Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 O w g Einar Olafsson frá Lækjarhvammi áttræður 1 dag „ÞEGAR ég var 11 ára veiktist faðir minn seinni hluta vetrar og þá var enginn til að hugsa um skepnurnar. Það var því ekki um annað að ræða en að ég, sem var elzta barnið á heimilinu, tæki að mér gegningarnar og það gerði ég frá því í apríl og fram í júni. Þetta er eiginlega mitt fyrsta forystu- hlutverk i lifinu." En þau áttu eftir að verða fleiri forvstuhlutverkin í lífi hans. Við- mælandi okkar er að þessu sinni Einar Olafsson, fvrrum hóndi í I.ækjarhvammi í Reykjaví. I dag er Einar áttræður og að því tilefni ræddi blaðamaður við hann á heimili hans í Skipholti 43 í Reykj avík. Einar hefur stundum verið nefndur síðasti bóndinn í Reykja- vík og þeir eru ófáir Reykvíking- arnir. sem ekki muna eftir bæn- um Lækjarhvammi, þar sem hann stóð skammt frá núverandi gatna- mót'im Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. í Lækjar- hvammi hjó Einar i full 40 ár. Hann var bóndi í borg sem var í örum vexti og þó hann í upphafi horfði á hana úr fjarska, var hann að lokum horfinn inn í hringiðu stórborgarinnar með öllum sínum bílum og hávaða, sem ekki rúmaði aldinn bónda. En hugur Einars var ekki bund- inn við túngarðinn í Lækjar- hvammi. Fljótlega eftir að hann hóf búskap í Lækjarhvammi hóf- ust afskipti hans af félagsmálum bamda. Með árunum jukust þessi störf Einars á sviði félagsmálanna og gilti þar einu, hvort um var að ra-ða störf í þágu bænda hér sunnan Ileiðar eða bændastéttar- innar í heild. Frá árinu 1942 hef- ur Einar átt sæti á Búnaðarþingi og frá árinu 1968 hefur hann setið i stjörn Búnaðarfélagsins. Lengst af hafa þó verðlagsmál bænda verið sá málaflokkur, sem Einar hel'ur haft afskipti af. Hann var kosinn í stjórn Stéttarsambands bænda við stofnun þess 1945 og átti sæti i stjórn þess til ársins 1969. Hann tók sæti í framleiðslu- ráði landbúnaðarins, þegar það var stofnað árið 1947, og sat í því til ársins 1969. Frá árinu 1959 hefur Einar átt sæti í sexmanna- nefnd, sem ákveður verðlag á landbúnaðarafurðum. Það væri alltof löng upptalning að geta allra þeirra stjórna og nefnda sem Einar hefur átt sæti í fyrir hönd bænda en þó er ógerlegt að geta ekki um setu hans í stjórn Mjólk- ursamsölu Reykjavíkur, en í henni hefur hann átt sæti frá árinu 1943. Af þessu má ljóst vera að spor Einars Ólafssonar frá Lækjar- hvammi liggja víða. Eins og Einar hefur stundum verið nefndur síð- asti bóndinn í Reykjavík mætti einnig kalla hann síðasta fulltrúa þeirrar kynslóðar, sem myndaðí baráttusveit bænda í átökunum á árunum 1930 og allt fram undír 1960. En á þessum árum mótaðist það skipulag bændasamtakanna, sem enn stendur. Eínar hefur heldur ekki þrátt fyrir háan aldur sagt skilið við bændastéttina, því jafnframt því að sinna félagsmál- unum hefur hann síðustu 12 árin starfað á skrifstofu Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Ætlaöi mcr alltaf ad verða bóndi Einar fæddist i Flekkudal í Kjós 1. maí árið 1896 en foreldrar hans, hjónin Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Einarsson, bjugggu í Flekkudal allan sínn búskap. Við biðjum Einar fyrst að segja okkur lítillega frá uppvaxtarárum sínum? ,,Eg ólst upp við þessi venju- legu sveitastörf heima í Flekku- dal en 12 ára fór ég í Barnaskól- ann á Seltjarnarnesi og var þar einn vetur. Skólaganga mín um ævina varð ekki lengri nema hvað næsta vetur var ég 3 mánuði í farskóla í Kjósinni. Nú tóku sveitastörfin við og urðu minn skóli. Þegar ég var 19 ára fór ég á togara og var á þeim næstu tíu árin. „Á sumrin Vann ég þó jafn- an við heyskap heima í Flekku- dal“ Hafðir þú hug að því að gerast sjómaður á þessum árum? „Nei, ég ætlaði mér alltaf að verða bóndi en eina leiðin f þá daga til að afla peninga var að fara á togara. Ég vildi geta byggt upp mitt eigið bú, óháður