Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. brautaframkvæmdum og ýmsum öðrum vegafram- kvæmdum. Ef þessi frestun hefði verið sam- þykkt á Alþingi hefði enn skort um 1000 milljónir króna til vegaframkvæmda á þessu ári og það fjármagn hugsaði fyrr- verandi samgöngu- ráðherra sér að útvega á þann hátt að afla lána að upphæð 500 milljónir króna, ennfremur að Vegasjóður gjaldþrota Glöggt dæmi um hrika- legan viðskilnað vinstri stjórnar í fjár- málum þjóðarinnar er ástand Vegasjóðs um þessar mundir og sú óvissa, sem ríkir um vegafram- kvæmdir á þessu sumri. Vegna þingrofs Ólafs Jóhannessonar tókst ekki að afgreiða endurskoðaóa vegaáætlun á síðasta þingi og er því eina samþykkta vegaáætlunin fyrir árið 1974, sem fyrir liggur, sú, er samþykkt var á þinginu 1972. Ef miðað er við þær framkvæmdir, sem þá var samþykkt að fram skyldu fara í ár skortir Vegasjóð hvorki meira né minna en 1900 milljónir króna til þess að standa undir þeim og að auki er sjóðurinn með skuldahala á eftir sér, þannig að raunveruleg fjárþörf hans á þessu ári er 2100 milljónir. í þessu sam- bandi má minna á frétt í Mbl. í fyrradag, þar sem fram kom, að Byggingar- sjóður ríkisins er galtómur og skortir 1300 milljónir króna til þess eins að halda uppi svipuðum lán- veitingum og á siðasta ári. Fjárskortur þessara tveggja sjóða, Bygginga- sjóðs ríkisins og Vegasjóðs, nemur því 3400 milljónum króna, en vitað er, að svipað ástand ríkir hjá flestum, ef ekki öllum fjár- festingarsjóðum í landinu. Þegar fyrrverandi samgönguráðherra lagði endurskoðaða vegaáætlun fyrir Alþingi í vor, gerði hann ráð fyrir að leysa þennan fjárskort Vega- sjóðs á þann veg að fresta framkvæmdum fyrir 913 milljónir króna. Sú frestun hefði að sjálfsögðu komið hart niður á vegafram- kvæmdum úti um allt land, þar á meðal vegafram- kvæmdum samkvæmt Austurlandsáætlun og Norðurlandsáætlun, hrað- hækka bensíngjald og þungaskatt og átti sú skattahækkun aö gefa 332 milljónir króna á þessu ári. Þá hugðist fyrrverandi samgönguráðherra láta ríkissjóð leggja fram 100 milljónir króna til Vega- sjóðs, sem augljóslega eru nú ekki fyrir hendi nema í formi gúmmítékka frá fjármálaráðherra á reikning ríkissjóðs í Seðla- bankanum. Og loks ætlaði ráðherrann fyrrverandi að taka upp veggjald á ný, sem gefið hefði nokkra milljónatugi. Ekkert af þessu var samþykkt á Alþingi og þess vegna skortir Vegasjóð samtals 1900 milljónir króna til þess að standa undir þeim framkvæmdum, sem Alþingi hafði samþykkt, að gerðar yrðu í vegamálum á þessu ári. Það er því ekki að ófyrir- synju, að Ingólfur Jónsson segir í viðtali við Mbl. í gær, að Vegasjóður sé gjaldþrota. Rfkisstjórnin hefur gefið Vegagerðinni fyrirmæli um að halda uppi framkvæmdum, að mestu á þann veg, sem orðið hefði, ef vegaáætlun fyrrverandi samgönguráðherra hefði verið samþykkt. En hvaðan á að taka peningana? Ætlar vinstri stjórnin að láta prenta endalaust seðla til þess að breiða yfir þá ótrúlegu óráðsíu og ráð- deildarleysi, sem einkennt hefur störf hennar í fjár- málum hins opinbera? Lík- legra er, að þetta fé verði ekki útvegað og að Vega- gerðin geti lítið meira gert en haldið uppi