Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Frá blaðamannafundinum. F.v. Kristján ólafsson, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Árni Guðmundsson og Ásgeir Guðmundsson. Starfshópur foreldrafélaga: Stofnfundur Lands- sambands foreldrafélaga Nú stendur yfir undirbúning- ur að stofnun Landssamhands foreldrafélaga við grunnskóla hérlendis og verður stofnfund- ur haldinn fimmtudaginn 26. marz nk. i Fossvogsskóla i Reykjavík. í nóvember 1980 var haldinn áhugamannafundur sem fulltrúar 16 foreldrafélaga sóttu. Þar var ákveðið að hvetja til stofnunar fleiri foreldra- og kennarafélaga, samtaka þeirra i fræðsluumdæmum og lands- sambands. Kosinn var 7 manna starfs- hópur til að hrinda málinu i framkvæmd en hann skipa Árni Guðmundsson, Eva Óskarsdótt- ir, Gyða Helgadóttir, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Héðinn Emilsson, Jóna Bjarkan og Kristján Ólafsson. Starfshópurinn hefur samið bréf og spurningalista sem sent var öllum skólastjór- um, fræðslustjórum, skólanefnd- arformönnum og foreldrafélög- um. Á blaðamannafundi sem starfshópurinn efndi til kom fram að málefni foreldra og kennarafélaga hafi mikið borið á góma undanfarið og þyrfti að efla þá umræðu vegna þess hversu þörf slík félög væru í samstarfi heimila og skóla. í öðru lagi vegna þess að gert sé ráð fyrir þessum félögum í hinum nýju grunnskólalögum, sem senn hafa endað reynslu- tíma sinn og verða lögð fyrir Alþingi að nýju. Og í þriðja lagi vegna áhuga og þrýstings frá „Heimili og skóla" á hinum Norðurlöndunum með tilliti til norræns samstarfs. Á blaðamannafundinum var bent á að við fjölmarga skóla væru starfandi foreldrafélög sem hafi reynst hin þörfustu í áratuga starfi margra skóla. Ástæðan fyrir því hversu seint hefur gengið við að stofna þessi félög er hins vegar án efa fyrst og fremst landfræðileg. Á ís- landi eru um 220 skólar, sumir með allt niður í 5 nemendur, og eru margir þeirra í strjálbýli. Nemendur koma langar leiðir að, einkum í 7.-9. bekk og búa þá í heimavist og hafa foreldrar þeirra litla sem enga möguleika á að taka þátt í foreldrastarfi með skólunum á jafnréttis- grundvelli. Á þessu sviði gæti landssamband foreldrafélaga komið aö miklu gagni og stuðlað að aukinni samvinnu milli for- eldra og skóla. Hvetur stafshóp- urinn alla hlutaðeigandi aðila til að senda fulltrúa sina á stofn- fundinn. Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson: Varanlegt slitlag, sjálf- virkur sími og hitaveita — eru mikilsverðustu framfaramálin í Kjós og á Kjalarnesi Mánudaginn, 23. febrúar sl., var aðalfundur Þorsteins Ing- ólfssonar haldinn i Félagsgarði i Kjós. Fundurinn var mjög vel sóttur af sjálfstæðismönnum i Kjós og af Kjalarnesi, sem er starfssvæði félagsins. Á fundinum voru mættir þing- menn kjördæmisins Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Salóme Þorkelsdóttir. Formaður, Jón Sverrir Jónsson skýrði frá starfsemi félagsins, sem var með minna móti, þar sem um eftirkosnir.gaár var að ræða. Fé- lagið stóð fyrir félagsmálanám- skeiði í Fólkvangi 11.—13. mars, ’80, sem tókst mjög vel. Formaður var endurkjörinn, Jón Sverrir Jónsson, Varmadal, og aðrir í stjórn: Jón Ólafsson, Brautarholti. Jón Gíslason, Hálsi, Hildur Axels- dóttir, Grjóteyri, Sigurgeir Bjarnason, Esjugrund 2S, Helgi Jónsson, Felli, Gunnar Sigurðs- son, Tindstöðum. í kjördæmisráð voru kjörnir: Páll Ólafsson, Braut- arholti, Oddur Andrésson, Hálsi. Að loknum aðalfundarstörfum fluttu þingmennirnir þrír fram- söguerindi. Matthías Á. Mathiesen ræddi landsmálin á breiðum grundvelli og rakti þau mál, sem stjórn og stjórnarandstöðu greinir helst á um. Ólafur G. Einarsson ræddi ýmis þingmál, svo og mjög ítarlega vandamál, sem við er að glíma innan Sjálfstæðisflokksins. Salóme Þorkelsdóttir ræddi ýmis framfaramál kjördæmisins. Þó svo að nokkuð hafi þokast á liðnu ári, eru mikilsverðir áfangar á næsta leiti, sem vel verður að standa að. Má þar nefna lagningu