Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 39 MAIGRET OG SKIPSTJORINN Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 20 — Eg bið yður að gera svo vel að þýða þetta, ungfrú Any? En unga stúlkan virtist ekki heyra, hvað hann sagði. Hún leit á skriftina án þess að svara. Alvar- leg og virðuleg í senn tók systir hennar, eiginkonan, miðann frá henni — Þetta er skrafað í skólanum. — Það er ekki dagsett. Efst stend- ur aðeins. Klukkan sex, og svo: „Beetje, vina mín. Það er bezt, að þú komir ekki í kvöld, því að skólastjórinn kemur til te- drykkju. Sjáumst á morgun. Koss- ar." Hún leit f kringum sig með svip, sem var fullur af rólyndislegri þvermóðsku. Svo tók hún annan rniða og las: ,, Elsku litla fallega Beetje mín. Þú verður að vera róleg og hafa hugfast, að lífiðer allt framundan hjá þér. Ég hef mjög mikið að gera, vegna þess að próf í þriðja bekk standa fyrir dyrum. Svo að ég get ekki komið í kvöld. Hvers vegna segirðu alltaf, að ég elski þig ekki? Ekki get ég hætt í skól- anum. Af hverju ættum við þá að lifa? Ég bið þig að vera rólega. Við höfum tímann fyrir okkur. Eg kyssi þig af ást." Einmitt þegar Maigret ætlaði að segja, að þetta dygði, tók frú Pop- inga annað bréf. — Og svo er þetta, sem trúlega er það síðasta: Elsku Beetje mín. Þetta er ófært. Ég grátbið þig að vera skynsöm. Þú veizt ósköp vel, að ég á enga peninga og það tæki langan tíma fyrir mig að fá stöðu erlendis. Þú verður að sýna meiri aðgát og ekki missa kjark- inn. Og fyrst og fremst verður þú að treysta mér. Vertu ekki hrædd. Ef það skyldi gerast, sem þú ótt- ast, þá skal ég vissulega gera skyldu mína. Ég er óstyrkur, því að' ég á svo annrfkt um þessar rnundir og þegar ég fer að hugsa um þig, verður mér ekkert úr verki. Ég fékk áminningu frá skólastjóranum í gær og það gerði mig mjög dapran. Ég skal reyna að komast út annað kvöld með því að segjast ætla að fara og skoða norskt skip, sem er í höfn. Ég faðma þig, Beetje mín." Þreytulega rétti frú Popinga höndina út eftir hinum bréfa- bunkanum. Bóndinn skalf og nötraði. Hún tók eitt bréf af handahófi: „Kæri Conrad, sem ég elska! Nú skal ég segja þér göðar frétt- ir. 1 tilefni af afmælisdegi mínum hefur pabbi lagt eitt þúsund flór- inur inn á bankareiknitiginn minn. Það nægir til að borga ferð- ina til Ameríku, því að ég hef aðgætt í blöðunum, hvað farmiðar með skipum kosta. Og við getum sem hægast farið á þriðja far- rými. En hvers vegna sýnir þú ekki meiri áhuga á þvf að komast burtu? Eg er að kafna hér í IIol- landi og mér finnst fólkið hér í Delfzijl fylgjast með mér með vanþóknun. Og þó er ég svo ham- ingjusöm og stolt yfir því að til- heyra manni eins og þér! Við verðum endilega að komast af stað áður en leyfið hefst, því að pabbi vill, að ég fari í mánaðar- feðalag til Sviss og það vil ég ekki. Annars verðum við að bfða þangað til í vetur með áætlun okkar. Ég hef keypt nokkrar enskar bækur og kann smávegis. Flýttu þér nú. Við tvö skulum eiga saman unaðslegar stundir. Heldurðu það ekki. Við megum ekki vera hér lengur. Og alls ekki núna. Ég held að frú Popinga sé ekki beinlínis velviljuð í minn garð og ég hef alltaf hálfgerðan beyg af Corneliusi, sem alltaf er á ef tir mér og ég get ekki losnað við hann. Hann er góður drengur og vel upp alinn, en mikið lifandis ósköp er hann heimskur. Og svo er hann ekki karlmaður á borð við þig, Conrad. Þú, sem hefur farið um öll heimsins höf og veizt svo mikið. Manstu fyrir ári, þegar ég lagði lykkju á leið mfna til að hitta þig og þú tókst ekki einu sinni eftir mér. Og nú á ég kannski von á barni með þér. Aðminnsta kosti gæti það vel átt sér stað! En hvers vegna ertu svona kulda- legur í viðmóti? Elskar þú mig ekki lengur? Bréfið var mun lengra, en rödd frú Popinga var orðin svo hás, að hún þagnaði. Andartak leitaði hún í bréfunum. Það var bersýnilega eitthvað ákveðið, sem henni lék hugur á að finna. Svo las hún upp setningu, sem stóð í einu bréfanna: . . . og ég fer að halda, að þú elskir konuna þina meira en mig, svo að ég verð afbrýðissöm i henn- ar garð og að lokum fer ég að hata hana. Hvers vegna neitarðu allt í einu að fara núna?" Bóndinn skildi ekki orðin, en hver andlitsdráttur hans var spenntur til hins ítrasta og af svip hans hefði mátt ætla — Nei.. Eg \il ekki hugsa meira um það... . Það er svo hræðilegt.... ömurlegt.. . . Og nú brast hún i grát. Hún gat ekki lengur ráðið við sig og An.v tók bliðlega um axlir systur sinnar og ýtti henni varfærnis- lega út úr stofunni. 