Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Ekkert mannlegt er kirkjunni óviðkomandi Nýársprédikun hr. Sigurbjörns Einarssonar biskups Nýtt ár er komið, enn eitt ártalið skráð yfir ævinnar ferli, við aldanna veg. Ö gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár. Þau bænarorð hafa ómað um allt tsland, þeg- ar hinzta dægur liðins árs leið að iokum og var kvatt og nýja árið gægðist yfir þröskuldinn. Og nú erum vér saman hér í kirkjunni, eða á annan hátt sameinaðir, með bæn í huga, bæn fyrir þeirri veg- ferð, sem framundan er. Ekki veit ég hvað margir þeir eru, sem taka þátt í fyrstu guðsþjónustu nýbyrjaðs árs, fyrir utan þá, sem ég sé hér inni — meðal þeirra eru margir, sem ég hef ár eftir ár fengið að mæta í þessari kirkju á nýárs- dagsmorgni, mér til gleði og styrktar. Og ég veit um ýmsa hér í borg og um landið til og frá, sem hlusta og biðja á þessum morgni með oss, sem hingað leitum. Hve margir þeir eru á landi hér sem finna hjá sér þörf til þess að biðja fyrir sér og sínum og fyrir landi og þjóð á þessum morgni eða aðra morgna, veil ég sem i sagt ekki, en það veit ég, að þeir vilja I ekki fara á mis við þá blessun, sem þeir hafa þreifað á í því sambandi, og það veit ég líka, að sú þjónusta, bænaþjón- usta kristinna manna, sameiginleg við helgar tíðir í Guðs húsi og í einrúmi, er ómetanleg blessun fyrir land og lýð. Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur. Svo segir í einum af sálmum Bibliunnar. Þar er talað af reynslu, sem margir hafa þreifað á. Um áramót leitar margt á hugann, ef menn eru með sjálf- um sér og kefja ekki rödd hjarta síns í glaumi og háreysti. Minningar og vonir mætast við mærin, sem skilja að áfang- ann að baki og hinn sem framundan er, þakkarefni og áhyggjuefni. Og mjög er þetta með ólíkum blæ, því reynsla vor allra er margháttuð, misjafnlega er kjör- um og kostum niður skipt. Sumir menn hafa átt raun að mæta sem veldur því að horfið ár mun verða auðkennt í vitund þeirra meðan minni varir og skugginn frá því þunga og sára, sem fyrir bar, grúfir yfir ókomnum dögum. Þeim, sem svo er ástatt fyrir, skal kunngjörð misk- unn Guðs að morgni árs og trúfesti hans i þeirri nótt og þrátt fyrir þá nótt, sem þeim finnst hvíla yfir. Og það segi ég með fullkominni vissu, aó einnig þeir og alveg sérstaklega þeir, geta reynt, að það er gott að lofa og biðja góðan Guð, það er furðulega áþreifanleg lækníng. Taktu Biblíuna þína, taktu Sálmabókina þina, taktu undir þær sterku játningar, þann máttuga lofsöng, sem þar er að finna, m.a. í sálmum jólanna og áramótanna, gerðu þau orð, þann tón, að þínum, og þú skalt finna, að það birtir upp í huga þér, því þú ert að Ijúka þér upp fyrir anda Drottins, þú ert að opna vitund þína fyrir eilífu ljósi hans. Þegar þú færð náð til þess að þakka, tilbiðja gæzku Guðs, sem bregst þér ekki, svo margt sem skyggir á hana í eigin huga og í atvikum og aðstæðum lífsins, þá er miskunn hans að sigra í þér og lyfta þér á sínum sterku örmum yfir skuggana og húmið, upp i heiðið sitt, þar sem ekkert er nema hjálp og gleði, lif og lofgjörð kærleikans. Það sem ég sagði hér vió tiltekið fólk, sem stendur hug minum nærri á þessari stundu, kunnúgt mér margt, annað ókunnugt, það á almennt erindi, því hér er gripið á leyndarmáli heilagrar trúar, kristins trúarlífs. Það er ekki öruggt, að ásýnd árs og daga sé tiltakanlega gleðileg í augum manna, þótt allt leiki í lyndi og engin birtubrigði séu sýnileg í lífi þeirra. Það er undarleg staðreynd, að þakklátasta og glaðasta fólkið finnur maður meðal s.n. smælingja og raunabarna. Læknir og prestur hittust sem oftar á