Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 3. JANUAR 1978 Jón Halldór Hannesson, kennari í innhverfri íhugun: Kerfið innhverf íhugun er þeg- ar vel þekkt hérlendis. Um 1300 landsmanna hafa lært tæknina innhverfa íhugun á stuttum nám- skeiðum sem haldin eru á vegum Islenska íhugunarfélagsins. En heildarfjöldi iðkenda í heiminum er nú um tvær milljónir. Þrír ís- lendingar hafa nú hlotið kennara- ' réttindi hjá Maharishi Mahesh Yoga, en hann hóf að útbreiða tæknina fyrir um 20 árum. Hundraðir rannsókna hafa ver- ið gerðar á því hver áhrif tækn- innar eru og hafa niðurstöður þeirra birst I visindaritum víða um heim. Þær hafa sýnt að hugur og likami fá afar djúpa hvíld með- an á iðkuninni stendur. Súrefnis- notkun, öndun og hjartsláttur minnka og samfara því eiga sér stað aðrar einstakar lifeðlisfræði- legar breytingar. Rannsóknir á því hvaða áhrif það hefur á dag- legt líf iðkenda að fá hvíld dýpri en hvíld svgfnsins sýna að hvíldin leiðir til þess að likaminn fer að starfa eðlilegar og taugakerfið styrkist, eins og fram kemur í aukningu greindar, sköpunar- hæfni og atorku. Vegið að rótum vandamála: Tæknin innhverf íhugun kem- ur ekki aðeins að notum við af- mörkuð vandamál. Hér er um að ræða aðfeð sem kemur að beinum notum sem grundvöllur að lausn þeirra vandamála sem jafnan eru í brennidepli. Það er einmitt út frá þessu sjónarmiði sem ég vil kynna tæknina. t þessari grein fjalla ég um tæknina með tilliti til vandamála einstaklingsins en í annarri grein með tilliti til lausn- ar vandamála þjóðfélagsins, menningarsjálfstæðis og heims- friðar. Mörgum finnst etv. að með ólikindum sé að einföld huglæg aðferð sem iðkuð er i 15—20 mínútur kvölds og morgna geti haft djúp áhrif á einstaklinginn og víðtæk áhrif á samfélagið, en ástæða áhrifamáttar tækninnar er sú að með innhverfri ihugun er farið að dýpsta sviði mannlegs lífs og styrkur dreginn þaðan. Þessu má líkja við það þegar garðyrkju- maður snýr sér að jurt sem er að visna, laufblöðin að fölna og blómin springa ekki út. Garð- yrkjumaðurinn snýr sér þá ekki að blöðunum og blómunum held- ur vökvar hann rótina og þegar rótin er styrkt styrkist öll jurtin sjálfkrafa. A sama hátt er tæknin innhverf íhugun ein einföld að- gerð sem styrkir öll svið mann- legs lífs. En lítum nú nánar á i hverju áhrifamáttur tækninnar, til þess að leysa vandamál ein- staklinga, er fólginn. Orsök vandamáia einstaklinga: Því hefur stundum verið haldið fram að maðurinn öölist því að- eins hugarró að hann dragi úr óskum sinum. Sagt er að óskir okkar eða langanir valdi þjáning- um eða vonbrigðum. En þetta er misskilningur, því öll þróun bygg- ist á óskum: Við óskum þess að ná ákveðnu marki og þegar þeirri ósk er fullnægt er hægt að snúa sér að því að fullnægja ósk á næsta stigi og ná meiri árangri og fullnægju. Fyrst lærir barn að hjóla á stéttinni heima en fljót- lega hættir það eitt að veita barn- inu fullnægju og sú ósk kemur eðlilega upp að reyna að hjóla um nágrennið. Þannig er grunneðli allra óska eða langana leit að sí- fellt meiri hamingju. Óánægja og þjáningar koma ekki upp vegna óskanna sjálfra, þær eru eðlileg- ar, heldur þegar ekki er hægt að uppfylla þær. Þannig að grund- völlur þjáninga einstaklinga er veikleiki, getuleysi til að fullnýta þá möguleika sem þeir búa yfir og uppfylla þar með óskir sínar með eðlilegum hætti. I þessu sam- bandi kemur tæknin innhverf íhugun að beinum notum. Tækn- in gerir okkur kleift að fulinýta þá möguleika sem við búum yfir og skapa þar með