Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ/FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1974 — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1 hús muni ekki þoia annan eins kipp, því mörg þeirra eru illa sprungin. Maður sem stóð á hlað- inu að Norðtungu þegar ósköpin gengu yfir lýstu þvf þannig, að það hefði verið eins og bærinn gengi f bylgjum, og engu hefði verið lfkara en hann ætlaði að stingast á endann. Slfkan ógnar- kraft hafa húsin ekki boiað. Fyrri skjálftinn varð klukkan 16.08 en sá seinni klukkan 17.55. Fyrri skjálftinn mældist 5,4 stig á Richterkvarða og sá seinni um 6,3 stig. Sfðari skjálftinn er með mestu skjálftum sem orðið hafa hér á landi á þessari öld. Hann er t.d. svipaður og jarðskjálftinn mikli, sem varð við Dalvík 1934, en miklar skemmdir urðu af völdum hans. Svipaður skjálfti varð einnig við Reykjavík 1926, en 1963 var jarðskjálfti í mynn; Skagafjarðar sem mældist 7 stig Hann var fjarri mannabyggð, 0{ varð þvi ekki tjón af hans völdum. Áætlað er að Suðurlandsskjálft- arnir 1896 og 1784 hafi verið 7,5 og 8 stig. Að sögn Ragnars Stefánssonar var styrkur seinni skjálftans í gær svo mikill, að erfitt reyndist að ákvarða styrk- leika hans nákvæmlega, styrk- leikinn var meiri en skjálfta- mælar Veðurstofunnar þoldu. Eins og komið hefur fram í fréttum, hafa verið tíðir jarð- skjálftar á þessu svæði undan- farnar vikur, og hafa þeir átt upp- tök sín í Síðufjalli. Talið var að hrinan væri smám saman að fjara út, en reyndin hefur verið önnur. Sagði Ragnar Stefánsson að það væri mjög óvanalegt hérlendis að slík skjálftahrina væri undanfari stærstu skjálftanna, venjulega kæmi stærsti skjálftinn fyrst og síðan smáskjálftahrina. „Þessir tveir síðustu jarð- skjálftar koma mér á óvart. Þeir varpa alveg nýju ljósi á þá skjálftahrinu, sem áður hefur orðið vart, en þeir hafa verið for- skjálftar að þessum skjálftum, sem ég álít hámark þessarrar hrinu. Ég tel að þessir skjálftar útiloki alveg þann möguleika, að skjálftahrinan sé undanfari elds- umbrota,“ sagði Ragnar Stefáns- son. Talið er að skjálftar á borð við þann seinni í gær, þ.e. um 6,3 stig, komí að meðaltali á 10 ára fresti. Þá er talið að skjálftar yfir 5 stig á Richterkvarða komi að meðal- tali annað hvert ár. Mbl. spurði Ragnar hverju það sætti, að skjálftar af þessarri stærðargráðu kæmu nú aðeins ári eftir 5,4 stiga skjálfta sem varð í Grindavík í september í fyrra. Ragnar sagði: „Þetta tímabil núna er tímabil tiltölulega mik- illar virkni í jarðskjálftum, eins og virðist líka vera í eldsumbrot- um. Þetta virðist vera mjög mismunandi, t.d. var talsvert langt í stóran skjálfta 1963. En ég tel afar ólíklegt að búast megi við stórum skjálftum úr þessu, a.m.k. ekki i þessarri hrinu". — Ráðstefnan Framhald af bls. 1 vegar um fyrirkomulag at- kvæðagreiðslu á ráðstefnunni. Þrátt f.vrir hundruði undir- búningsfunda hefur ekki tekizt að ná samkomulagi um þetta efni. Fyrrnefndu löndin, eins og Bandaríkin, Sovétrfkin, Jap- an o.fl., óttast að hin löndin muni sameiginlega geta knúið fram vilja sinn, en þessi lönd, þar með talin iöndin f „þriðja heiminum", hafa meirihluta, 110 á móti 30. Fyrrnefndu