spítala. Læknirinn, stríðinn og hvefsinn á yfir- borði, sagði um leið og þeir mættust á ganginum: Nú, nú, þú ert með himnarík- ið á vörunum eins og vant er. Hvar er það þetta himnaríki þitt? Prestur svar- aði af bragði: Himnaríki, það er í kjallaraholunni hjá henni Stinu gömlu á X-götu 14. Fleira töluðu þeir ekki saman í það sinn, læknirinn og presturinn. Jesús sagði: Guðs ríki er hið innra með yður. Hann sagði einnig: Eg vegsama þig faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum og opinberað það smælingjum. Aþreifanlega sönn orð. Ég þarf ekki að leita uppi auglýsta furðu- menn til þess að kynnast stórmerkjum. Ég þekki kraftaverk, sem Jesús Kristur hefur unnið og er að vinna í huga og sálarlífi fólks, sem sumt hvað hefur þurft að ganga undir þungum byrðum en hefur gefið sig honum á vald og fundið hvernig okið, sem á þeim lá, varð hans og þar með ljúft og létt. Mikill þorri þjóðar vorrar má þakka 'góða hagi í öliu ytra tilliti. Og þeir eru sem betur fer margir sem kunna að meta það og þakka, þó að oss mönnum hætti löngum til þess að verða gleymnir í gengi og meðlæti. En það er mér mikið þakkarefni um þessi áramót að minnast þess, hvernig tekið var undir beiðni kirkjunnar um það að rétta hungruðum hjálparhönd nú á jólaföstunni. Ég veit að framlögin mörg til þessarar söfnunar eiga að baki sér vakandi þakkarhug fyrir nægtir og farsæld. Slík hbgsun er heil- brigð, hún er gæfugjafi. Ekkert Ián, eng- in gæfa kemur þeim að haldi, sem hrifs- ar allt án þess að þakka neitt. Þegar menn eru kröfuhafar sífellt og finnst þeir eiga sjálfsagða heimtingu á öllu, sem þeim fellur í skaut, þá er ekkert metið, og svo kemur tómleikinn, lífsleið- inn, ólundin, sem er æði áberandi vlða þar, sem mest er gert fyrir fólkið, eins og það er orðað. Það hefur stundum verið sagt, að lifið í því himnaríki, sem kirkjan hefur boðað, hljóti að vera þreytandi. Hvað sem því líður, þá er komin reynsla á það, að menn þreytast á sældinni i þeim jarðnesku ríkjum, sem kennd eru við velferð. Vinur minn einn átti erindi á almenningsSalerni í Stokkhólmi og sem hann hafði komið sér fyrir á setunni þar, blöstu við honum á veggnum á móti þessi orð: Loksins þó eitt, sem þú mátt gera sjálfur. Sú allsherjar ríkisforsjá og skipulagning lifsins, sem átt hefur sér stað í vestrænum velferðarríkjum er þó harla mildileg og skammt komin miðað við önnur ríki og þær háu stjörnur, sem þar er siglt eftir. Nútiminn hefur haft sina trúarlær- dóma, sem allir hafa aðhyllzt, hvaða póli- tíska stefnu sem þeir hafa játað. Þeir lærdómar hafa verið óumdeildir, þótt allt hafi þótt vafasamt, sem spökustu djúpsæismenn aldanna hafa eftir sig lát- ið. Uppistaðan í þeirri trúfræði er sú, að lifskjör eigi að batna frá ári til árs, að engin takmörk séu fyrir þvi, hvað hægt sé að komast í hagvexti, engin takmörk fyrir því, hvernig tæknin geti ráðskast með náttúruna, og að bættir ytri hagir auki og tryggi lífshamingju. Allir þessir trúarlærdómar, allir þessir guðir nútimans, eru nú að festast á blindskeri. Það fær engum dulizt. En blekkingar eru lifsseigar. Það tekur sinn tíma að leiðrétta þá inngrónu afstöðu, sem búið er að hamra inn í alla menn, að efnalegar framfarir séu sjálfsagðar og takmarkalausar og uppspretta mann- legrar hamingju. Vonandi verður hugar- farsbreyting áður en harkalegar stað- reyndir knýja hana fram. Guð gefi það. Lifskjör eru mikilvæg, sannarlega. Af- komuöryggi, jöfnuður og réttlæti í kjör- um, þetta eru ekki úreltar hugmyndir, eða mannfélagshugsjónir. En draumur- inn um efnalegar framfarir endalaust er búinn, enda blekking. I fyrsta lagi vegna þess, að þær þjóðir, sem