nauð- synlegu viðhaldi og öðru slíku, þannig að nýfram- kvæmdir á sviði vegamála verði í algjöru lágmarki. Þetta gjaldþrot Vegasjóðs eru uggvænleg tíðindi, sér- staklega fyrir fólkið úti á landsbyggðinni, sem á mikið undir því, að vega- framkvæmdum sé haldið uppi og þar verði ekkert lát á. En ástand Vegasjóðs og Byggingasjóðs ríkisins er ekkert einsdæmi. Það er sama, hvar stungiö er niður fæti í rfkiskerfinu, opinberir sjóðir eru tómir, ríkisfyrirtæki eru á hausnum, ríkissjóður sjálfur stefnir í mikinn greiðsluhalla á árinu, viðskiptabankarnir eru yfirdregnir um þúsundir milljóna hjá Seðlabanka og eru að komast í þrot. Óhætt er að fullyrða, að engin ríkisstjórn á íslandi hefur skilið eftir sig jafn hrikalegt ástand í fjármálum og vinstri stjórnin. Vinstri stjórn í Akureyri Ibæjarstjórnarkosning unum á Akureyri vann Sjálfstæðisflokkur- inn stórsigur og hlaut 5 bæjarfulltrúa kjörna. Þau úrslit voru mjög eindregin krafa bæjarbúa um, aö Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í forystu bæjarmála á Akureyri. Samt sem áöur hafa vinstri flokkarnir nú gengið gegn þessum augljósa vilja bæjarbúa og soðið saman vinstri stjórn í bæjarmálum Akureyrar. Þessi úrslit mála á Akureyri eru aðvörun til kjósenda um það, sem getur gerzt í þingkosning- unum. Það er örugglega staðfastur ásetningur vinstri flokkanna að reyna að koma á nýrri vinstri stjórn, ef þess er nokkur kostur. Hið eina, sem getur komið í veg fyrir það, er stórefling Sjálfstæðisflokksins i þingkosningunum sem verði svo afgerandi og afdráttariaus, að vinstri fiokkarnir hafi hvorki þingstyrk né siðferðilegan grundvöll til þess að mynda nýja vinstri stjórn. Kristján Ragnarsson form. L.I.U.: Á AÐALFUNDI Félags ísl. iðnrek- enda hinn 15. maí sl. ræddi Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra m.a. um það, sem hann nefndi „stórfellda mismun- un" milli iðnaðar og sjávarútvegs. í þessu sambandi bar hann saman heimildir skattalaga um afskriftir af skipum annars vegar og vélum og verksmiðjuhúsum hins vegar. Svo óeðlilegt sem það er að bera þetta saman, er hitt þó sýndu verra, að hann fór með rangt mál. Ég hafði átt von á því, að sjávarút- vegsráðherra myndi leiðrétta rang- hermi samráðherra síns um þetta mál, en svo virðist ekki verða, svo ég ætla að koma á framfæri leiðrétt- ingu, ekki sízt vegna þess að fjöl- miðlar gerðu þessum hluta af ræðu iðnaðarráðherra alveg sérstök skil. í ræðu sinni sagði ráðherrann m.a . „Verksmiðjuhús eru afskrifuð um 4—10% árlega, en vélar hafa 8—12% afskriftahlutfall. Skip eru hins vegar afskrifuð á rúmum fjór- um árum." í lögum um tekju- og eingarskatt 1. tölulið c liðs 15. gr. segir, að heimilt sé að afskrifa skip og skips- búnað um lágmark 10%, en hámark 1 5%. Á þetta jafnt við um flutninga- skip og fiskiskip. í þessum flokki eru einnig bifreiðar, flugvélar, vélar og tæki til jarðvinnslu og mannvirkja- gerðar. Fiskiskip eru því ekki í neinum sérflokki að því er varðar afskriftir. Afskriftahlutfall þeirra er líkt og ann- arra hluta, sem ganga úr sér á tiltölulega stuttum tíma og verða úreltir Samanburður á þeim og fasteignum í landi er því alveg út í hött. í þessum