Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 19 um að taka upp það stjórnarfyrir- komulag, sem hin eiginlegu lög gerðu ráð fyrir. Voru þá 2 kjörnir af Mjólkurbúi Flóamanna, 2 af Mjólkursamlagi Kjalarnessþings og 1 frá Kaupfélagi Borgfirð- inga.“ Nú hefur því oft verið haldið fram að þessar breytingar á mjólkurdreifingunni, sem mjólk- ursölulögin höfðu í för með sér, hafi verið gerðar til að koma bú- skap Thors Jensens á Korpúlfs- stöðum á kné. Er þetta ekki rétt? „Astæðan fyrir því að Thor Jen- sen gafst upp var ekki mjólkur- sölulögin heldur hitt, að þegar hann varð að fara að keppa um vinnufólk á hinum frjálsa mark- aði, var kaupið það hátt að hann gat ekki staðið undir þvi. Ég skildi samt aldrei þennan átrún- að á mjólkinni frá Korpúlfsstöð- um. Fólk trúði því að mjólkin þaðan væri betri en það var tóm vitleysa. Thor keypti einnig iðu- lega mjólk annars staðar frá og seldi sem Kolpúlfsstaðamjólk. T.d. á haustin, þegar lítið var um mjólk hjá honum, keypti hann mjólk af bændum fyrir austan Fjall en þegar nóg mjólk var á Kolpúlfsstöðum höfðu þessir bændur engan markað fyrir mjólk sína. Bændur litu upp til Thors fyrir jarðræktarfram- kvæmdir hans en hvað snerti bú- skapinn sjálfan voru sjónarmiðin fleiri.“ Sjálfstædismenn ekki síðri félagshyggjumenn Þú nefndir hér áðan að í barátt- unni fyrir því að bændur fengju yfirráðin fyrir Mjólkurstöðinni, hefði ekki sízt verið tekizt á vegna stjórnmálaskoðana. Hvenær fóru stjórnmálaskoðanir þínar að mót- ast? „Allt frá því að ég var á togur- um hef ég verið sjálfstæðismaður og sé ekki eftir því. A togaraárum mínum voru langflestir kratar og ég hafði sterkar tilfinningar til að vera á öndverðum meiði við þá og upp úr þvi mótuðust mínar póli- tisku skoðanir. Þegar ég fór seinna að starfa að félagsmálum bænda kynntist ég því að sjálf- stæðismenn voru ekki síðri félagshyggjumenn en menn úr öðrum stjórnmálaflokkum. Þá varð sú ójafnaðarstefna sem framsóknarmenn og kratar beittu okkur bændur hér sunnan Heiðar í Mjólkurstöðvarmálinu, ekki sízt til að herða mig enn í trúnni á Sjálfstæðisflokkinn. Þvi má svo bæta við að eftir 1943, þegar bændur fóru að vinna saman í stjórn Mjólkursamsölunnar hefur samvinna manna með ólíkar stjórnmálaskoðanir verið mjög góð.“ Ekki ósjaldan heyrist sagt að bændur séu eintómir framsóknar- menn og menn með aðrar stjórnmálaskoðanir finnist þar vart. Er þetta réttur dómur? „Þetta er allt tómur misskiln- ingur. Þó að framsóknarmenn séu í meirihluta á Búnaðarþingi og á fundum Stéttarsambandsins gef- ur það ekki rétta mynd af raun- verulegri skiptingu bænda eftir stjórnmálaskoðunum. Hvað veld- ur þessu misræmi? Þar kemur ýmislegt til. Bæði er hér um að kenna kosningafyrirkomulaginu og þá hafa framsóknarmenn verið duglegri við að koma sinum , mönnum á oddinn í bændapólitík- inni. Fólk má ekki gleyma því að pólitísk barátta er rekin allt öðru vísi til sveita en í kaupstöðum.“ Þú segir að framsóknarmenn séu duglegri við að koma sínum mönnum á oddinn. Er þá bænda- samtökunum stjórnað með hliðsjón af pólitískum skoðunum manna? „Nei, ekki vil ég segja það. Til dæmis hefur skapazt sú venja að í stjórn Búnaðarfélagsins eru tveir framsóknarmenn og einn sjálf- stæðismaður. Þótt nú siðustu árin hafi sjálfstæðismenn 6—7 full- trúa af 25. Eins og ég drap á áðan er hér ekki sízt um að kenna kosningafyrirkomulaginu til bún- aðarþings. Þegar tvímennings- kjördæmunum var breytt í ein- menningskjördæmi töpuðu sjálf- stæðismenn yfirleitt sínum manni." Nú hefur þú átt sæti á búnaðar- þingi frá árinu 1942 eða lengst allra núverandi búnaðarþings- fulltrúa og frá árinu 1968 hefur þú átt sæti í stjórn Búnaðarfélags- ins. Hvaða mál eru þeir einkum minnisstæð frá þeim Búnaðar- þingum, sem þú hefur setið? „Málin eru það mörg og marg- vísleg