Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3, JANUAR 1978 19 Fiskútflutningur Norð- manna jókst mjög 1977 Ósló, 30. des. Reuter. ÚTFLUTNINGUR Nord- manna á fiski og fiskafurð- um jókst mjög árið 1977 frá árinu áður eða því sem nemur um 400 miiljónum norskra króna, að sögn Eivind Bolle fiskimálaráð- herra Noregs. Framkvæmda- ráð EBE. Danir taka vid forsetaembætti Brussel, 1. jan Reuter. DANIR taka í dag við for- setaembætti framkvæmda- ráðs Efnahagsbandalags- ins af Belgum til næstu sex mánaða. Hvert aðildarland fer með forsetaembætti hálft ár í senn og talið er að forysta Danmerkur nú muni greiða fyrir umsókn- um Grikklands, Portúgals og Spánar um inngöngu. Á næstu þremur mánuðum er talið að þau málefni, er hæst mun bera hjá bandalaginu, verði sátta- umleitanir við stáliðnaðarþjóðir sem keppa við aðildarlöndin níu, ásamt viðræðum um tollalækkan- ir í Genf. Einnig munu fiskiveiði- mál verða mjög á dagskrá, en búist er við að ráðherranefndin geri nákvæmlegar tillögur um fiskiveiðikvóta fyrir löndin hvert fyrir sig 1978. Turninn í Pisa stendur í stað Pisa. Italíu, I. Janúar. AP. HALLilNlN á skakka turninum í Pisa jókst ekkert á árinu 1977, en hefur aukist ár frá ári í gegnum aldirnar fram að þeim tíma. 1 fyrsta skipti frá því að mælingar hófust á halla turnsins árið 1913, jók hinn 804 ára gamli turn ekkert við halla sinn þetta árið, að sögn prófessors Giuseppe Tonoiolo. Prófessorinn sagði að sér- fræðingar væru ekki á einu máli um hvers vegna hallinn hefði stöðvast, en við mæling- ar á gamlársdag reyndist hall- inn vera nákvæmlega sá sami og mældist 31. desember 1976. Þessar fréttir hafa þó ekki dregið úr ótta manna um að einhvern daginn hrynji turn- inn til grunna. Turninn í Pisa byrjaði að halla strax og bygg- ingu hans lauk á 12. öld vegna jarðvegshreyfinga undir hon- um. Ráðherrann sagði að frá því að efnahagslögsaga landsins var færð út í 200 mílur snemma á síðasta ári hefði eftirspurnin á megin- landinu eftir fiskafurðum aukist til muna, þar sem erlend fiskveiðiskip hefðu glatað hefðbundnum rétti til veiða á þessum miðum. Nettótekjur af útflutn- ingi fisks og fiskafurða nam um á síðasta ári 4,1 milljarði norskra króna, en tekjurnar voru í hitteð- fyrra um 3,7 milljónir norskra króna. Bolle sagð ist vera mjög bjartsýnn á árið 1978 varðandi fisksölu Norðmanna. För Carters: Carter í Teheran með Hussein Jórdaníukonungi og transkeisara. Fundaði um áramótin með Hussein og íranskeisara Teheran, 31. des. — 1. jan. AP. ÞAÐ var snjókoma og þungskýjað er Carter Bandaríkjaforseti flaug frá Póllandi á laugardag, en hálfri fimmtu stund síð- ar var honum fagnað í sól- skini og blíðu á flugvellin- um í Teheran í íran, þang- að sem hann kom til við- ræðna við Iranskeisara. Hann heilsaði írönum sem nákomnum vinum og bandamönnum, en í nokk- urra mílna fjarlægð kváðu við hróp mótmælenda sem andsnúnir eru Banda- rfkjunum; „Kani, kondu þér heim“. Markmið við- komu Carters í íran var að ræða við keisarann um horfur í friðarumleitunum í Miðausturlöndum, en hann hitti einnig Hussein Jórdaníukonung að máii