samanburði ráðherr- ans er látið að því liggja, að mis- munur sé á aðstöðu sjávarútvegs og iðnaðar. Eins og ég gat um hér á undan, er eðlismunur á þeim hlut- um, sem afskrifaðir eru. í öðru lagi býr fiskiðnaður við sömu afskrifta- reglur og almennur iðnaður, eins og eðlilegt er, en í samanburði ráðherr- ans er látið að því liggja, að svo sé ekki. Ráðherrann segir, að heimilt sé að afskrifa fiskiskip á rúmum 4 árum. RANGFÆRSLUR IÐNAÐARRÁÐHERRA Þetta er rangt, eins og fyrrgreind afskriftaprósenta sýnir. Hins vegar, ef notuð er heimild til fýtifyrningar samkv. d lið 15. gr., er heimilt að fyrna aukalega ! 5 ár með 6% á ári. En heimild þessi nær einnig til véla og tækja ! iðnaði Ráðherrann legg- ur þessa fyrningu við hámarksfyrn- ingu fiskiskipa, en sleppir henni á vélar og verksmiðjuhús í iðnaði. Svona málflutningur hefði nú ein- hvern tima verið nefndur fölsun, en hvað varðar ráðherrann um það, þegar hann þarf að ala á tortryggni milli atvinnugreina. Það hlýtur að vera erfitt fyrir ráðherra að mæta á fundi hjá iðnrekendum og segja þeim, að nú sé sér að takast að ná þv! markmiði, sem sér sé efst í huga, þ.e. að koma öllum frjálsum atvinnurekendum á höfuðið I þvi sambandi er miklu heppilegra að ala á tortryggni milli atvinnuvega og segja þá ósatt eftir því, sem honum býður við að horfa og fá iðnrekendur til að tala um hina „ósanngjörnu mismunun" en að gera þeim grein fyrir störfum sínum sem iðnaðarráð- herra. I ræðu sinni sagði iðnaðarráð- herra, að söluhagnaður skipa, sem afskrifaður væri á rúmum 4 árum, væri skattfrjáls og þvi þyrfti i raun rekstur skips aðeins að standa i járnum til þess að eigandinn hefði verulegan hagnað. Þessi fullyrðing ráðherrans á sér ekki stoð í lögum, og fer hann því enn með rangt mál. Söluhagnaður skipa er skattskyldur eins og sölu- hagnaður á öðru lausafé. Hafi skip verið afskrífað umfram lágmarks- fyrningu. þ.e. 10% á ári, telst um- framafskríftin til söluhagnaðar. Eftir fjögurra ára eignarhaldstima er því leyfileg afskrift aðeins 40%. en ekki 100%, eins og ráðherrann fullyrðir. Eina undantekningin frá þessari reglu er, þegar sami aðili kaupir nýtt skip í stað þess, er selt er, þá gildir hámarksfyrning. Þessi regla er þó þannig, að mismunur á lágmarks- og hámarksfyrningu flyzt yfir á hið nýja skip, og eru þá afskriftir af henni þegar takmarkaðar um það, sem flyzt yfir. Hvað ráðherrann á við, þegar hann segir, að í raun þurfi rekstur skips aðeins að standa í járnum til að eigandinn hagnist samt verulega, fær ég ekki fyllilega skilið. Eigi hann við það, að útgerðarmaður, sem selur skip, fái fleiri en verðminni krónur en hann lagði i það í upphafi, þá er það svo augljós útúrsnúning- ur, að ekki er svaravett. Hver fær ekki skilið, að fleiri og verðminni krónur er ekki hagnaður, þegar keypt er nýtt skip, sem hækkað hefur í verði i hlutfalli við verð- bólgu? IVIeð tilvisun til þeirra miklu sér- réttinda, sem ráðherrann telur vera hjá útgerðarmönnum, er umhugsun- arefni fyrir hann, vegna hvers þeir aðilar, sem hafa fjármagn undir höndum, leggja ekki fé sitt í útgerð í mörg undanfarin ár hafa nýir aðilar I útgerð nær eingöngu komið úr