varanlegs slitlags á kafla um Kjalarnes og inn Kjós, sjálfvirkan síma í Kjós og byrjunarfram- kvæmdir við lagningu hitaveitu um Kjalarnes og þá væntanlega um Kjós í síðari áföngum. Miklar og almennar umræður urðu á fundinum, sem stóð til kl. 12.30. Var einhugur að efla sam- stöðu sjálfstæðismanna sem best og sýna það í verki á næsta landsfundi, síðar á þessu ári. (Fréttatilkynning.) Gegn kirkju og „kapítalisma“ Jón Thor Haraldsson: MANNKYNSSAGA 1492-1648 Mál og menning 1980, 437 bls. í ritgerðinni Upphafi mannúð- arstefnu lýsir Halldór Laxness því, hvernig gróska hljóp í menn- ingu Vesturlandamanna í byrjun nýaldar: „Athugulir lærdóms- menn ýmsir hafa tekið svo djúpt í árinni að telja þá siðabreytni sem felst í uppfinningu flórensmanna á lánsviðskiftum annað heiti Endurvakníngarinnar ... Alla- vega er vert að gefa því gaum að húmanisminn sigldi í kjölfar þeirri þróun sem hagstjórn tók í Evrópu um þessar mundir; hann var fylgifiskur vaxandi kröfu sem reis í frumvaxta borgarastéttinni um þekkíngu og lærdóm." Og hann tekur síðar í ritgerðinni undir það, að séreignarskipulagið sé skilyrði fyrir dreifingu valdsins: „Ýmsir tala um borgarastéttina eins og hún væri kúklúxklan nr. 2, sumir jafnvel eins og hún væri kúklúx- klan nr. 1, eða einsog siður var að tala um djöfla á miðöldum. En það er hætt við að þar sem henni er útrýmt komi miðaldirnar aftur Bókmenntlr eftir HANNES H. GISSURARSON því að þetta er ekki venjuleg merking þess. Hugsuðir eins og Adam Smith og Milton Friedman, sem stundum eru kenndir við kapítalisma, eru síður en svo stuðningsmenn þess hagkerfis, sem höfundurinn lýsir. Frumhug- tök þeirra eru séreign, samkeppni, atvinnufrelsi og opinn markaður. Og hvað eru framleiðslutæki? Er lækniskunnátta framleiðslutæki og læknir kapítalisti? Eða er læknirinn öreigi? Og hvað er höfundur sjálfur? í huga höfundar virðist orðið „kapítalismi" verða samnefnari alls ills — afl, sem breytir umhverfinu. Tvöfalt bók- hald er hið „sjálfsagða tæki kapít- aiismans". Efnamenn eru „pen- ingapúkar" og „nýríkir uppskafn- ingar“. Á skipi svipuðu þessu sigldi Kólumbus til Vesturheims. Nútimamaður- inn þarf mjög að nota imyndunaraflið til þess að skilja. hvað i ferðinni fólst. með páfa sína, ritbann, listbann, stjórnmálabann, rannsóknarétt og trúvillíngabrennur." Jón Thor Haraldsson hefur ekki sömu söguskoðun og Halldór Laxness í bók um byrjun nýaldar sem hann gaf út fyrir síðustu jól, Mannkynssögu 1492—1648. Hann telur kapítalismann af hinu vonda og borgarastéttina „kúklúx- klan nr. 1“. Meginkenning hans er, að kapítalisminn hafi eflt kon- ungsríkin á sextándu öld. En hvað er kapítalismi að skilningi hans? Það er hagkerfi, sem „byggir á einkaeign framleiðslutækjanna og einkaeign þess gróða sem þessi sömu framleiðslutæki skila“. Og því eru sett tvö skilyrði, að til sé „fjölmenn stétt eignalausra" og „að á fáar hendur safnist sú fjáreign sem nauðsynleg er til að mynda stórfyrirtæki kapítalist- anna“. Þessum höfundi er frjálst að leggja sina merkingu í orðið „kapítalisma", en gæta verður að Hugtakanotkun höfundar auð- veldar lesandanum ekki að treysta honum sem fræðimanni, og sú kenning hans er hæpin að kapítal- isminn hafi eflt konungsríkin. Hann virðist illa þekkja til hug- myndasögu miðaldar. Hann hefur það eftir heilögum Tómasi frá Akvínó, fremsta skólaspekingi miðaldar, að „það sé eitthvað „skammarlegt" við verzlun". Hvar sagði heilagur Tómas þetta? Ég man ekki eftir að hafa rekizt á þetta í ritum hans. Það er að vísu rétt, að heilagur Tómas skildi ekki eðli vaxta, taldi vexti „okur“, en hann skildi hitt, að eina eðlilega verðið er það, sem verður til í viðskiptum á markaði. Höfundur minnist einnig á kenningu Max Webers um kalvínstrú og auð- hyggju, en getur þess ekki, sem er þvert á kenningu Webers, að kaþólskir heimspekingar, læri- sveinar heilags Tómasar, höfðu þegar á sextándu öld, löngu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.