bætt skilyrði til að uppfylla óskir daglegs lífs. Þetta atriði vil ég nú útskýra nán- ar og benda á vísindarannsóknir sem renna stoðum undir þessa fullyrðingu. En fyrst er nauðsyn- legt að hafa hugmynd um hvað innhverf íhugun er. Tæknin og tómasviðið: Innhverf íhugun er auðveld andleg tækni. Iðkandinn situr þægilega í stól, lokar augunum og beitir einfaldri huglægri tækni, Maharishi Mahesh Yogi: „Uppljómun er eðlilegt ástand mannsins" algerri hvíld en ihugandinn er glaðvakandi innra með sér. Áður en tilraunin hófst voru íhug- endurnir beðnir um að ýta á hnapp eftir að hafa skynjað tæra vitund og kom merkið frá þeim einmitt við lok þessara hvíldar- tímabila. Heilalínuritin urðu ein- stök þegar tær vitund var skynj- að. Algjört skipulag, samvirkní eða samtengsl, virtist færast yfir taugakerfið. Þetta kom t.d. fram þannig að heilalínurit tekin á átta mismunandi stöðum heilans sam- tímis urðu öll eins, eða samfasa. Slíkt skipulag og samvirkni í heilastarfseminni hefur ekki áður fundist í þetta ríkum mæli. Þó er þekkt innan sálfræðinnar að heilalfnurit tekin af skapandi fólki, t.d. vísindamönnum og lista- mönnum, verða að einhverju marki lík þessum á þeim augna- blikum sem skapandi hugmynd fæðist eða lausn vandamáls finnst. Það sem gerist þegar líkaminn , fær hvíld er að hann endurnýjar sig. Þetta er eðlileg hneigð líkam- ans. Ekkert þarf að gera til að Fullnýting mögu- leika einstaklingsins Kerfid innhverf íhugun — Fyrri grein sem leyfir huganum að skynja hljóðari eða fíngerðari stig hugs- ana á kerfisbundinn hátt, þar til ástandi sem kalla má tæra vitund er náð, þegar hugurinn fer hand- an við hljóðasta stig hugsana. Þetta ástand minnstrar iðunar eða minnstrar starfsemi hugans einkennist af algjöru skipulagi. Það sama má segja um svið minnstrar iðunar eða hreyfingar efnisins, og reyndar eru einkenni þess (skv. skammtafræði eðlis- fræðinnar) og einkenni tærrar vitundar algerar hliðstæður. Tómasviðið, (the vacuum state), sem er ástand minnstrar iðunar alls efnis og orku í heimin- um, er óhöndlanlegt en er þó svið allra möguleika því við réttar að- stæður er hægt að skapa þaðan hvaða mynd efnis og orku sem er. Allar reglur um allar breytingar í heiminum búa í þessu sviði þann- ig að þótt það breytist aldrei sjálft er það þó uppruni allra breytinga eða heimkynni allra náttúrulaga, heimkynni allrar þekkingar. Eðlisfræðingar segja að fullgerða kenningu um náttúruna megi fá ef tómasviðið þekkist til hlýtar (Reconstruetion theorum). Með stærðfræðilegum rökum hefur verið sýnt að tómasvið er óbund- ið, viðheldur sér sjálft og er svið óendanlegra samtengsla. Eðlisfræðin er nú komin á það stig að vera farin að fjalla um frumeðli hlutanna, það svið þar sem náttúran byrjar að starfa. Og þá kemur í Ijós að lýsing eðlis- fræðinnar á því er alveg hliðstaéð lýsingu íhugenda á eiginleikum tærrar vitundar. Það er því ekki að undra þótt ýmsir færustu eðlis- fræðingar heims vinni nú í náinni samvinnu við Maharishi Europ- ean Research University (MERU). Þar eru gerar rann- sóknir á vitundinni sem sviði allra möguleika. B. Josepson, nóvelsverðlaunahafi frá árinu 1973 og prófessor við Cambridge háskóla, hefur sagt að nú sé Ijóst innan skammtafræðinnar að vit- und, eða athygli þess sem rann- sakar, hefur bein og mælanleg áhrif á það sem rannsakað er og því hafi hann og aðrir eðlisfræð- ingar mikinn áhuga á að rannsaka vitundina sem slíka. Rannsóknir: Ég sagði að innhverf íhugun væri huglæg tækni. En þó svo sé þá eiga sér stað ákveðnar