana. Kvaðst þingmaðurinn nú vera að hugsa sér að setja upp banka á Reykja- víkursvæðinu í ellinni, fyrst svona væri um hnútana búið. Lýsti Björn síðan yfir furðu sinni á þeirri yfirlýsingu ráð- herra, að hann hefði verið á móti vaxtahækkuninni, en samt látið hana viðgangast. Ingólfur Jónsson (S) sagði, að þingheimur allur hefði undrazt þessa yfirlýsingu ráðherra. Hann tryði því ekki, að umrædd vaxta- hækkun hefði verið gerð án sam- þykkis ríkisstjórnarinnar, hvað svo sem viðskiptaráðherra segði um það. Þessi ráðstöfun, ásamt öðrum efnahagsráðstöfunum rfk- isstjórnarinnar, hefði orðið til þess, að nú væri talið, að allur atvinnurekstur í landinu væri rekinn með tapi. „Bragð er að þá barnið finnur“, sagði Jón Ámason (S) og kvaðst vera þess fullviss, að fleiri þing- mönnum stjórnarfokkanna en Birni Pálssyni væri farið að óa þessi þróun. Núverandi ríkisstjórn hefði lof- aðí stjórnarsáttmálanum, að vext- ir skyldu lækkaðir, en nú kæmi fram hjá ráðherra, að það væri alls ekki á þeirra valdi. Það væri Seðlabankans að ákveða vaxta- upphæðir. Þar með væri það lof- orð afgreitt. Sagðist Jón vilja benda rfkisstjórninni á, að henni hefði þá verið í lófa lagið að breyta lögunum um Seðlabank- ann. Lúðvík Jósepsson viðskiptaráð- herra sagði, að Ingólfi Jónssyni væri alveg óhætt að trúa því, að þessi ráðstöfun hefði verið gerð án samþykkir ríkisstjórnarinnar. Gæti hann fengið það staðfest hjá bankastjórunum. Sagði ráðherra, að ríkisstjórnin hefði staðið við loforð sitt um MÞIAGI stjórnin setti. Þessar tillögur Þor- valds Garðars voru felldar. i 3. gr. hinna nýju laga segir m.a., að rfkisstjórninni sé heimilt að leggja fram allt að 60 milljónir kr. sem hlutafé i hlutafélaginu. Er rikisstjórninni heimilað að taka lán í þessu skyni. Þá er ríkis- stjórninni einnig heimilað að veita ríkisábyrgðfyrirlánum eða taka Ián, er hlutafélaginu verði veitt til byggingar verksmiðjunn- ar, að fjárhæð samtals 140 millj- ónir kr., eða jafnvirði þeirra í erlendri mynt. Þá er í lögunum gert ráð fyrir, að jarðhitasvæðið á Reykhólum verði nýtt i þágu hitaveitu, er rikisstjórnin láti reisa og reka, og skuli m.a. gegna því hlutverki að selja þörungavinnslunni jarðhita til reksturs síns. Einnig er gert ráð fyrir vegarlagningu að hinu fyrirhugaða verksmiðjusvæði í Karlsey undan Reýkhólum og að bygging hafnar við Karlsey verði sty rkt. vaxtalækkun, m.a. lækkað vexti á afurða- og stofnlánum. Hins vegar hefðu sjóðirnir farið fram á vaxtahækkun nokkru seinna og látið hefði verið undan þeirri kröfu sjóðanna. Varðandi itrekaða fyrirspurn Björns Pálssonar um ráðstöfun gengishagnaðar sagði ráðherra, að t.d. yrði allur gengishagnaður af sjávarafurðum látinn renna aftur til sjávarútvegsins. Gengis- hagnaður af iðnaðarafurðum hefði hins vegar runnið til stofn- unar Iðnrekstrarsjóðs. Pálmi Jónsson (S) sagði, aðráð- herra gæti engan veginn borið það á borð fyrir þjóðina, að þessi vaxtahækkun hafi verið gerð án samþykkis rikistjórnarinnar — og það gegn vilja viðskipraráð- herra, slíkt fengi ekki staðizt. Þá vék Pálmi nokkuð að lánum til landbúnaðarins og sagði, að vextir á þeim lánum væru nú hærri en nokkru sinni fyrr. Þö væri Framsóknarflokkurinn enn að státa sig af þvi að vera helzti málsvari bændastéttarinnar. Allir sæju þó, hvernig sá flokkur héldi á málefnum bænda, þegar hann nú væri við stjórn. Gunnar Thoroddsen (S) sagði, að ummæli ráðherra um