Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 19 mála, þótti lögreglumennirnir ær- ið aðgangsharðir við aðstoðar- lækninn um að fá blóðsýni tekið með valdi, þó svo, að hætta virtist geta fylgt því. Af þeim sökum kvaddi hún undirritaðan á vett- vang, til þess að afstýra hugsan- legum mistökum. Ég átti síðan tal við sakborning. Skýrði hann mér þá svo frá, að hann hefði fulla ástæðu til að ætla, að hann væri ofsóttur af lögreglumönnum og nefndi fleira en eitt atvik, er hann taldi renna stoðum undir þá skoðun sína. Ótilneyddur kvaðst hann ekki láta í té blóðsýni vegna þess, að hann teldi, að lögreglumenn, sem hand- tekið hefðu og fært hann á spitalann að ástæðulausu, myndu með auðveldum hætti geta bland- að alkohóli í blóðsýni, sem þeir fengju óinnsiglað í hendurnar og gæti hann því átt á hættu að verða sakfelldur og jafnvel hlotið þunga refsingu fyrir ölvun við akstur, enda þótt slíkri ölvun væri alls ekki til að dreifa. Ég reyndi ekki að hafa áhrif á ákvörðun mannsins, enda sýndust mér frambornar ástæður hans til neitunar sýnitökunnar ærið gild- ar. öll valdbeiting sýndist mér geta orðið hættuleg, jafnvel lífs- hættuleg, undir þessum kringum- stæðum. Ég tel hvorki mig né aðra lækna hafa rétt né skyldu til að stefna neinum í lífsháska í þágu lög- reglurannsóknar, a.m.k. svo fremi að sakarefni séu ekki stórkostleg eða varði alþjóðarheill. Ég vék mér síðan í nálægt herbergi, þar sem starfslið hefur aðsetur og svarað er í síma deildarinnar. Höfðu þá komið sér þar fyrir í makindum tveir lög- reglumenn í fullum skrúða og sat annar að biaðalestri. Ég tjáði þeim, að ég myndi ekki fremur en aðstoðarlæknirinn taka blóðsýni af sjúklingnum en benti þeim jafnframt á, að ef þeir sættu sig ekki við þau málalok, gætu þeir t.d. haft samráð við embætti borgarlæknis, sem er sá aðili í Reykjavíkurlæknishéraði, er end- anlega ber ábyrgð á réttum fram- gangi lækninga í héraðinu og er jafnframt réttarlæknir héraösins í lagalegum skilningi. Lögreglu- mennirnir hurfu þá fram á gang á deildinni og tók annar upp ritgögn og hóf að krefja aðstoðarlækna upplýsinga um nöfn og fleira. Ég benti aðstoðarlæknunum þá á, að þeir væru ekki sakborningar og réttur væri ekki settur yfir þeim á Slysa- og sjúkravakt Borgarspítal- ans. Lét áðurnefndur lögreglu- maður þá við svo búið standa og felldi niður yfirheyrslurnar. Hurfu lögreglumennirnir síðan út í bifreið sína, sem þeir höfðu komið fyrir utan við innkeyrsluna í Slysa- og sjúkravaktina. Ég grennslaðist síðan eftir því hjá viðverandi starfsliði, hvort einhver úr þeirra röðum hefði vísað lögreglumönnunum til sætis í fyrrgreindu starfsfólksherbergi en enginn, er spurður var, kvaðst hafa boðið þeim þangað. Óskaði ég eftir því við starfsliðið, að það reyndi að sjá svo til, að lögreglu- menn héldu sig framvegis á þeim stað eða stöðum, sem þeim helzt hæfðu og færu ekki í önnur herbergi deildarinnar en þau, er þeir ættu lögmæt erindi í. Sjúkl- ingurinn var jafnframt fluttur á sérstaka stofu á Slysa- og sjúkra- vaktinni, þar sem hann gat notið næðis og hvíldar en hann kvað sjúkdómseinkennin smá rénandi Stafana B. Gylfadóttir Steinunn Grímsdóttir Vigdís A. Gunnlaugsdóttir Ella Þórhallsdóttir Guðrún Hreinsdóttir Gunnlaug Hjaltadóttir Helga Alfreðsdóttir ólöf Guðmundsdóttir Ágústa Þorsteinsdóttir Útgerðartæknar Aðalsteinn Finsen Baldvin Valdemarsson Birgir Guðmundsson Bjarni Sigmar Sigurðsson Guðmundur Stefán Mariasson Gunnar Ægisson Heimir Hávarðsson Rögnvaldur Þorleifsson læknir. eftir þá meðferð, sem