Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 r í DAG er laugardagurinn 1. ma í, 122. dagur ársins. Verkalýðsdagurinn. Tveggja postulamessa. Valborgar- messa. Árdegisflóð er í Reykjavík kl. 07.26 og síð- degisflóð kl. 19.44 Sólarupp- rás f Reykjavík er kl. 04.59 og sólarlag kl. 21.53. Á Akur eyri er sólarupprás kl. 04.32, og sólarlag kl. 21.50. Tunglið er I suðri í Reykjavík kl. 1 5.05 (íslandsalmanakið). Verið algáðir vakið, óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi Ijón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, vitandi að sömu þjáningar koma fram við bræðrafélag yðar um allan heim. (1. Pét. 5, 8.9.) LÁRÉTT: 1. flýíir 3. ólíkir 5. mála 6. skrifaði 8. fónn 9. rödd 11. (mvndskvr.) 12. ósamsfæóir 13. eldstæði. LÓÐRETT: 1. vesalingur 2. sundurlaust 4. sterkar 6. breyta 7. trjáteg. 10. belti. Lausn á síðustu LÁRÉTT: 1. far 3. er4. lost 8. arminn 10. mauiar 11. PRG 12. má 13. um 15. smíð. LÓÐRÉTT: 1. fetil 2. ar 4. lampi 5. orar 6. smugum 7. ónrás 9. nam 14. mí Nýjar kross- göngumyndir í dómkirkju Krists konungs, Landakoti Við Jósefsaltarið í Kristskirkju. Myndin á veggnum er ein hmna 1 4 krossgöngumynda (Ljósm Mbl.ÓI.K.M.) Á undanförnum árum hafa verið gerðar allmikl ar breytingar og endur- bætur á dómkirkju Krists konungs í landakoti hvað innri búnað snertir. Um miðjan júli 1974 kom hingað hópur svonefndra Kolping-félaga frá Vestur Þýskalandi og máluðu þeir kirkjuna og gerðu ýmsar breytingar sam- kvæmt skipulagi Valders, arkitekts frá erkibiskups- dæminu í Köln. Var þá ýmislegt fjarlægt sem ekki þótti koma heim við heildarsvip kirkjunnar, meðal annars krossgöngu myndir þær sem áður héngu á veggjum kirkj- unnar. En nú hafa verið hengdar upp í kirkjunni nýjar krossgongumyndir, gjöf frá biskupinum í Reg- ensburg i Vestur- Þýskalandi, dr. Rudolf Graber, sem er einn af þekktustu biskupum Þýskalands Hann heldur hátíðlegt fimmtiu ára af- mæli prestvígslu sinnar á þessu ári. Krossgöngumyndirnar nýju eru fjórtán að tölu eins og slik myndaröð er ávallt. Þær voru málaðar í Bayem fyrir um það bil hundrað árum, í svo- nefndum Nazarenastil og falla þvi vel að nýgotn- esku byggingarlagi kirkj- unnar Ekki er vitað hvaða listamaður málaði mynd- irnar en Georg Háglsperg- er, fyrrum dómherra í Regensburg, sá um útveg- un þeirra og viðgerð. Dr. Hinrik Frehen, Reykjavík urbiskup, vígði þær við hátíðlega athöfn á föstu- daginn langa síðastliðinn. Þeim til fróðleiks, sem ekki vita gjörla hvað krossgongumyndir eru, skal tekið fram að snemma i kristni kom upp sá siður i Jerúsalem að pílagrímar gengu leið þá, sem Kristur á að hafa gengið með krossinn, frá húsi Pílatusar til Golgata. Á leið þessari voru mark- aðir staðir (stationes) þar sem menn stöldruðu við á göngunni, gerðu bæn sina og hugleiddu atburði þá sem guðspjöllin segja frá af krossferli Krists. Ein krossgöngumyndanna frá Bayern Þegar á 15. öld tóku menn að gera myndir og myndaraðir af atburðum þessum og á 16. öld breiddust út meðal al- mennings tréskurðar- myndir og koparstungur af þessu tagi. Þannig varð hugleiðing krossgöngu Krists algeng guðræknis- iðkun, einkum þó á 18. öld, eftir að farið var að setja myndir af kross- göngunni í kirkjur. Eins og þegar hefur ver- ið getið eru krossgöngu- myndirnar 1 Kristskirkju í svonefndum Nazarenastíl. Heitið Nazarenar var í fyrstu háðsyrði um hóp listamanna í Róm. Þeir voru arftakar Lúkasar- bræðra, félagsskapar list málara sem málarinn F. Overbeck stofnaði árið 1808 1 Vfnarborg, en flestir þeirra fluttust siðar til Rómar. Markmið Naz- arena var að endurnýja þjóðlega og kristilega list, einkum málaralist. Einna þekktastir urðu, auk stofnandans, P.v. Corne- lius, Julius Schnorr vor Carolsfeld, bræðurnir Johannes og Philipp Veit og Eduard von Steinle, svo nokkrir séu nefndir. Margir voru listamennirn ir kaþólskir eða tóku síðar kaþólska trú. Listhugsjón Nazareana átti rætur sín- ar í trúarlegri þrá eftir sannleika, innileika og ná- kvæmni í