lönd- in eru því fylgjandi að ráð- stefnan vinni ágrundvelli sam- hljóða álits, þannig að aðeins komi til atkvæðagreiðslu þegar samhljóða niðurstaða næst ekki. Þess er vænzt, að ráðstefnan ákveði 12 mílna landhelgi al- mennt, með þvi skilyrði að málamiðlun náist um nýtingu og stjórn efnahagssvæða hand- an 12 mílna markanna, og um siglingar á slíkum svæðum og á sundum. Einnig er búizt við, að hún setji á laggirnar alþjóðlega stofnun sem veiti leyfi til vinnslu úr sjávarbotninum. — Kissinger Framhald af bls. 1 sagði t.d. að gagnrýninni á hendur Kissinger í þessu efni yrði að linna, en hefja yrði um leið rannsókn á þvf, hvernig og hve mikið af upplýsingum „læki“ út úr stjórnarskrifstofunum f Washington. Slíkur „leki“ var einmitt orsök hlerana árið 1972. Þá sagði Hubert Humphrey, fyrr- um varaforseti, að Kissinger ætti að taka það rólega og halda áfram hinu árangursríka starfi sfnu i embætti utanríkisráðherra. — Previn Framhald af bls. 3 Motown-hljómplötufyrirtækið og nú síðast hafi hann leikið inn á hljómplötu, þar sem Glen Gampell syngur ný lög eftir Burt Bacharach og stjórnaði Bacharach sjálfur hljómsveit- inni. Annars hefur Árni upp á síð- kastið aðallega verið viðriðinn flutning á klassískri tónlist. Þannig stjórnaði hann tónleik- um í Los Angeles fyrir fáeinum dögum, þar sem fluttar voru Árstíðir Vivaldis. Hér var um að ræða nýstofnaða kammer- hljómsveit, er nefnist Los Angeles Festval Orchestra og aðstandendur eru fyrst og fremst stúdíóhljóðfæra- leikarar, sem tóku sig saman um að setja þessa hljómsveit á laggirnar. Árni er hins vegar aðalstjórnandi hennar. „Já, það er mikið fjör í tónlistarlífinu um þessar mundir," segir Árni, „og við töldum að ný hljómsveit myndi fá þar góðan hljóm- grunn, sem mér sýnist líka ætla að verða raunin. Við fáumst aðallega við klassíska tónlist þessa stundina, en ég gæti trúað að við tækjum til við ný- klassíska eða „móderne“-tónlist þegar líður fram á haustið og í vetur.“ Hvað um jassinn? „Æ, já, jassinn," segir Árni dálítið sorgmæddur. „Ég held, að jass- inn sé að deyja út i Ameríku eða að minnsta kosti er sára- litill áhugi fyrir honum i Los Angeles. Mér sýnist hann vera að renna saman við rokkið og fyrir bragðið hittir maður nú gamlar jassstjörnur, sem fá ekki að spila nema á einhverj- um ómerkilegum búllum og verða helzt að borga með sér. Ég held að Evrópa sé miklu líflegri núna hvað jassinn snertir." Ætlar Árni þá að ílendast í Los Angeles? „Ég verð þar, þangað til eitthvað betra býðst," svarar hann. „Mig langar til að spila minna og fara að stjórna meira. Sá tími kemur þegar maður hefur lært nógu mikið og séð nógu margt, að þá langar mann að fara að miðla einhverju af kunnáttu sinni og þekkingu, og hljómsveitar- stjórn er bezta leiðin til þess. Núna finnst mér erfíðast að halda við öllum þessu mismun- andi tegundum af tónlist sem stúdíóvinnan krefst." Hvað þá um að snúa heim til íslands? Árni er heldur van- trúaður á að það gerist í bráð. „Mér finnst ég verða var við dálítið tónlistarsnobberí hér heima. Bara af því að ég lék fyrir dansi í Breiðfirðingabúð í gamla daga og hef verið viðrið- inn jassinn undan farið held ég að