hafa lifað sam- kvæmt þessari hugsjón og geta það um sinn, komast ekki lengra, verða nú að snúa við, þær geta ekki lengur gengið í lífsforðabúrin og látið greipar sópa, án þess að hirða um aðra, án þess að átta sig á, að bílif og bruðlunarsöm kynslóð er að taka brauðið frá munni annarra, meðal annars að svipta eigin afkomendur lifs- möguleikum. I öðru lagi mætti það vera hverjum manni í augum uppi að efnaleg- ar framfarir veita aldrei fullnægju, hver uppfyllt krafa vekur aðra nýja. Neyzlu- þjóðfélagið, sem í framboði sínu á gæð- um til kaups, er komið langt fram úr hæstu hillingum næstu forfeðra, ber ekki hamingju á guliglófum inn í nægt- anna hús. Eða finnst þér það? Er ekki alltaf verið að segja þér, hvað þig vant- ar? Þú þarft annað, þú þarft meira en þú hefur, það er meira í boði. Það bylur sífellt í eyrum þínum, blasir stöðust við augum þínum. Fyrir fáeinum árum var það nauðsyn, að þú eignaðist sjónvarp. Nú dugir það ekki. Þig vantar litsjón- varp og mátt ekki vera í rónni fyrr en þú hefur fengið það. Enda er svo að skilja sem einhver hulin forsjón hafi fyllt landið af litsjónvarpstækjum og þá verð- ur ríkisvald, sem vill ekki láta bendla sig við afturhald, að sjá um það, að þegnarn- ir geti notið þessarar dásemdar. Og það sem þig hefur vantað til þess að geta haldið mannsæmandi jól eða rétt vinum boðlega jólagjöf, það er ekki lítið. Það er alltaf verið að segja þér, beint og óbeint, hvað þig skortir, hvað þú ferð á mis við í lífinu, hvers þú ættir að njóta og mættir njóta, ef þú fylgdist með — og hefðir meiri peninga. Og svo viltu fá og þarft að fá meiri peninga, en um leið og þú færð meira fé blasir það enn við, hvað þig vantar, og þannig heldur kapphlaupið áfram, kapphlaupið við sjálfan sig á þessari flóðlýstu svikaglæru. Þú þyrftir að fá að heyra það einstöku sinnum og hugsa út í það endrum og eins, hvað þú átt. Það er t.d. þetta að hafa heilsu og starfskrafta og eiga að starfi að ganga. Eða það að eiga maka, sem kannski er ekki fullkominn, Iíklega nokkuð langt frá þvi, einkum ef farið er að miða við dísir og kappa á leiksviðum, en er nú samt manneskja, sem hefur gefizt þér, deilir með þér öllu yndi og amstrí lífsins. Ég gæti haldið áfram að nefna hversdagslega smámuni. Lífsham- ingja og sönn lífsnautn er óhugsandi ef menn taka ekki eftir þeim og meta þá ekki, ef hinar frumlægu gjafir skapar- ans gleymast vegna bólginna umbúða lífsins. Ég sagði „smámuni“ og rang- nefni er það, því hér er einmitt um það að ræða, sem er meira en allt, sem þú vinnur fyrir og getur komizt yfir gegn gjaldi. En slíkt er hversdagslegt, af þvi það er ekki auglýst, ekki selt, ekki troðið upp á neinn, það er rétt þér og gefið af örlæti, sem ekki sér til gjalda, ómælt gefið upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Undir áramótin núna hefur mátt lesa alvöruþung orð um spillinguna í is- lenzku þjóðlífi. Ég ætla engu að auka við það. Ég vona aðeins, að vakandi menn tali ekki fyrir daufum eyrum, þegar þeir benda á sjúkleikamerkin og hrópa til þjóðarinnar að vakna. Það er oft sagt með mismunandi tónfalli, að kirkjan tali fyrir daufum eyrum, nái ekki sambandi við fólkið. En hvaða raddir eru það sem fá áheyrn? Hver er sá tónn, sem á greið- an aðgang að ungu fólki og öðrum? Eru það raddirnar, sem hvetja til varúðar á vegum lífsins og benda á háu og hollu lífsmiðin? Sé svo ekki, hvar er þá sökin? Mættu ekki áhrifamenn spyrja sjálfa sig, hvort sem þeir telja sig standa nær eða fjær kristinni kirkju? Vita menn ekki, að það er auðveldara að flytja þægilega lygi en sannleika, sem höfðar til vilja, manndóms, fórnfýsi, auómýktar, kær- leika? Vita