Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 59. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Auka stuðning við þýskan f iskiðnað Bonn. 11. mars. AP. VESTUR-þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að auka mjög stuðning- inn við sjávarútveginn þar í landi vegna þess, að Efnahags- bandaiagsrikjunum hefur rétt einu sinni mistekist að koma sér saman um fiskveiðistefnu. Er áætlað að verja til sjávarútvegs- ins aukalega 30 milljónum marka á þessu ári eða um 90 milljónum isl. nýkr. Viðræður EBE-ríkjanna um stefnuna í fiskveiðimálum fóru út um þúfur í dag eftir samfellda fundarsetu í 16 klukkustundir en búist er við að tekið verði til við þær að nýju 6. apríl nk. Það eru einkum deilur Frakka og Breta um aðgang að breskum miðum sem hafa komið í veg fyrir sam- komulag. Ósamkomulag Efnahagsbanda- lagsríkjanna í fiskveiðimálum hefur til þessa komið í veg fyrir samninga við Kanadamenn og hefur það komið mjög illa við vestur-þýskan sjávarútveg. Haft var eftir talsmanni land- búnaðarráðuneytisins v-þýska í dag, að stuðningur stjórnarinnar við fiskiðnaðinn yrði einkum notaður til að endurnýja fiski- skipaflotann og leita nýrra miða. Saudi-Arabar fá ratsjárflugvélar Ronald Reagan, Bandarikjaforseti, og Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvilast hér um stund á svöium hins opinbera bústaðar kanadiska forsætisráðherrans i Ottawa. Myndin var tekin i fyrradag á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Bandarikjaforseta i Kanada, sem er jafnframt hans fyrsta erlendis. Sjá nánar _Ána*K)a með Kanadaferð ...“ á bls. 22. AP-símamynd W'ashinifton. 11. mars. AP. HAFT var eftir heimildum i Washington i dag, að bandariska ríkisstjórnin hafi ákveðið að selja Saudi-Aröbum fjórar Awacs- ratsjárflugvélar, sem eru þær fullkomnustu i heimi, og endur- byggja egypskan flugvöli nálægt Rauðahafi. Sagt er að þessar Gordon Liddy G. Gordon Liddy hf.: Annast ráðgjöf í öryggismálum ChicaKo. 11. mars. AP. GORDON Liddy, sem var einna fremstur í flokki þeirra, sem skipulögðu innbrotið í aðal- stöðvar Demókrataflokksins í Watergate í Washington, til- kynnti í dag, að hann hefði stofnað ráðgjafarfyrirtæki í ör- yggismálum. Liddy sagði, að aðalstöðvar fyrirtækisins, sem heitir G. Gordon Liddy h/f, yrðu í Chi- cago vegna þess hve borgin væri vel í sveit sett, en útibú þess í New York, Las Vegas og Wash- ington. Arið 1973 var Liddy dæmdur til 20 ára fangelsisvistar fyrir þátt hans í Watergate-innbrot- inu, en fjórum árum síðar breytti Carter forseti þeim dómi í átta ára fangelsi. Liddy var látinn laus um haustið sama ár og hafði þá setið inni í 52 mánuði. ákvarðanir Reaganstjórnarinnar séu liður í þeirri áætiun að koma í veg fyrir rússneska útþenslu- stefnu i þessum heimshluta. Með Awacs-ratsjárflugvélunum, sem kosta 400 milljónir dollara hver, geta Saudi-Arabar fylgst með viðbúnaði ísraelska flughers- ins og af þeim sökum hefur hugsanleg sala þessara véla verið mjög umdeild í Bandaríkjunum. ísraelar hafa einnig mótmælt henni ákaflega. Með ákvörðun sinni vill banda- ríska ríkisstjórnin gera Saudi- Aröbum kleift að vera á varðbergi gegn hugsanlegri ógnun frá Sovét- ríkjunum, írak eða Suður-Jemen og bandarískir sérfræðingar munu aðstoða við rekstur vélanna. Sú ráðstöfun er einnig hugsuð sem trygging fyrir því að ekki skerist í odda með Saudi-Aröbum og ísra- elum. Samkvæmt leynilegu samkomu- lagi við Egypta, að því er heimild- ir herma, ætla Bandaríkjamenn að gera miklar endurbætur á flugvellinum í Ras Banas og verja til þess einum milljarði dollara. Bandaríkjamenn hafa nú þegar fengið herbækistöðvar í Kenya, Oman og Sómaliu. Að sögn heimildarmanna hefur bandaríska ríkisstjórnin tekið endanlega ákvörðun í þessu máli en það hefur hins vegar ekki verið lagt fyrir þingið, sem verður að leggja blessun sína yfir sölu Awacs-ratsjárvélanna. Verkföllum enn hótað i Póllandi Varsjá, 11. mars. AP. FRAMMÁMENN Samstöðu, hins óháða verkalýðssambands, í borginni Radom í Suður-Póllandi hafa hótað verkföilum ef stjórn- völd