líkam- legar breytingar meðan á iðkun- inni stendur. Hugarstarfsemin minnkar, en þar sem algjör sam- svörun er milli hugar og líkama minnkar líkamsstarfsemin jafn- hliða, þ.e.a.s. líkaminn fær djúpa hvíld. Fyrstu rannsóknirnar sem gerðar voru á tækninni leiddu þessa djúpu hvild í ljós. Þessar rannsóknir birtust viða t.d. í American Journal of Physiology 221, no. 3, 1971. Einn helsti sér- fræðingur heims í streitu, prófessor Hans Selye, forstöðu- maður læknadeildar Montreal- háskóla, og sá sem fyrstur manna notaði orðið ,,stress“ lýsti þeim mælanlegu áhrifum er tæknin innhverf íhugun hefur á líkam- ann, sem þveröfugum við þau áhrif sem mælast við streitandi aðstæður. Enn er rannsóknum haldið áfram í háskólum og rannsókna- stofnunum í öllum heimsálfum og má örugglega segja að tæknin innhverf íhugun sé að verða vin- sælasta rannsóknarefni innan líf- eðlis- og sálfræðinnar. Nýlegar rannsóknir gerðar á fólki sem iðk- að hafði innhverfa íhugun í nokk- ur ár sýndu að súrefnisnotkun þeirra minnkaði að meðaltali um 40% meðan á iðkuninni stóð, sem bendir til einstæðrar slökunar. Magn ýmissa hormóna og efna, sem tengd eru streitu, t.d. mjólkursýru og plasma cortisol, minnkaði jafnframt verulega. Það sýnir að sú hvíld sem líkam- inn fær er eðlileg, þ.e. engin til- raun er gerð til að halda niðri í sér andanum eða reyna á einn eða annan hátt að hvílast. Þetta gerist allt sjálfkrafa. Við mælingar kom í ljós að súrefnisnotkunin varð svo lítil að hún var ekki mælanleg á tímabilum allt að 40 sekúndum. Þessi timabil eru afar athyglis- verð. Líkaminn virðist þá vera í þessi endurnýjun líkamans eigi sér stað annað en veita honum næga hvíld. Hvíldin sem fæst við Innhverfa ihugun er mun dýpri en í svefni og þvi verður losun líkamans við óeðli eða streitu djúptækari og gagngerri við iðkunina. Af þessum sökum hefur íhugunin verið notuð með góðum árangri gegn sállíkamlegum sjúk- dómum. Þetta tvennt, losun streitu sem safnast hefur fyrir í líkamanum og aukning skipulags og samvirkni i heilastarfseminni meðan á íhugun stendur, er grundvöllur þeirra breytinga sem verða í daglegu lífi iðkenda. Ahrif á daglegt líf: Fjöldi rannsókna hefur verið gerður á áhrifum tækninnar utan ihugunar. Til dæmis hefur komið fram aukið hagræði í líkamsstarf- seminni. öndun og hjartsláttur verða hægari, blóðþrýstingur minnkar hjá þeim sem hafa of háan blóðþrýsting, og mótstaða gegn sjúkdómum eykst, svo eitt- hvað sé nefnt. Margar rannsóknir hafa sýnt að það skipuiag sem kemst á í taugakerfinu helst meir og meir utan íhugunarinnar og kemur þetta t.d. fram í aukinni sköpunarhæfni, bættu minni, auknum námshæfileikum og greind. Einnig hefur komið fram að skynjun batnar og samvirkni milli líkama og taugakerfis eykst, eins og fram kemur í rannsóknum sem sýna aukna snerpu hjá ÁSTAND SLÖKUNAR Breyting á rafviðnámi húðar 200 </) E O 03 O o -C E *03 c o 03 cc 100 50 D'- 001 (anaiysis ol vanance) Hlustaö á tónlist Tæknin Innhverf fhugun Rafviðnám húðarinnar má nota sem mælikvarða á slökun. Raf- viðnámið eykst mun meir við iðkun innhverfrar íhugunar en við lestur, hlustun á fónlist eða í hvíld. íhugendum eftir íhugun, en hún minnkaði hins vegar að jafnaði hjá viðmiðúnarhóp sem beðinn var um að hvíla sig í 20 minútur áður en snerpan var mæld. (S. Appelle, Perceptual and Motor skills 38 (1974)). All umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða áhrif iðkun innhverfrar íhugunar hefur á ánægju í starfi og á fram- leiðni. 