Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1974 5 Sigurður hlaut verðlaun AÐ LOKINNI frumsýningu á leikritinu „Selurinn hefur mannsaugu“ i Irtnó sl. föstudags- kvöld voru afhent verölaun úr Minningarsjóói frú Stefaníu Guómundsdóttur leikkonu. Aó þessu sinni hlaut Siguröur Skúla- son verölaunin, 120 þúsund krón- ur. Helgi Skúlason afhenti veró- launin fyrir hönd sjóösstjórnar. Danski leikarinn Faul Reumert stofnaói þennan sjóð fyrir nokkr- um árum til minningar um konu sína, Önnu Borg leikkonu, sem var dóttir frú Stefaníu Guðmundsdóttur, en frú Stefania var ein þekktasta leikkona lands- ins á frumbýlingsárum Leikfélags Reykjavíkur. Sjóður þessi hefur það markmið að styrkja unga leikara og leikstjóra til að kynna sér list sína erlendis. Þetta er i fjórða sinn, sem fé er úthlutað úr sjóðnum. Aður hafa leikararnir Helgá Bachman, Arn- ar Jónsson og Þorsteinn Gunnars- son hlotið verðlaun. Upptakan á Lénharði fógeta sú dýrasta hjá sjónvarpinu hingað til ÍÞROTTAHÚS Vals hefur undan- farna daga ekki verió vettvangur íþróttaæfinga, heldur hafa leikarar, tæknimenn, stjórnendur og fleira fólk verió þar önnum kafiö við kvikm.vndun sjónvarps- ins á Lénharói fógeta. Upptaka hófst 28. maí og stefnt er aö því, aö henni Ijúki fyrir næstu mánaöamót. Leikritió á svo aó frumsýna á næstu jólum. Aö sögn Jóns Þórarinssonar dagskrárstjóra sjónvarpsins er Ijóst, aö upptakan á Lénharói fógeta véröur dýrasta og um- fangsmesta verkefni sjónvarpsins af þessu tagi hingaö til. Óhemju mikil undirbúningsvinna var Læknar með tónlist HKR á landi er staddur handa- ríski tónlistarlæknirinn frú Helen Bonn.v, sem vinnur viö rannsóknir og sállækningar hjá geósjúkdómarannsóknastofnun Marylandríkis, Baltimore. Frú Bonny mun halda fyrir- lestur með tóndæmum um tón- listarlækningar föstudagskvöldið 14. júní kl. 20.15 í sal Tónlistar- skólans, Skipholti 33. Laugardaginn 15. júni heldur Helen Bonny svo heils dags nám- skeið í tónlistarlækningum ásamt Geir Vilhjálmssyni sálfræðingi. Hefst námskeiðið kl. 09.00 að morgni og stendur með við- eigandi matar- og kaffihléum fram til kl. 20.00 um kvöldið í húsnæði Jógastöðvarinnar, Hátúni 6. A námskeiði þessu verða sýnd undirstöðuatriði þeirrar tegundar tónlistarlækninga, sem Helen Bonny stundar, en hún byggir á djúpri slökun og innleiðslu í mót- tækilegt sálarástand áður en hin sérstaklega valda tónlist er látin hljóma af segulbandi. Tönlistin er samvaldir kaflar úr sígildum tón- verkum. Lengd hvers prógrams er yfirleitt á bilinu frá 30 og upp í 120 mínútur. Verður farið í 3 mis- munandi prógröm á náinskeiðinu og að loknu hverju prógrammi gefst þátttakendum tækifæri tíl þess að ræða um reynslu sína og vinna úr henni. Aðgangur að fyrirlestrinum er öllum heimill, en þar eð fjöldi þátttakenda í námskeiðinu er tak- markaður er nauðsynlegt að til- kynna þátttöku í því fyrirfram til Rannsóknastofnunar vitundar- innar. iinnin áöur en hafizt var handa viö upptiikuna. Myndin er tekin í litum og er það gert með framtíðina í huga og eins dreifingu á verkinu erlendis. Framkalla veröur allar filmur ytra, en að sögn Jóns eykst kostn- aður þó aðeins lítillega við það. Frumgerð Einars H. Kvaran á leikritinu Lénharði fógeta var mikið breytt fyrir kvik- myndunina og endursamdi Ævar R. Kvaran leikari textann, en hann er sonarsonur Einars. Hann er höfundur kvikmyndahandrits- ins ásamt þeim Tage Ammendrup stjórnanda upptökunnar, Baldvin Halldórssyni leikstjóra, höfundi leikmyndar, Snorra Sveini Friðrikssyni, og Haraldi Friðriks- syni kvikmyndatökumanni. Aðalleikarar eru Gunnar Eyjólfsson, sem leikur Lénharð, Sunna Borg, sem leikur Guðnýju á Selfossi, Rúrik Haraldsson, sem leikur föður hennar, Ingólf á Sel- fossi, Ævar Kvaran, sem leikur Torfa í Klofa, og Sigurður Karlsson, sem leikur Eystein. Alls eru leikarar tæplega 20 talsins, en auk þess koma fram fjölmargir „statistar". Inníatriði eru tekin að Hliðar- enda í íþróttahúsi Vals, sem að sögn Jóns Þórarinssonar er mjög vel fallið til slíkrar upptöku. Uti atriðin eru svo tekin víðs vegar í nágrenni borgarinnar. Að sögn Tage Ammendrup og Baldvins Halldórssonar hefur upptakan gengið mjög vel miðað við allar aðstæður, en þar sem kvikmyndin er tekin í lit krefst kvikmyndunin aukinnar nákvæmni. Þeir Baldvin og Tage sögðust reikna með, að upptökunni yrði lokið á tilsettum tíma, þ.e. í lok þessa mánaðar áður en starfsfólk sjón- varpsins fer í sumarleyfi. Hertoginn af Gloucester látinn London, 10. júni, NTB. AP. HERTOGINN af Gloucester bröö- ir Georges VI Bretakonungs og þvf fööurbróöir Elfsabetar drottn- ingar lézt f dag, 74 ára aö aldri eftir langa sjúkdómslegu. Hann liföi mjög kyrrlátu líl'i hin sföari ár og kom sjaldan fram opinber- lega. Hann var sföastur eftirlif- andi sona Georges V og Maríu drottningar. Viö hertoganafnbót- inni tekur nú Richard sonur hans, en eldri sonurinn, William, og sá, sem upphaflega átti aö erfa tignina, fórst f flugslysi fyrir tveimur árum. EKKERT LÁT á nýjum stórglæsilegum vörusendingum Fyrir dömur: Föt úr terylene & ull Dunigal — tweed — spælflauel Blússur — lang- og stutterma Leðurjakkar • Bolir Sportjakkar • Peysur Buxur úr terylene & uII margir fallegir Ijósir litir Denim gallabuxur o.m.fl. Fyrir herra: • Föt með og án vestis röndótt einlit — dunigal — tweed • Sportjakkar • Bolir • Stutterma jerseyskyrtur • Skyrtur — mikið úrval • Leðurjakkar • Denimgallabuxur • Peysur • V/esti • Bindi • Slauffur m.m.fl. - TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS iji) KARNABÆR ymJr* LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.