Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 13, JUNI 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf O. Wiemer Villi hristir höfuðið og segir: „Fjandakornið.“ Og svo hleypur hann eins og fætur toga í gegnum skóginn og í næsta þorp. Hann ber að dyrum hjá lækninum og spennir hestinn fyrir vagninn. Svo sezt Villi í aftursætið og þremur stundaf jórðungum síðar stendur læknirinn við rúm Valdimars. Því næst er Villi sendur í lyfjabúðina og svo er hann látinn gefa hundinum, lofta út í svefnherberginu og dusta kodd- ana. „Mér finnst, að mér sé strax farið að líða betur,“ segir Valdemar. Villi tautar eitthvað og telur tuttugu og fjóra Hér er aliflókið viðfangsefni. Þú átt að leggja 38 eldspítur á borð, eins og sýnt er á teikningunni. Þessu næst áttu að fjarlægja 6 þeirra þannig að eftir séu á borðinu níu ferningar. — Hvaða sex eldspítur á að taka? — Við komum með lausnina á morgun. dropa af lyfinu í skeið handa sjúklingnum. „Þegar þér eruð orðinn frískur kem ég samt og drep yður,“ segir hann fullur þvermóðsku. „Já, já. Ekkert liggur á. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina Villi. Þú getur fengið það, sem eftir er í snafsflöskunni. Hún er hálf ennþá. Og komdu svo aftur í heimsókn til mín.“ Hektor liggur fyrir utan húsið sitt og smjattar á kjötbeini. „Þú ert prýðis ræningi,“ segir hann. „Ef þú hefðir ekki komið til hjálpar, hefði ég áreiðanlega drepizt úr sulti. Eigum við ekki að vera vinir?“ Villi bandar frá sér með hendinni. Hvað heldur þessi Hektor að hann sé eiginlega? Ræningi og lögregluhundur geta aldrei orðið vinir. Sólin er komin upp, þegar Villi kemur heim aftur. Hans spyr: „Hvernig líður Valdemar lögreglu- þjóni?“ „Nú, hvað heldurðu? Illa auðvitað. Mjög illa.“ „Urðu miklar blóðsúthellingar?“ „Ekki beinlínis. En honum er illt um allan skrokk- inn. í maganum. I bakinu. I höfðinu. 1 fótunum. Um allt.“ Hans lítur með nokkurri skelfingu á ræningjann: „Ég held næstum, að þú sért vondur ræningi." Villi sýgur upp í nefið og fær sér vænan sopa úr flöskunni. Þetta vill hann gjarnan heyra. „Hvað ertu með í þessarri flösku?“ „Snafs.“ „Stalstu henni?“ „Ekki beinlínis. Valdemar lögregluþjónn sagði, að ég skyldi taka flöskuna með mér.“ — Nei, ég skila hönzkunum ekki neitt.... — Peningar, peningar, peningar... þú og konan mín hefðud verið góð saman. .. Dœmisögur Esóps Ljónið og músin Steingrímur Thorsteinsson þýddi Einhverju sinni, er ljón nokkurt lá sofandi í bæli sínu, hljóp mús yfir trýni þess, svo að það vaknaði. Ljónið læsti hramminum um veslings músina dauð- skelkaða og ætlaði að drepa hana á augabragði, en þá tók hún að grátbæna það um vægð, sagðist hafa styggt það óviljandi, og það væri ekki heldur jafn- tignu dýri og ljóninu samboðið, að leggja sig niður við svo auðvirðulegt herfang sem hún væri. Ljónið brosti að hræðslu hennar og sleppti henni af eðal- lyndi sínu. Nú vildi svo til skömmu síðar, þegar ljónið einu sinni ráfaði um skóginn til að leita sér bráðar, að það flæktist í net veiðimanna; en er það fann sig ánetjað og var vonlaust um að geta sloppið, þá rak það upp gríðarlegt öskur, svo að undir drundi f öllum skóginum. Músin, sem þekkti rödd lífgjafa síns, rann þegar á hljóðið og tók án tafar að naga hnútinn á reipi því, er hélt ljóninu föstu, og eftir lítinn tíma var það laust úr böndum. Þannig færði hún ljóninu heim sanninn um það, að líknsömu verki er sjaldan á glæ kastað, og að engin skepna er það lítilmótlegri en önnur, að hún geti ekki launað það, sem vel er gert. — Dásamleg sumarnótt... næturgalasöngur og tungls Ijós... og þá þurfa öryggisbeit in endilega aó fara í baklás... £Nonni ogcTManni Jón Sveinsson „Já, Nonni, segðu honum það. Og ég ætla að segja, að mamma hafi gefið honum að borða“. Rétt í sömu svifum heyrðum við hófadyn, og hestur- inn okkar hneggjaði. Við Manni færðum okkur ennþá nær hvor öðrum. Við heyrðum nú,'að maðurinn kom að steininum hin- um megin og fór þar af baki. Við höfðum hjartslátt. Tryggur urraði. Ég danglaði í hann og hélt honum svo kyrrum. Nú gægðist maðurinn fram með steininum. Hægt og varlega læddist hann áfram, beygði sig fram með byssuna í hægri hendinni, síðan gekk hann rakleitt til okkar. Tvö eða þrjú skref frá okkur nam hann staðar og starði hvasst á okkur. Við horfðum á hann utan við okkur af hræðslu. En mikið urðum við hissa — þetta var Haraldur Helga- son frá Borg! Freysteinn Gunnarsson þýddi Við gátum engu orði upp komið í fyrstu. Haraldur færði sig nær. „Hvað er þetta? Er það sem mér sýnist, að hér séu komnir Nonni og Manni frá Möðruvöllum? Komið þið sælir, drengir“. „Komdu sæll, Haraldur“, svöruðum við hálfhik- andi og réttum honum höndina. Hann var þungbúinn á svipinn. „Hvar eru hinir?“ spurði hann nú hörkulega. „Hvaða hinir?“ sagði ég hræddur. „Mennirnir, sem voru með ykkur“. Við Manni litum hvor á annan og vissum ekki, hvaðan á okkur stóð veðrið. En Haraldur leit flóttalega í kringum sig eins og hann ætti von á árás úr öllum áttum. „Hvar eru mennirnir, sem voru með ykkur?“ kall- aðí hann nú með þrumandi röddu. „Segið þið mér það undir eins!“ — Eftir þvf sem ég bezt fæ séd, færðu mislinga áður en langt um Ifður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.