Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNI 1974 17 Gunnar Thoroddsen formaður bingflokks siálfstæðismanna: Landhelgi, landvarnir, landhreinsun Landhreinsun að losna við stjórnina í SIÐUSTU þingkosningum var landhelgismálið efst á baugi. Um það er einnig kos- ið nú. Varnarmálin voru þá ekki á dagskrá, en nú verður um þau kosið. En 30. júní verður einnig kosið um þá landhreinsun að losna við vinstri stjórnina. í þessu greinarkorni verður rætt um landhelgismálið. Islandsmið í eltefu hundruð ár Þjóðhátíð höldum við í sumar til að minnast þess, að ísland hefur verið byggt í 1100 ár. Það er vissulega ekki úr vegi að rifja það upp, að í fullan helming þessa tímabils, frá upphafi og fram á fimmtándu öld, sátu Is- lendingar einir að öllum Is- landsmiðum. Þeir töldust eiga rétt yfir hafinu umhverf- is ísland eins og þeir áttu land sitt einir. En hinarsíðari aldir geyma sorgarsögu um sívaxandi ágengni útlenzkra veiðiskipa og aukna undan- látssemi danskra stjórnar- herra. Sá undansláttur náði hámarki 1901, þegar þeir veittu enskum fiskiskipum leyfi til þess að veiða inn að þrem sjómílum. Islenzka Ij/ðveldið hefur sókn Þegar lýðveldið var endur- reist fyrir þrjátíu árum, var strax hafinn undirbúningur að útfærslu landhelginnar og endurheimt hinna fornu ís- landsmiða. Grundvöllur var lagður undir hina nýju sókn með landgrunnslögunum frá 1948. Þrír stjórnmálamenn áttu þar drýgstan þátt um frumkvæði og forgöngu, sjálfstæðismennirnir Ólafur Thors, Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Benediktsson. í sögu útfærslunnar eru fimm afangar markverðastir. 1950 var landhelgin færð út fyrir Norðurlandi. 1 952 var fært út í 4 mílur umhverfis allt landið. 1958 var fært út í 12 mllur. 1961 var gerð breyting á grunnlínum og stækkaði landhelgin verulega við þá breytingu. 1972 var fært út í 50 mílur. Öll þessi skref hafa orðið þjóðinni að miklu gagni Hvað er framundan? Sjálfstæðismenn fluttu á síðasta þingi tillögu um að færa landhelgina út í 200 sjómílur eigi síðar en í lok þessa árs. „Yfirboð" kölluðu komm- únistar í þröngsýni sinni og afbrýði. En við flutningsmenn til- lögunnar vitum, að þjóðar- heill krefst þessarar útfærslu og það án tafar. Utan við 50 mílna mörkin liggja dýrmæt fiskimið. Þar eru fiskstofnar í yfirvofandi hættu vegna of- veiði. Erlendir fiskiflotar með verksmiðjuskip og „ryksug- ur" láta greipar sópa, og oft er þar um hreina rányrkju að ræða. Öll þessi fiskimið verða að komast undir íslenzk yfir- ráð. Er hætta á nýju þorskastríði? Eru sjálfstæðismenn þá að leiða þjóðina út í nýtt þorska- stríð með stefnu sinni? Til þess eru sáralitlar líkur. Þróun þessara mála hefur verið svo hröð, að nú er traustari grundvöllur undir útfærslu í 200 milur en var fyrir 50 mílum í hitteðfyrra. Hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna hefst í þessum mánuði. Það getur tekið hana langan tíma, eitt eða fleiri ár, að ná formlegri niðurstöðu um viðáttu land- helginnar. En hins vegar liggur það fyrir, að meiri hluti þátttöku þjóða er orðinn fylgjandi 200 mílum. Meira að segja eru Englendingar farnir í fullri alvöru að tala um að taka sér sjálfir 200 mílur. Lúðvík tregur En