Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 4
4 Fa «//,.! /.#•;#<-.i v uiA/t: 220-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f .-Á:' CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR BlLALEIGA CAR RENTAlI 'AWLW OAW-WHTAL- Hverf isgötu 18 27060 /ff BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI Ferðabílar hf, Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). HOPFERÐABILAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í. Simi 22300 SKODA EYÐIR MINNA. Shodii UICAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. STAKSTEINAR Geta ekki tekið afstöðu A sfðasta flokksþingi Fram- sóknarflokksins vakti Kristján Benediktsson ath.vgli á því, að stefna flokksins f stjórnar- skrármálinu væri opin í báða enda. Þriggja ára seta Fram- sóknarflokksins f rfkisstjórn hefur fært fólkinu f landinu heim sanninn um, að í raun réttri er flokkurinn stefnulaus með báða enda opna í hverju máli, sem hann hefur afskipti af. Framsóknarflokkurinn er og verður hentistefnuflokkur. Sennilega hefur þó enginn ráðherra átt í jafn miklum erfiðleikum með að gera upp hug sinn eins og Finar Ágústs- son. Uppsögn varnarsamnings- ins hefur m.a. heyrt undir hans ráðuneyti. 1 stjórnartfð Kinars Ágústssonar liafa varnarmálin verið meira rædd en oftast áður. Kftir þær miklu umræður eru sennilega fáir landsmenn, sem ekki hafa ákveðnar skoð- anir í þeim efnum. Kn ætli það m.vndi gerast með nokkurri annarri þjóð, að þeir ráðherrar, sem bera st jórnskipulega áb.vrgð á meðferð svo mikil- vægs málefnis, geti með engu móti m.vndað sér skoðanir um það efni? Þau hafa einmitt orð- ið örlög ráðherra Framsóknar- flokksins. Þess vegna er þeim ekki treyst í varnarmálum, hvorki af eigin flokksmönnum né heldur öðrum. Óbreyttir framsóknarmenn hafa skoðanir á varnarmálum, ýmist með eða á móti veru varnarliösins eins og nú standa sakir. Ráðherrarnir hafa hins vegar enga skoðun og flökta í þeim efnum sem öðruji eins og strá fvrir vindi. Kinar Ágústsson segir einn daginn, að varnarliðið fari að sjálf sögðu fyrir lok kjörtímabilsins, næst segir hann að það standi hvergi í málefnasamningnum, að varnarliðið eigi að fara. Þá segir hann, að Bandarfkjamenn séu að athuga málið, og nú virð- ist ráðherrann hallast að því, að varnarliðið fari en verði samt k.vrrt. Kinmitt þetta kallar Þór- arinn Tfmaritstjóri svo vitur- lega afstöðu, er beri órækan vott um áb.vrga og fastmótaöa stefnu hinna traustu leiötoga Framsóknarflokksins, er hafni öllum öfgaskoðunum. Það er með öðrum orðum tal- ið til öfga f röðum for.vstu- manna Framsóknarflokksins að hafa skoðanir á mikilvæg- ustu málum. Kkki er nema von, að það hafi hrokkið út úr Kristjáni Benediktss.vni, að Framsókn væri opin f báða enda. Þórarinn gag- rýnir formanninn Úeiningin innan stjórnar- flokkanna, sem leita nú eftir stuðningi til áframhaldandi valdasetu, magnast með degi hverjum. Þjóðviljinn sagði fyr- ir nokkrum dögum, að Fram- sóknarflokkurinn væri óheil- indaflokkur, máttlaus henti- stefnuflokkur. Tíminn sagði hins vegar, að þjónkun við Sovétríkin hefði ráðið stefnu Alþýðubandalagsins f varnar- málum. Tíminn heldur áfram í gær og segir: Arás Þjóðviljans á Kinar Ágústsson er ný sönnun þess, að Alþýöuhandalaginu er ekki treystandi f utanrfkismál- um sökum áhrifa kommúnista innan þess." Þórarinn Þórarinsson ætti að velta þvf fyrir sér, hver það er, sem komið hefur kommúnist- um til svo mikilla áhrifa f þjóð- félaginu, sem raun ber nú vitni um og kemur m.a. fram í þvf, að þeir ráða mestu um varnar- málastefnu ríkisstjórnarinnar. Hver skipaði tvo af fvrrver- andi ritstjórum Þjóöviljans til þess að hafa eftirlit með störf- um Kinars Agústssonar