öðrum hvað fjármálin snerti. Því er held- ur ekki að leyna að togaravistin var vel til þess fallin að hleypa í mann kjarki áður en haldið væri út í lífsbaráttuna. Eftirminnileg- ast frá þessum árum er Halaveðr- ið 8. febrúar 1925. Eg var þá á togaranum Gylfa og var bátsmað- ur hjá Hafsteini Bergþórssyni. Við vorum vestur á Hala, þegar veðrið skall á en samskipa okkur var Leifur heppni og var hann að toga. Við vorum þeir sfðustu, sem sáum hann áður en hann hvarf. Veðrið var hrikalegt en meðal áhafnarinnar rikti þó engin hræðsla. Gylfi var gott skip í vondum veðrum þó hann væri ágjöfull í smákviku.“ En hvað tók við, þegar þú fórst í land? „Árið 1925 gifti ég mig og hóf búskap með konu minni, Bertu Ágústu Sveinsdóttur frá Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd í Lækjarhvammi. Eftir þetta fór ég aðeins einn vetur til sjós.“ Fólki þætti það eflaust hrein fásinna ef ungur bóndi hæfi í dag búskap inn í miðri höfuðborginni. Hvernig var umhorfs hér í höfuð- borginní, þegar þú hófst búskap? „Já, ætli fólki þætti það ekki hálfgerð vitleysa ef einhver tæki sig til og hæfi búskap hér niðri í bæ. Þegar ég byrjaði að búa var verzlunin Ás, sem nú stendur við hliðina á Mjólkurstöðinni, innsta húsið í Reykjavík. Fyrir innan það komu grasbýli og þegar kom- ið var inn fyrir Tungu tók hin eiginlega sveit við.“ Hvernig búskap stundaðir þú í Lækjarhvammi? „Fyrst var eingöngu um að ræða kúabúskap og seinna þegar ég var með flestar kýrnar voru þær um 30. Jörðin var fremur landlítil en ég fékk fljótlega land suður í Fossvogi, sem ég ræktaði en árið 1921 hafði ég keypt jörð- ina Bæ í Kjós og nytjaði hana jafnhliða Lækjarhvammi. Eg heyjaði þar og var heyið fyrst flutt sjóleiðis ofan úr Hvalfirði en síðar á bílum. Þarna upp frá var ég með kýrnar á sumrin og einnig hafði ég þar sauðfé allan ársins hring en það var flest um 250 kindur á vetrarfóðrum. Þes§i bú- skapur var ekki tekin út með sældinni, til dæmis fór ég þrjá vetur, frá 1957 (il 1959, á hverjum einasta degi upp á Bæ og hirti sauðféð þannig héðan úr Reykja- vík en þetta er um 50 km vega- lengd aðra leiðina." Var ekki erfitt að stunda bú- skap hér inn í borginni eftir að hún fór að stækka? „Ekki var það gott. Lækjar- hvammur hafði frá upphafi tak- markaða möguleika til búskapar og ég ætlaði reyndar að stunda búskap á stærri jörð en af þvi varð ekki. Bæði var það að ég hafði það fjárhagslega ágætt þar og hitt að þegar maður hefur tek- ið tryggð við einhvern stað þá er oft æði erfitt að fara einn daginn að taka sig upp og flytja. Siðustu árin, sem ég bjó i Lækjarhvammi voru me«tu erf'ðleikarnir þeir að krakkarnir í nágrenninu voru alltaf að leika sér i heyinu hjá mér. Ég sá að þetta var ekki hægt lengur nema að standa í einhverj- um illdeilum við nágrannana og ég hætti síðan búskap þar 1965.“ En ekki hættir þú alveg búskap þá? „Nei, ég bjó áfram á Bæ og hélt þvi áfram til 1971 en þá hætti ég alveg.“ Nú var engin Mjólkurstöð starf- rækt þin fyrstu búskaparár. í HOPI SAMSTARFSMANNA — Þessi mynd var tekin fyrir all- mörgum árum af þáverandi stjórn M jólkursamsölunnar í Reykjavík. Með þessum mönnum átti Einar langan starfsdag oe ekki bara innan stjórnar Mjólkur- samsölunnar heldur einnig 1 öðr- um samtökum bænda. A mvnd- inni eru talið frá vinstri Einar Ólafsson í Lækjarhvammi, Ólafur Bjarnason í Brautarholti, Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursam- söiunnar, sr. Sveinbjörn Högna- son, Breiðabólstað, Sverrir Gísla- son í Hvammi og Egill Thoraren- sen á Selfossi. Lækjarhvammur í Reykjavík. Þar bjó Einar í 40 ár. Hvernig var mjólkursölu þá hátt- að hér i Reykjavík? „Við þessir bændur hér í Reykjavík og nágrenni seldum mjólkina í lausasölu beint til neytenda. Við fórum á hestvögn- um niður i bæ og seldum mjólk- ina í húsin. Þetta fyrirkomulag var hálfgerð ómynd en það breytt- ist ekki fyrr en Mjólkursamsalan tók til starf 1935.