íslenzka stjórnin er treg. Lúðvík Jósepsson ræð- ur þar ferðinni. Hann einblín- ir á 50 mílurnar og sér ekki út fyrir þær, þó að þær verði alls ekki til umræðu á hafrétt- arráðstefnunni. Stjórnar- flokkarnir segjast að vísu vera samþykkir 200. mllum, — einhvern tíma síðar meir, þegar aðstæður leyfa. En þeir voru ófáanlegir til þess að fallast á tillögu okkar um 200 mílur fyrir lok þessa árs, né heldur nefndu þeir nokkurt annað tímamark, sem þeir gætu samþykkt. Nei, bara bíða. Utfœrslan þolir ekki bið Allt styður okkar málstað. Sögulegur réttur, yfirvofandi eyðilegging fiskimiða, lífs- hagsmunir þjóðarinnar, — og stuðningur meiri hlutans af þjóðum heims. Eftir hverju á að biða? 200 mílur um áramót Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað stefnu sina í þessu stórmáli þjóðarinnar: 200 mílur fyrir lok þessa árs. Hvert atkvæði, sem greitt er Sjálfstæðisflokkn- um, færir þjóðina nær þessu mikilvæga marki. Ellert B. Schram; Vinstri stiórn á fölskum forsendum Þegar svo er komið í stjórnmálum þessa lands, að það er þjóðar- nauðsyn og reyndar ótviræð krafa mikils meirihluta þjóðarinnar, að ríkisstjórnin hljóti verðugt vantraust í komandi kosningum, þá er gagn- legt að rifja það upp, að þessi stjórn komst til valda á fölskum for- sendum: Þeir flokkar, Alþýðbanda- lagið og Framsókn, sem áhrifamestir hafa orðið í ríkisstjórninni og nú biðla hvað ákafast um áfram- haldandi völd, fengu aldrei umboð þjóðarinnar til þeirrar ráðsmennsku. Það sem gerði myndun vinstri stjórnar mögulega, sumarið 1971, var einstæður sigur Hannibals Valdimarssonar í kosningunum þá um vorið. Hannibaf og Björn Jóns- son höfðu sagt skilið við fyrri sam- herja sína i Alþýðubandalaginu; vegna þess að þeir uppgötvuðu seint og um síðir, að eigin sögn, að valdaklikan i Alþbl stefndi að ómenguðum kommdnisma. Kjósendur kunnu að meta hug- rekki Hannibals og vildu ekki missa þennan harðsnúna verklýðsleiðtoga og kommúnista-andstæðing af vett- vangi þjóðmálanna Fæstir þeirra sem gengu til liðs við Hannibal ætluðust til að hann leiddi höfuð- andstæðinga sina til æðstu valda strax að kosningum loknum. Hanni- bal ætlaði sér það ekki heldur. í hinni sögulegu ræðu sinni á Alþingi á dögunum fullyrti Bjarni Guðnason, að Hannibal og Björn hefðu frá fyrstu tíð verið andvigir myndun vinstri stjórnarinnar og atburðarásin hefur staðfest þessa fullyrðingu. Atvikin höguðu þvi þó þannig að til þessa stjórnarsamstarfs leiddi - og skal sú saga biða betri tima. En því rifja ég þetta upp nú, að i þessu er fólgin skýring á þvi, að í landinu hefur ráðið stjórnarstefna, bæði í öryggismálum og efnahags- málum, sem striðir gegn vilja og hagsmunum meirihluta þjóðarinnar. Alþýðubandalagið hefur aldrei hlotið meiri hl. atkvæða né verið málsvari eða samnefnari einhvers þjóðarvilja, heldur í krafti þröngrar og ósveigjanlegrar sértrúarstefnu. Framsóknarflokkurinn hafði ekki meiri tiltrú en svo, að hann beinlinis tapaði atkvæðum og þingmönnum í síðustu alþingiskosningum. Stjórnarmyndunin átti sér stað vegna sérstöðu og persónuleika eins manns, Hannibals Valdimarssonar, sem m.a.s. lýsti, bæði fyrir og eftir síðustu alþ. kosningar, hreinni van- þóknun á þeim