1 einni slíkri rannsókn (Flew, „Transcendebtal Meditat- ion and Productivity", Academy of Management Journal 17, no. 2, 1974) var gerður samanburður á þeim sem iðkað höfðu innhverfa íhugun í um 11 mánuði og þeim sem ekki iðkuðu. Mjög marktæk- ur tölfræðilegur munur kom fram á þessum tveimur hópum. Iðkend- urnir voru að jafnaði ánægðari í starfi, afköst þeirra voru meiri og samskipti við samstarfsmenn mun betri. Ein ástæða leiða í starfi er til- breytingaleysi daglegs lífs. Öll erum við bundin af hringrás dag- legs lífs. Við sofum á ákveðnum tíma, vinnum okkar ákveðnu og oft tilbreytingalitlu störf, borðum á ákveðnum tíma o.s.frv. Þessi skipulagning, verkaskipting og skorðun athafna í fastmótaða hringrás er þó náttúruleg, hag- kvæm og nauðsynleg þróun og framförum. En gallinn er sá að vegna þessa fastmótaða skipulags er sköpunargreind okkar heft í því að tjá sig til fullnustu. Þetta kemur fram í leiða og áhugaleysi í störfum. En með iðkun innhverfrar íhugunar eru bönd hversdagsleik- ans rofin tvisvar á dag. Hugurinn beinist þá inn á við í átt að upp- runa hugsananna, tærri óbund- inni vitund og sviði ótakmarkaðr- ar greindar og sköpunarhæfni. Með skynjun óbundinnar vitund- ar, jafnvel þó ekki sé nema i örstutta stund daglega, er vegið upp á móti streitunni sem höft hringrásar hversdagsleikans hafa skapað. Hærra vit undarst ig Takmark allra óska eða langana er aukning hamingju og þegar einni ósk er fullnægt kemur önn- ur og síðan önnur o.s.frv. Endan- legt takmark óska er því óendan- Ieg hamingja. Með reglulegri iðk- un innhverfrar íhugunar verðum við meir og meir meðvituð um tæra vitund í daglegum störfum, þar til að því kemur, þegar öll streita er horfin úr taugakerfinu, að það endurspeglar sjálfkrafa tæra vitund stöðugt jafnhliða athöfnum. En eins og áður sagði þá er tær vitund heimkynni allrar þekkingar og svið allra mögu- leika. Þar blundar því óendanleg orka og hamingja. I þessu vit- undarástandi sem kalla má alvit- und, þ.e. vitund um allt span hug- ans auk vitundar um tæra vitund handan fíngerðasta stigs hugar- starfsins, er því endanlegu tak- marki allra óska mannsins náð. Að sjálfsögðu hættir maðurinn þó ekki að hafa óskir og að starfa. En nú koma óskirnar ekki upp vegna hamingjuleysis. Maðurinn er ekki háður því að uppfylla ósk- ir til að auka hamingju sína og er þetta vitundarástand því hin raunverulegi grundvöllur sannr- ar ósérplægni. Uppljómun Alvitund er einnig nefnd upp- ljómun því þá er innsta eðli mannsins, tær vitund, honum meðvituð. Uppljómun hefur um aldaraðir verið hjúpuð dular- blæju og annaðhvort talin vera hugarburður eða þá aðeins á færi fárra útvaldra sem yrðu að stunda langar og strangar æfingar. Með tilkomu kerfisins innhverfrar íhugunar er dularblænum svipt af uppljómun. Þetta er einfald- lega eðlilegt ástand mannsins, ekkert þarf að gera annað en að veita líkamanum það djúpa hvíld að smám saman losni öll streita og þá fer taugakerfið að starfa eðli- lega. Við þurfum einfaldlega að hreinsa burt streituna til að full- nýta þá möguleika sem við búum þegar yfir. Maharishi leggur áherslu á að uppljómun sé eðli- legt vitundarástand mannsins. Maður sem ekki er uppljómaður er eins og milljónamæringur sem gleymt hefur auði sínum og getur því ekki nýtt hann, en ráfar í staðinn um betlandi. A sama hátt búum við öll yfir ónýttum auði. Um þessar mundir er verið að gera rannsóknir á þessu vitundar- ástandi, „kortleggja" Iíkamleg einkenni þess, en það á sér að sjálfsögðu grundvöll og samsvör- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.