í varnarmálum? Þórarinn Þórarinsson veit, að það var Olafur Jóhannesson, sem skip- aði Magnús Kjartansson og Magnús Torfa til þess ve’rks. Hver lét Magnús Kjartansson koma þvf oröalagi á stjórnar- sáttmálann, að stefnt skyldi að brottför varnarliðsins á kjör- tímabilinu? Þórarinn Þórarins- son veit, að þaö var Olafur Jó- hannesson, sem lét Magnúsi Kjartanss.vni það verk eftir. Þegar Þórarinn Þórarinsson nær varla upp f nefið á sér af reiði sakir þess hve komm- únistar hafa mikil völd í land- inu, verður það ekki skilið á annan veg en þann, að hann sé að veita Olafi Jóhanness.vni rækilega áminningu. Alla vega ætti Þórarni að vera manna bezt kunnugt um, að Ólafur Jóhannesson ber f.vrst og fremst ábyrgð á því að hafa leitt kommúnista í Alþýðu- bandalaginu til þeirrar iniklu valdaaðstöðu, sem þeir hafa nú. Og Ölafur ber áb.vrgð á þeirri einu stefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hefur, að vilja áframhaldandi stjórnarsam- starf við kommúnista. Hljómplötur eftir HAUK INGIBERGSS0N Haukur Morthens □ 24 metsölulög □ LP, Stereo □ SG-hljómplötur Þessi plata mun gefin út í tilefni þess, að á þessu ári eru þrjátíu ár liðin, síðan Haukur Morthens kom fram opinberlega og tuttugu ár síðan hann söng inn á sína fyrstu plötu. Til flutnings hafa verið valin 24 lög, sem Haukur gerði fræg á sínum tíma, og er þeim raðað samin í 8 syrpur, en það er skemmtilegur háttur, þegar um kunn 'lög er að ræða. Gildi plötunnar er því fyrst og fremst fólgið í þeim minning- um, sem lögin geta vakið í brjóstum þeirra, sem muna þá tíð er lög Hauks trónuðu á hverjum vinsældalista. Það kemur í Ijós, að Haukur Morthens hefur verið smekk- maður að velja lög á plötur sínar auk þess sem textarnir eru undantekningarlítið vandaðir. í útsetningum hef- ur Ólafur Gaukur leitast við að yngja lögin upp án þess þó að gera á þeim neinar grundvallarbreytingar og hafa það verið farsæl vinnu- brögð. Söngstíll Hauks hefur lítið breyst í gegnum árin, þótt háu tónarnirséu kannski ekki eins voldugir og á „gull- aldarárunum''. Það er vissu- lega gaman, að Haukur Morthens skyldi hafa sungið inn á plötu sem þessa þar sem hann hefur svo lengi verið ein af styrku stoðunum í íslensku skemmtanalífi. Platan er í senn látlaus og þægileg' áheyrnar og vinnur á við kynningu auk þess sem hún spannar visst skeið í dægurlagatónlistinni. Sigríður E. Magnúsdótt- ir □ 14 sönglög □ LP, Stereo □ SG-hljómplötur Sigriður E. Magnúsdóttir vakti fyrst á sér þjóðar- athygli, er hún vann óvænt fyrstu verðlaun á alþjóðlegri söngkeppni í Belgíu 1971. Síðan hefur hún sungið víða og var m.a. fulltrúi íslands í norrænni keppni ungra söngv ara árið 1971. Þetta er hennar fyrsta plata. Við- fangsefnið er 14 lög eftir 14 íslensk tónskáld. Sigríður syngur lögin virðulega og leggur meiri áherslu á öryggi en sálarlífstúlkun. Platan er því frekar ópersónuleg og þung og á Sigríður að geta gert mun betur en þetta. David Bowie □ Diamond Dogs □ LP, Stereo | | Fálkinn Ef líkja á fyrri plötum súperstjörnunnar David Bowie við eldhaf, þá er að- eins um að ræða neistaflug á þéssari nýju plötu því að lög- in eru aðeins svipur hjá sjón miðað við, hvað áður var, og raunverulega er vart að finna á þessari plötu neitt nýtt, sem áhuga vekur, ef undan eru skildir textarnir. Þar situr bölsýnin við völd samblönd- uð allskonar furðulegheitum og er helst að skilja sem heimurinn sé í þann veginn að líða undir lok. Ef nefna á athyglisverðustu punktana þá er það Future Legend, Diamond Dogs og Big Brother. Og þá erþað stóra spurningin; Er Bowie búinn að vera? Færeyska sjómannaheimilið mun leita til okkar um stuðning A HORNI Skúlagötu og Frakka- stígs stendur