“ Mjólkurlítrinn lækkaði á 10 árum um 65 aura í 40 Þegar þú hafðir búskap, hver voru þá helstu vandamálin hjá bændum.“ ,,Á mínum fyrstu búskaparár- um fór verðlag á landbúnaðaraf- urðum ört lækkandi og náði verð- lagið lágmarki árið 1932. Á tíma- bilinu frá 1922 til 1932 lækkaði hver mjólkurlitri t.d. úr 65 árum niður í 40 aura. Þarna var að verki hin alræmda ,,kreppa“. Kaupmáttur fólks fór minnkandi og hvað snerti bændur sérstak- lega, höfðu margir þeirra lagt út í byggingarframkvæmdir í kjölfar stríðsins og sátu nú uppi með miklar skuldir. Bændur fóru í kreppuna unnvörpum. Þessu fræga kerfi, Kreppulánasjóði, var þá komið á fót. Þá var gerð úttekt á fjárhagsstöðu bænda á öllu landinu og kom í ljós að eignir bænda námu alls um 63 milljón- um króna en skuldir voru um 33 miiljónir. Bændur fengu svoköll- uð kreppulán en margir lánar- drottnar þeirra urðu hreinlega að gefa þeim upp skuldir þeirra. Þessi ár voru bændum erfið. Sjálfur þurfti ég aldrei að taka þessi kreppulán.“ Framsóknarmenn og kratar vildu heldur Þetta mikla verðfall á landbún- aðarvörum hefur þá ef til vill orðið kveikjan að setningu bráða- birgðalaganna frægu um afurða- söluna á árinu 1934? „Já, þessi lög voru í raun sett til að hamla á móti þessari þróun. En það kom fleira til. Eins og við töluðum um áður, var öll mjólk á þessum árum seld beint til neyt- enda. Þetta var allt hreinasta ómynd og menn voru að selja mjólkina beint úr fjósunum. Nú komu upp raddir um að stofna mjólkurstöð hér í Reykjavík og selja alla mjólk í gegnum hana gerilsneydda. Um þetta fyrir- komulag voru menn ekki á eitt sáttir og var mikið rifizt um þetta mál bæði hjá bændum og neyt- endum. Mér fannt þetta rifrildi hálf kjánalegt, þvi framtiðin hlaut að vera í því fólgin að koma upp mjólkursamsölu og að neyt- endur fengju mjólkina hreinsaða, annað gat aldrei orðið nema tóm vitleysa. Annars varð aðalágrein- ingurinn út af mjólkursölulögun- um vegna stjórnarfyrirkomulags Mjólkursamsölunnar." Þar deildu aðallega bændur í nágrenni Reykjavikur og bændur austan Hellisheiðar og í Borgar- firði, var það ekki? „Þessi deila var að réttu af póli- tiskum toga spunnin. Þegar mjólkursölulögin voru fyrst sett sem bráðabirgðarlög var gert ráð fyrir að stjórn Mjólkursamsöl- unnar yrði { höndum lands- nefndar, sem í áttu sæti fulltrú- ar úr félagasamtökum á öllu landinu. í endanlegu lögunum, sem samþykkt voru á Al- þingi var gert ráð fyrir þvi að stjórn Mjólkursamsölunnar mynduðu framleiðendur hér sunnan heiðar, bændur á Suður- landi og fulltrúi bænda í Borgar- firði. Framsóknarmenn og kratar sem mynduðu ríkisstjórnina höfðu rneirihluta í landsnefnd- inni og vildu halda um stjórnar- taumana, sem lengst. Þeir vissu að fengju bændur sunnar Heiðar aukin áhrif yrðu það sjálfstæðis- menn, sem þar yrðu fulltrúar og það gátu þeir ekki þolað. En krafa okkar var að stjórn Samsölunnar yrði skipuð samkv. því sem lögin kváðu upphaflega um án bráða- byrgðaráðstafana.“ Hver urðu síðan úrslit þessa máls? „Bændur hér sunnan Heiðar voru á engan hátt ánægðir með þessa skipan mála og á árinu 1936 stofn- uðum við Mjólkursamlag Kjalar- nessþings, sem náði yfir alla framleiðendur sunnan Skarðs- heiðar og vestan Hellisheiðar. Þessi félagsskapur keypti strax Mjólkurstöðina af Mjólkurfélagi Reykjavíkur. En þá var það, sem ríkisstjórnin undir forystu Her- manns Jónassonar, sem þá var forsætis- og landbúnaðarráð- herra, gaf út bráðabirgðalög þar sem kveðið var á um að Mjólkur- stöðin yrði tekin leígunámi úr höndum bænda og var það gert. Þessi framkoma stjórnvalda og fulltrúa í landsnefndinni varð mjög til að ýta undir óánægju manna og við tókum upp enn harðari baráttu fyrir rétti okkar, bændur hér sunnan Heiðar. Á ár- inu 1943 náðist siðan samkomulag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.