Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. JANUAR 1978 vtEÍ> MORö-dN- V KAFr/NU 3'';^ " -j'T1/ ' GRANI göslari Upp meó þig, bíllinn er farinn fvrir tveim tímum! Sesðu mér elsku vinur, hvernig heldurðu að þér falli vió að verða að lúta boði og banni konu! Prótein aðeins úr landbúnaðarvörum? Þá hafa landsmenn heilsað nýju ári og væntanlega hafið sín störf og i dag byrjum við eiginlega þar sem við enduðum á gamla árinu, með umræðu um málefni land- búnaðarins. „Ég vil byrja á því að þakka húsmóður í Heimunum fyrir hennar grein. Hennar skoðanir eru ekki brjóstumkennanlegar eins og bóndakona Iætur í veðri vaka. Hins vegar hef ég annað álit á skoðun bóndakonunnar. Hún spyr í grein sinni hvað um prótein og steinefni? Er bóndakonan e.t.v. þeirrar skoðunar að prótein fáist aðeins úr landbúnaðarafurð- um? Hefur bóndakonan ekki kynnt sér hvílíkur orkugjafi sjáv- arafurðir eru? Ég vil hér með benda henni á litið dæmi. Or hverjum 100 grömmum af heilagfiski fær maður 81 hitaein- ingu en úr 100 g af nýmjólk fáum við aðeins 63 HE og úr 100 g af harðfiski fáum við 317 HE, en úr 100 g af kindakjöti aðeins 260 HE. Ur fiski fáum við öll nauðsyn- leg orkuefni, steinefni og vítamin nema C, sem við fáum meðal ann- ars úr appelsínum og sitrónum, sem við kaupum frá erlendum bændum á hagstæðu verði. Engri móður dytti í hug að taka mjólk frá börnum sinum en engu að siður getum við húsmæður með samstilltu átaki stórminnkað neyzlu okkar á landbúnaðarvör- um án þess að heilsa okkar beri skaða af. Bóndakonan talar um eggin sem landbúnaðarvöru. Að visu tökum við eggin ekki upp úr sjó, en aldrei hef ég heyrt þess getið að eggjaframleiðendur hafi feng- ið bætur úr bjargráðasjóði ef illa árar, eins og bændur hafa fengið. Nú, — hún lætur í ljós hrifn- ingu sina á grein Agnars Guðna- sonar. Mig skal ekki undra það, BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson í vikulegri úrspilsþraut tökum við fyrir spil, sem kom fvrir á srðasta Evrópumeistaramóti í flokki ungs fólks. En þessa dag- ana stendur yfir á spilakvöldum bridgefélaganna um allt land landstvímenningur, sem haldinn er sérstaklega til styrktar ung- lingastarfsemi Bridesambands ts- lands. Astæða er til að hvetja alla til þátttöku því starf þetta evkst stöðugt. Má þar nefna sérstaka kennslubók ætlaða til notkunar í skólum í samvinnu við æskulýðs- ráð. Suður gefur og allir á. Norður S. AD109 . H. A64 T. 10873 L. G7 Suður S. K876 H. KG3 T. AK62 L. 32 Suður er sagnhafi í fjórum spöðum en austur og vestur hafa alltaf sagt pass. Ut kemur hjarta- tía, sem tekin er með gosa. Þegar tekið er á spaðaásinn eru allir með en í spaðakónginn lætu)- austur hjarta. Hvað svo? Islendingurinn fann ekki besta framhaldið. Hann tók á ás og kóng og spilaði tígli í þriðja sinn. Þá lét vestur hjarta, austur fékk á drottninguna, spilaði hjarta og vestur trompaði. Einn niður. Hendur austurs og vesturs voru þessar. Vestur Austur S. G532 S. 4 H. 102 H. D9875 T. G4 T. D95 L. ÁD1084 L. K965 Þrír slagir þurftu að fást i tígul- inn. En besta leiðin til að ná þeim var að spila lágum tígli frá hend- inni eftir að hafa tekið spaðaslag- ina tvo. Og við því á vörnin ekki svar. Á hinu borðinu kom út tígulgosi gegn sama samningi og var spilið þá auðvelt viðfangs eftir að tromplegan fannst. í lokin sakar ekkí að geta þess, að heimilt er að úthiuta þrefalt fleiri bronsstigum fyrir