Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 15 Synir hennar tveir eru mjög ólikir. Carlo, þeim eldri er mjög illa við Ijósmyndara og á myndir móður sinnar horfir hann yfirleitt ekki. Sérstaklega fellur honum illa þegar hún leikur í sorglegum myndum og hefur látið þau orð falla að þegar móðir hans leiki i sorg- legum myndum, eigi hún að gefa honum merki um að hún sé alls ekki sorgmædd. Eduardo er andstæða Carlos. Hann kann vel við þá hugsun að móðir hans sé fræg kvik- myndastjarna og dag einn við hádegisverðarborðið sagði hann við hana kíminn á svip: „Veiztu að núna minnirðu mig á leikkonuna Sophiu Loren." Áður en hún ól syni sina hafði hún tvisvar sinnum misst fóstur og synina varð að taka með keisaraskurði. Að visu langaði Sophiu alla tið að eignast dótt- ur og langar það enn, en sona sinna vegna vill hún ekki taka þá áhættu sem þvi er samfara. Carlo og Sophia höfðu oft orð á því áður en þau eignuðust synina, að vel gæti svo farið að þau arfleiddu börn. Enn i dag langar Sophiu til þess, en með aldrinum hefurCarlo orðið and- snúinn þeirri hugmynd, og bent á að þau hjón ættu þegar tvö börn Sophia gerir sér vel Ijósa þá hættu að hún spilli sonum sín- um með dekri. Hún hefur alla tíð reynt að forðast það, en leiðbeint þeim þegar þess hef- Sophia hrnðist ekki barnaræningja sem nú hralla hinn vestræna heim. ur verið þörf. Fyrir skömmu fór Carlo yngri að hafa mikinn áhuga á dægurlagatónlist, og móðir hans sá hann fyrir sér 1 6 ára gamlan með skegg og sítt hár, spilandi á gitar. Hún ákvað því að hann skyldi læra á pianó, og þegar hann litlu siðar spilaði opinberlega á tónleik- um, var hún mjög stolt af honum. Sophia segir mann sinn ekki vera góðan föður, en hann hafi batnað með árunum. Hann láti hana um að ala þá synina upp, en hún leitar til hans þegar um mikilvæg mál er að ræða. Vegna þess að Sophia byrjaði ung að vinna fyrir sér, fór hún á mis við æsku sina. Hana segist hún lifa i gegnum börn sín, enda eyðir hún miklum tíma með þeim. Ef ég lít ung- lega út, er það af þvi að mér finnst ég vera tvítug." Hún hlakkar enn alltaf jafnmik- ið til að leika í kvikmyndum og finnst allir morgnar vera eins og morguninn þegar hún lék i sinni fyrstu kvikmynd. „Þegar ég hætti að hlakka til að leika í kvikmyndum og hafa gaman af því, ætla ég að draga mig i hlé. En ég hef engan áhuga á að gera mikið veður út af því, þegar að því kemur, heldur ætla ég að draga mig hljóðlaust úr kvikmyndaheiminum. Það er aldrei að vita nema mér snúist hugur og mig langi til að byrja að leika á ný." E OBSERVER •iMnát. THE OBSERVER THE OBSEE Hann hefur komið því þannig fyrir að hann nýtur fulls stuðn- ings miðstjórnar flokksins (sem skilgreina má sem áhrifa- þing landsins: leiðtoga sem tap- ar stuðningi miðstjórnarinnar, er auðveldlega hægt að sparka, eins og raunin varð um Khrushchev). Hernaðarlist Brezhnevs til að ná þessari stöðu var mjög ein- föld. í hvert sinn sem mikilvæg flokksleiðtogastaða úti á landi hefur losnað siðast liðin tiu ár, hefur hann venjulega skipað i stöðuna næstvaldamesta mann- inn á eftir sér. Þetta hefur hann jafnframt gert við útnefn- ingu nýrra ráðherra. Með öðr- um orðum myndað stöðugri og fyrirsjáanlegri heim varðandi æðri stöður innan flokksisn og rikisstjórnarinnar, þar sem stöðuveitingar eru í samræmi við metorðin. Þetta hlýtur að vera vel