Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 17 Vanda landbúnaðarins verður að leysa inn- an ramma 10 milliarða LEYSA verður vanda land- búnaðarins innan ramma þeirra fjárveitinga sem til hans er varið á næstu fjárlögum en það eru allls um tíu milljarðar, að því er kom fram í áramótagrein Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra í Morgunblaðinu. Olafur Jóhannesson viðskiptaráðherra vék einnig að málum landbúnað- ar og bænda í áramótagrein sinni I Tímanum og kvað það misskiln- ing að tilmæium bænda hafi af hálfu ríkisstjórnar verið vfsað á bug eða þeim tekið af litlum skilningi, þau væru þar einmitt til skoðunar eins og vandamál annarra atvinnugreina. Orðrétt sagði Geir Hallgrímsson um þetta efni í greini sinni: Landbúnaðurinn stendur frammi fyrir miklum vanda, sem fyrst og fremst felst í offram- leiðslu um sinn. Bændur benda á, að þeir hafi orðið mún minna úr býtum en aðrar stéttir. Sá saman- burður er ekki óyggjandi, en ljóst er, að ekki er enn unnt að auka framleiðslu, sem ekki selst eða á svo lágu verði, að óviðunandi er. Af sanngirni verður því ekki haldið fram, að ríkisstjórn og Al- þingi hafi sýnt landbúnaðinum skilningsleysi. Að vísu má deila um hvort niðurgreiðslur eru stuðningur við landbúnað eða neytendur, en til þeirra er varið um sex milljörðum króna á fjár- lögum næsta árs. Áætlað er að ýerja um þremur milljörðum króna til að greiða uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur og til ræktunarstyrkja og annarra slíkra framlaga um einum millj- arði króna, Innan ramma þessara fjárveit- inga verður að leysa vanda land- búnaðarins. Leita verður úrræða er gera kleift að nýta fjárveiting- ar til niðurgreiðslna og útflutn- ingsuppbóta jöfnum höndum til að auka tekjur bænda og hag neytenda innan lands. Bændur og forsvarsmenn þeirra verða að fylgjast náið með framleiðslu- magninu miðað við markaðshorf- ur og eftir spurn og hafa sýnt skilning í þeim efnum. Þá verður að gera úttekt á söluyfírkomulagi og vinnslukostnaði og draga mörk á milli þeirra, sem hafa atvinnu- tekjur af landbúnaði og hinna, sem stunda hann í ígripum eða sér til heilsubótar og dægrastytt- ingar í tómstundum. Ölafur Jóhannesson sagði hins vegar í grein sinni: Ég sil vel, að bændum þyki hart Benedikt Gröndal í áramótahugvekju: Ný mynt i stað „verð bólgukr ónunnar ’ ’ ? að búa við svo skarðan hlut, sem raun ber vitni, eftir kauphækkun- ar stökk annarra stétta. A þvi vandamáli verður að finnast lausn. Það þarf að leggja áherzlu á skilning og góðan hug á milli bænda og neytenda. Hinir síðar- nefndu verða t.d. að skilja, að síðasta búvöruhækkunin stafar að verulegu leyti af því, að þá voru bændur að fá kauphækkun, sem launþegar höfðu þegar fengið siðastliðið sumar og haust. Það er misskilningur, að tilmæl- um bænda hafi af hálfu ríkis- stjórnar verið vísað á bug eða þeimtekið af litlum skilningi. Þau eru einmitt þar til skoðunar eins og vandamál annarra atvinnu- greina. Menn geta ekki búizt við svörum, án þess að málin séu at- huguð. Það þarf að mörgy að hyggja. Það er ekki alltaf hægt að byggja á reikningsstokka meðal- tölum, sem allt eru að gera vit- laust í þessu þjóðfélagi. Ég vona fastlega, að sanngjarnir kröfur bænda fái hljómgrunn á réttum stöðum. Aðalatriðið er, að mál- flutningur bænda byggist á rök- um og réttum lögum. Það, sem mestu skiptir, er að markmiðinu sé náð, en ekki hvaða Ieiðir eru farnar. I mínum augum er merg- ur málsins sá, að þeir, sem hafa aðalatvinnu af landbúnaði, beri úr býtum sambærilegar tekjur og viðmiðunarstéttirnar. Annað er misrétti, sem ekki er unnt að þola. BENEDIKT Gröndal ritaði ára- mótahugvekju í Alþýðubiaðið nú um áramótin, þar sem hann ræðir efnahagsmál og m.a. þá hugmynd að taka upp nýja krónu í stað þess gjaldmiðils, sem nú hefur verið notaður um alllangt skeið, „verð- bólgukrónuna" eins og hann kall- ar hana. Um þessa breytingu seg- ir formaður