Landstvi- menninginn en venjulegt er á spilakvöldum. Og gullstig verða veitt fjórum hæðstu pörunum yfir landið. HÚS MÁLVERKANNA 36 ómanneskjulegt... og nú skil ég það bezt, þegar allt er um garð gengið. Og nú þegar við erum búín að ná samkomu- lagi.. og þú hefur ekki snert dóp mánuðum saman... þá finnst mér þú eiga skilið að fá eitt skot... — Attu ... áttu eitthvað... annars sagði læknirinn að ég mætti aldrei... Rödd hennar var veik og f jar- ræn. — Læknarnir segja svo margt. Það sem gildir er að taka sér hvfld frá þessu, svo að maður nái valdi yfir sjálfum sér og geti ráðið því hvað mað- ur neytir mikiis af þessu. Þegar maður er byrjandi sturtar mað- ur alltof miklu magni f sig ... Einstaka skot öðru hverju er bara til góðs ... það er Hka tii sönnunar þvf að maður er ekki háður þessu lengur. Hún kinkaði kolli. — Ein sprauta, svo að ég geti séð fyrir mér hvernig tfzkubúð- in mfn verður... svo að áætlan- ir mfnar verði mér fullkomlega skýrar ... ég get það ekki þessa stundina. — Þú getur það bráðum. Hann stóð með sprautuna í hendinni. Hún horfði á hann æðislega. — Og peningana fæ ég á morgun. — Auðvitað færðu peníng- ana... og þangað til læturðu þig dreyma um litlu búðina þína... Hún stakk sprautunni inn f lærið á sér æfðum höndum. —■ Bara að það komist ekki upp ... þá yrði ég skömmuð al- veg voðalega. — Nei, nei... þú verður aldrei skömmuð framar. 15. kafli Emma Dahigren lokaði hugs- andí dyrunum á baðherbergis- skðpnum. Að hverju hafðf hún veri- að leita hér? Plástri til að setja yfir skrámu á fingrí. Hún leit á sárið og sleikti blóðið. Svo leit hún í kringum sig f baðherberginu. Fallegt — f sægrænum litum með handskotnum keramikflfs- um á veggjum og gólfi og hvft- ar baðmottur sem fóru smekk- iega við. Baðherbergi með snyrtiskáp og bak við hann meðalaskápur. Henni hafði ekki dottið f hug að ónáða Dorrit með því aö biðja hana um plástur og því hafði hún farið rakleitt upp á baðherbergið til að aðgæta hvort hún fyndi ekki plástur sjálf. Og meðalaskápur Dorrits hafði verið stútfullur af hvers kyns pilluglösum. Stór glös með svefnlyfjum, með róandi pillum, með örv- andi pillum ... allar tegundir af pillum sem Dorrit hafði alla tfð fyrirlitið. Meira að segja þegar Dorrit hafði liðið allraverst... ef hún hafði verið veik eða glfmt við fjárhagsáhyggjur alltaf hafði hún harðneitaö að taka nokkur slfk lyf. Hún hafði beinlfnis verið öfgakennd f þessari af- stöðu sinni og hafði jafnan sagt Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdottir þýddi að þá borgaðí sig betur að fá sér einn drykk og ræða við hjálp- sama vini en taka pillur. Og hér var Dorrit í nýju hjónabandi með manni sem hún unni sýnilega hugástum. Fjárhagurinn eins og bezt varð á kosið og samt sem áður var skápurinn fullur af lyfjum. Svefnlyf handa frú Hendberg frá Svanaapótekinu í þorpinu. Róandi pillur handa frú Hend- berg... Emma Dahlgren reyndi að stöðva hugasinn hér. Það höfðu fleiri konur borið þetta nafn. Kannski einhver þeirra hefði átt þessar töfiur. Hún opnaði skápinn aftur og aðgætti dagsetningarnar á glös- unum. ----- Frú Carl Hendberg. Það þurfti ekki að vera Dorrit, en það var samt handa henni þvf að allar piliurnar höfðu verið gefnar út á sfðustu tveimur mánuðum. Emma lagði glösin frá sér og gekk út úr baðherberginu, án þess að hafa lagt piástur yfir sárið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.