þegin breyting frá stjórnartið Khruschevs. Hver er þá niðurstaðan um stöðu Brezhnevs sem á yfir- borðinu virðist óhagganlegur i sessi, þrátt fyrri veikindi sin? Sérfræðingar i málefnum eftir Mark Frankland Sovétríkjanna á Vesturlöndum íhuga nú þann möguleika sem þessi aðstaða veitir Sovét- ríkjunum, i fyrsta skipti nú frá dauða Lenins, að nýr léiðtogi taki við embætti (eða eins það hét i upphafi, verði sá fyrsti meðal jafningja) án þess að sverta nafn forvera síns. Stalín, Malenkov, Khrushch- ev, — allir voru þeir opinberað- ir fyrir sovéskum almenningi þegar þeir fóru frá, sem hetjur með risastóra fætur, ataða auri. Almenningi getur ekki likað við slíkar gerðir, þvi hvers vegna skyldi hann virða leið- toga sinn, þegar öruggt er að þegar hann fer frá völdum, verður hann smánaður? Maður hefur það á tilfinning- unni að þetta komi ekki til með að eiga sér stað, þegar að brott- farartíma Brezhnevs kemur. Londoij, 20. desember, The Observer. Mýrdælingar vara við hættunni af smit- sjúkdómum í búfé BÆNDUR landsins horfast nú í augu við þá alvarlegu staðreynd að smitsjúkdómar í búfé þeirra fara vaxandi ár frá ári og samfara því eykst hættan vegna meiri og auðverldari samgangna, svo ekki sé nú talað um óhindraða búfjár- flutninga milli sveita og héraða, sem þvf miður munu vera alltof algengir, enda þótt slfkt brjóti f bága við öll lög og reglur, er sett hafa verið þar um. IVIeð þetta í huga haf Mýrdælingar rætt þessi alvarlegu mál og gert um þau eftirfarandi samþykktir. Sameiginlegur fundur sveitar- stjórnarmanna og búnaðarfélag- anna í Mýrdal, Bf. Dyrhólahrepps og Bf. Hvammshrepps, haldinn að Ketilsstöðum laugardaginn 17. desember 1977 samþykkir eftir- farandi: I. Vinna bér að því að styrkja og efla allar hugsanlegar varúðar- og varnaraðgerðir, er miða að auknu öryggi gegn útbreiðslu þeirra hættulegu smitsjúkdóma búfjár, sem sífellt fara vaxandi og óðum færast nær hreinum varnarhólfum. II. Fundurinn bendir á þá ómetanlegu sérstöðu, sem Mýr- dælingar eru i að vera enn lausir við þá miklu vágesti, er nú herja á búfé margra landsmanna og valda gífurlegum erfiðleikum og fjár- hagstjóni. III. Fundurinn hvetur mjög eindregió til sameiginlegrar varð- stöðu og heitir fyllsta stuðningi sínum við þá sem falin hefur ver- íð forsjá þessara mála á opinber- um vettvangi og þeir geri stjórn- ar- og áhrifavöldum ljóst hve mik- ið er hér um að tefla. (Fréttatilkynning) NÝH - NÝTT - NÝTT —Piltar á öllum aldri------------------------------ Námskeiö í snyrtingu, hreinlæti, framkomu, kurteisi og siðvenjum hefst í næstu viku. Innritun og upplýsingar í síma 36141 eftir kl. 13. »__________________________________________________ Unnur Arngrírnsdóttir Vegna tollalækkunar á innfluttum gólfteppum, sem tók gildi 1 janúar s I , lækkum við teppabirgðir okkar til samræmis við hið nýja útsöluverð, þannig að þér getið strax i dag valið teppi á hinu nýja útsöluverði Og við bjóðum eftir sem áður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað -— Þér getið valið úr um 70 stórum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsælu dönsku Weston-teppum OPIÐ TIL KL. 7 Á FÖSTUDÖGUM. LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM. Teppadeild riH A A A A A A * s 3 ílii t Jón Loftsson hf. Hringbraut 121, sími 10600 — 28603.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.