láreist, grámálað timburhús, sem lítið lætur yfir sér við þessa miklu umferðar- götu. Stundum hefur mátt sjá erlendan fána blakta við hún yfir þessu húsi, einn af norr ænu krossfánunum sex, fær- eyska fánann. Eflaust hefur fáninn oft vakið forvitni veg- farenda, sem spurt hafa sjálfa sig eða aðra: Hvaða hús er þetta? Hvaða starfsemi fer þarna fram? Ekki er víst, að allir hafi fengið þeirri spurn- ingu svarað, því aö lítið hefur verið gjört til þess að vekja athygli alþjóðar á því. Þó hafa margir lagt leið sína í þetta hús, því að þarna hefur færeyska sjómannaheimilið verið til húsa undanfarin sex- tán ár. í þeím hópi hafa ekki aðeins verið færeyskir sjómenn eða landar þeirra búsettir hér í borg, heldur hafa margir ís- lendingar einnig átt erindi þangað, bæði sjómenn og aðrir, því að þar er ekki spurt um þjóöerni, heldur eru allir hoðn- ir velkomnir, sem þangað hafa leitað, og þeim hefur verið lið- sinnt eftir föngum. Saga kristilega færeyska sjó- mannatrúboðsins hér á íslandi er þegar orðin nokkurra ára- tuga gömul. Frá árinu 1958 hef- ur það það haft aðsetur í þessu lágreista húsi, sém upphaflega var byggt til bráðabirgða á lóð í eigu borgarinnar. Öllum hefur verið ljóst, að nauðsyniegt væri að finna þessu starfi var- anlegan samastað hér í borg, en þess má geta, að þetta heimili er eina heimili færeyska sjó- mannatrúboðsins utan danska ríkisins, en eitt hús er á Græn- landi og þrjú í Færeyjum sjálf- um og þar er þegar hafinn und- irbúningur að því að reisa hið fjórða. Þetta starf hefur reynzt fær- eyskum sjómönnum og öðrum, sem þess hafa notið, ómetan- legt. Það getum við íslendingar auðveldlega skilið. Hins vegar er þetta ekki fjársterkt starf, að mestu leyti borið uppi af ein- staklingum í sjálfboðalíðsstarfi. Þó hefur færeyska lögþingið veitt nokkurn stuðning til reksturs þessa heimilis hér i Reykjavik. En mest munar um starf þrjátíu til fjörutíu hópa kvenna víðs vegar um Færeyj- ar, sem styrkja starfið, auk fær- eyskra kvenna utan Færeyja, m.a. einnig hér i borg. Nokkuð er um liðið síðan for- ráðamenn færeyska sjómanna- starfsins hér í Reykjavik fóru á stúfana til þess að reyna að finna nýja lóð á hentugum stað í borginni, þar sem reisa megi nýtt sjómannaheimili, sem stað- ið geti til frambúðar. Fyrir sér- stakan velvilja borgaryfirvalda hefur nú fengizt lóð á ágætum stað við Skipholt, rétt norður af Sjómannaskólanum. Þegar er hafinn undirbúningur að teikn- ingu hins nýja heimilis og vonir standa tii, að það megi rísa af grunni innan alltof langstíma. En slík bygging hlýtur að kosta mikið fé, og hópurinn, sem að starfinu stendur, er ekki stór. Auðvitað mun mest af því fé, sem til þarf, koma frá Færeyjum, en jafnframt hefur verið ákveðið að leita til okkar Islendinga um stuðning við þetta mál. I þeim tilgangi hefur bygginganefnd hins nýja heim- ilis hleypt af stokkunum happ- drætti, þar sem aðalvinningur- inn er fólksbíll af gerðinni Ford Cortina. Verð hvers miða er kr. 150.- og dregið verður hinn 7. ágúst n.k. Tilgangur þessara lína er sá að vekja athylgi á þessu starfi frænda okkar, Færeyinga, og hvetja sem allra flesta til stuðn- ings við það. Vissulega eru þeir margir, sem leita til almenn- ings með beiðni um stuðning við margvísleg þjóðþrifamál, en ég þori að ábyrgjast, að hér er um að ræða starf, sem á skilið stuðning allra þeirra, sem láta síg skipta kirkju og kristindóm og vilja sýna í verki stuðning sinn við þá norrænu bræðra- þjóð, sem stendur okkur næst allra. Þeim krónum, sem varið er til þess að kaupa miða I happdrætti færeyska kristilega sjómannaheimilisins í Reykja- vík, er áreiðanlega vel varið. Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.