ég eigi hér erfitt uppdráttar sem tónlistarmaður innan klassískrar tónlistar. Fólk veit ekki, að flestír góðir jass- leikarar geta undið sér fyrir- hafnarlítið yfir í klassíska tón- list en klassískir tónlistarmenn geta í fæstum tilfellum leikið jass svo vel sé. Þar gildir allt annar nótnalestur og einnig hitt að jass er ekki hægt að læra, jass verður maður að „fíla". En kannski er maður eins og Previn einmitt til þess fallinn að brjóta þessa fordóma niður." Meðan við sötrum síðustu dreggjarnar úr kaffibollanum spyr ég Árna hvort hann geri ekkert af þvi að semja sjálfur. „Það getur varla heitið, ég held ég sé heldur lítill kompónisti," svarar hann og hlær við. Þó kemur það upp úr kafinu að hann hefur samið tönlist í tvo sjónvarpsþætti sem eiginkona hans, Dörte, hefur gert en hún er prófessor I leikhúsfræðum og þó einkum látbragðsleik við háskóla í Los Angeles og er nú stödd hér á landi með honum. En Árni vill sém minnst um þessar tónsmíðar sinar tala. Ég hafði einnig ætlað mér að heyra í John Dankworth og konu hans Cleo Laine um tón- leikana í kvöld en vegna þess hversu seint þau komu til landsins í gærkvöldi verður að gera þeim skil á öðrum vett- vangi. — B.V. — Vinstri samvinna Framhald af bls. 3 sóknarmenn sitja í ríkisstjórn með mönnum, sem þeir telja ekki treystandi í utanrikismál- um, en sem þeir samt sem áður hafa leitt til úrslitaáhrifa á stefnu vinstri stjórnar f varn- armálum og Alþýðubandalags- menn sitja í rfkisstjórn með mönnum, sem þeir segja að sýni slíkan undirlægjuhátt gagnvart útlendingum að ekki verði við unað. Þetta er vinstri samvinna í verki. — Landnáms- hátíð Framhald af bls. 3 Selfossbúa. Flutt verður ávarp fjallkonunnar og Lúðrasveit Sel- foss leikur, en henni stjórnar Ásgeir Sigurðsson. Klukkan 14.40 flytur Matthías Johannessen skáld hátíðarræðu og á eftir flyt- ur Rósa B. Blöndal frumsamin hátiðarljóð sín. Þá syngur Karla- kór Selfoss, íþróttakeppni í gamni og alvöru verður, og loks barna- skemmtanír. Dansleikir verða um kvöldið bæði á útisvæði og í Sel- fossbíói. Á þlaðamannafundi, sem þjóð- hátíðarnefnd Árnessýslu hélt í gær en í henni eiga sæti Eiríkur J. Eiríksson, Hafsteinn Þorvalds- son og Jóhannes Sigmundsson, kom fram að að sjálfsögðu væru öll útihátíðahöld háð veðri, en þótt veðrið yrði ekki gott, ættu menn að eiga erindi til Selfoss, þar sem margt forvitnilegt væri að finna á þeim fjölmörgu sýn- ingum, sem opnar verða í sam- bandi við þessa landnámshátíð. — 1000 milljónir Framhald af bls. 32 hugað að taka 600 millj. í erlend- um lánum. Ekkert liggur fyrir um það, hvort þau fást, en Seðlabank- anum falið að leita eftir þeirri lántöku. Ennfremur mun sjóður- inn hugsa sér að taka lán að upp- hæð 450 millj. hjá lífeyrissjóðun- um, en það hefur Byggingarsjóð- ur ríkisins einnig hugsað sér að gera, og vaknar þá sú spurning, hvort lífeyrissjóðirnir geti staðið undir þessum miklu fjárkröfum á hendur þeim, auk þess að halda upþi eðlilegri lánastarfsemi til líf- eyrissjóðsþega og lífeyrisgreiðsl- um til þeirra, sem komnir eru á eftirlaunaaldur. — Stöðvar lán Framhald af bls. 2 gjaldfrest, er fæst er’lendis. Það hefur hins vegar í för með sér mikla áhættu. Nú hefur innlánsbindingin ver- ið lækkuð úr 25% í 15%. Þannig að samtals verður frystingin 25% en ekki 35% eins og var í byrjun, þegar reiknað er með þeim 10%, sem leggja verður inn vegna gjaldfrests erlendis. Stofnlánadeild landbúnaðarins býr nú við mikinn fjárskort. Af þeim sökumhefurdeildin ekki get- að lánað bændum til dráttarvéla- kaupa. