Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 5 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði Hátíðisdagur íslenskrar alþýðu rennur að þessu sinni upp yfir brostnar vonir verkafólks vegna árangursleysis varnarbaráttu þess til bættra lífskjara. Að loknu erfiðu verkfalli og langri baráttu hefur allur árang- ur brunnið upp i verðbólgubál- inu, sem engu eirir og leggst með mestum þunga á þá, sem minnst mega sín í lífsbaráttunni. Aldrei fyrr hafa samtök verka- fólks gefið ríkisvaldinu jafngóð- an kost á að takast á við mein- semdir islensks efnahagslifs, og aldrei fyrr hafa stjórnvöld sýnt slíkt ráðaleysi og virðingarleysi við hagsmuni verkafólks og nú, er þau neituðu að ræða allar veiga- mestu tillögur Alþýðusambands íslands til úrbóta. Afleiðingar stefnu stjórnvalda hafa heldur ekki látið á sér standa. Verðbólgan geisar með sí- fellt auknum hraða og leggst sí- fellt þyngra á alþýðu landsins, þannig að óbærilegt er orðið, og fyrirsjáanlegt, að ef ekkert verð- ur að gert mun koma til algers neyðarástands i þeim efnum. Meira og minna atvinnuleysi er daglegt brauð, og hættan að stór- feildu atvinnuleysi vex stöðugt. Ríkisstjórnin reynir að blekkja almenning með sífellt auknum lántökum erlendis og er nú svo komið að eriendar skuldir stofna efnahagslegu sjálfstæði landsins í voða, og úrræðaleysi stjórnvalda er slikt að likja má landinu við stjórnlaust rekald. Þessu ástandi mótmælir íslensk alþýða i dag um land allt og krefst úrbóta. Hafnfirskt verkafólk tekur undir mótmælin og krefst þess að nú þegar verði gerbreytt um stefnu í efnahagsmálum þjóðar- innar, með það fyrir augum að bæta lífskjörin í landinu á raun- hæfan og varanlegan hátt. I því sambandi vill fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi: Dregið verði verulega úr verð- bólgunni með stórbættu verðlags- eftirliti. Fullur kaupmáttur launa verði tryggður og lífskjör iáglaunafólks stórbætt. Tryggð verði full atvinna allra landsmanna. Dregið verði verulega úr er- lendum lántökum með minnkuð- um innflutningi á ónauðsynlegum varningi. Haft verði náið samstarf við samtök verkafólks um úrbætur í efnahagsmálum. Hafnfirðingar, stöndum ein- huga að því að knýja fram kröfur okkar, minnugir þess, að samein- aðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. — S.V.F.Í. Framhald af bls. 2 lagsins fyrir slðastliSið ár námu nær 25 milljónum króna. Framlag ríkissjóðs var 13,9 milljónir og Reykjavíkurborgar 650 þúsund krónur. Aðrar tekjur eru svo til eingöngu framlög deilda og gjafir af ýmsu tagi. Að lokinni skýrslu forseta SVFÍ ávörpuðu heiðursgestir þingið. en þeir voru herra Kristján Eldjárn, forseti íslands. Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráðherra, herra Sigurbjöm Einarsson biskup og Birgir isleifur Gunnarsson borgar- stjóri. Að setningarathöfn sautjánda landsþings SVFÍ lokinni var gengið til þingstarfa. Tómas Þor- valdsson, Grindavik. var kjörinn þingforseti en til vara Hulda Sigurjónsdóttir, Hafnarfirði, og Dóra Erlendsdóttir, Akranesi. Framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lags íslands er sem kunnugt er Hannes Þ. Hafstein. Humarvélasamstæða óskast Notuð humarvélasamstæða óskast strax. Vin- samlegast tilgreinið stærð (fjölda garnaúrtöku- véla), nafn framleiðanda, árgerð og verð. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 5. maí merkt: „Humarvélasamstæða" 3863. Sumarhattar Glæsilegt úrval nýkomið. Langir treflar og sjöl, klútar, skuplur og hanzkar. Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 2. Launtiegar... LANDSÝN HF. FERÐASKRIFSTOFA LAUNÞEGASAMTAKANNA sendir launafólki um land allt árnaSaróskir í tilefni dagsins og minnir um leiS á sumaráætlun Landsýnar, sem m.a. býSur upp á eftirtaldar orlofsferSir: JÚGÓSLAVlA — PORTOROZ:'3 vikna ferSir 2. og 23. júni, 14. júli, 4. og 25. ágúst og 15. sept FullbókaS 2. júni, 25. ágúst og 15. september. Nokkur sæti laus i hinar. SPÁNN: Mallorka og Ibiza 2ja og 3ja vikna ferSir. Nokkur sæti laus. NORÐURLANDAFERÐIR: Vikulega til Kaupmannahafnar, Oslo, Stokk- hólms og Helsinki. Nokkur sæti laus i flestar ferSir. Hagkvæmustu ferSakjör sem völ er á. ViS viljum vekja athygli á aS viS getum útvegaS sumarhús á NorSurlönd- um á mjög hagkvæmum kjörum. Ennfremur höfum viS möguleika á sum- arhúsum í Vestur-Þýskalandi, Austurriki, Sviss, Italíu og viSar. Landsýn veitir fyrirgreiSslu á sumarhótelum innanlands aS venju m.a. á Laugarvatni, Nesjaskóla, Hallormsstað, ReykjahlíS viS Mývátn. Skipuleggjum ferSir einstaklinga og hópa. — Utvegum langferSabifreiSir. LANDSYN - ALÞYÐUORLOF Feröaskrifstofa launþegasamtakanna SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SlMI 28899 v* 5 x>& Ö? m »1 i m V Vce^° *é\09® sso0 FALKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.