sjómannastétt, sem ég tel, að hafi verið til góðs fyrir útgerðina vegna þeirrar miklu reynslu, sem starf þeirra hefur gefið þeim Aðalefni þessa máls er þó ekki, hvað skattalög kunna að heimila á hverjum tíma um afskrift á skipum, heldur hitt, að rekstur fiskiskipa sé að meðaltali á hverjum tíma með þeim hætti, að reksturinn leyfi eðli- lega afskrift. Á undanförnum árum hefur rekstrargrundvöllur fiSkiskipa- flotans verið miðaður við, að af- skriftir næmu 7.5% af vátryggingar- verði hans, en vátryggingarverð er um það bil hálft endurnýjunarverð. Fiskiskip eru þvi afskrifuð á rúmum 13 árum miðað við vátryggingar- verð, en 26 árum miðað við endur- nýjunarverð Afskriftaupphæð alls bátaflotans nemur nú um 800 milljónum króna á ári i þeim útreikningum, sem lagð- ír eru til grundvallar við ákvörðun rekstrargrundvallar. Nú er hins veg- ar svo komið á þessu ári, að rekstrarhallínn nemur jafnhárri upp- hæð og afskriftirnar, og hefur það gerzt með góðri hjálp þeirrar rikis- stjórnar, sem Magnús Kjartansson á sæti i. Þegar svo er komið, er það næsta furðulegt, að ráðherra skuli gera að sérstöku umtalsefni af- skriftareglur til skatts, þegar rekstur- inn er með þeim hætti, að ekkert er hægt að afskrifa. Um þann hluta ræðu iðnaðarráð- herra, sem fjallaði um mismun á lánum til iðnaðar og fiskiskipa, get ég verið fáorður. Fiskveiðasjóður Is- lands er uppbyggður af útgerðinni sjálfri með útflutningsgjaldi að veru- legu leyti, og er það því mál útgerð- arinnar sjálfrar, hve mikið hann lán- ar til fiskiskipa hverju sinni, en það eru þó aðeins 67%, þegar skip er smiðað erlendis, en 75% þegar skip er smíðað hér á landi. Þetta hefur þó oft ekki dugað til að skapa áhuga hjá útvegsmönnum á að láta smiða skip. Hefur ríkisstjórnin því oft reynt að auka áhugann með þvi að auka lánafyrirgreiðsluna. Er þvi t.d. þann- ig háttað um kaup skuttogaranna margnefndu. Þar veitir ríkissjóður 80% rikisábyrgð fyrir skip undir 500 rúml., en bætir siðan 1 5% við með aðstoð sveitarfélaga, ef keypt eru stærri skip en 500 rúml. Þannig veitir rikissjóður nú fyrir milligöngu Iðnlánasjóðs 10% umfram lán, ef skip eru smiðuð hér á landi. Þessi lánafyrirgreiðsla er ekki tilkomin fyr- ir beiðni útvegsmanna, heldur eru þessi lán veitt vegna umhyggju fyrir skipasmiðaiðnaðinum í landinu; til þess að ýta undir útvegsmenn að verzla við islenzkan iðnað. Það fór þvi heldur illa fyrir ráð- herranum að tiunda þessa fyrir- greiðslu fyrir iðnrekendum sem „mismunun" milli útgerðar og iðn- aðar. Það verður að teljast heldur fátítt, að ráðherra látí í Ijós það álit á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, sem Magnús Kjartansson gerði á aðalfundi Félags ísl. iðnrekenda. Eðlilegt vírðist að álykta, að hann telji sér það óhætt vegna þess að ætlunarverk hans sé svo vel á veg komið, að honum muní takast að fá fram vilja sinn með aðstoð þeirra nytsömu sakleysingja, sem hann hefur sér til aðstoðar i ríkisstjórn- inni. Þetta ætti þó að verða til þess, að menn geri sér i raun grein fyrir, til hvers menn eins og Magnús Kjartansson sækjast svo mjög eftir setu i rikisstjórn Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.