7. kapituli Hádegisverður hjá Vaii Hasselt Þegar Maigret kom aftur á hótelið, fann hann, að eitthvað sérstakt var í bígerð. Daginn áður hafði hann s-nætt við borðið, sem var við hliðina á borði prófessors- ins. Nú hafði verið lagt á borð f.vrir þrjá við hringborðið í miðjum veitingasalnum. Dúkurinn var mjalla hvítur og við hvern disk voru lítil glös og gáfu vísbend- ingu um, að snæddur skyldi hátfðarverður. Jafnskjótt og Maigret sté inn úr dyrunum, tók Pijpekamp lög- reglumaður á móti honum með framrétta hönd og brosti út að eyrum, eins og hann vildi með svipbrigðum sínum búa hann undir, að nú ætlaði hann að segja honum dálítið, sem kæmi honum skemmtilega á óvart. Hann var í sínu bezta skarti! Með háan flibba og í sjakket! Og nýrakaður! Hann var sennilega að koma beinustu leið frá rakar- anum, því að hann angaði af iltn- vatni. Duclos stóð fyrir aftan hann. Ilann var ekki eins hátíðlega búinn og ekki var hægt að segja. að ánægja lýsti af honum langar leiðir. — Ég vona að þér afsakið míg. kæri starfsfélagi.. . Ég hefði átt að segja yður þetta í morgun... . Mig hefði langað mjög mikiðlil að bjóða yður heim til mfn, en ég bý f Groningen og auk þess er ég ókvæntur.... Þess vegna hef ég ley.ft mér að bjöða yður til hádegisverðar hér á gistihúsinu. Það verður svo sem ósköp blátt áfram. Ilann leit aðdúkuðu borðinu og gerði smáhlé á máli sínu, svo að Maigret gæti haft uppi andmæli. Hann sagði hins vegar ekki orð. — Eg hugsaði með mér, af þvf að pröfessoriiui er nti landi yðar, þá rnundi það áreiðanlega verða yður gleðiefni.. . . — Frábært! Alveg skfnandi! rumdi i lögregluforingjanum. — HERMAN RAUCHER SÓLSKIXSDACiVH sumaríd ’42 I augum Hermies var Dorothy gyðja, yndisleg. ósnertanleg. tullkomin. En jalnvel gyðjur eru mannlegar... og særanleg- ar Bókin er full af grini og sögð á opinskáan hátt af þeim vandamálum, sem við var að striða. - Kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinm og sýnd hér við mikla aðsókn undir nafn- inu Sumarið '42. - Bókin Sólskinsdagar sumarið '42 er um mesta umbrotatima mannssálarinnar. Full at gleði og sorg þessara orlagariku ára. VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-10« kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. Áfram Birgir! „Það gladdi mig að lesa unt það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, að borgarstjórinn okkar skuli vera farinn að beita sér fyrir því, að reykvískar hús- mæður geti í framtíðinni fengið .nýjan og fjölbreyttan fisk í matinn. Mér er nær að halda, að takist honuin að koma fiskneyzlumálum borgarbúa í gott horf, þá hafi hann unnið það þrekvirki, sem ætti að nægja honum til sigurs i næstu borgarstjórnarkosningum. Urbætur f fiskneyzluntálum Reykvíkinga eru ekkert hégönia- mál. Ég fullyrði, að mörg góð fisk- máltíðin glatast af borðum Reyk- vikinga vegna þess, að fisksölum endist ékki sólarhringurinn til að rassskella strandlengju Suð- Vesturlandsins í fiskleit. 0 Erfitt um aðdrætti Nú er það svo, að frystihús, bæði hér i Reykjavik og nærliggj- andi verstöðvum, þurfa á miklum fiski að halda, og er í flestum tilfellum i geitarhús farið til að leita ullar þegar beðið er um fisk þar. Þó vi) ég-taka fram, að til eru þeir frystihúsaeigendur, sem sýna máium okkar skilning, en engir hafa þeir möguleika á að leysa úr öllum okkar miklu vand- ræðunt. Það, sem hefur bjargað okkur er það, að ýmsir útgerðar- menn og skipstjórar eru svo frjálsir gagnvart frystihúsunum, að þeir geta selt okkur fisk, og á því höfum við flotið. Flestir fisksalar eru einir í sínum búðum, og þeir hafa hrein- lega ekki tíma til að liggja í þessum snöpum. Það er fleira að gera en ná bara í fiskinn og selja hann — það þarf að meðhöndla hann á ýmsa vegu áður en farið er með hann í búðina. Það eru að vísu nokkrir fisk- salar, sem hafa starfsfólk í búðunum og hafa þar af leiðandi betri tíma til að þræða verstöðv- arnar. Þeir eru stundum aflögu- færir, og geta þá selt il annarra fisksala. Þettta er bara ekkert til að treysta á. I þessu máli verður að stiga stórt skref til úrbóta. 