að ég treysti mér ekki til að draga þar einhver sérstaklega í dilka. Stór þáttur í þingunum hafa jafnan verið breytingar á jarðræktar- og búfjárræktarlög- um en þessir tveir málaflokkar skipta hvað mestu fyrir íslenzkan landbúnað. Frá síðasta Búnaðar- þingi er efst í huga manns aukn- ing á framleiðslu innlends fóður- bætis úr heykögglum en útlit er fyrir að með því megi stórlega draga úr innflutningi á erlendum fóðurbæti. Þessi fóðurbætisinn- flutningur hefur oft réttilega ver- ið gagnrýndur." Til hvers eru öll þessi fundahöld? Stundum heyrist sú gagnrýnis- rödd meðal bænda og þá einkum hjá þeim yngri að Búnaðarþing sé næsta tilgangslaus stofnun. Ert þú sammála þessari gagnrýni? „Vissulega má lengi deila um tilgang slíkrar stofnunar sem Búnaðarþing er. En styrkur þess hlýtur jafnan að felast í því að þar koma saman bændur af öllu landinu og skiptast á skoðunum um þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Við megum ekki gleyma því að Búnaðarþing og Búnaðarfélagið hafa nokkuð af- markað verksvið eins og málum er háttað i dag og það hlýtur ósjálfrátt að binda nokkuð um- fang þeirra mála, sem þar er fjallað um. En mér er spurn. Hvað hefur Alþingi verið afi gera í vetur? Nú nýverið var sýnt frá Alþingi i sjónvarpinu og þá voru þeir að þrátta um, hvort kjarn- orkuvopn væru á Keflavíkurflug- velli, enginn vissi hvort þau væru þar, enginn vildi hafa þau þar en þó átti að ákveða að þau ættu ekki að vera þar. Er nokkuð nema eðli- legt að fólk spyrji hvers vegna verið sé að eyða öllum þessum tima i fundahöld." En einn er sá málaflokkur innan bændasamtakanna, sem þú hefur hvað lengst haft afskipti af, það eru verðlagsmálin. Hvenær varst þú fyrst kosinn í stjórn Stéttarsambands bænda? „Ég var kosinn í stjórnina á stofnfundinum á Laugarvatni 1945, þó ég gæti ekki setið fundinn og átti sæti í henni til ársins 1969. Stéttarsambandið var stofnað í kjölfar óánægju bænda með þá ákvörðun Búnaðarþings árið 1943 að gefa eftir 9,4% hækkun, sem þá átti að verða á landbúnaðarvörum. En á þessum tima var verðbólga rétt einu sinni mikið vandamál hér á landi og erfiðleikar við að mynda ríkis- stjórn. Margir bændur bentu á að Búnaðarþing yrði alltaf háð ríkinu m.a. vegna fjárframlaga úr ríkissjóði og því væri nauðsynlegt að stofna samtök til að vera i forsvari fyrir bændur í verðlags- málunum og það var gert á fundi á Laugarvatni 1945. Tveimur ár- um síðar var síðan Framleiðslu- ráð landbúnaðarins stofnað og átti ég sæti i því frá stofnun þess og til ársins 1969 “ Töluleg yfirlit yfir laun i land- inu sýna að bændur eru lang tekjulægstir og eru aðeins elli- og örorkulýfeyrirþegar lægri en þeir. Hver er skýringin á þessum lágu launum bænda? Skýringin er einfaldlega sú að landbúnaðarvörur hækka aldrei fyrr en á eftir öðrum vörum og bóndinn fær því ekki hækkanir á launum sínum og útgjaldaliðum til að mæta hækkuðum fram- leiðslukostnaði fyrr en á eftir öðr- um launþegum. Baráttan í verð- lagsmálum bænda hefur alltaf verið varnarbarátta, við höfum verið að togast á við að koma launum bænda til jafns við aðra launamenn i landinu en hefur gengið mjög misjafnlega. Það að bændur fái sambærileg laun og aðrar stéttir í landinu verður aldrei tryggt nema að séð verði til þess að landbúnaðarvörur hækki um leið og verðhækkanir verða á rekstrarvörum landbúnaðarins og laun í landinu hækka. Þetta er aðeins sanngirniskrafa en ekki byggð á frekju eins og oft er látið liggja að í umræðum." Rétt að sameina Því hefur stundum verið hreyft að nauðsynlegt sé að samræma og sameina að einhverju marki störf Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bandsins. Telur þú rétt að gera þarna breytingar á? „Við náum aldrei að byggja upp farsæla landbúnaðarpólitik nema að þess sé gæt að hafa náin tengsl mílli