Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 31 Gr ænlan dsv ikan Grænlandsvikan í Norræna húsinu hefur vakið verskuldaða athygli og verið mjög vel sótt. Fjöldi gesta hefur séð kvik- myndir og hlýtt á fyrirlestra og þegar hafa yfir 5000 manns skoð- að sýningarnar. Grænlandsvik- unni lýkur á sunnudagskvöld. Dagskrá dagsins í dag hefst með sýningu kvikmyndarinnar „En fangerfamilie i Thuledistriktet" en kl. 15:00 verður umræðu- Myntsýning á Akureyri í fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borizt kemur fram að Mynt- safnarafélag íslands gengst fyfir myntsýningu á Hótel Varðborg á Akureyri. Þetta er fyrsta mynt- sýningin sem haldin er utan Reykjavíkur á vegum myntsafn- arafélagsins. A sýningunni verð- ur að sjálfsögðu sýnd öll íslenzk mynt og minnispeningar segir í fréttatilkynningunni, íslenzkir vörupeningar, vöruávísanir og seðlar. Þá verður á sýningunni nokkuð af sjaldgæfum grænlenzkum og færeyskum peningum og seðium, en auk þess eru sýndir peningar hvaðanæva að úr heiminum, bæði nýir og gamlir. Elztu peningarnir eru rómverskir silfurpeningar, sem eru yfir 2100 ára gamlir. í sambandi við sýninguna verða haldin fræðsluerindi og sýndar litskyggnur af gömlum grískum peningum. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag 1. og 2. maí, frá kl. 2—10. fundur, þar sem grænlenzku gest- irnir ræða efnið: „At leve i et kultursammenstöd". Þess er vænzt að áheyrendur taki einnig þátt í þessum umræðum. Kl. 17:15 heldur listamaðurinn og rithöf- undurinn Hans Lynge fyrirlestur um grænlenzka myndlist og bók- menntir og um kvöldið verður kvikmyndin „Palos brudefærd" sýnd. Siðasta tækifærið til að sjá þessa kvikmynd verður á sunnu- dag, en þá verður hún sýnd bæði kl. 17:30 og 20:30. — Á sunnudag- inn verða á dagskrá „Svipmyndir frá Grænlandi'", þar sem þrír Grænlandsfróðir íslendingar, Herdís Vigfúsdóttir, dr. Friðrik Einarsson og prófessor Björn Þor- steinsson sýna litskuggamyndir og segja frá kynnum sínum af Grænlandi. Matvælum stolið I FYRKINOTT var framið inn- brot í verzlunina Kjörbæ við Þórs- götu. Lás á frystigeymslu var brotinn upp og töluvert af mat- vælum tekið, svo sem nautakjöt og kjúklingar. Málið er í rann- sókn. Víðavangshlaup Víðavangshlaup Eyrarbakka fer fram 1. maí n.k. og verður keppt bæði í karla og kvennaflokki. Hlaupa karlarnir 5 km og konurn- ar 2.5 km. Hlaupið hefst við kirkjuna á Eyrarbakka kl. 14.00. Frá sýningu Sambands fslenzkra samvinnufélaga sem opnuð verður í dag. Samband íslenzkra samvinnufélaga: Opel-sýning opnuð í dag í DAG kl. 14 verður opnuð í sýningarsalnum Armúla 3 bíla- sýning sem Samband íslenzkra samvinnufélaga efnir til. Sýndar verða 6 af mörgum teg- undum Opel-bifreiða sem fram- leiddar eru í Vestur- Þýskalandi. Segir i fréttatil- kynningu Sambandsins að þetta sé fyrsta merkið um sölu- átak sem gert verður i sölu þessara bifreiða. Véladeildin hefur einkaumboð fyrir General Motors á Islandi og gerði nýlega í samvinnu við þá áætlun um aðgerðir til að auka markaðshlutfall G.M bíla hér á landi. Sérstök áherzla mun verða lögð á sölu Opelbílanna á þessu sumri. Sýning þessi mun vera opin laugardag og sunnudag kl. 14—19 og aðra daga vikunnar fram til föstudags frá 9—6. Eíla þarf samstarfið innan verka- lýðshreyfing- arinnar Rætt við Kristján Ottósson, blikksmið Morgunblaðið kom að máli við Kristján Ottósson blikksmið, formann Blikksmiða- félags tslands, og ræddi við hann um hátfðahöldin 1. maí, kjarabaráttu verka- fólks og hvernig haidið verður upp á þennan baráttudag. — Hátíðis- og baráttudagur verkalýðs- ins 1. maí, sagði Kristján, er minnzt ár hvert, en þó með ærið mismunandi hætti. — Það hefur berlega komið í ljós þegar gengnar hafa verið tvær, þrjár og jafnvel fleiri