loforðið i stjórnarsáttmálanum vekti óneit- anlega athygli. Sem sagt loforðið næði aðeins til þess að lækka vextina, en svo mætti hækka þá strax aftur. Ennfremur væri furðulegt að setja þetta ákvæði í sáttmálann, en lýsa þvi nú yfir.að ríkisstjórn- in hefði alls ekkert vald til þess að ákvarða vexti. Benti þingmað- urinn á, að i lögum um Seðlabank- ann væri tekið skýrt fram, að um allar veigamiklar ráðstafanir i efnahagsmálum skyldi haft náið samband við ríkisstjórnina. Loks varpaði Gunnar Thorodds- en fram fyrirspurn til forsætis- ráðherra um það, hvort hækkun vaxtanna hefði verið tekin fyrir í rfkisstjórninni og hvort hún hefði þá samþykkt þessa hækkun. r Alagn- ingu að- stöðu- gjalda breytt Að tilmælum Axels Jóns- sonan FRUMVARP um breytingu á lögum um tekjustofna sveitar- félaga var til 2. umræðu í efri deild sl. laugardag. Hafði frumvarpið hlotið afgreiðslu hjá félagsmálanefnd deildar- innar, sem lagði einróma til, að breytt yrði ákvæðum tekju- stofnalaganna um aðstöðu- gjald. Var i tillögum nefndar- innar lagt til, að skilyrðislaust yrðu teknar upp þær álagning- arheimildir, að því er varðar aðstöðugjald, sem giltu áður en tekjustofnalögunum var breytt árið 1971, þó þannig, að hundraðshluti sá, er þá gilti yrði færður niður um 35%. Var frumvarpið afgreitt með þessum breytingum f gegnum 3. umræðu i efri deild á laug- ardag og því vísað til neðri deildar. i því frumvarpi, sem fyrir þingið var lagt nú um breytingu á lögunuriT um tekjustofna sveitarteiaga, vu. einungis lagt til, að hækkaðar yrðu innheimtuheimildir á fyr- irframgreiðslu útsvars fyrri hluta árs og í annan stað, að fjármálaráðherra yrði heimil- að, að ákvaða breytingu á hinu nýja fasteignamati til sam- ræmis við verðlag 1. nóvember 1973. Við fyrstu umræðu um frumvarp þetta vakti Axel Jónsson (S) máls, á hversu óréttlátlega núgildandi ákvæði um innheimtu aðstöðugjalda kæmi út fyrir sveitarfélög og gagnvart atvinnurekstrinum, þar sem við það hefði verið miðað, hve mikil aðstöðugjöld sveitarfélög hefðu lagt á í raun árið 1971. Væri heimilt að leggja á 65% af þessari upp- hæð, algjör tilviljun réði þvi, hvort hin ýmsu sveitarfélög hefðu neytt heimildar til að innheimta aðstöðugjöld fyrir árið 1971, og’ þá jafnframt hvort þau hefou heimild til að leggja gjöldin á eftir það. Auk þessa hefði þetta í för með sér mismunun milli atvinnu- greina, þar sem nýjar atvinnu- greinar kynnu að hafa komið til í tilteknu sveitarfélagi eftir 1971 og váeri þá alls ekki unnt að leggja á þær aðstöðugjöld, þvi að auðvitað hefði sveitar félögin ekki gert fyrirvara um álagningu aðstöðugjalda á þessar atvinnugreinar 1971, þegar þær voru alls ekki fyrir hendi f sveitarfélaginu. Þessar ábendingar Axels Jónssonar við fyrstu umræðu um frumvarpið urðu til þess, að félagsmálanefnd lagði til, að álagningarheimildir tekju- stofnalaganna frá 1964 yrðu teknar upp að nýju, þó þannig, að einungis mætti nýta af þeim 65% og er það í samræmi við reglu taganna frá 1971. Heimildin til álagningar að- stöðugjalda er þvi svohljóð- andi skv. tillögum nefndarinn- ar: 38. gr. tekjustofnalaganna orðist svo: Aðstöðugjald má eigi hærra vera en hér segir: a. Allt að o,33% af rekstri fiski- skipa og flugvéla b. Allt að o,65% af rekstri verzlunar- Framhald á bls. 24. Voru vextirnir hækkaðir án samþykkis ríkisstjórnarinnar? Lög um þörungavinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.