þeirra, sem vinna að leið- beiningarþjónustu i fram- leiðslunni og þeirra, sent vinna við verðlagsmálin. Það er því mín skoðun að taka verði upp meira og nánara samband milli Bún- aðar félagsins og Stéttarsam- bandsins. Ráðunautur, sem ráð- leggur hvað gera skuli til að keppa að méiri framleiðslu hugsar oft ekki nóg um hverju þarf að kost til og að nægur markaður sé fyrir afurð- ina, sem verið er að framleiða. Hér gætu bændur notað fóð- urbæti sem takmarkandi þátt. að sameina þessar stofnanir nnd- ir einni stjórn en þástofnun mætti ir einni stjórn en þá stofnun mælti síðan aftur greina niður og þá á milli verðlagsmála og leiðbeiningarþjónustu. Við íslendingar hljótum wm aðrar þjóðir að keppa að því að geta framleitt og selt okkar land- búnaðarvörur sem næst heims- markaðsverði á hverjum tima ‘ Einar að lokum, þegar þú lítur yfir t'arinn veg og skoðar stöðu islenzks landbúnaðar i dag, hver er þá ósk þín til handa islenzkum bændum? „Ræktun lands og þjóðar hafa jafnan verið mér efst í huga Það að sjá svarta sanda verða að jjræn- um túnum hlýtur að vekja með manni bjartar vonir um framtíð landbúnaðar á Íslandi. En við megum ekki gleyma þvi að ræktun landsins er haldlítil ef hlutur bústofnsins gleymist. Kröfur nútímans hníga allar í þá átt að auka þarf menntun bænda. Þar duga engir fordómar. ungu fólki er nauðsyn að auka víðsýni sitt og þeir sem eldri eru mega ekki gleyma því að það er hlut- verk þeirra yngri að taka við. Félagsmálin hafa verið mínn skóli og ég vildi gjaran láta það verða min síðustu orð að hvetja fólk til að leggja meiri rækt við félagsmál.“ —t.g. * Einar Olafsson frá Lœkjarhvammi áttrœður í dag, laugardaginn 1. maí 1976 er „síðasti bóndinni Reykjavik“ áttræður. Þetta er hinn lands- kunni maður Einar í Lækjar- hvammi, eins og hann hefur verið kallaður, lengst af. Þar sem Lækjarhvammur stóð áður eru nú breiðgötur þessarar borgar og meiri umferð er á þeim vegamót- um er flestum öðrum vegamótum borgarinnar. Það var líka mikil umferð til og frá Lækjarhvammi meðan þar var búið. Þangað lögðu margir leið sina og sóttu hollráð til húsbændanna hans Einars og hennar Bertu, sem oftast voru nefnd samtimis. Þar urðu líka krossgötur og vegamót fyrir margan manninn, sem þangað leitaði ráða. Þar var öllum vísað á þann veg sem hollastur var fyrir hvern og einn. í Lækjarhvammi var engin kyrrstaða, þar var ávallt eitthvað að gerast, í sam- bandi við sjálfan búskapinn og ekki síður í skoðanamótun varðandi hin margslungnu vandamál á sviði landbúnaðar- málanna almennt. Nú er búskaparævi Lækjar- hvamms liðin saga og innan skamms tíma verða þeir fáir sem geta sagt þá sögu á verðugan hátt. Það eina sem enn er eftir af þeirri sögu er bóndinn sjálfur, sem þar bjó síðast, hann Einar, sem verð- ur áttræður í dag. Sá er hygðist fræðast um sögu búskaparins í Reykjavík og ná- grenni færi ekki i geitarhús að leita ullar, ef hann leitaði fanga hjá Einari. Einar man allt sem hann hefur heyrt einu sinni, séð eða lesið á lífsleiðinni. Hann hef- ur öruggara talnaminni en flestir aðrir. Það er bókstaflega hægt að fletta upp í honum eins og Þjóð- vinafélagsalmanakinu, ef vitn- eskju skortir um atburð, er skeði fyrir áratugum síðan. Undirritaður sá Einar fyrst einn regnþrunginn sumardag 1937. Það hafði verið boðað til „fundar“ inni í Lækjarhvammi af ýmsum, er fannst þeir eiga um sárt að binda vegna tilkomu hinna svokölluðu mjólkursölu- mála, en lög um það efni voru samþykkt 1935. Ég var þá nýkom- inn heim frá námi ytra og menn fýsti kannski að sjá þennan nýja mjólkurfræðing. sem hafði numið fræði sín í því landi, sem telja verður föðurland afurðasölu- skipulagsins. Eg man það eitt frá þessum fundi. að mér þótti bóndinn í Lækjarhvammi líta mig hálfgerð- um tortryggnisaugum. Augnaráð- ið var svo