hann hafði hlotið. Hann taldi sig ekki þurfa að leggjast inn á spítalann og kvað timabundna hvíld mundu nægja. Ég hafði síðan engin frekari afskipti af sjúklingnum. Nokkru síðar varð ég þess áskynja, að aðstoðarborgarlæknir var kominn í húsið og að hann ræddi við sjúklinginn og síðan lögreglumennina. Ég hafði engin afskipti af gerðum borgarlæknis og fylgdist ekki með því, sem fram fór milli hans og sjúklingsins eða lögreglumannanna (skv. frásögn Dbl. 6. des. átti ég að hafa tekið fram fyrir hendur borgarlæknis- ins). Eftir nokkurra klst. hvíld á spítalanum fór sjúklingurinn heim óáreittur og að því er ég bezt veit, með samþykki vakthafandi lögregluvarðstjóra. Ég vil taka það fram, að ég sá engin merki ölvunar á sjúklingn- um og sömu skoðunar var um- ræddur aðstoðarlæknir á Slysa- deildinni svo og áðurgreind hjúkr- unarkona. Er Dagblaðið kom út 6. des. var mér bent á frásögn þess af atburð- inum og þeim aðdróttunum er frásögninni fylgdu. Ég hafði þá símleiðis samband við aðstoðar- borgarlækni, er sinnt hafði erindi þessu. Hann skýrði mér þá svo frá, að hann hafði átt tal við sjúkling- inn og hefði hann þá tilgreint sömu ástæðu fyrir synjun þess, að láta í té blóðsýni og hann hafði skýrt mér frá. Aðstoðarborgarlæknir kvaðst engin ölvunareinkenni hafa séð á sjúklingnum og hefði hann tjáð lögreglumönnunum það og þá jafnframt, að sitt mat væri, að of áhættusamt væri að beita hann ofbeldi til töku blóðsýnis. Hann kvað hins vegar hafa verið tekið, að sinni tilhlutan, sýni úr þvagi, er sjúklingurinn þurfti að kasta vatni og hefði hann komið því í hendur lögreglu til alkohólmæl- inga. Hann kvaðst ennfremur hafa haft samband símleiðis við vakthafandi lögregluvarðstjóra, sem hefði tjáð sig ánægðan með þessi málalok. Framanritaðar staðreyndir málsins leiða til eftirfarandi niðurstaða og spurninga, sem ég benti ritstjóra og blaðamanni Dagblaðsins á: Umræddur sak- borningur bar ekki merki ölvunar að margra manna mati, er hann var fluttur á Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans. Merkilegt má heita, ef lögreglumenn, sem vanir eru í starfi sínu að umgangast ölvaða menn og allsgáða, hafa metið ástand þessa manns á annan veg. Helgi Þórisson Ingólfur Aðalbjörnsson Jóhann J.T. ólafsson Jón Emil Ágústsson Jón Þórir Baldvinsson Kristinn Þorsteinsson Pétur Olgeirsson Valdimar Þorvarðarson Vilhjálmur Vilhjálmsson Til að ljúka erlendis tveim síðustu námsárum til tæknifræði- prófs í vélum, rekstri, skipum eða rafmagni fóru 22 menn frá Tækni- skóla Islands á árinu 1980. Raungreinadeildarprófi luku: 36 menn í Reykjavík, 12 menn á Akureyri og 4 menn á ísafirði. (Frá Trkninkóla lslandh.) Skv. frásögn sjúklingsins, mein- uðu lögreglumennirnir honum að ganga úr lögreglustöðinni út í sjúkrabifreiðina, vegna þeirrar áhættu, er þeir töldu fylgja þeirri áreynslu. Engu að síður kröfðust þeir þess, að sakborningurinn yrði beittur líkamlegu ofbeldi við töku blóðsýnis, enda þótt þeim mætti ljóst vera, að slíkri valdbeitingu fylgdi mun meiri áhætta en þeirri gerð, að ganga úr húsi út í bifreið. I þessu felst, að þeir kröfðust þess, að læknar á Slysa- og sjúkravaktinni, stofnuðu sjúkl- ingnum í mun meiri hættu en þeir sjálfir höfðu verið fúsir til aö taka ábyrgð á. Sjúklingurinn neitaði að láta i té blóðsýni á þeim forsendum, að óinnsigluðu blóðsýni væri hægt að spilla og taldi sig ennfremur hafa ástæðu til að ætla, að lögreglu- menn bæru til sín hefndarhug og kynnu því að grípa til slíkra ráðstafana. Sú spurning hlýtur að vakna, hvaða