Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 45 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í'símfe 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Þakkir fyrir gamanþætti Ég vil ekki láta hjá líða að biðja þig fyrir þakkir til Svavars Gests fyrir leikþættina hans á sunnudögum undanfarið í vetur. Svavar er löngu landskunnur fyrir hversu hann kann að hampa græskulausu grini. Það sýndu spurningaþættir hans I útvarpi á sinni tíð. Oft var ég undrandi • hversu viðbragðsfljólur hann var að henda á lofti gaman og glens eftir að hafa taiað við viðkomandi þátttakanda og það án þess að særa. Þetta er ekki öllum gefið að henda svo á lofti og fyrir utan hversu spurningar voru vandaðar og auðskildar. Að semja svona þætti eins og Svavar hefir gert í vetur og stjórna þeim er ekki gert með því að kasta til þess höndum. Ef til vill er það erfiðasta verkið að semja gamanþætti, því svo margs þarf að gæta og þegar þeir eru samdir fyrir alþjóð er oft erfitt að blanda saman fortíð og nútíð.Það þekkja þeir gerla sem hafa lagt sig niður við að semja skemmtiefni á góðum stundum. Auðvitað verður svona efni eins og hvað annað misjafnt að gæðum. En hinu skal heldur ekki gleymt að þær voru ekki margar mínúturnar sem ekki var gaman að. Þeir eru ekki margir íslendingarnir sem fást við gamanþáttagerð en það er vin- sælasta efni sem boðið verður fólki á hvaða tima, því ber að þakka það sem vel er gert i þess- um efnum og þess vegna vil ég færa Svavari minar beztu þakkir og vona að hann láti hér ekki staðar numið. Með sumarkveðju # Köttur í hættu M. Skaftfells skrifar um ketti: „Marga hunda og manna dyggð — má sér aftur veita, — en þegar ég glata þinni tryggð, — þýðir ei neitt að leita.“ — sagði Þorsteinn Erlingsson. Og margur hefur lofað köttinn i ljóði, enda öllum til ánægju, sem vel fara með hann. Og þeir sem segja köttinn ötryggan, þekkja hann ekki. Vinum er hann trölltryggur. Og það er næsta harðneskjuleg meðferð sem hann þolir ungum börnum, án þess að beita kló til varnar. Övitanum er hann mildur, en ver sig fyrir öðrum. Ætti þetta ekki að vekja okkur aðdáun og virðingu? A hverju ári er skotinn fjöldi heimilislausra katta. Og svo og svo margir heimiliskettir hljóta sömu örlög, beinlinis vegna þess, að þeir eru ekki merktir. Hverjum heimilisketti ætti því að gefa þægilega hálsól með sima- númeri heimilisins. í því er fólið nokkurt öryggi. Á þetta hefur oft verið minnzt. Og þetta hefur verið rætt í hinu nýstofnaða kattavinafélagi, sem án þjónustuaðstöðu hefur samt veitt mikilvæga þjónustu. Mér er kunnugt um, að form., Svanlaug Löve, hefur liðsinnt mörgum með aðstoð bæði héraðs- og yfirdýra- læknis, svo og konu hans. — félagatala nálgast nú 160. Ýmsir telja sérfélaga ekki þörf. Það er misskilningur. Stjórn heildarfélags kemst ekki yfir nema hluta þess, er gera þarf, því að öll störf eru unnin í hjáverkum. Með sér- félöguin ■ dreifast störfin, og árangur verður meiri. Það ber því að fagna stofnun hins nýja félags. Og af henni mun m.a. leiða leið- beiningarstarfsemi, bæði til verndar, umhirðu og umgengni við köttinn, eins og honum ber réttur til. — Ég segi „réttur til“, því að hvert dýr hefur rétt til, að því sé sýnt fullt tillit. — Það er kominn timi til, að niður verði fellt úr íslenzkri tungu hug- takið „skynlaus" i sambandi við dýr. Þau hafa tilfinningar og vit, mismunandi, eins og mannskepn- an. Og þeir sem umgangast ekki dýr sem skynibornar verur og virða ekki rétt þeirra til góðrar aðbúðar, eiga ekki að hafa Ieyfi til að hafa dýr undir höndum. Heimilislausi kötturinn á hér ömurlega ævi. Þar er verkefni, sem leysa þarf á sem mildastan og virkastan hátt, i samvinnu við Dýraverndarfélag Reykjavíkur, sem auðvitað sinnir þessum málum í heild. AUGLÝSINGAR: Oft eru kettlingar auglýstir. Gefendur óska áreiðanlega að þeir komist í góðra hendur. En því miður er á þessu misbrestur, eins og dæmin sýna. En nú er óhætt að benda fólki, sem gefa vill kettlinga, á að snúa sér til Kattavinafélagsins. Síminn er 14594. Athuga þarf, hver gerð háls- banda er bezt, og fá svo einhvern til að framleiða þau eða flytja inn. Öll þjönustuaðstaða batnar þegar spítalinn tekur til starfa. Keppa verður að því að það verði sem fyrst. Drátturinn þegar orðinn Ieiðinlega langur og ekki vansalaust. — Auðvitað á spítalinn að vera opinn ÖLLUM dýrum, sem þar er unnt að sinna. — Gleymum ekki að tíminn líður hratt. P.S. Kattavinir. Mjög falleg kattarmynd er á forsíðu Dýra- verndarans. Og snilldarteikning inni í blaðinu. Velvakandi birti hér með þessa mynd, sem Magnús bendir á utan á blaðinu. Mér finnst þetta landslag líkjast einum of mikið sviðinu 1 Macbeth til að ég geti verið róleg. Held- urðu ekki að bensfnið dugi. Stður vildi ég við stæðum hér uppi bensínlaus. — Þú tókst bensfn f Barselona. Þetta er allt í sómanum. Revndu nú líka að slaka á. Helen brosti og áfram var ekið. Hún forðaðist að láta hann sjá hversu mjög ferðin hafði tekið á hana. Hún varð að duga honum fyrst hún hafði tekist á hendur þessa ferð með honum, en hún fann að ekki miklu lengur gæti hún haldið áfram. David hallaði sér að henni og þrýsti höndina ástýrinu hlýiega. — Stoppaöu þarna augnablik, sagði hann. Hún hlýddi samstundis. — Er þér að versna? — Þú ert alveg að sofna, elskan mfn, sagði hann. — Ég sá augn- lokin á þér sfga grunsamlega. Við skulum koma út úr bflnum og hvfla okkur. Þau fundu sér mjúkan stað og hún breiddi teppi út á jörðina til að sitja á. Þau lögðust niður og Helen hvfldi með höfuðið á öxl Davids og steinsofnaði um leið. HOGNI HREKKVÍSI <£ — L- Jí! ] - cP ' „Það kemur fyrir að mýs sjást hér í kjallaranum. Skínandi pottar og pönnur með Brillo-sápu Málverk Málverk eftir rrokkra þekkta málara verða til sýnis og sölu í dag og á morgun í húsi Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3 í Keflavík. Opið báða daga kl. 2-10 e.h. Nú bjóðum við larðhúsgögn úr eik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.