Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUNÍ 1974 Previn enn þjóðsagna- persóna 1 Los Angeles Rabbáð við Árna Egilsson bassaleik- ara, sem leikur með Previn 1 kvöld 1 KVÖLD er jassinn á dagskrá á Listahátíð og er löngu uppselt á tónleikana í Háskólabiói. Listamennirnir eru heldur ekki af lakara taginu — André Previn leikur af fingrum fram á pfanóið með aðstoð Arna Kgilssonar á bassa ásamt ensku jassleikurunum Cleo Laine og John Dankworth, Ton.v Hymass, Roy Jones og Daryl Runswiek. Islenzkir jass- unnendur hafa áreiðanlega ekki fengið annað eins tæki- færi til að hlýða á jasstónlist frá því að Louis heitinn Arm- strong og Ella Fitzgerald voru hér á ferð. Þegar André Previn kom til landsins var hann auðvitað inntur eftir þvi hvernig honum Iitist á þessa jasstónleika. Hann vildi lítið gera úr sínum hlut á þeim. Hann kvaðst lítið sem ekkert hafa fengizt við jassinn um nokkurra ára bil og eðlilega ekkert æft með hinum félögum sínum á tónleikunum i kvöld. ,,Ég verð aðeins með, en þáttur inn verður varla mikill," sagði hann. ,,En ég vildi taka þátt í þessu, þar eð Ashkenazy fór fram á það." „Já, ég held að það sé alveg einstakur heiður fyrir tsland að Previn skuli fást til að leika hér jass — að minnsta kosti veit ég um marga hljómlistarmenn í Los Angeles, sem gefa vildu mikið til að fá hann með sér á tónleikum þar,“ sagði Árni Egilsson, er við röbbuðum saman yfir kaffibolla i Grillinu seinni partinn á þriðjudag. Arni hafði komið fyrr um dag- inn frá Bandaríkjunum en hann hefur undanfarin ár verið starfandi hljómlistarmaður S. Los Angeles, og þar áður lék hann með sinfóníuhljómsveit- inni í Houston, Texas. Þar tók- ust kynni með þeim Árna og Previn en hinn síðarnefndi var einmitt stjórnandi hljóm- sveitarinnar. Þeir léku síðan saman á jasshátið i Houston, bæði haustin 1963 og '69, svo að það eru liðin fimm ár frá því að þeir leiddu síðast saman hesta sína. „Já, Previn er einhver mesti snillingur, sem ég hef leikið með um dagana," sagði Árni. „Hann var hreint undrabarn á sviði tónlistarinnar, þegar hann kom fyrst fram, og leið hans lá fljótlega til Los Angeles, þar sem tækifærin voru óþrjótandi fyrir svona töframenn. og þegar ég kom til Los Angeles mörgum árum síðar — eftir að við höfðum verið saman í Texas, gengu sögurnar um hann þar ennþá. Hann þurfti víst ekki annað en að setjast LISTA- HÁTÍÐ 1974 niður við hljóðfærið og þá óðar var komið lag. Previn mun hafa samið heil ógrynni á þessum árum, því að MGM-kvikmynda félagið er enn að nota „back- ground“-tónlist í myndir sínar, sem hann samdi fyrir einum 15 árum.“ Þegar við áttum tal saman var Árni ekki búinn að hitta Previn og þeir höfðu ekki brætt með sér hvað yrði á efnis- skránni. Árni virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því hversu naumur timi var til æfinga. „Þetta er ekkert styttri tími en venjulega," sagði hann. „Maður er orðinn býsna vanur því að ganga inn og blaðlesa það sem leika á.“ Á þá ekkert að „impróvisera" frá eigin brjósti, spurði ég áhyggjufullur. „Jú, mér finnst nú líklegt að við bregðum eitthvað á leik við þetta tækifæri,” svaraði Árni og brosti. Árni bjóst við, að hann myndi nota kontra- bassann í kvöld en hann er ekki siður lagtækur á rafmagnsbass- ann. „Hins vegar ætla ég að reyna að fá bassaleikarann Dankworth til að leika með mér, þannig að við verðum með tvo bassa. Eg vona að hann taki vel í það.