Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Útgefandi utÞInfrib hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir G unnarsson. R itstjórnarf u lltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80.00 kr. eintakið. Við upphaf nýs árs Forystumenn þjóðarinnar Ijölluðu um áramót um þann þjóðfélagslega vanda, sem leitt hefur af þeirri óðaverðbólgu, sem hér hefur geisað um fimm ára skeið og haft í för með sér sið- ferðilega upplausn og spillingu í svo ríkum mæli, að verulegum áhyggjum veldur. Spegilmynd af þeim kvíða, sem þjóðin ber í brjósti yfir þessari þróun mála er sú staðreynd, að forsetinn, for- sætisráðherra og biskupinn yfir Islandi töluðu allir um þennan þjóðfélagsvanda í áramótaræðum sínum. Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, sagði t.d. í nýársávarpi sínu: „Það er orðin heldur ófrum- leg samlíking að kalla samfélagið þjóðarskútu, en hún er nærtæk fyrir farmanna- og fiskimanna- þjóð eins og oss tslendinga og vel má hún enn duga. Sigling þessar- ar skútu hefur löngum gengið upp og ofan og er það ekki nema að vonum. Veður og vindur eru mislyndar höfuðskepnur. Við höf- um lært að búa við þær og sjóazt á langri leið. Það er Islandssagan, og skútan flýtur enn og siglir, en á vorri tíð hefur ein skepnan enn komizt til sögu, það er hákarl í kjölfarinu og heitir verðbólga: Ijótt nafn og hæfir Ijótri skepnu ... Vér íslendingar erum síður en svo einir um að glíma við verðbólguvanda, en því miður fáum vér ekki leyst oss undan því ámæli að hafa alið þennan ófögn- uð árum og áratugum saman í meira óhófi en flestir aörir unz svo er komið sem komið er“. Þessi varnaðarorð forsetans eru tfmabær og eiga erindi til þjóðar- innar um þessi áramót eins og glögglega kom líka í Ijós í ávarpi Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra á gamlárskvöld, er hann sagði: „Auðvitað stofnar verð- bólgan hér afkomu atvinnuveg- anna og samkeppnisstöðu í hættu og leiðir á endanum til stöðvunar og atvinnuleysis. Þegar af þeirri ástæðu ber brýna nauðsyn til að snúast gegn þessari þróun. Okkur tókst á síöustu tveimur árum að minnka verðbólguna um helming og þótt okkur hafi borið af leið á þessu ári, þá megum við ekki missa sjónar af markinu. Þótt við verðum um skamma hríð að vera í biðstöðu, þá verðum við að nota þann tíma til að undirhúa nýja og öflugri sókn gegn verðbólguvá- gestinum í næstu atrennu. Reynslan sýnir okkur, að sigur verður ekki unninn með skyndi- sókn. Við þurfum á þolinmæði og þrautseigju að halda og megum ekki missa móðinn, þótt lengri tíma taki en við áður vonuðum til að ná árangri. Hér er einnig meira í veði en fjárhagslegir hagsmunir einir, atvinnulíf og samkeppnisstaða. Peningagildi er mælikvarði á fleira en fjármuna- leg verðmæti og geta einnig verið spegilmynd af siðferðisþreki og siðferðismati“. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, fjallaði í predikun sinni um áramót um ýmislegt af því, sem talið hefur verið til afleiðinga verðbólgunn- ar og sagði: „Undir áramótin núna hefur mátt lesa alvöruþung orð um spillinguna í íslenzku þjóðlífi. Eg ætla engu að auka við það. Eg vona aðeins, að vakandi menn tali ekki fyrir daufum eyr- um, þegar þeir benda á sjúkleika- merkin og hrópa til þjóðarinnar að vakna. Það er oft sagt með mismunandi tónfalli, að kirkjan tali fyrir daufum eyrum, nái ekki sambandi við fólkið. En hvaða raddir eru það, sem fá áheyrn? Hver er sá tónn, sem á greiðan aðgang að ungu fólki og öðrum? Eru það raddirnar, sem hvetja til varúðar á vegum lífsins og benda á háu og hollu lífsmiðin? Sé svo ekki, hvar er þá sökin? Mættu ekki áhrifamenn spyrja sjálfa sig, hvort sem þeir telja sig standa nær eða fjær kristinni kirkju? Vita