hvasst, rannsakandi og tortryggnisfullt, að ég vék mér undan því i hvert sinn sem ég mætti því. Þetta augnaráð fylgdi mér nokkra daga á eftir. Ég sá það í vöku og mig dreymdi það í svefninum. Þar kom að ég vék ekki undan þessu augnaráði. Þetta var ekki augnaráð undir- hyggjumanns, ekki heldur augnaráð falsins og þvi síður var þennan svíp að finna hjá heigul- menni. Ég fann því fjótt að þessu augnaráði gat ég treyst. Þar fann ég sannleikann hvort sem hann var þægilegur eða ekki. Siðan er liðin nærri 40 ár og leiðir okkar Einars hafa legið saman næstum þvi daglega. Þegar ég gerðist starfsmaður Búnaðar- félags íslands, var Einar fulltrúi á Búnaðarþingi. Þegar ég gerðist starfsmaður Framleiðsluráðsins var Einar þar í framkvæmda- nefnd. enda i stjórn Stéttarsam- bands bænda. Við áttum báðir sæti ; Sex-manna-nefnd árum saman og þar er Einar enn fulltrúi Stétt- arsambandsins. Síðustu 10 árin hefi ég svo átt því láni að fagna að vinna með Einari á skrifstofu Framleiðsluráðsins. Því var þann- ig farið með Einar að þegar bú- skapurinn i Lækjarhvammi var ekki lengur stundaður, þá tök' hann sér vinnu á skrifstofu við almenn störf þar. Um svipað leyti hafa flestir aðrir lagt árar í bát og hætt öllum störfum. Sem yngri maður hefi ég notið þess að læra mikið af Einari bæði í þeim margslungnu skipulags- og afurðasölumálum, sem við höfum báðir verið svo lengi tengdir, en ekki síður í viðkvæmum sam- skiptum tveggja geðríkra manna, sem einnig eru ólíkir í mörgum atriðum og hafa í ýmsu gerólík sjónarmið. Milli okkar hefur með árunum myndast persónusam- band, sem ekki verður með orðum lýst. Fyrir mig hefur Einar oft verið eins konar áttaviti á hinu duttlungafulla hafi búnaðarmál- anna, sem við báðir höfum siglt á svo lengi. Sá áttaviti hefur ávallt lýst mér framhjá boðaföllum og brotsjóum landtöku, sem stund- um hefur virst tvísýn, eins og þetta stundum er orðað á máli sjómanna. Einar Ölafsson er fæddur í Flekkudal i Kjósarsýslu 1. maí 1896, elstur átta systkina. Ungur fór hann að heiman og réð sig þá á togara og stundaði sjósókn um tíu ára skeið, einkanlega að vetrin- um, en vann við sveitastörf um sumur. Hann stóð á þrítugu er hann kvæntist heimasætunni i Lækjarhvammi við Reykjavik og síðan bjuggu þau þar farsælu búi meðan bæði lifðu. Berta Agústa Sveinsdóttir var ein hin ágætasta kona sem ég hefi kynnst. Þau voru jafnaldra bóndinn og hús- freyjan í Lækjarhvammi. A ýms- an hátt virtust þau ólík. þeim sem ekki þekktu þau náið. Hann var samt oft fljótur til svara og þá stundum hvass á yfirborðinu, en Berta var mildin sjálf í allri fram- komu, orðum og athöfnum. Það geislaði frá henni góðvild, hvar sem hún fór. Þó yfirborðið virtist ólíkt var þó sama hjartahlýjan ráðandi eiginleikar hjá þeim báð- um og því var heimilisandinn góð- ur á annars annasötnu heimili. Einari hefur verið trúað fvrir miklu í lifinu. Hann hefur notið trausts samferðamanna sinna óskerts um margra ártuga skeið og setið i stjórnum flestra þeirra fyrirtækja, er með landbúnaðar- mál fara. Störf hans verða ekki talin frekar upp hér, en fyrir hönd okkar hjónanna vil ég fæ; a Einari hinar bestu afmæliskveðj- ur og láta þá von í ljós að hann megi lengi enn verða okkur það leiðarljós. sem hann hefur lengi verið. Eftirtalin fvrirtæki og samtök, hafa ákveðið að taka á móti vin- um og velunnurum Einars. í til- efni afmælis hans, að Hótel Sögu. laugardaginn 1. maí kl. 16.30—18.30. Þessi fyrirtæki eru: Búnaðarfélag Islands, Stéttar- samband bænda, Framleiðsluráð Landbúnaðarins, Grænmetis- verzlun Landbúnaðarins, Mjólk- ursamsalan og Osta- og Smjörsal- an. Með þessu boði vilja fyrirtæk- in sýna Einari þakklæti sitt fyrir hið mikla framlag hans að húnað- armálum. Reykjavík 1. mat 1976. Sveinn Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.