Alþýðuflokksins: „Ýmsum hefur komið til hugar, hvort unnt væri að rjúfa víta- hring verðbólgunnar með því að skipta um mynt, taka upp nýja krónu í skiptum fyrir verðbólgu- krónuna. Hugmyndin er ekki ný, og slíkar leiðir hafa verið farnar i löndum eins og Frakklandi og Finnlandi. Að sjálfsögðu er breyt- ing gjaldmiðilsins sem slík engin lækning á meinsemdum efna- hagslífsins. Henni yrðu að fylgja margvislegar ráðstafanir, til dæmis um öflugra verðjöfnunar- kerfi í útflutningi, endurnýjað fjárfestingarkerfi, stórbætt ríkis- fjármál, afnám sjálfvirkni og launastefna. Hugsanlegt er að ákveða að taka upp nýja krónu til dæmis með 6 eða 12 mánaða fyrir- vara, en nota tímann til að koma fram löggjöf um nauðsynlegar umbætur. Gæti þá hvorttveggja gerst, að krónuskiptin greiddu fyrir umbótunum, og heildar- breytingin hefði djúp sálræn áhrif á þjóðina og drægi úr verð- bólguhugsunarhætti og virðingar- leysi fyrir peningum, sem ein- kennir ástandið nú. Hvað sem líður bollaleggingum af þessu tagi, er rétt að vera við því búinn, að fyrstu mánuði næsta árs verði margur vandinn leystur með bráðabirgðaráð- stöfunum. Hitt mun vera flestum stjórnmálamönnum ljóst, að gera verður víðtækari og varanlegri breytingar áður en langur timi líður. Það verður meginverkefni næstu ríkisstjórnar, hvort sem hún verður áframhald á núver- andi ráðuneyti eða ný samsteypa. Því ráða kjósendur með atkvæð- um sínum í vor“. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda: Hyggst hætta for- mennsku ef stjórnvöld taka ekki við sér GUNNAR Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði f hyggju að segja af sér störfum sem formað- ur stéttarsambandsins ef ekki yrði greitt úr vandamálum land- húnaðarins á næstunni. Gunnar kveðast fyrst hafa lýst þessu yfir í viðtali við útvarpið er fréttamaður hringdi í hann til að spyrja hann nánar hvað h'ann ætti við með niðurlagi áramótagreinar sinnar í Morgunblaðinu, sen þar segir Gunnar orðrétt: „Ég hef í þrjú s.l. ár í áramótagreinum bent á vandamál landbúnaðarins í þessu efni án þess að það hafi leitt til einhvers sjáanlegs árang- urs. Nú geri ég það í síðasta sinn í von um að einhver ráðamaður rumski í tíma áður en það stórtjón er orðið að það yrði aldrei bætt...“ Gunnar kvaðst nú eiga eftir að kynna samherjum sínum innan forustu Stéttarsambands vænda frekar þessa afstöðu sína en allt ylti þetta þó á því hver viðbrögð stjórnvalda yrðu varðandi afstöðu til vandamála Iandbúnaðarins. Atriði úr „Týndu teskeiðinni.' Leiksýningar af stað aftur í Þjóðleikhúsdnu Upp úr áramótunum hefjast aftur sýningar Þjóðleikhússins á þeim leikritum sem I sýningu voru fyrir jól, en legið hafa niðri vegna sýninga á Hnetubrjótnum. Á litla sviðinu verða sýningar á Fröken Margréti teknar upp að nýju. Aftur á móti verða á stóra sviðinu teknar upp aftur sýningar á „Stalín er ekki hér“, og „Týnda teskeiðin". Ein breyting verður á hlutverkaskipan i týndu teskeið- inni, þar tekur Sigurður Skúlason við hlutverki Randvers Þorláks- sonar. Byggingarvísitala hækkarum 10,8% HAGSTOFA íslands hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta desembermán- aðar og reyndist hún vera 175,76 stig, sem hækkað er upp í 1 76 stig. Grunnur vísitölunnar er 100 frá því í október 1975. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar frá því er hún var siðust reiknuð miðað við verðlag i september 1977 er 10.8%. Sé miðað við eldri grunn vísitölu ^yggingarkostnaðar, frá því í október 1955, er visitalan nú 3 490 stig og gildir þessi vísitala einnig til viðmiðun- ar á eldri grunni Œcaterpillar vélstjórar útgeróarmtenn NÁMSKEIÐ í meóferó og vióhaldi á CATERPILLAR bátavélum veróur haldió dagana 11 -13 janúar 1978 Þeir aóilar sem áhuga hafa á þátttöku láti skrá sig sem fyrst. AUKIN ÞEKKING - AUKID ÖRYGGI j___ HEKLA HF. Caterpillor, Cat, og ffl eru skrósett vörumerki ■ Laugavegi 170-172, — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.