Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, KIMMTUDAGUR 13. JUNÍ 1974 11 Nýkomið Mikiö úrval af tréklossum fyrir börn og fulloröna Póstsendum V E R Z LU N I N GEfsiP" af þessum vinsælu sumarskóm tekin upp i dag. Stærðir 35-41. GEÍsIPf CLAAS heyhleðsluvagnar Við bjóðum upp á tvær stærðir af hinum þekktu og traustbyggðu CLAAS heyhleðsluvögnum, Autonom LWL og Autonom LWG, sem er stærri. CLAAS heyhleðsluvagnarnir eru sterkbyggðir og liprir. Hjólbarðar eru stórir, 11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar). Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey og stillanlegt dráttarbeizli. Þurrheys- yfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er 5 mín. og losunartíminn allt niður í 2 min. CLAAS heyhleðsluvagninn nær upp allt að 1,60 m breiðum múga. Góð reynsla hefur fengizt af notkun CLAAS heyhleðsluvagna hérlendis. Stærðin LWL er 1100 kg að þyngd tómur, en 3600 kg hlaðinn. Hann rúmar 21 m1 af þurrheyi, en 12 m3 af votheyi. Pallstærð er 3,60x1,60 m og heildarlengd 6 m. LWG er 1200 kg að þyngd tómur, en 3800 kg hlaðinn. Hann rúmar 24 m’ af þurrheyi, en 14 mJ af votheyi. Pallstærð er 4,30x1,60 m og heildarlengd 6,80 m. Sporvidd LWL er 1,80 m, en LWG 1,60 m. BUSATIS BMT 1650 sláttuþyrla BUSATIS sláttuþyrlur eru smíðaðar á grundvelli margra ára reynslu og til- rauna. Framúrskarandi traustþyggðar og afkastamiklar. Vinnslubreidd sláttu- þyrlunnar er 1,65 m. Mjög auðvelt er að skipta um hnifa í BUSATIS BMT 1650 sláttuþyrlunni. CLAAS hjólmúgavélar CLAAS AR 4 hjólmúgavélin er tengd á þritengi dráttarvélar og er hægt að lyfta henni með vökvalyftunni. Burðar- grindin er tengd í tvo stífa gorma og tindar hjólanna hafa mikinn sveigjanleika, þar sem þeir ná 30 cm út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvorttveggja stuðlar að því, að múgavélin geti fylgt ójöfnum landsins. Færa má tvö fremstu rakstrarhjólin á burðarbita til hægri á vélinni og rakar hún þá í tvo múga. Vinnslubreidd er stillanleg allt að 2,30 m. CLAAS AR 4 rakar vel, skilur eftir litla dreif og er lipur í notkun, þar sem hún er tengd á vökvalyftu dráttarvélar. Öku- hraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin. Við hraðann 8—12 km/klst. eru meðalafköst vélarinnar allt að 2 ha á klst. CLAAS AR 4 múgavélin er lipur og traust- byggð. CLAAS BSM 6 er dragtengd hjól- múgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar. Hún hefur sex rakstrarhjól og hvílir á þrem gúmmíhjólum. Vinnslubreidd er allt að 2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði eru 2—3 ha á klst. CLAAS heybindivél CLAAS-MARKANT heybindivélin tekur heyið upp, pressar það í bagga og bindur og rennir síðan heyböggunum upp í vagn, þar sem þeim er staflað. 25 ha dráttarvél getur dregið heybindivélina. CLAAS-MARKANT heybindivélin er hagkvæm, sparar bæði tima og vinnu. Afköst allt að 12 tonn á klst. Allar þessar heyvinnuvélar eru fyrirliggjandi á lager og geta fengizt afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur kosti þeirra og leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála hjá okkur. jQ/ioiftt/ivéíft/Lr A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.