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur verið rætt um að hækka vexti af stofnlánum land- búnaðarins og binda þau visitölu- eða gengistryggingarákvæðum. Ennfremur mun nauðsynlegt að skera stórkostlega niður öll ián. Umferðarfræösla '74 5 og 6 ára barna í Reykjavík Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur, í samvinnu við Fræðsluskrif- stofu Reykjavikurborgar, efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn í Reykjavik. Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar, klukkustund í hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús og kvikmynd, auk þess sem börnin fá verkefna spjöld. Fræðslan fer fram sem hér greinir: 24.—25. júní Álftamýrarskóli 09.30 11.00 Laugarnesskóli 14.00 16.00 Lögreglan. Umferðarnefnd Reykjavíkur. rTÍl SÖIll---------------------------- 4ra herbergja íbúð við Álfheirrla. Sumarbústaður í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar gefur Hafsteinn Hafsteinsson, Garðastræti 38, simi: 25325 AUGLÝSING FRÁ BÆJARSÍMANUM Götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð og Bessastaða- og Garðahrepp, símnotendum raðað eftir götunöfnum og í númeraröð, er til sölu hjá Innheimtu Landssím- ans í Reykjavík, afgreiðslu Pósts og síma í Kópavogi og Hafnarfirði. Upplag ertakmarkað. Verð götu- og númeraskrárinnar er kr. 1.000.- fyrir utan söluskatt. Bæjarsíminn í Reykjavík. Vélaviðgerðarmaður óskast Stórt og þekkt vélasölufyrirtæki óskar að ráða sem fyrst starfsmann í vélaþjónustudeild. Starfssvið er, frágangur og stilling nýrra véla, eftirlits- og viðhaldsþjón- usta. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og reynslu á þessu sviði. Góð enskukunnátta æskileg. Skriflegar umsóknir um starf þetta ásamt upplýsingum um fyrri störf, aldur og annað sem máli skiptir póstsendist merkt: VÉLAÞJÓNUSTUDEILD PÓSTHÓLF555 REYKJAVÍK. ORLOF Að gefnu tilefni vill Vinnuveitendasamband ís- lands vekja athygli á reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 161, 14. maí 1973 um breytingu á reglugerð nr. 150, 21. júní 1972 um orlof. 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar falli niður. í hennarstað komi ný mgr. svohljóðandi. Fastur starfsmaður telst hver sá skv. reglugerð þessari, sem skv. lögum, gildandi kjarasamn- ingi eða venju á rétt á að minnsta kosti þriggja mánaða uppsagnarfresti. í breytingu þessari felst, en engir nema þeir, sem hafa 3ja mánaða uppsagnarfrest skuli taka orlofslaun þ.e. fara í frí á fullu kaupi. Allir þeir, sem skv. samningum og lögum, hafa minna en 3ja mánaða uppsagnarfrest fá hins vegar greitt orlofsfé þ.e. a.m.k. 8.33% af útborguðu kaupi. Greiðsla orlofsfjár inn á póstgiró og endur- greiðsla þess til launþega fer fram skv. 2. gr. reglugerðar nr. 161 — 1973. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.