“ I Los Ángeles leikur Árni allar tegundir af tónlist, og hefur ærinn starfa. Hann er það sem kallað er „stúdíóhljóð- færaleikari” og tónlistin sem hann leikur er einkum ætluð fyrir kvikmyndir og sjónvarps- þætti en hljómplötuupptökur fljóta með öðru hverju. 1 hópi þessara „stúdíóhljóðfæra- leikara" eru margir kunnir jassistar, svo og strengjahljóð- færaleikarar, sem þarna fá meira fyrir sinn snúð en í sinfónfuhljómsveitum. Þeir eru kvaddir I stúdíóin og verða að leika það sem fyrir þá er lagt á nótnablöðum. Eitt hið skemmti- legasta við þetta starf er ein- mitt, að maður veit ekkert um það fyrirfram hvers konar tón- list maður á að leika,“ segir Árni. „Ég verð þvi að mæta með kontrabassann í annarri hendi en rafmagnsbassann í hinni, því að ég héf ekki hug- mynd um hvorn ég á að nota þegar ég kem i stúdíóið." Þegar ég spyr hann á hvaða hljómplötur hann hafi leikið nýlega, kveðst Árni hafa verið með i nokkrum upptökum fyrir Framhald á bls. 18 4ra daga landnáms- hátíð Arnes- inga á Selfossi LANDNAMSHATlÐ Arnesinga hefst á Selfossi á morgun, 14. júnf og stendur hún fram á mánudag, 17. júnf. Hefjast hátíðahöldin á morgun klukkan 16 með þvf að opnaðar verða sýningar og m.a. mun þá Listasafn Arnessýslu opna f nýjum húsakynnum. Verður við það tækifæri afhjúpuð stytta af Ásgrfmi Jónssyni list- málara eftir Sigurjón Ólafsson, A blaðamannafundi Arnesinganna f gær. Frá vinstri: séra Eiríkur J. Eiríksson, Guðmundur Danfelsson og Jóhannes Sigmundsson. en styttan er gjöf Árnesinga- félagsins í Reykjavfk. Aðrar sýningar á þessari Land- námshátíð verða opnaðar um kvöldið klukkan 20.30. Þar verður sýnt málverkasafn Listasafns Árnessýslu, sýning úr Asgríms- Helga hælt NÝLEGA var frumsýndur í Lincoln Center í New York nýr ballett eftir Jerome Robbins við tónlist eftir Leonard Bern- stein. 1 umsögn f bandarfska vikuritinu TIME fær ballett þessi, sem nefnist „Dybbuk", slæma dóma, en hins vegar er flutningur New York City Ballet lofaður, og sérstaklega fær dans aðaldansaranna tveggja, Helga Tómassonar og Patricia McBride afar góða dóma. Segir í umsögninni, að Helgi Tómasson hafi „nákvæm- an, hófstilltan dansstíl" og sé „framúrskarandi sem hinn við- kvæmi og gagntekni elskhugi". M.vndin sýnir Patricia McBride og Helga Tómasson f „I)ybbuk“. safni á listaverkum eftir Ásgrím l Jónsson, bóka og handritasýning í Héraðsbókasafni Árnessýslu, myndlistarsýning Arnesinga, heimilisiönaðarsýning, frímerkja- sýning og þjóðháttasýning í gagn- fræðaskólanum og í barnaskólan- um verða handavinnusýning nemenda gagnfræðaskólans, sýn- ing á verðlaunasamkeppni í skól- um á vegum þjóðhátíðarnefndar Árnessýslu, sýning á verðlaunatil- lögum um skipulag þjóðgarðar á Þingvöllum og einnig verður sýnt líkan og uppdrættir af sögualdar- bænum, sem nú er verið að hefja framkvæmdir við á Skeljastöðum í Þjórsárdal. Líkanið og teikn- ingarnar hefur Hörður Ágústsson gert. A laugardag verður fjölbreytt útidagskrá með lúðrablæstri og söng, iþróttakeppni og sitthvað fleira. Hátíðahöldum laugardags- ins lýkur svo með dansleik í Sel- fossbiói, þar sem hljómsveitin Mánar leikur fyrir dansi. Sýningar verða opnar dag hvern frá klukkan 10 til 22. Sunnudaginn 16. júní verður hátíðarguðsþjónusta i Selfoss- kirkju, þar sem prófasturinn séra Eirikur J. Eiriksson, sem jafn- framt er formaður Þjóðhátiðar- nefndar Árnessýslu flytur