kröfugöngur hver á eftir annarri, með mismunandi stefnumarkandi sjónar- mið í huga. — Með þeirri baráttuaðferð og sundrung 1. mai sem hér er lýst er verka- lýðshreyfingunni hvorki styrkur né sómi sýndur. — Það er mín skoóun að íslenzk verka- lýðshreyfing hafi á að skipa hæfum forystumönnum, bæði frá hægri og vinstri arminum. En gallinn er bara sá að þeir fá ekki vinnufrið fyrir hinum ýmsu þrýsti- hópum, sumir vilja sundrung, aðrir hirða meira svo lítið verður eftir til skiptanna. — Aþreifanlegasta dæmið eru þeir lægstlaunuðu í þjóðfélaginu (láglauna- stefnan). — Á þessu þarf að verða breyting og þá fyrst og fremst hugarfarsbreyting. Efla þarf samstarfið innan verkalýös- hreyfingarinnar með réttu hugarfari. Eg tel að samþykktin sem gerð var á sfðustu kjaramálaráðstefnu Alþýðusam- bands íslands fyrir samningana sem undirritaðir voru í febrúar s.l. sé sú skyn- samlegasta sem gerð hefur verið og beri verkalýðsforustunni að halda þeirri braut sem þar var rudd, þó svo hafi farið í þetta sinn að fátt hafi náðst af þeim kröfum er þar voru settar fram, þegar undan er skilinn hinn mikli sigur í lífeyrismálum. — Á nýliðnu 60 ára afmæli Alþýðusam- bands Islands er það von mín að verka- lýðshreyfingin beri þá gæfu að vinna heilshugar að því marki er kjarabaráttu- ráðstefnan mótaði. — Þá vil ég nota þetta tækifæri til að minna alla blikksmiði á, að nú er unnið að gerð blikksmiðatals og með samstilltu átaki allra blikksmiða á landinu mun nást það takmark um gerð tæmandi blikk- smiðatals frá fyrsta blikksmið á Islandi. — Lokaorð mín eru hvatning til íslenzkrar alþýðu um samstöðu að bættum lífskjörum. Til hamingju með daginn. — Sjómenn eiga . . . . Framhald af bls. 24 þeirra — langra fjarvista að heiman og vosbúðar sem fiskveiðum er samfara." Guðmundur sagði ennfremur, að á degi verkalýðsins væri það umhugsunarefni fyrir sjómannasamtökin og alla sjómenn innan Alþýðusambandsins hver raunveru- lega staða sjómanna væri innan ASÍ. „Þegar heildarkjarasamningar eru gerðir eru nær eingöngu fulltrúar launþega í landi í forsvari fyrir þeirri samningsgerð, og þegar kemur að því að semja við sjómenn er það síðan jafnan viðkvæðið hjá viðsemjend- um okkar að þeir benda á almennu samningana og segja að ekki þýði fyrir sjómenn að ætla sér meira en þar hafi fengizt fram. Þannig eru forustumenn ASÍ raunverulega búnir að ganga frá samning- um fyrir sjómenn, sem flestir munu þó viðurkenna að vinni við allt önnur skilyrði og aðstæður en hið almenna landverkafólk. Sjómenn geta varla unað því miklu lengur, að þessi háttur verði hafður á í framtiðinni, enda þótt við hljótum að hafa það hugfast að samstaða á annan hátt sé nauðsynleg milli hins vinnandi fólks í landi og sjómanna. Þá er það staðreynd, að launa- kjör sjómanna hafa farið hlutfallslega versnandi í samanburði við launkjör ann- arra stétta. Einnig er á það að líta, að þegar vel árar hjá fiskimönnum, sem kannski er ekki nema brot af árinu, þá eru jafnan til stéttir í landi sem hlaupa upp til handa og fóta og krefjast viðmiðunar við hæstu laun sjómanna, enda þótt þau séu árstíðabundin og ekki árviss." Varðandi farmennina sagði Guðmundur, að helzta vandamálið í kjarabaráttu þeirra væru agnúar á núverandi samningum, sem hefðu í för með sér að erfitt væri að beita sér fyrir þvi að þeir fengju sambærileg laun og fólk sem ynni vaktavinnu í landi, enda þótt þessi störf væru að mörgu leyti mjög hliðstæð. „Farmenn fá til að mynda engar sérstakar greiðslur fyrir óreglulegan vinnu- tíma og þetta stafar m.a. af því, að ýmis samningsákvæði farmanna eru svo gömul og taka ekkert tillit til þeirra breytinga og þróunar sem orðið hefur á liðnum árum innan þessarar greinar. Helzt hefur verið hægt að knýja fram hækkun launa á