verða ekki við kröfum þeirra, sem flestar eiga rætur sinar að rekja til verkamanna- óeirðanna fyrir fimm árum. Þær eru helstar, að ofsóknum á hend- ur Samstöðufélögum verði hætt, að þeir embættismenn verði rekn- ir, sem stóðu fyrir árásum á verkamenn 1976 og að pólitiskir fangar verði látnir lausir. Talsmaður Samstöðu í Radom sagði í dag, að spennan hefði aukist mjög í borginni þegar fréttist, að herlögreglumenn hefðu ráðist með barsmíðum á fjóra menntaskólanemendur, sem báru kröfuspjöld frá Samstöðu. Hann sagði einnig að verkamenn í Rad- om hefðu sent frá sér áskorun til allra „heiðarlegra lögreglumanna" um að „losa“ sig við slíka menn. Radom var einn helsti vettvang- ur óeirðanna 1976 í kjölfar mikill- ar hækkunar á matvörum og þar voru aðalstöðvar kommúnista- flokksins brenndar til grunna. í Radom var einnig stofnuð Varnar- nefnd verkamanna, sem hafði það á stefnuskrá sinni að aðstoða þá, sem lentu í klóm lögreglunnar. Málsvari Samstöðu í Varsjá sagði í dag að Jaruzelski, forsætis- ráðherra, væri fús til að ræða við yfirstjórn Samstöðu um ágrein- ingsmálin og hefði um það samist á fimm tíma löngum fundi hans og Lech Walesa í gær. í Varsjárblað- inu Zycie Warszywy birtist í dag heilsíðugrein til varnar sósíalism- anum og bandalagi Pólverja og Rússa og er litið á hana sem áminningu um að Pólverjar eigi ekki margra kosta völ í þeim efnum. í blaðinu sagði einnig að Lech Walesa hefði sagt félögum sínum í Radom, að hann væri hlynntur verkfalli þar ef allt um þryti en ekki fyrr. í borginni Lodz hafa verkamenn komist að samkomulagi við stjórnvöld og hafa afboðað verk- fall, sem hefjast átti á morgun. Samkomulagið tókst þegar heitið hafði verið endurráðningu fimm verkamanna, sem reknir höfðu verið úr starfi á sjúkrahúsi. Hóta að hindra skipaflutninga London. 11. mars. AP. VERKFALL ríkisstarfsmanna gerir breskum stjórnvöldum enn lífið leitt þriðja daginn í röð og hefur m.a. komið í veg fyrir að Ogaden: Skæruliðar segjast ráða lögum og lof um Mogadishu. 11. mars. — AP. SKÆRULIÐAR. sem berjast gcgn yfirráðum Eþíópiumanna i Ogaden-eyðimörkinni, segjast hafa unnið mikla sigra á eþióp- ískum hermönnum að undan- förnu og að þeir ráði nú lögum og lofum í Ogaden eða Vestur- Sómaliu eins og þeir kalla hana. Jafnframt hafa þeir farið fram á aukna aðstoð við flóttafólk á þessum slóðum. Á blaðamannafundi, sem tals- maður Frelsisfylkingar Vestur- Sómalíu efndi til í dag, sagði hann að tugir eþíópískra her- manna hefðu fallið í átökunum síðustu dagana og að í raun réttri hefðu skæruliðar alla Ogaden á valdi sínu. Hann sagði, að Eþíópíumenn, sem njóta stuðnings Kúbumanna, reiddu sig nú nær eingöngu á flugher- inn í baráttunni við skæruliða og væri það einkum saklaust fólk í þorpum og bæjum, sem yrði fyrir barðinu á sprengjuregninu. Að sögn talsmanns Frelsis- fylkingarinnar er ástandið í flóttamannabúðunum í Sómalíu mjög alvarlegt og að 20—30 manns deyi þar daglega. Hann skoraði á allar þjóðir að koma fólkinu til hjálpar án tafar með matarsendingum og lyfja. stjórnin hafi getað hrint í fram- kvæmd áætluðum skattahækkun- um. Fiutningar með skipum milli Bretlands og írlands hafa stöðv- ast og í dag hótuðu verkalýðsleið- togar að hindra líka viðskipti við önnur Evrópulönd. Talsmenn hinna níu félaga breskra ríkisstarfsmanna, sem hafa innan sinna vébanda 530.000 manns, sögðu í dag, að verkfalls- aðgerðirnar hefðu komið í veg fyrir nýtilkynnta skattahækkun á tóbaki, áfengi og bensíni, sem áætlað er að nemi tveimur millj- örðum punda á ári. Félög ríkis- starfsmanna hafa krafist 15% launahækkunar og hafa hafnað tilboði stjórnarinnar um 7% hækkun. 130 tollverðir í níu höfnum í Wales og Norðvestur-Englandi bættust í dag í hóp verkfalls- manna og af þeim sökum hafa allir flutningar með skipum milli írlands og Bretlands lagst niður. 44% af útflutningi íra fara um breskar hafnir og 50% innflutn- ingsins. Búast má við miklum erfiðleikum á írlandi ef verkfallið stendur lengur en í viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.