Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1974 I DAG BYRJAR KNOTTURINN AÐ RÚLLA í ÚRSLITUM HM KLUKKAN 16.00 í dag að fslenzk- um tfma mun Brasilíumaðurinn Pele, einn frægasti knattspyrnu- maður heims fyrr og sfðar, byrja leik Brasilfu og Júgóslavfu, fyrsta leikinn f heimsmeistarakeppn- inni f knattspyrnu, sem næstu vikur fer fram vfðs vegar í V- Þýzkalandi. Knattsp.vrnuáhuga- menn úr vfðri veröld hafa undan- farna daga þyrpzt til Þýzkalands til að fylgjast með keppninni. Milljónir munu fylgjast með henni beint í sjónvarpi, en við islendingar verðum að gera okk- ur að góðu að sjá leikina nokk- urra daga gamla, þá fyrstu, og síðan úrslitakeppnina að loknum sumarleyfum starfsfólks sjón- varpsins. Brasilíumenn eru núverandi heimsmeistarar eins og mönnum er kunnugt og þeir eru margir, sem hallast að sigri þeirra f keppninni nú. Þeir hafa reyndar þegar unnið sina fyrstu orrustu. Það var á ársþingi Alþjóða knatt- spyrnusambandsins í fyrradag að Brasilíumaðurinn Joao MM74 Havelange var kosinn forseti FIFA og er það i fyrsta skipti, sem maður frá S-Ameríku er kos- inn í þetta embætti. Fyrrverandi forseti var Englendingurinn sir Stanley Rous og féll hann í tvísýn- um kosningum þrátt fyrir stuðn- ing allra Evrópuþjóðanna. Vissulega eru það ýmsir aðrir en heimsmeistarar Brasiliu, sem koma til greina. Gestgjafar V- Þýzkalands standa vel að vígi og það kæmi engum á óvart, þótt þeir hlytu nú heimsmeistaratign i annað skipti. Italir, Hollendingar, Júgóslavar, Skotar, Argentínu- menn, Pólverjar og A-þjóðverjar eru einnig með i dæminu og erfitt er að segja fyrir um, hverjir verða sterkastir, þegar á hólminn kem- ur. Morgunblaðið fékk fimm af þjálfurum liðanna í 1. deild til að spá um úrslit og fara spár þeirra hér á eftir. Góður fyrri dagur tugþrautarmótsins EFTIR fyrri dag tugþrautarmeistaramóts Islands hafði Stefán Hallgrfmsson, KR, tekið örugga forystu og hlotið 3692 stig, og er það hans bezti árangur fyrri dag tugþrautar. t öðru sæti var Karl West Fredreksen, UBK, sem hlotið hafði 3301 stig, Hafsteinn Jóhannesson, (JBK, var þriðji með 3216 stig og Helgi Hauksson, UBK, var f jórði með 2959 stig. Einn keppendanna, Elfas Sveinsson, tR, hætti keppni eftir fyrstu þrjár greinar þrautarinnar, 100 metra hlaup, langstökk og kúiuvarp, en þá var hann f öðru sæti. í fyrstu grein þrautarinnar, — Ég er óánægður með sjálfan 100 metra hlaupinu, náði Elías Sveinsson beztum árangri, hljóp á 11,5 sek. Stefán og Karl hlupu á 11,6 sek. og Haf- steinn og Helgi á 11,7 sek. I næstu grein, langstökkinu, náði Stefán langbeztum árangri, stökk 6,86 metra, Karl West stökk 6,52 metra, Helgi 6,22 metra, Elías 6,11 metra og Haf- steinn 6,14 metra. Stefán náði einnig bezta ár- angrinum i kúluvarpi, 13,00 metrum, Elías átti næstbezta afrekið, 12,86 metra, en hann varpaði 13,53 í kasti, sem dæmt var ógilt. Hafsteinn varpaði 11,67 metra, Karl 11,36 metra og Helgi 10,48 metra. Eftir þessa grein hætti Elías keppni. mig, og úr því, sem komið, er betra fyrir mig að taka bara æfingu, sagði hann. í næstu grein, hástökkinu, stökk Stefán vel yfir 1,93 metra, Karl stökk 1,90 metra, — sleppti 1,93 metrum og reyndi næst við 1,96 metra, en felldi. Hafsteinn stökk 1,85 metra og Helgi 1,70 metra. 1 síðustu grein fyrri dagsins, 400 metra hlaupi, náði Stefán enn góðum árangri, hljóp á 50,7 sek. Hafsteinn hljóp á 54,1 sek., Karl á 55,3 sek. og Helgi á 55,5 sek. Einnig var keppt í 4x800 metra boðhlaupi. Sveit KR varð íslandsmeistari á 8:23,4 min. Framarar mæta Akur- nesingum í kvöld kl. 20 Jóhannes Atla- Duncan son þjálfari Fram: 1. Holland 2. V-Þýzkaland 3. A-Þýzkaland 4. Pólland George Kirby A. Sanders Yoru Ilytchev McDowelI þjálfari IBV: 1. Holland 2. V-Þýzkaland 3. Ítalía 4. Skotland þjálfari Akur- nesinga: 1. V-Þýzkaland 2. ítalía 3. Brasilía 4. Holland þjálfari Vík- ings: 1. V-Þýzkaland 2. Brasilía 3. Ítalía 4. Pólland þjálfari Vals: 1. V-Þýzkaland 2. Ítalía 3. Júgóslavía 4. Svíþjóð BIKARMEISTARAR Fram mæta Akurnesingum á Laugardals- vellinum f kvöld og hefst leikur- inn klukkan 20.00. Skagamenn hafa nú forystu f 1. deildinni. Þeir hafa hlotið 7 stig, en Fram- arar hvíla á botninum ásamt Akureyringum, hafa aðeins hlotið tvö stig. Hvort Framliðinu tekst að taka stig af Akurnesing- um í kvöld skal látið ósagt, en hitt er vfst að þeir hafa á þvf fullan 1 viðtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes Atlason þjálfari Fram að, ,,þótt ýmsir leikmanna liðsins hafi átt við meiðsli að stríða undanfarið sé ekkert veikindavæl í Frömurum. Jafnvel þó einhverj- ir af fastamönnum liðsins verði fjarverandi í kvöld verður barist til sigurs og sigur gegn IA þýðir áframhaldandi sigurganga Fram- Til sölu Lítið iðnfyrirtæki ásamt verzlun. Tilboð sendist Mbl. merkt „Iðnfyrirtæki 5232" Verzlunarskóla- stúdentar Munið stúdentahóf V.í. sunnudaginn 16. júní n.k. kl. 1 9 að Hótel Sögu, Súlnasal. Aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu Verzlunar- skólans og við innganginn. Stúdentasamband \/./. KONI stillanlegir höggdeyfar sem hægt er að gera við, ef bila. Vorum að fá höggdeyfa í Mazda 616 og 188, og f leiri tegundir bifreiða. ARMULA 7 - SIMI 84450 hug. ara. HARÐVIÐUR ASKUR MAHOGNY BEYKI PAU MARFIN EIK, japönsk PALESANDER EIK, Tasmania RAMIN IRAKO YANG LIMBA HNOTA, amerísk HARÐVIOAR- GEREKTI GÓLFLISTAR ÚR BEYKI, EIK, JELLUTONG MAHOGNY og TEAK á útihurðir úr OREGON PINE OG TEAK. SÖGINHF., HÖFÐATÚNI 2. - - SÍMI 22184.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.