í höll transkeisara á sunnu- dag. Á flugvellinum lét keisarinn í ljós þá ósk við komu Carters að viðræður þeirra mættu verða semkarsælastar. Carter kallaði hins vegar eldsneyti mikilvæg- asta vandamál heims, en íran er eins og kunnugt er eitt mesta oliuútflutningsríki veraldar. „Það er sökum þeirrar miklu virðingar sem ég ber fyrir forystu keisarans í þessum heimshluta að ég er kominn til að ráðfæra mig við hann“, sagði Carter. Að sögn vitna bar nokkuð á óeirðum með- an á heimsókn Carters stóð, en strangur vörður var um forsetann og sagðist íranskur embættismað- ur ekki telja að hann hafi orðið þeirra var. Talsverðar óeirðir urðu við Hvíta húsið er íranskeis- ari kom til Bandarikjanna í nóvember s.l. Eftir viðræðurnar var sagt að í þeim hefðu farið fram mikilvæg skoðanaskipti og aðallega verið rætt um orkumál og Miðaustur- lönd. Að sögn bandarískra em- bættismanna komu leiðtogarnir sér saman um sölu á sex til átta kjarnakljúfum til írans en drög að þessum samningi munu hafa verið unnin af nefnd bandarískra og íranskra embættismanna í Washington áður. Þá var að sögn embættismannanna samið um að taka höndum saman um aðgerðir í þágu friðar í Miðausturlöndum og í deilum Eþíópíu og Sómalíu í Ogaden. Það kom nokkuð á óvart að í matarveizlu, er keisarinn hélt Carter á nýárskvöld í höll sinni var einnig staddur Hussein Jórdaníukonungur. Eftir við- ræðurnar er Carter átti með Huss- ein á sunnudag virtist hann ekki óánægður, en lýsti þeim sem mjög erfiðum. ,,Ég mun halda viðræð- um þessum áfram við aðra Araba- leiðtoga", sagði Carter, „þegar ég er kominn til Riyadh og ég hef umboð Iranskeisara og Husseins til að skýra leiðtogunum frá við- horfum þeirþra." Hann kvaðst ekki hafa farið þess á leit við Hussein að hann yrði viðstaddur viðræður hans og Sadats í Kairó, þvi það væri hans sjálfs að ákveða það. „Nú sem stendur held ég að Sadat túlki mjög viðhorf Araba og í augnablikinu sé ég enga ástæðu til að Jórdanir taki beinan þátt í viðræðunum," sagði Carter. Hann bætti við að bæði keisarinn og Hussein bæru djúpa virðingu fyr- ir stjórnvizku Sadats. Sadat skýrði frá því í siðustu viku að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Carters varðandi samningsað- stöðu ísraela. Það kom þó fram hjá bandarískum embættismönn- um að þeim þætti ólíklegt að Sadat tæki mjög alvarlega um- mæli Carters. Carter hefur stað- fest að hann muni hitta Sadat að máli á miðvikudag í Aswan i Egyptalandi, þar sem Sadat dvel- ERLENT Alexander Haig: Nifteindasprengjan stuðlar að „árangursríkum hemaði Washinglon, 1. jan. Reuter. HERNAÐARSTYRKUR Varsjár bandalagslandanna heldur áfram að aukast og gæti leitt til röskun- ar á jafnvægi í Evrópu að því er Norður-Atlantshafsráðið greindi frá ■ dag. Starfshópur, sem f eru einkum fyrrverandi háttsettir embættismenn, benti á að Var- sjárbandalagið væri heimsvalda- sinnað og reiðubúið til að beiða hervaldi til að ná pólitískum markmiðum. í skýrslu hópsins kom þó fram að Sovétríkin og önnur kommún- istalönd mundu ekki segja öðrum stríð á hendur nema þau væru þess fullviss að þau stæðu