hvatir lágu til þess, að krafizt var blóðsýnistöku hjá sjúklingnum og hvers vegna svo hart var eftir henni gengið þrátt fyrir þau þungvægu rök, sem borin voru fram gegn þeirri ráð- stöfun. Umræddir tveir lögreglumenn gengu um húsakynni Slysa- og sjúkravaktarinnar, sem væru þau þeirra eigin starfsvettvangur. Þeir höfðu ennfremur í óbeinum eða beinum hótunum við starfslið deildarinnar, sér í lagi aðstoðar- lækna og undirritaðan. Hvernig bar það þá til, að Dagblaðið fékk þennan ágreining til umfjöllunar þ. 6. des. Ég tel með öllu óhugsandi, að nokkur úr starfsliði Slysa- og sjúkravaktar- innar hafi skýrt Dagblaðinu frá fyrrgreindum atvikum þ. 4/12. Við eftirgrennslan hefur ekkert komið í ljós, er bendir til þess að svo sé. Ekki hef ég innt borgarlækni eftir því, hvort hann eigi þar hlut að máli, enda sýnist mér slík hug- mynd alger firra. Eftir stendur því einn aðili, sem sé lögreglumenn eða lögreglan sem stofnun, sem gæti hafa komið þessu máli á framfæri við Dag- blaðið. Það er ugglaust ósaknæmt, að menn viðri hugrenningar sínar við blaðamenn, en hafi lögreglu- menn tilgreint nafn sakbornings við blaðið, þykir mér líklegt að það sé utan við ramma laganna og brjóti í öllu falli þagnarskyldu lögreglumanna um það, er þeir verða áskynja í starfi sínu. Ég sé ekki, hvernig blaðamaður Dagblaðsins hefði getað flett upp í Læknatali og séð þar, að sakborn- ingur og undirritaður voru út- skrifaðir frá Læknadeild HÍ sama dag, án þess, að hafa fengið upplýsingar um nöfn beggja. Mér sýnist ástæða til að kanna þetta atriði svo og hvort yfirhylmingar- ásökun Dagblaðsins sé þess eigin eða uppspretta hennar séu lög- reglumenn. Framanrituð efnisatriði og spurningar tjáði ég ritstjóra Dagblaðsins og blaðamanninum. Ég bar engar ásakanir á lögreglu fram við þessa aðila, aðrar en þær, að lögreglumennirnir hefðu þann 4. des. hagað sér á óviðeigandi hátt á Sjúkra- og slysadeild Borg- arspítalans og jafnframt vakti ég athygli á því, að mér sýndist allt benda til þess, að þeir væru uppspretta fréttarinnar í Dag- blaðinu og hefðu þar með brotið þagnarskyldu. Ég lýsti ennfremur þeirri skoðun minni, að ekki væri hægt að leiða hjá sér skýr og gild rök sakbornings á þeirri forsendu einni, að lögreglumenn væru gagnaðilinn. Ég kvaðst ekki þekkja neina þá stétt í þessu landi, er væri svo vammi firrt, að innan hennar mætti engan finna, er hrasgjarnt væri á vegi sannleika og réttlætis. Eftir heimkomu mína úr leyfi erlendis, kemur í ljós, að samtök lögreglumanna hafa tjáð sig við Dagblaðið um hið svokallaða við- tal við mig í Dagblaðinu þ. 14. feb. Það er að mínu mati mikil hvat- vísi að gera svo, án þess að kanna fyrst hvort rétt var eftir mér haft. Samtök lögreglumannanna hefðu þó ekki þurft að bíða slíkra upplýsinga nema 13 daga. Ætla ég, að lögreglumönnum, sem svo náin hafa haft samskipti við Dagblaðið, sbr. upplýsingar ritstjórans, megi það ljóst vera, að á síðum þess blaðs hefur sannleik- anum stundum verið hagrætt nokkuð. Ég harma það, að þessi umræða var hafin á siðum dagblaðs. Ég fagna því hins vegar, að málinu verður fram haldið á vegum hlut- lausrar, opinberrar stofnunar, þ.e.a.s. Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Reykjavík, 8. marz 1981, Rögnvaldur Þorleifsson. læknir. IEWKTUBO0 Leöurkápur Leðurjakkar Leðurbuxur Leðurpils Leðurvesti Greiösluskilmálar við allra hæfi, 25% útb., eftirstöðvar samkomulag. fELHNH tífckdUfWLÍ V ’ZPféO OPÍÞ'bé AUA ÞAGA iAUCrARlAbh FRAKLIOiZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.