listsköpun. Þeir voru andstæðir barokklist sem þótti ofhlaðin og yfir- drifin. Þótt margir lista- menn Nazarena væru í rauninni böm klassisism ans, hvað form og teikn- ingu snertir, snerust þeir eindregið gegn honum. Ennfremur var tilfinninga- semi og huglægt táknmál fyrsta rómantísku málar- anna þeim fjarri. Hugmyndir Nazarena höfðu mikil áhrif á alla listsköpun f Evrópu, eink- um f Þýskalandi. Hinn ný- gotneski byggingastfll var mjög í anda Nazarena. Þótt skoðanir kunni að vera kiptar um listgildi krossgöngumyndanna í Kristskirkju, leikur naum- ast vafi á því að þær eru f góðu samræmi við bygg- ingarstfl kirkjunnar. Eins og kunnugt er teiknaði Guðjón Samúelsson hana með hliðsjón af nýgotn- esku kirkjunni f Celles-sur Belle í Frakklandi. T.Ó. Lausn síðustu myndagátu: Olíusjóður lagður niður ÁRNAO HEIL.LA Sæbjörg Sigurðardóttir frá Rauðholti, Hjaltastaða- þinghá. nú til heimilis að Hátúni 4 Reykjavík, verð- ur áttræð mánudaginn 3. maí. Hún tekur á móti gest- um á afmælisdaginn frá kl. 6 síðdegis á heimili Helgu Sigbjörnsdóttur og Guð- jóns Elíassonar, Klepps- vegi 2. | FFiÉ-nriR | KVENÉÉL. Kópavogs heldur gestafund á fimmtudaginn kemur, 6. maí, í félagsheimilinu kl. 8.30 síðd. Gestir fundarins veróa konur úr Kvenfél. Árbæjarsóknar. Þess er fastlega vænzt að félags- konur fjölmenni. PRESTAR í Reykjavík og nágrenni. Fundur í Norræna húsinu á mánu- daginn kl. 12. Áríðandi upplýsingar verða gefnar á fundinum. FÉLAG austfirzkra kvenna. Fundur verður á mánudagskvöldið kl. 8.30 á Hallveigarstöðum. FRÁ HOFNINNl ÞESSI skip komu og fóru frá Reykjavikurhöfn i gær. Jökulfell fór til útlanda. Sandey II lagðist í fyrsta skipti að bryggju hér. Esja kom úr strandferð. Suður- land kom í gærmorgun af ströndinni. Rússneskt flutningaskip kom og átti að fara aftur í gærkvöldi. Ingólfur Arnarson var að búast á veiðar og Sæborg kom utan í gærmorgun. DAGANA frá og meS 30. april til 6. mai er kvóld- og helgarþjónusta apótekanna sem hér segir: Í Reykjavikur Apóteki en auk þess er Borgar Apótek opið til 22 þessa daga nema sunnudag. — Slysavarðstofan i BORGARSPÍTALANUM er opin allan sólarhringinn. Simi 81200. — Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi við lækni á göngudeild Landspítalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardögum frá kl. 9—12 og 16—17, simi 21230. Göngu- deild er lokuð á helgidógum. Á virkum dógum kl. 8— 1 7 er hægt að ná sambandi við lækni i sima Læknafélags Reykjavíkur 11510. en þvi aðeins að ekki náist i heimilislækni. Eftir kl. 1 7 er læknavakt i sima 21230 Nánari upp lýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888. — Neyðarvakt Tannlæknafél. íslands i Heilsuverndarstöð inni er á laugardögum og helgidögum kl 17—18 Heilsuverndarstöð Kópavogs. Mænusóttar bólusetning fyrir fullorðna fer fram alla virka daga kl. 16—18 í Heilduverndarstöðinni að Digranesvegi 12. Munið að hafa með ónæmisskírteinin. HEIMSÓKNARTÍM AR. Borgarspitalinn. Mánudaga — föstudaga kl. 18.30 — 19.30, laugardaga — sunnudaga kl. 13.30—14.30 og 18.30—19. Grensásdeild: kl. 18.30—19 30 alla daga og kl. 13 —17 á laugard. og sunnud. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 18.30-—19.30. Hvita bandið: Mánud.—föstud. kl. 19—19.30, laugard. — sunnud. á sama tima og kl. 15—16. — Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl SJÚKRAHÚS 15.30— 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30 Flókadeild: Alla daga kl. 15.30—17. — Kópavogshælið. E. umtali og kl. 15-—17 á helgidögum. — Landakot. Mánudaga —- föstudaga kl. 18.30— 19.30 Laugardaga og sunnudaga kl. 15—16. Heimsóknartimi á barnadeild er alla daga kl. 15—17. Landspítalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingardeild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hrings- ins kl. 15—16 alla daga. — Sólvangur: Mánud. '— laugard kl. 15—16 og 19.30— 20. — Vífilsstaðir: Dagleaa kl. 15.15—16.15 og kl 19.30—20. SOFN BORGARBÓKASAFNREYKJA VÍKUR: — AÐALSAFN Þingholtsstræti 29A, simi 12308. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9—22. Laugar- daga kl. 9—18. Sunnudaga kl. 14—18. Frá 1. mai til 30. september er opið á laugardög- um til kl. 16. Lokað á sunnudógum. — KJARVALSSTAÐIRf Sýning á verkum Ásgrims Jónssonar er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22 og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. Aðgangur og sýningarskrá ókeypis. BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, simi 36270. Opið mánudaga til föstudaga kl. 14—21. — HOFSVALLASAFN, Hofsvallagötu 16 Opið mánudaga til föstudaga kl. 16—19. — SÓL- HEIMASAFN Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánudaga til föstudaga kl. 14—21. Laugardaga kl. 14—17 — BÓKABÍLAR, bækistóð i Bústaðasafni, simi 36270. — BÓKASAFN LAUGARNESSKÓLA. Skólabóka safn, sími 32975. Opið til almennra útlána fyrir börn mánudaga og fimmtudaga kl. 13—17. BÓKIN HEIM, Sólheimasafni. Bóka- og talbókaþjónusta við aldraða, fatlaða og sjóndapra. Upplýsingar mánud. til föstud. kl. 10—12 I sima 36814 — LESSTOFUR án útlána eru i Austurbæjarskóla og Melaskóla — FARANDBÓKASÖFN. Bókakassar lánaðir til skipa, heilsuhæla, stofnana o.fl. Afgreiðsla i Þingholtsstræti 29A, simi 12308. — Engin barnadeild er opin lengur en til kl. 19. — KVENNASOGUSAFN ÍSLANDS að Hjarðar haga "’6, 4 hæð t.v., er opið eftir umtali. Simi 12204. — BÓKASAFN NORRÆNA HÚSS INS: Bókasafnið er ollum opið, bæði lánadeild og lestrarsalur. Bókasafnið er opið til útlána mánudaga — föstudaga kl. 14—19, laugar- daga og sunnudaga kl. 14—17. Allur safn- kostur, bækur. hljómplötur, timarh, er heimill til notkunar, en verk á lestrarsal eru þó ekki lánuð út af safninu, og hið sama gildir um nýjustu hefti timarita hverju sinni. Listlána deild (artotek) hefur grafikmyndir til útl., og gilda um útlán sömu regtur og um bækur. — AMERÍSKA BÓKASAFNIÐ er opið alla virka daga kl. 13—19 — ÁRBÆJARSAFN er opið eftir umtali (uppl. I sima 84412 kl. 9—10) — LISTASAFN Einars Jónssonar er opið kl. 1.30—4 siðd. alla daga nema mánudaga. — NÁTTURUGRIPASAFNIÐ er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30—16. — ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 1.30—4 siðdegis SÆDÝRASAFNIÐ er opið alla daga kl. 10—19. VAKTÞJÓNUSTA borgarstofnana svarar alla virka daga frá kl. 1 7 síðdegis til kl 8 árdegis og á helgidógum er svarað allan sólarhringinn. Siminn er 27311. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfi borgar- innar og i þeim tilfellum öðrum sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstarfs- manna. BILANAVAKT I Mbl. fyrir 50 árum Dálitla klausu um al- þjóðleg flugmál er að lesa i blaðinu f apríl- mánuði 1926, en þar segir frá því; að innan gamla Þjóða- bandalagsins, þar sem sundurlyndi ríkti oft, hafi orðið samkomulag um ýmsa þætti flugmála í álfunni, sem hafa muni mikil áhrif á flugsamgöngur. Hafi um páskana þýzkt flugfélag hafið flugstarfsemi og ætli félagið að halda uppi ferðum á 50 flugleið- um. — Siðan segir: „Tilætlunin með þessari ráðstöfun er að hægt verði að fara á einum degi til hvaða bæjar sem er í álfunni. Til dæmis er nú hægt að fara frá K-höfn til Moskvu á 12 tímum. Það má telja það sannkallaða gandreið og hefði einhverntíma verið talið galdrar.“ GENGISSKRÁNING NR. 81—30. apríl 1976. 1 | Einins Kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandarfkjadollar 179,70 180,10 | 1 1 Sterlingspund 331,25 332,25* ' Kanadadollar 183,15 183,65* 1 100 Danskar krónur 2985,10 2993,40 1 100 Norskar krónur 3275,90 3285.00* | 1 100 Sænskar krónur 4094,35 4105,75 100 Finnsk mörk 4672,30 4685,30* 1 100 Franskir frankar 3854,50 3865,20* 1 100 Belg. frankar 462,50 463,80 1 100 Svissn. frankar 7152,25 7172,15 f 1 100 Gyllini 668í,90 6707,50* I 100 V.-Þýzk mörk 7084,95 7104,65* 1 I 100 Lírur 19,95 20,01* 1 100 Austurr. Sch. 989.25 992,05* | 100 Fscudos 604.35 606,05 | 1 100 Pesetar 266,60 267,30 1 100 Yen 60,07 60,24 • |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.