menn ekki að það er hægara að bjóða upp í dans en að kalla til átaka við sinn verri mann? Og hver er stefnan i þjóðaruppeldinu, þegar á heildina er litið? Hver eru áhrifin, sem flæða inn á heimilin í landinu að opinberri tilstuðl- an? Hver eru musterin sem ungdómur landsins á að sækja sér til lífsfyllingar og mótunar? Menn segja, að verðbólgan eigi alla sök á meinsemdum þjóðlífsins. En hvaðan er hún? Og hvernig verður hún læknuð? Ég hélt að hún og það hugarfar sem hún mótar, stæði í ein- hverju sambandi við sálarlíf fólksins. Og sálarlíf skiptir engu máli i fræðum vorra daga. Hjálp er stórt orð í félagsmálum og stjórnmálum, í kröfum og stefnuskrám, en sáluhjálp sé ég þar aldrei nefnda. Og það er heldur ekki vinsælt orð. Og kirkj- an er ógnarlega hjáróma að vera að boða sáluhjálp. Hún gerir það samt, meðan hún má mæla. Sigurður Breiðfjörð sagði forðum: Hamingjan býr í hjarta manns. Það er kristinn sannleikur. sem ekkert hagkerfi hnekkir, en hvert hagkerfi svíkur og brestur, ef þetta gleymist. Föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið, Guðs ríki er hið innra, segir kon- ungur hjartans, Jesús Kristur. Hann er sáluhjálpin og þar með öll hjálpin, tímanleg og eilíf. Yfir þessu nýja ári er nafnið hans skráð. Guðspjall nýársdagsins, styttra en öll önnur helgidagaguðspjöll, hefur ekki annað að boða en nafnið hans. Og reynd- ar hefur kirkjan hans ekki annað að boða nokkurn dag. Það er hið eina, sem hún á, hið eina, sem henni hefur verið gefið og hún getur miðlað af. Ekkert mannlegt er henni óviðkomandi. En hvert sem auga hennar beinist og hvert sem hún bendir í boðun og starfi, þá er það eitt, sem hún hefur á hjarta, eitt, sem henni er ætlað og falið, eitt, sem hún á, og það felst í nafninu Jesús. Hann er foringinn, fyrirmyndin, vegurinn sannleikurinn, lífið, frelsarinn. Mundu það, mennska strá. Vittu það, veika þjóð. Róleg áramót hjá lög- reglu og slökk vilidi ÁRAMÓTIN voru einstaklega róleg hjá lögreglu og slökkvi- liði í höfuðborginni, aS sögn Bjarka Elíassonar yfirlög- regluþjóns og Hjalta Bene- diktssondarvarðstjóra í slökkviliSinu. Bjarki sagSi að snjókoman é gaml érskvöld hefði vafalaust haft það í för með sér a8 færra fólk var é ferli en venjulega. Með færra móti var við éramótabrennurnar og flestir. som komu til a8 virSa brennurnar fyrir sér. voru I bllum. Aðeins voru teknir 3—4 ölvaSir é almannafæri og töluvert var um útköll I heimahús vegna ölvunar. Engin stóróhöpp urðu um éramót- in. Ungur maBur missti framan af tveimur fingrum þegar hann var a8 sprengja heimagerSa sprengju og é gamiérskvöld var8 miki8 fjaSrafok þegar heimatilbúin sprengja sprakk me8 milclum gný. Lögreglan hafSi snör handtök og haf8i upp é fram- leiSandanum. Reyndist uppistaSa sprengjunnar hafa veriB hélft klló af pú8ri. Sem betur fer hlutust ekki slys af þessu tiltæki. Loks er þess að geta. a8 mistök ur8u þegar skjóta étti é loft skiparakettu I Fellsmúla. Fór rakettan beint é glugga. I gegn- um tvöfalt gler og gardlnu og olti skemmdum innanstokks en engin meiSsli ur8u é mönnum. A8 sögn Hjalta var mjög rólegt hjé lögreglunni. Á nýérsdag fór slökkvi- Ii8i8 I þrjú útköll. Þa8 mesta var a8 Bólstaðarhlið 3. þar sem eldur hafði komið upp I risi. en hann var fljót- lega slökktur. f Dúfnahólum 4 kom upp eldur I barnaherbergi en hann var slökktur með slökkvitækjum hússins éður en hann breiddist út. ASfararnótt nýérsdags var kveikt I póstkössum é 1. hæð hússins Ljós- heimar 21, en húsvörður og nokkrir ibúar voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðiS kom é vettvang. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.