betur að vígi. „Þótt ósennilegt sé talið að. til styrjaldar komi við núver- andi kringumstæður, er það áhyggjuefni að friði gæti verið stefnt í voða með viðbrögðum Sovétmanna við þróun mála í Júgóslavíu, A-Evrópu eða Ber- lin,“ sagði í skýrslunni. Var sagt að til þess að vega upp á móti sókn Varsjárbandalagsins og halda uppi gagnógnunum yrði NATO að gerá gangskör að því að ráðstafanir þess efnis að aðildar- löndin ykju framlag sitt til her- Alexander Haig mála um 3% eins og þau sam- þykktu á fundi sínum i maí yrðu að veruleika. Einn af þeim er skýrsluna undirrituðu, Andrew Goodpaster, fyrrverandi yfirmað- ur NATO, skýrði frá því á blaða- mannafundi að nifteindasprengj- an og „cruise" eldflaugin gætu hugsanlega átt sinn þátt í því að viðhalda jafnvægi. Þá kom fram í viðtali, er banda- ríski hershöfðinginn Alexander Haig, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, átti við fréttablaðið „Neue Osnabrúcker Zeitung“ í Þýzkalandi að nifteindasprengjan mundi spara stjórnmálaleiðtogum tíma í notkun kjarnorku. Hann sagði að sprengjan, sem drepur með geislavirkni en þyrmir mann- virkjum, mundi gera hernaðar- legt mótvægi raunverulegra en síður en svo auka hættuna á kjarnorkustyrjöld. Að dómi Haigs mundi nifteindasprengjan tryggja betri árangur í hernaði með minni hörmungum fyrir óbreytta borgara. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort þeir er andmæltu smíði vopns þessa tryðu því í raun og veru að ein- hliða takmarkanir Vesturveld- anna væru Sovétmönnum hvati til að minnka við sjálfa sig kjarn- orkuvopn. Kom fram í máli hans að nifteindasprengjan væri ekki nýlunda heldur aðeins umbót á kerfi því sem fyrir hendi er. Haig sagði að spurningin um beitingu kjarnorkuvopna væri stjórnmála- legs eðlis og yrðu stjörnmálaleið- togar að taka ákvörðun um hana. Sophia Loren eiginkvenna ásjálegust San Diego, Kaliforníu, 1. janúar. AP. SOPHIA Loren hefur verið út- nefnd „ásjálegasta eiginkon- an“ í heiminum af alþjóða- félagsskap „stúlknaáhorf- enda“, en þetta er í sjötta skipti sem slík útnefnding hef- ur átt sér stað, úr hópi 10 kvenna. Joe Beagin, forseti félags- skaparins og stofnandi hans, sagði að jafnt væri tekið tillit til hæfileika konunnar sem út- lits hennar þegar menn gæfu henni atkvæði sitt. Hinar níu sem komu til greina í þetta skipti voru: Phyllis Schlafly, húsmóðir, Bernadetta Peters, leikkona, Georgia Engel, gamanleikari, Natalie Cole, söngkona, Jan Stepenson, golfleikari, Phyllis George, Jodie Foster, leik- kona, Cheryl Tiegs, fyrirsæta og Jacqueline Bisset, leikkona. í alþjóðafélagsskap „stúlknaáhorfenda" eru um 25 þúsund karimenn, flestir bú- settir i Bandaríkjunum. Napalm árás Róm. 2. jan. Reuter. ALÞYÐUFRELSISFYLKING Eritreu (Eplf) hélt þvi fram í dag að eþíópískar herflugvélar hefðu ráðizt á bæinn Keren og nokkur nálæg þorp í Eritreu sem eru á valdi uppreisnarmanna með napalmsprengjum. Talsmaður hreyfingarinnar segir að Eþíópíu- menn hafi þar með beitt napalrn- sprengjum gegn uppreisnar- mönnum í fyrsta skipti síðan 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.