Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 39 fclk í o fréttum + Rod Stewart og Britt Ekland þreyja þorrann og góuna ( Beverlv Hills. Rod Stewart unir sér illa í útlegðinni + Sagt er að kappaksturshetj- an James Hunt gráti þurrum tárum þó að Richard Burton hafi tekið konu hans, Suzy Hunt, upp á arma sfna. Á með- an skemmtir James sér með hollenzkri stúlku, Anitu Todd, f Marabella á Spáni. + Sagt er að Ryan O’Neal sé ekki alveg sáttur við guð og menn þessa dagana. Vinkona hans, Anjelica Huston, dóttir leikstjórans John Huston, sneri við honum bakinu og hvarf aft- ur til manns síns, Jack Nichol- son, og Ryan er enn súr yfir því að hafa ekki verið orðaður við Óskarsverðlaun fyrir leik sinn I myndinni „Barry Lyndon“. + Getur brezk rokkstjarna öðl- azt hamingjuna sem milljóna- mæringur I Beverly Hills? Ekki ef hann heitir Rod Stew- art, söngvari og lagasmiður og sem margir þekkja af laginu Maggie May. „Ég hélt alltaf að frelsið væri fólgið f þvf að eiga nóga pen- inga en hvað mig varðar þá neyddu þeir mig til að flýja Iand,“ segir Rod, sem ekki gat lengur sætt sig við að greiða 83% af tekjum slnum í skatta og yfirgaf þvf föðurland sitt, England. Rod ætti þó að geta látið fara vel um sig ( höllinni { Beverly Hills sem kostaði hann eina milljón dollara og er skreytt listaverkum úr öllum heimshornum svo að ekki sé minnzt á sjálft augnavndið, leikkonuna Britt Ekland. En Rod er ekki ánægður: „Eg er haldinn óyndi vegna útlegð- arinnar og ég sakna knatt- spyrnunnar," segir Rod og auk þess finnst honum „rokkið" í Kaliforniu fullmikið fvrir sinn smekk. „Þessir bölvuðu jarðskjálft- ar,“ segir hann. „Þegar húsið fer allt á hreyfingu verð ég að hlaupa um allt og stvðja við alla hluti.“ ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Samvinnufélögin árna hinu vinnandi fólki til lands og sjávar allra heilla á hinum löngu helgaða baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar. Lærið að skreyta með blómum og ræktun stofublóma. Uppl. og innritun í síma 42303. Blómaföndur Hvers vegna URSUS URSUS ER STERKUR URSUS ER SPARNEYTIN URSUS ER ÓDÝR Svo ódýr, að mismunurinn jafnvel nægir til að mæta áburðarhækkuninni. Góð þjónusta og nægir varahlutir. VÉLABORG Sundaborg — Klettagörðum 1 — Sími 86655 og 86680. SÍÐUSTU SYNINGAR Á NÝJA DAS HÚSINU AÐ HRAUNBERGSVEGI 9 SETBERGSLANDIVIÐ REYKJANESBRAUT VERÐA í DAG OG Á MORGUN FRÁ2—10 OG MÁNUDAGSKVÖLD FRÁ 6—10. DREGIÐ í 1. FLOKKI Á ÞRIÐJUDAG. moguLetfói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.