Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 23 „Baráttan fyrir bættum lífskjörum og betra mannlífi byggist öðru fremur á samstöðu” 1 TILEFNI 1. maf, baráttudags verka- manna, átti Morgunblaðið í vikunni samtal við Björn Jónsson, forseta Alþýðusamhand Islands, um það sem er efst á baugi hjá sambandinu nú á afmælisári, framtfðar- máiefni þess og þau mál, sem sett eru á oddinn 1. maf. Fer samtalið hér á eftir. LANDHELGISMÁL — Það eru ýmis mál, sem verða vafalaust ofarlega í hugum verkafólks í dag og móta munu 1. ijiai kröfurnar að þessu sinni, sagði Björn Jónsson í upphafi samtalsins. Vil ég þá fyrst nefna landhelgismálið. Stefna sú, sem Alþýðusambandið hefur fylgt í land- helgismálinu er skýr og hún hefur komið fram í tilkynningum, sem Samstarfsnefnd um vernd landhelginnar hefur látið frá sér fara. ASl er aðili að þeirri nefnd og styður hana af alefli. Við viljum að öllum ráðum verði beitt til þess að hrinda innrásarliði Breta út úr landhelginni og ennfremur vilj- um við að samningunum við Þjóðverja verði sagt upp. Við gerum okkur grein fyrir því að lausn landhelgismálsins ergrundvall- arspurning um það hvort hér geti í framtíð- inni þrifizt sjálfstætt og sjálfbjarga samfé- lag og hver grundvöllur verður fyrir bar- áttu um betri kjör og betra mannlíf. — Ég veit líka að þróun efnahagsmála, í víðtækri merkingu og á þrengra sviði, þ.e. verðhækkanir og verðbólga hér innanlands, verður viðfangsefni dagsins á þessum tím- um. Verkalýðshreyfingin litur með ótta til skuldasöfnunar landsins við erlent pen ingavald. við teljum hana hættulega og álít- um að hún leggi of miklar byrðar á herðar alþýðumanna um allt of langa framtíð. VERÐHÆKKANIR — Þá er það ekki ofmælt, að verðlagsþró- unin hér innanlands á undanförnum vikum hafi valdið mjög mikilli gremju. Verðhækk- anir hafa dunið yfir og við óttumst að sú skriða sé ekki enn farin á hægja á sér. Þessar verðhækkanir hafa orðið miklu meiri og komið fyrr en við höfðum ástæðu til að ætla þegar við gerðum okkar kjara- samninga. ASl hefur nýlega gefið út lítið upplýsingarit, þar sem sérfræðingar okkar hafaskilgreintþærhækkanirsem orðið hafa og rakið orsakir þeirra. Þar kemur berlega fram, að einungis er hægt að rekja lítinn hlut þessara verðhækkana beinlínis til kjarasamninganna. Við hljótum þvi eftir megni að hrekja þær ásakanir, að verð- hækkanir séu að kenna kröfuhörku okkar. Það kemur nefnilega allt annað í ljós þegar málið er skoðað. Af 7,3% verðhækkun á tímabilinu 1. febrúar til 1. apríl var aðeins hægt að rekja 1,3% hækkun til samning- anna en 6% hækkun mátti rekja til ákvarð- ana stjórnvalda eða ástæðna, sem voru samningunum óviðkomandi. Mest er hækk- unin vegna landbúnaðarvara og þess kerfis, sem þar er í gildi, eða 3,3% en 1,5% hækk- un má rekja til hækkunar á opinberri þjónustu. Þetta eru miklar hækkanir, en ég vil þó taka það fram, að þær eru að minu mati ekki allar eðlilegar. Það er þó bót í máli að í samningunum fengum við inn rauðu strikin svonefndu, þannig að við munum fá þetta bætt en ekki fyrr en síðar, þannig að við verðum að þola tímabundna skerðingu, sem við áttum ekki von á. AUKIN TENGSL PÓLITÍSKA- OG FAGLEGA ARMSINS — í