Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Þeir fara til Danmerkur Björjívin Björj'vinsson Kinar Maj;núss»n (■unnar Kinarsson J6n H. Karlsson (tunnar Kinarsson Kristján Sigmundsson Oialur Bencdiktsson Þorbjörn Guömundsson Bjarni Guðmundsson Geir Hallsteinsson Janus Guðlaugsson Arni Indriðason LANDSLIÐSNEFNDIN I handknattleik valdi I gær endanlega þann 16 manna iandsliðshóp, sem verja mun heiður tslands I 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar, sem hefjast á 1 Danmörku hinn 26. janúar n.k. Ekki er hægt að segja að val nefndarinnar hafi komið á óvart, þar sem valdir eru þeir leikmenn, sem mest hafa fengið að spreyta sig 1 landsleikjum og æfingaleikjum undanfarnar vikur. Þó kemur Þor- bergur Aðalsteinsson inn í hópinn, en Morgunblaðið hafði spáð að Jón Hjaltalfn fengi frekar sæti 1 landsliðshópnum. Frammistaða Þorbergs að undanförnu hefur einfaldlega verið betri en Jóns svo það val skýrir sig sjálft. Lansliðshópinn skipa eftirtald- ir leikmenn: Kristján Sigmundsson, Vfkingi Gunnar Einarsson, llaukum Ölafur Benediktsson, Olympia Jón H. Karlsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Björgvin Björgvinsson, Vfkingi, Olafur Einarsson, Vfkingi, Þorbergur Aðalsteinsson, Vfk- ingi, Viggó Sigurðsson, Vfkingi, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Bjarni Guðmundsson, Val, Janus Guðlaugsson, FH, Einar Magnússon, Hannover, Gunnar Einarsson, Göppingen, Axel Axelsson, Dankersen, Arni Indriðason, Vfkingi. Þeir leikmenn, sein æft hafa ineð landsliðinu að undanförnu, en detta nú út úr hópnuin, eru eftirtaldið: Jón Hjaltalin Magnús- son, Lugi, Páll Björgvinsson, Vik- ingi, Þórarinn Ragnarsson, FH, Birgir Jóhannesson, Fram, Þor- björn Jensson, Val, og Jón Pétur Jónsson, Val. Næstu tvær vikur inunu lands- liðsinennirnir æfa mjög stift og verða þrekæfingar daglega hjá liðinu. 17. janúar verður byrjað að hvíla fyrir átökin i Daninörku. Hinn 20. janúar verður haldið til Noregs og þar leikið gegn Óslóar- úrvali og einn landsleikur. Heiins- meistarakeppnin hefst síðan 26. janúar og leikur Island eins og kunnugt er í riðli ineð Spánverj- uin, Rússuin og Dönuin. Landsliðsnefndina í handknatt- leik skipa þeir Birgir Björnsson, Gunnlaugur Hjálinarsson og Karl Benediktsson. Landsliðsþjálfar- inn, Janus Cerwinsky, keinur til inóts við landsliðið f Noregi og verður síðan ineð liðinu til loka heimsmeistarakeppninnar. — áij. Jafnt í leik heimaalninga á móti útlendingum JAFNTEFLI, 26:26, varð í leik heimamanna gegn útlendingum í handknattleik á gamlársdag. Var leikur þessi ágæl skemmtun fyrir um 800 áhorfendur, en alvaran var þarna látin víkja að mestu og leikinenn léku að mestu eins og andinn blés þeim í brjóst. Utlendingarnir náðu fljótlega forystu í Ieiknum, höfðu 14:8 í hálfleik og skömmu síðar 16:8. Munaði þar mestu um snilldar- markvörzlu Þorláks Kjartansson- ar í marki útlendinganna, en hann var heilum gæðaflokki betri en landsliðsmarkverðirnir Kristján og Gunnar, sent ekki eru beint í góðu formi þessa dagana. Er leið á leikinn kom úthaldsleysi útlendinganna í ljóst og heima- menn náðu að jafna 21:21 og síð- an að komast yfir. Blasti sigur við liðinu er Gunnari Einarssyni tókst að Iæða síðasta skotinu í leiknum talsvert utan af velli í gegnum vörnina og síðan milli fóta Kristjáns í markinu. Varð því jafiit í leiknum og var það bezt við hæfi. I þessum leik léku þeir bezt i liði útlendinganna Axel Axelsson, Viðar Símonarson og Gunnar gerði nokkur góð mörk í leiknum. Af heimamönnum vöktu mesta athygli lagleg mörk Jóns Karls- sonar, en hann hefur lítið reynt að skjóta að undanförnu nema úr vítaköstum. Þá var Páll Björg- vinsson frískur í spilinu, en í raun er lítið að marka svona „gamni- leiki“ eins og það heitir víst. — áij Gamlárshlaup IR: Jón sigraði örugglega BORGFIRÐINGURINN Jón Diöriksson sýndi á gamlársdag að hann er I mjög góöu hlaupaformi um þessar mundir. þvi þá vann hann yfirburðasigur i Gamlárshlaupi ÍR. Meö hinum stóra sigri sinum undirstrikaði Jón að hann er okkar sterkasti hlaupari i dag. hvort sem um millivegalengdir eða langhlaup er aö ræöa. Þrettán manns hófu og luku keppni i Gamlárshlaupi ÍR-inga og er hlaupið „sterkasta" hlaup vetrarins þvi þátt i þvi tóku flestir beztu hlaupar arnir. Meðal þátttakenda var Lilja Guðmundsdóttir og skaut hún sumum karlmónnunum ref fyrir rass i hlaupinu. sem erum lOkmað lengd. Axel Axelsson Þorbergur Aðalsteinsson Gamlárshlaupið hófst við gamla Ir- húsið við Túngötu sem og i fyrra Lauk hlaupinu þar einmg. er hlaupararnir höfðu sprett úr spori um Eiðsgrand- ann, Norðurströnd. Lindarbraut, Suð- urströnd, Bakkavör. Skólabraut. Nes- veg. Ægissíðu, Suðurgötu. Kirkju- garðsstig. Garðastræti og Túngötu Byrjunarhraðinn var ekki mjög mikill og fylgdust hlaupararmr að fyrst i stað Þegar Eiðsgrandinn var að baki tók Ágúst Ásgeirsson ÍR, forystu í hlaup- inu og jók hraðann og við það tognaði úr hópnum Á miðri Norðurstöndinni fékk Ágúst hlaupasting og dró úr ferð- inni Tóku þeir Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR við foryst- unni en Sígurður P Sigmundsson FH gaf þeim ekkert eftir og skáru þessir þrir hlauparar sig brátt úr og fjarlægð- ust aðra jafnt og þétt I rúman kílómetra hlupu Jón, Gunn- ar Páll og Sigurður samsiða, en er þeir komu inn á Suðurströndina úti á Sel- tjarnarnesi tók Jón af skarið. jók hrað- ann og náði forystu sem óx jafnt og þétt Um svipað leyti vann Borgfirðing- urinn Ágúst Þorsteinsson sig upp i fjórða sætið. en nafni hans Ásgeirsson dró hann aftur uppi og hlupu þeir samsíða mest allt hlaupið og hvatti hvor annan Gunnar Páll lagði hart að sér að Norðurstönd og Lindarbraut. fékk mikinn hlaupasting upp Bakkavör- ina og stoppaði á Nesvegi, og skokkaði Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.