menn ekki, að það er auðveldara að flytja þægilega lygi en sannleika, sem höfðar til vilja, manndóms, fórnfýsi, auð- mýktar, kærleika? Vita menn ekki, að það er hægara að bjóða upp í dans en kalla til átaka við sinn verri mann? Og hver er stefnan í þjóðaruppeldinu, þegar á heildina er litið? Hver eru áhrifin, sem flæða inn á heimilin í landinu að opinberri tilstuðlan? Hver eru musterin, sem ungdóm- ur landsins á að sækja sér til lífsfyllingar og mótunar? Menn segja, að verðbólgan eigi alla sök á meinsemdum þjóðlífsins, en hvaöan er hún? Og hvernig verð- ur hún læknuð? Ég hélt, að hún og það hugarfar sem hún mótar, stæði í einhverju sambandi við sálarlíf fólksins og sálarlíf skiptir engu máli í fræðum vorra daga. Hjálp er stórt orð í félagsmálum og stjórnmálum, i kröfum og stefnuskrám. En sáluhjálp sá ég þar aldrei nefnda, og það er held- ur ekki vinsælt orð. Og kirkjan er ógnarlega hjáróma að vera að boða sáluhjálp, hún gerir það samt meðan hún má mæla“. Við þessi áramót hefur skýrt komið fram, að fólk hefur áhyggj- ur af því, hvert þjóðfélag okkar stefnir. Og þótt vissulega sé ástæða til, að spurningar og efa- semdir vakni um það, er engu sfður fagnaðarefni, að þjóðin ger- ir sér grein fyrir því, að við erum í vissum vanda stödd. Viðurkenn- ing á því er forsenda þess, að úr megi bæta. Til þess þarf þjóðin forystu og leiðsögn frá þeim, sem til þess hlutverks hafa verið kjörnir. Sú forysta hefur verið veitt og sú leiðsögn mun koma á nýbyrjuðu ári. Við þurfum að beina þjóðfélagsþróuninni f já- kvæðan farveg, þar sem uppb.vgg- ing situr í fyrirrúmi, en til þess að svo megi verða þarf að vísa á bug þeim spillingar- og niðurrifs- öflum, sem hér hafa verið að verki með dyggilegri aðstoð lýð- skrumara, sem meira hafa látið til sín heyra nú að undanförnu en um langt skeið áður. Getur Kortsnoj ekki lengur einbeitt sér? Að ráði sálfræðinga fór Kortnoj að dæmi Spasskys og hugsaði sig um í hvíldarstúkunni, en kom aðeins að borðinu til að leika. Þessar myndir voru teknar i Belgrad i gær og sýna þá kappana koma að skákborðinu til að leika. Símamynd: AP. EFTIR miklar samningaumleitanir settust þeir félagar að tafli að nýju og hófu 14. einvigisskákina. Ann- ar leikur Spasskys beindi skákina inn á friðsamar brautir, lítt tefldar nú til dags en þó verið kannaðar af sérfræðingum. í 10. leik urðu Kortsnoj á mistök sem i fljótu bragði virtust ekki skipta máli, en ef til vill olli þessi leikur straum- hvörfum i skákinni. Spassky vann „tempó" og ef til vil hefur Kortsnoj komizt úr jafnvægi. Hvit- ur fékk smám saman hagstæðara tafl og svartur missti þráðinn. í miklu tímahraki reyndi Kortsnoj að rugla andstæðinginn i riminu með peðsfórn og opnaði taflið, en Spassky var vandanum vaxinn og hefur i biðstöðunni skiptamun og peð yfir og miklar sigurlikur. Skákmeisturum i Belgrad ber saman um að Kortsnoj sé ekki lengur sjálfum sér líkur og ekki nærri eins einbeittur og fyrr. Ef úrslit verða þau i þessari skák að Spassky ber sigur úr býtum skilur þá einungis einn vinningur og 6 skákir ótefldar. Ný spenna hefur komið i einvigið og ekki vegur að spá um það hver endalok verða. Tefli hinsvegar Kortsnoj áfram likt og i undanförnum skákum verður ekki annað séð en Spassky takizt það ótrúlega, sem engan hefði órað fyrir, að standa uppi sem sigurvegari i þessu einvigi. 14. einvigisskák Hvitt: Spassky Svart: Kortsnoj Vinartafl 1. e4 — e5, 2. Rc3 (Spassky gefur strax tóninn! Þessi leikur var rannsakaður af Austurrík- ismanninum og Vinarbúanum Hamppe fyrir um það bil 1 00 árum Fyrrum þótti þessi leikur alltof hæg- fara þar eð hann hótar engu strax en í framhaldi af þessum leik léku menn gjarnan f4 og upphófst þá gjarnan hvöss taflmennska Nútíma skákmeistarar beita þessum leik ekki mikið, en það er löngu orðið Ijóst að þeir félagar vilja nú báðir forðast troðnar slóðir þó fyrstu leikir þessar- ar skákar hafi sést áður). 