ýmsum sérpóstum, einkum á yfirvinnu en fasta- kaupið er alltof lágt. Stafar af þessu mikið óöryggi fyrir farmennina, þar sem þeir eru algjörlega háðir þeirri yfirvinnu sem til fellur í hverri ferð, en þær geta verið ákaflega mismunandi og fer eftir einstök- um viðkomuhöfnum og farmi, og í einstaka tilfellum yfirmönnum. Þetta er alvarlegasti ljóðurinn á samningsgerð farmanna nú. Ég er þeirrar skoðunar að einasti vegurinn út úr þessum ógöngum sé að móta algjörlega nýjan samning á allt öðrum grunni, sem hafi þá meginstefnu að styðjast við samninga vaktafólks i landi." Guðmundur víkur þessu næst að togara- mönnum, og segir að þeir séu í þeirri sér- stöðu að vegna þeirra geysilegu breytinga sem orðið hafa með komu skuttogaranna, hefur vinnuálag stóraukizt í öfugu hlutfalli við störf í landi, þar sem keppzt er við að minnka álagið og stytta vinnutímann. Hann segir, að mannskapurinn um borð sé i al- gjöru lágmarki og megi ekkert út af bera — maður veikjast eða forfallast, þá bitni það einungis á þeim sem úppistandandi eru og vinnuálagið fari úr hófi fram. „Ég teldi ekki óeðlilegt að reynt yrði að hlúa betur að sjómánnastéttinni í heild en nú er gert,“ sagði Guðmundur að síðustu. „Mér dettur þá i hug að það yrði einna helzt gert með bættum lifeyrismálum sjómanna, þannig að sjómönnum væri ekki gert að vinna jafnlanga starfsævi til að komast á eftirlaun og aðrir þjóðfélagshópar. Ég held að það sé alveg ljóst, að þetta sanngirnismál hljóti að verða eitt helzta viðfangsefni sjómannasamtakanna á næstunni." — Hin hefðbundna barátta Framhald af bls. 25 það fólk sem að honum vinnur, afkoma þess og kjör. Langar mig því til að víkja að þvi nánar þar sem það stendur mér næst. Framleiðsluiðnaðurinn hefur átt í nokkr- um erfiðleikum nú um skeið og hefur iðn- verkafólk ekki farið varhluta af því, m.a. sýna útreikningar, að heildarframleiðsla i iðnaði á síðastliðnu ári jókst aðeins um 4% á árinu, er það mun minni aukning en verið hefur á mörgum undanförnum árum. Margt kemur til að ekki varð meiri aukning en raun ber vitni árið 1975 sem of langt mál yrði að rekja nú. Óefað á hinn mikli efna- hagsvandi sem þjóðin hefur átt við að etja sinn stóra þátt i lélegri afkomu framleiðslu- fyrirtækjanna. Þrátt fyrir hina slæmu afkomu þjóðar- búsins og þar af leiðandi hina margþættu erfiðleika þess, hafa verkalýðsfélögin og hinn almenni launþegi gert sitt til að spyrna við fótum, ella hefði margt farið verr en ástæður stóðu til ef svo hefði ekki verið. Verkalýðsfélögin hafa mér vitanlega gert það sem í þeirra valdi hefur verið til að fá haldið við þeim kaupmætti launa sem verið hefur. Allt útlit er þó fyrir að það ætli að reynast erfiðara en margir hugðu í fyrstu. Það vita allir sem eitthvað hugs^a að ekki er nóg að geta haldið við og náð þeim kaupmætti sem var árið 1975 heldur verður að gera betur. Því enginn fær lifað mann- sæmandi lífi af þeim smánarlaunum sem lægstu launtaxtar hinna ófaglærðu í verka- lýðsfélögunum segja ótvírætt til um. En við skulum vona að okkur auðnist að ráða þar bót á hið fyrsta. Reynslan virðist sanna að hin hefð- hundna barátta fyrir kauphækkunum, sem háð hefur verið til að jafna metin gegn þeirri miklu og óvæntu verðbólgu sem yfir þjóðina hefur gengið, er ekki einhlít aðferð til að bæta kjörin. Ber því nauðsyn til að ráðast af alefli gegn orsökum verðbólg- unnar. Því verða allir íslendingar að standa saman sem einn til að ná verulegum og varanlegum árangri. Við verðum að nýta framleiðslugetu þjóðarinnar til fulls svo við fáum aukið heildarframleiðsluna. Þá munu að sjálfsögðu þjóðartekjurnar aukast, og hagur okkar verða meiri og betri. Eg óska öllum vinnandi stéttum heilla i tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.