0 Dreifingar- miðstöð Hér í Reykjavík verður að rísa upp fullkomin fiskdreifingar- miðstöð, sem hefur ekki aðeins á boðslólum nvian fisk, heldur líka alls konar fiskmeti, sem við getum ekki verið án. Þetta fisk- rneti þarf að meðhöndla á þann hátt einan, sem við kunnum bezt að meta, vegna þjöðlegs bragðs- skvns okkar. Nú er svo komið. að um 20 fiskbúðir munu vera lokaðar hér í Reykjávik, þannig að húsmæður i þeint hverfum þar sem svo er ástatt verða að fara langar leiðir i önnur hverfi til þess að katlpa sér l isk í nuitinn. Vissulega kreppir viða að á ýmsum sviðum nú i góðærinu. en það, að við íslendingar getum ekki fengið keyplan fisk i matinn getur ekki gengið. Við fisksalar höfum verið og erum hin kúgaða stétt. Við hröpum á hjálp. hugprúðar hús- mæðui' eiga að hefja hressilega sökn í þessu sameiginlega bar- áttumáli sínu og fisksala. Þær eiga að fylkja liði, livar í flokki sem þær standa, og láta rigna viðurkenningar- og hvatningar- orðum yfir borgarstjórann okkar. Hann þarf greinilega á slíkum stuðningi að halda i þessu erfiða en aðkallandi vandamáli. Skynsamlega skipulögð l'isk- dreifingarstöð er það. sem við þurfum, og’i þeim efnum veltur á miklu. að vel og skynsamlega sé af stað farið. Þessi fiskdreif- ingarmiðstöð mun að sjálfsögðu eiga viðskipti um allt laml i ein- hverjum mæli, og mætti þvi vel hugsa sér, að hún yrði almenn- ingshlutafélag. í samræmi við það færi vel á þvi. að verðlagsskrif- stofan, sem kostuð er af almannafé með almenningsheill fyrir augum. yrði fengin til að gæta hagsmuna hluthafa. Verðlagsstjórinn. sá ágæti maöur, er nokkuð kunnugur erfiðleikum fisksala býst ég við. og efast ég ekki um að hann myndi gera sitt bezta til þess að hinn almenni hluthafi l'engi arð al 1 ramlagi sinu til þessa þjóð- þrifamálefnis. Fisksali." 0 Bjarni og flokkarnir hans Jóhann Þórólfsson. Týsgötu 8, Reykjavík, skrifar á þessa leið: ..Kæri Velvakaiuli. Enn einu sinni leita ég til þin með smáhugvekju. Nú er bjartsýnismaðurinn Bjarni Guðnason að stofna ný.jan flokk. Ilvað meinar þessi langskóla- gengni maður? Ileldur liann. að þelta sé leiðin til að uppræta meinsemdirnar. sem hann telur vera í stjórnmálum á Islandi? Eftir því. sem flokkarnir verða fleiri vex glundroöinn. Ég liel'ði litið upp til Bjarna el' hann hel'ði staöiö að þ\ i. að flokkunum yrði fækkað. Eg fæ ekki skilið. að is- lenzkir kjósendur séu svo illa að sér, að þeir láti tækifæris- sinnaðan pólitikus villa sér sýn — alla vega ekki ef miöaö er við afstiiðu hans og vinnubrögð innan þess flokks. sem liann var stol'n- atuli að og hel'ur nú yfirgefið. .1 óh a n n Þörö 1 I sson ", Nei, Jöhann sæll. Það er náttúr- lega ekki gaman að þessu. En skepnan hefur nú lönguin verið með því markinu brennd að risa gegn skaparanum. Sem belur ler veröur það stundum til góðs. og nú skulum við bara vona. að sú verði raunin i þetta sinn. Það væri nú ekki vel gott ef allir væru i sama flokkinum — þá vieri ekki hægt að rífast nærri eins mikið. í 'c- SIIMAR \ ÖEIMSENDA 4 ■ 'utn.tr á Heimsenda" ný, sjállst.t-ð s,. ••in a -teimsenda etlir Móniku Dickens /tanir um land allt Hún er um góð born ,’in Hún er hollur leslur ollum Vlft • * mt JÓLAPLATA PÓLÝFÓNKÓRSINS ER KOMIN PÓLÝFÖNKÓRINN POLYFONKDREN, reykjavk Platan fer 4 heimsmarkaB hjé RCA en upplagið er takmarkaS. TryggiS yður eintak i tima. Tilvalin jólagjöf til unnenda góðrar tónlistar. Fæst i hljóðf æraverzlunum Veggskjöldur PÓLÝFÓNKÓRSINS teiknaður af Baltazar og gefin út I tilefni söngferðar kórsins til Svi- þjóðar og Danmerkur og útgáfu fyrstu hljómplötu kórsins i aðeins 200 númeruðum eintökum. IMokkur eintök til sölu í verzlunum Rammagerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.