2. — Rf6, 3. g3 (Engu minni menn en hinir sóvézku stórmeistarar Awerbach, Bronstein og Smyslov hafa rannsakað þennan leik og afleiðingar hans Byrjunin minnir á Kóngsindverska vörn með skiptum litum, eða afbrigði í ensk- um leik.) 3. —- d5 Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON (í byrjanabókum er þessi leikur tal- inn jafna taflið þótt svartur verði engu að síður að tefla mjög ná- kvaemt) 4. exdS — Rxd5, 5. Bg2 — Rxc3, 6. bxc3 — Bd6, 7. Rf3 — 0-0, 8. 0-0 — c5 (Framhaldið 8 Rc6. 9 d4 — Bg4 jafnar taflið fullkomlega ) 9. d3 — Rc6. 10. Rd2 — Dd7? (Kortsnoj leikur hér ónákvæmum leik sem hann leiðréttir strax í næsta leik Hann hyggst leika i næsta leik b6 og siðan skásetja drottningar- biskupinn á b7, en Spassky kemur í veg fyrir þetta i næsta leik ) 11 Df3 — Dc7 (Kortsnoj verður að hætta við áform sitt og tekur aðra stefnu Að sjálf- sögðu léttir þetta uppbyggingu hvíts að fá þanmg að leika tveimur leikj- um í stað eins hjá svarti ) 12. Re4 — Be7, 13. Be3 — c4 (Bráðabirgðafórn sem hvitur þiggur að sjálfsögðu ekki þvi eftir 14 dxc4 hefur hvítur fengið þripeð og svartur ætti ekki i erfiðleikum með að fá peðið til baka eftir 14. . Ra5. Hins vegar mátti svartur ekki valda það'með 14 b6? Vegna 15 Rxc5! og riddarinn á c6 er í upp- námi.) 14 d4 — Be6 15. Hfdl — Had8, 16. De2 — Bd5. 17 Hab1 — exd4, 18. cxd4 — Hfe8 (Staðan virðist i fljótu bragði vera ákaflega svipuð en þó er sá munur á að svarta peðið á c4 er tiltölu- lega veikt meðan hvita peðið á d4 er mikill bústólpi og mikill þyrnir i augum svarts. Næstu leikir hvits miða að þvi að svipta peðinu á c4 einu þýðingarmiklu valdi; sem sé biskupnum.) 19. Rc3 — Bxg2 20 Kxg2 — Ra5. 21. Df3 — Rc6, 22. De2 — Ra5 (Svartur þráleikur eins og til þess að sýna að hann sé ánægður með jafn- tefli. en Spassky er á öðru máli ) 23. a4! — b6 (Svartur er þegar i erfiðleikum Ef t.d 23 a6? 24 d5 sem hótar 25 Bb6 og vinnur mann ) 24. Df3 — Dd7, 25. Hb5 — Rb7. 26. Bf4 — Rd6. 27. Bxd6 (Hvitur er samkvæmur sjálfum sér og skiptir óhikað upp á mönnum i þeim tilgangi að geta siðarmeir ráð- ist á c4 peðið Jafnframt gefa þessi uppskipti hvitum kost á þvi að hafa hinn sterka hrók á b5 kyrran og undirbúa að sprengja peðastöðu svarts á drottningarvæng með a5 Þegar þetta er athugað virðist liggja við að svartur leiki frekar 26 Bd6 Þess má geta að Kortsnoj átti einungis eftir 5 minútur fyrir siðustu 1 5 leikina að 40 leikja mark- inu ) 27. — Bxd6. 28. Re4 — Be7. 29 c3 — g6. 30. g4 — Hf8, 31. Hdb1 — a6 (Svartur er orðinn illa beygður og reynir nú að hrekja hrókinn af 5 linunni til þess að undirbúa leikinn f5 og mynda sér á þann hátt eitt- hvert mótspil Þessi tilraun er dæmd til að mistakast) 32. Hxb6 — f5. 33. gxf5 — Hxf5. 34. De2 (Drottningin vikur sér undan með leikvinningi, veika peðið á c4 er í uppnámi) 34. — Dxa4, 35. Hb7 (Svörtu drottningunni tókst að valda bæði peðin á c4 og a6 en þá ræðst hrókurinn inn á 7 linuna með ógn- vænlegum hótunum ) 35. — He8, 36. Hc7 (Hótar að tvöfalda hrókana á 7 linunni með 37 Hbb7 ) 35. — Bd6. 36. Hxc4 36. — Hxe4? (Eins og fyrr segir er Kortsnoj þegar hér er komið sögu i miklu timahraki Annaðhvort fórnar hann nú skipta- mun eða leikur honum af sér, en fljótt á litið virðist 36 Dd7 halda flestu gangandi í bili þó hvítur hafi þegar tryggt sér yfirburðastöðu ) 37. Hc8 — Kg7, 38. Dxe4 — Da2, 40. Hf1 — Df7 og hvitur lék biðleik Hvitur hefur skiptamun yfir eða hrók á móti biskup og þar að auki Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.