predikun, en fyrir altari þjóna séra Sigurður Sigurðarson og séra Valgeir Ástráðsson. Guðsþjón- ustan hefst klukkan 11. Klukkan 13.30 leikur Lúðra- sveit Selfoss á hátiðasvæðinu, en klukkan 14.10 verður flutt hátíðarkantata Sigurðar Agústs- sonar i Birtingarholti við texta Guðmundar Danielssonar. Hátiða- kór Árnesinga flytur, ein- söngvarar verða Garðar Cortes og Elin Sigurvinsdóttir. Stjórnandi verður Sigurður Ágústsson, en undirleikari Einar Markússon. Hátiðaræðuna 16. júní flytur Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari á Laugarvatni. Þá verður þjóðdansasýning og Jón Sigur- björnsson leikari flytur hátiðaljóð eftir Gunnar Benediktsson. Þá verður skemmtiþáttur Ómars Ragnarssonar og Hátiðakór Árnesinga flytur ýmis lög. Um klukkan 17 verður iþróttakeppni. 17. júní verður æskulýðsguðs- þjónusta í Selfosskirkju klukkan 11. Klukkan 13 verður safnazt saman á Tryggvatorgi og klukkan 14 hefst þjóðhátíðarsamkoma Framhald á bls. 18 3 Vinstri samvinna í verki „UNDIRLÆGJUHATTUR EINARS'*. Framsóknarmenn og komm- únistar hafa nú starfað saman í ríkisstjórn i tæplega 3 ár. Þeir eru þvf farnir að þekkja hver annan býsna vel og þess vegna er fróðlegt að lesa lýs- ingar þessara samstarfsmanna hvers á öðrum. Þær hirtast þessa dagana í Tímanum og Þjóðviljanum. í fvrradag birti Þjóðvilj- inn forsíðu- grein í tilefni af pistli eftir Einar Ágústs- son utanríkis- ráðherra, sem Tíminn birti sl. sunnudag. Þjóðviljinn segir: „Það sem einkum sker þó f augun við lest- ur á grein Einars Agústs- sonar er sá aumlegi und- irlægjuháttur. sem þar er gagnvart Bandarfkjamönn- um. I greininni er ekki svo lokið við málsgrein, að ekki sé halelújað fyrir Bandaríkjunum og NATO . .. I greininni afhjúpar hann óheil- indi Framsóknar . . . greinin staðfestir, að Framsóknar- flokkurinn er hikandi og þrótt- laus, þegar kemur að mikil- vægum ákviirðunum. Hann er fstöðulítill milliflokkur þegar á revnir.” HVAR ER „SJALFST.ED.V* UT AN RIKISSTKFN AN? t forvstugrein Þjóðviljans sama dag er fjallað um grein utanrfkisráðherra á þann veg, að sú spurning hlýtur að vakna, hvað orðið sé um þá „sjálfstæðu** utanrfkisstefnu, sem vinstri flokkarnir segjast hafa haldið uppi. Þjóðviljinn segir: „Sá undirlægjuháttur gagnvart útlendingum, sem fram kemur í grein Einars Ágústssonar utanrfkisráð- herra ber ekki vott um þá reisn og það sjálfstæði, sem slfkur for.vstumaður þarf að hafa f.vrir hönd þjóðar sinnar.** „ALÞYÐUBANDALAGI EKKI TREYST I UTANRlKISMALUM" Að vonum bregzt Tfminn. málgagn Frainsóknarflokks- ins, illa við þessum ásökunum á hendur utanrfkisráðherra og i gær birtist í Tímanum forystugrein skrifuð af Þór- arni Þórarins- s.vni, þar sem segir: „Komm- únistar, sem ráða enn miklii í AI- þýðubandalag- inu hafa viljað og vilja nota varnarmálin til þess að koina á deilum við Bandaríkin og önnur vestræn riki. Hér kemur hið sama í Ijós og þegar umrædd klíka hugðist hindra samkomulagið milli Olafs Jóhannessonar og Heaths f þeim tilgangi, að þorskastríðið héldist áfram og skapaði aukna sundrung niilli íslendinga og bandamanna þeirra í NATO. Árás Þjóðviljans á Einar Ágústsson er ný sönnun þess, að Álþýðiibandalaginu er ekki treystandi í iitanrfkisinálum sökum áhrifa kommúnista innan þess.** NIÐURSTADA Niðurstaða þessara orða- skipta milli Tfmans og Þjóðviljans er þá sú, að frain- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.