flokki, Alþýðubanda- laginu, sem mestu hefur ráðið i núverandi stjórnarsamstarfi. Á hinn bóginn skulum við ekki heldur gleyma þvi, að vinstri stjórnin hefur gert sitt gagn. I fyrsta lagi vegna þess, að hún veitti óraun- hæfum viðhorfum útrás og hefur sýnt fram á fánýti þess fagurgala, sem vinstri menn höfðu tamið sér í ábyrgðarlausri stjórnarandstöðu Og í öðru lagi vegna þess að hún hefur opnað augu nýrrar kynslóðar, unga fólksins, fyrir því, að vinstri stefna er að mestu leyti lýðskrum og blekking Ef vinstri stjórn þarf að setjast að völdum á 15 ára fresti, til að sann- færa fólk um þessi gamalkunnu sannindi, þá er hún þess virði. Að því leyti hefur þessi vinstristjórn átt erindi til þjóðarinnar - og ekki sizt unga fólksins. Einmitt vegna eigin athafna hennar eða athafnaleysis er unga fólkið nú afhuga vinstri stjórn- inni. Annað stærsta ádeiluefni stiórnar- andstöðunnar er meðferð ríkis- stjórnarinnar á efnahagsmálum Ekki þarf að lýsa því ástandi, sem fengið hefur þyngsta dóm hjá helzta sérfræðingi stjórnarinnar sjálfrar, - þrefölduð fjárlög, halli á viðskiptum við útlönd, halli á ríkissjóði, almenn fjármálaþennsla og óviðráðanleg verðbólga. Nú væri þetta að einhverju leyti skiljanlegt, - en ekki afsakanlegt, - ef þennslan sem verið hefur, væri af- leiðing stórfelldra félagslegra að- gerða i þjóðfélaginu Svo er þó ekki - síður en svo. Hinir hugumstóru félagshyggjumenn hafa i öllum meginatriðum haldið sig við þann grundvöt), sem „íhaldið" og viðreisnarflokkarnir höfðu lagt á hinum félagslega vettvangi. Engar umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað i tryggingarkerfinu, utan hækkanir bótagreiðslna til að halda i við verðbólguna og hækkun fram- færslukostnaðar Algjör ládeyða hefur rikt á sviði menntamála, utan samþykktar grunnskólafrumvarps, sem tekið var í arf frá viðreisninni Ekkert frum- kvæði, engir tilburðir hafa verið í þá átt að hrinda fram umbótum eða nýjungum i fræðslukerfinu. Átakan- legasti vitnisburðurinn er yfirlýsing skólamanns, sem þ'ó er fram- bjóðandi i flokki menntamála- ráðherra, þess efnis, að öll loforð um fé og framkvæmdir, hafi verið svikin á kjörtimabilinu. í húsnæðismálum er þó ferillinn enn aumari, vegna þess hve mikið félagslegt réttlætismál það er að stjórnvöld komi til móts við ungt og efnalitið fólk. sem stendur í hús- byggingum. Lán húsnæðismála- stjórnar hafa nánast staðið í stað þrátt fyrir margfaldan byggingar- kostnað - og eina afrekið er sam- þykkt um byggingu leiguhúsnæðis í dreifbýlinu, sem þó hefur hvorki verið fjármagnað né framkvæmt. Þetta er kaldhæðnisleg upp- talning í þeim málaflokkum, sem ættu þó að hafa sérstakan forgang hjá þeim stjórnmálamönnum, sem kenna sig sérstaklega við félags- hyggju Nú getur vinstri stjórn ekki komist aftur til valda á fölskum forsendum. Nú hafa vinstri flokkarnir ekki persónu á borð við Hannibal Valdimarsson til að fleyta sér áfram. Nú veit þjóðin um hvað valið raun- verulega snýst um, þegar gengið verður að kjörborðinu. Vonandi hendir það okkur aldrei oftar að við völd sitji rikisstjórn, sem stjórnar og starfar i óþökk mikils meirihluta kjósenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.