sambandi við þennan 1. maí á afmæl- isári er ekki úr vegi að líta aðeins fram á veginn. Er mér þá ofarlega i huga sú reynsla, sem við höfum af áratuga faglegri baráttu. Þessi reynsla hefur að mínu viti kennt okkur að hin hreina faglega barátta virðist oft hafa takmarkað gildi nema hún sé í tengslum við stjórnmálastarf. Ég er ekki þar með að segja að Alþýðusambandið eigi að starfa sem stjórnmálaflokkur, held- ur þarf að skapa meiri tengsl en hafa verið milli hinna tveggja arma alþýðuhreyfingar- innar, faglega- og pólitíska armsins. En þótt slík tengsl séu efld, má alls ekki slaka á hinni faglegu baráttu. GÓÐ REYNSLA ANORÐURLÖNDUM — Það sem þarna kemur til, að menn beina hugsun sinni frekar en áður að þeirri staðreynd er að hið pólitíska afl er svo sterkt, að það getur svo að segja samstundis gert að engu árangur, sem náðst hefur i hinni faglegu baráttu. Verkalýðshreyfingin hefur dýrkeypta reynslu af sliku. Það má gjarna vísa til reynslu nágrannaþjóða okk- ar, Norðurlandanna, iþessu sambandi. Þar hefur hið pólitíska vald verið nátengt verkalýðsöflunum og ég hygg að fá lönd geti sýnt meiri árangra i bættum lífskjörum og gæðum, sem einkenna velferðarþjóðfé- lag. Hygg ég að þau sterku tengsl, sem þar eru, eigi einmitt drýgstan þátt í þessu. — Það má benda á það í þessu sambandi, að fyrstu árin var Alþýðusamband Íslands bæði samband verkalýðsfélaga og pólitísk samtök. Þetta var rétt þá, því þá var verið að berjast fyrir pólitiskum réttindum sam- hliða baráttu fyrir brýnustu þörfum. En eftir að þátttaka i verkalýðsfélögum varð almenn, hlaut svo að fara, að faglegu félög- in yrðu skipuð fólki með ólikar skoðanir. Aðskilnaður var orðinn nauðsynlegur til að fullnægja kröfum lýðræóisins innan hreyf- ingarinnar. Það var jafn efðiilegt að hafa þessa tvo arma sameinaða i byrjun eins og það var eðlilegt upp úr 1940 að aðskilja þá. Við þessa skiptingu var öll áherzla lögð á hina faglegu baráttu en um leið slaknaði á þvi sambandi sem ég tel að þurfi að vera á milli faglegu og pólitisku greinanna. Þessu sambandi þarf að finna form, sem hæfir lýðræðislegum vinnubrögðum í samtökun- um. STEFNUSKRA FYRIR ASt — Ég tel einmitt að þetta sé mál, sem standi mjög upp úr nú þegar litið er fram á veginn á 60 ára afmæli Alþýðusambands- ins. Eg á von á því að það verði mjög til umræðu á þingi sambandsins, sem hefst i Reykjavik 29. nóvember i haust. Nú er einmitt unnið að undirbúningi stefnuskrár fyrir Alþýðusamband íslands en slíka stefnuskrá hefur sambandið ekki haft um langan aldur. Ályktanir og samþykktir á Samtal vid Björn Jónsson, forseta Alþvðusambands Islands þingum ASI hefur stjórn sambandsins haft að leiðarljósi milli þinga. En nú er sem sagt stefnt að því að vísa veginn eitthvað lengra fram i timann. Það er verið að vinna að undirbúningi stefnuskrár og er ætlunin að leggja hana fyrir þingið i haust. Þetta er mikið vandaverk ef það á ekki að verða plaggið eitt, og reynslan verður að skera úr um hvernig til tekst. Þessi tilraun er gerð til að sameina verkalýðshreyfinguna ennþá betur en verið hefur en stefnuskránni er ekki ætlað að vera sprengiefni, þvert á móti. ADHALDA DAGINN HATlÐLEGAN — Ég vil að lokum láta i ljós þá ósk og von, að verkafólk sameinist um að halda 1. rnai hátiðlegan i dag. Barátta verkafólks fyrir bættum lifskjör- unt og betra mannlífi byggist öðru fremur á samstöðu fólksins sjálfs. Ég held að sú brýning 1. maí eigi mjög víða hljómgrunn meðal fólksins í verkalýðsfélögunum, ef undanskildir eru fámennir og ábyrgðar- Iausir klofningshópar. —SS. „Heildarlög- gjöf þarf að setja u ni mat- vælaiðnað landsmanna” — segir Eiríkur Viggósson, formaður Matsveinafélags Islands —Hjá okkur eru kjaramálin alltaf efst á baugi, eins og hjá öðrum verkalýðsfélögum. Við erum nýbúnir að gera samninga við alla viðsemjendur okkar nema skipafélögin og getum við sæmilega vel við unað, sagði Eírikur Viggósson formaður Félags mat- sveina þegar Morgunblaðið ræddi við hann. — Hvað er efst á baugi í ykkar félagi um þessar mundir? — Það eru allir sammála um að launakjör matsveina á skipunum eru með því lakara, sem þekkist hér á landi. Þessir menn hafa vinnuskyldu alla daga, sem skipið er ekki i íslenzkri höfn. Okkar stærsta mál er því að rétta hlut þessara manna. — Hvernig standa menntunarmál mat- sveina? — Því er ekki að neita að þar er pottur brotinn. Við höfum áhuga á að mennta félaga okkar betur. T.d. með viðbótar- menntun. Það er margt sem menn furfa að fræðast betur um eins og t.d. um næringar- efnafræði. Það er komið að því, að setja þarf heildarlöggjöf um allt sem lýtur að matvælaiðnaði og allir þeir sem hafa mat- væli undir höndum dags daglega þurfa að vinna að setningu þessara laga. En það er ekki nóg að endurskoða hlut- ina, það þarf líka að Ijúka við og ganga frá. Um þessar mundir vantar algjörlega reglu- gerð fyrir skóla eins og Hótelð og veitinga- þjónaskólann. Að mínu mati ætti rikið að leita meir til okkar sem fagfélags, en þar er mikið af störfum fyrir okkar félagsmenn. Vinsældir starfsins hafa aldrei verið meiri og á næstu 2 — 3 árum útskrifast 90 mat- sveinar, en um þessar mundir eru 200 manns í félaginu. Það er lika að aukast skilningur á að þörf er á menntuðu fólki til að fara með þessi viðkvæmu efni, sem mat- væli eru. — Þá höfum við hug á að eignast fleiri sumarhús. Að visu eigum við hús i Svigna- skarði f Borgarfirði, en þar sem Matsveina- félagið er landsfélag þurfum við lika að eignast hús úti á landi og höfum við mikinn áhuga á að fá aðstöðu fyrir hús á Illugastöð- um í Fnjóskadal. — Eruð þið ánægðir með það sem náðist i síðustu kjarasamningum? —Eg verð að segja að við erum sæmilega ánægðir með það sem við sömdum um. en þetta er fljótt að hverfa i verðbólgunni. I sambandi við launamálin almennt viljum við gjörbreyta skattamálunum, þannig að landsmenn greiði sem jafnasta skatta. Þessu er beint til þeirra, sem berast mikið á, en greiða svo til enga skatta. Það er lágmarkskrafa að þeir menn greiði a.m.k. jafn háa skatta og verka- fólk. — Á næstu árum þarf að stefna að því, að menntaðir matreiðslumenn fari meir til starfa á ríkisstofnunum eins og t.d. sjúkra- húsum 0g í þvi sambandi þarf að fara kenna sjúkrafæði í skólanum. Þá þarf að kanna hvort matsveinar geti ekki haldið áfram námi, þannig að þeir útskrifist sem mat- vælafræðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.