Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Á uppboði hjá Arne Bruun Rasmussen Þannig var, að ég átti erindi til Kaupmannahafnar í síðasta mánuði. í leiðinni fór ég og skoðaði myntsýningu, er mynt- deild danska þjóðminjasafnsins hafði stillt upp i tilefni af 200 ára afmæli safnsins. Ennfremur fór ég á myntuppboð hjá þekktu dönsku uppboðsfirma, Arne Bruun Rasmussen. Mér hafði fyrir tilviljun borist upp- boðsskrá firmans í hendur nokkrum dögum fyrir brottför mína héðan. Leit ég í gegnum hana og rak augun i gersemi mikið, 10 aura vörupening frá Grams-verslun. Ég hefi gengið í maganum með grein um vöru- peninga í nokkurn tíma. Ætlaði meira að segja að staðhæfa þar, að þessi peningur væri þjóðsaga ein, því mér vitanlega hefir enginn íslenskur myntsafnari séð hann. Og svo var hann þarna allt í einu ljóslifandi og meira að segja mynd af honum, númer 599 í uppboðsskránni. Peningur- inn var metinn á 2000 danskar krónur og tekið fram að hann væri afar sjaldgæfur. Ekki var hægt að gera sér neina grein fyrir væntaniegu söluverði pen- ingsins en fastlega mátti búast við, að margir vildu eignast hann. Ég hafði sjálfur ekki efni á að kaupa hann þótt mig auðvitað dauðlangaði í hann. Ég fór því á fund þekkts myntsafn- ara og sýndi honum uppboðs- skrána. Talaðist svo um milli okkar, að ég keypti peninginn fyrir hann. Mátti ég bjóða allt að 1,0.000 krónur. Ég skoðaði peningana, sem áttu að fara á uppboðið daginn eftir komuna til Hafnar. Voru þeir í bökkum á stóru langborði og sumt var í möppum á hliðar- borði, t.d. seðlar. A langborðinu var fjöldi gullpeninga og heil- margir silfurpeningar, sumir mörg hundruð ára gamlir. Ung- ur piltur fylgdist með þeim, sem voru að skoða báðum megin borðsins, um 10—15 manns. Hann hefir þó ekki alltaf haldið athygli sinni, því 2 peningum var stolið þarna meðan peningarnir voru til sýnis í 2 daga. Annar var norsk silfurspesía frá 1629, met- in á 5500 krónur. Hinn var franskur gullpeningur, sleginn af Filippusi fríða 1285—1314 og metinn á 7000 krónur. Ég mætti til uppboðsins um kortéri fyrir eitt á föstudegin- um. Rétt á eftir sest svo hjá mér, þar sem ég sat á fremsta bekk, kunningi minn, sá sem ég átti að kaupa peninginn fyrir. Hann hafði átt erindi til Danmerkur og í leiðinni fór hann á uppboðið til að vera viss um að hann fengi 10 eyringinn frá Grams-verslun. Það er ekki að orðlengja það, að farið var að bjóða upp myntina á slaginu klukkan eitt. Uppboðs- haldarinn hafði sér til trausts og halds 2 ungar stúlkur, sem skrifuðu niður hæstu boð og nöfn hæstbjóðenda. Byrjað var á númer 560, en númerin þar á undan höfðu verið boðin upp daginn áður og um morguninn. Uppboðshaldarinn spurði hvort menn vildu kaupa peningana á matsverði. Ef svo var ekki, lækkaði hann sig um helming. Menn gátu þá nefnt lægri tölu og jafnvel var þeim slegin myntin undir hálfu matsverðinu. Hitt var svo algengara, að menn hækkuðu sig. Allt gekk þetta hljóðlega fyrir sig. Menn héldu á lofti hendi, kúlupenna eða gáfu til kynna á einhvern hátt að þeir byðu hærra. Á örskammri stund voru'svo boðin upp 35 númer og þá var komið að 10 aurunum frá eftir RAGNAR BORG Grams-verslun. I uppboðs- skránni er peningurinn sagður vera frá Grams-verslun á Akur- eyri. Ég hef það aftur á móti fyrir satt, að Grams-verslun hafi verið í Stykkishólmi en þetta skal ég láta þig frétta nánar um, lesari minn, er ég veit betur. Uppboðshaldarinn spurði nú hvort nokkur vildi greiða 2000 krónur fyrir 10 eyringinn. það vildi enginn. Þá 1000. Það vildu margir. Taldi þá uppboðshaldar- inn rösklegb 12-14-16-18-2000- 2200-2400 o.s.frv. upp í 4800. Þá heyrist aftan úr sal 5000. Kunn- ingi minn sagði þá að bragði 10.000. Datt þá á salinn grafar- þögn. Uppboðshaldarinn var fyrstur til að átta sig eftir sjokkið, brosti mildilega og sagði að svona boð líkaði honum og sló síðan kunningja mínum pening- inn. Danski myntsalinn, sem Þessum peningum var stolið, er peningarnir voru til sýnis fyrr uppboðið. 10 aurar frá N. Chr. Grams Handel boðið hafði líflega á móti, sat nú í hnipri yfir uppboðsskránni sinni eftir að hafa misst af góðum feng. Næst komu nokkrir islenskir tíeyringar, en þeir fóru ekki á hálfu matsverði. Tveggja krónu peningur frá 1929 í flokki 01—0 fór á 300 krónur, sem er billegt því hann var metinn á 750 krónur, sem ekki er of hátt metið. Jóns Sigurðssonar- gullpeningurinn frá 1%1 var sleginn á 1300 krónur. Þegar þessi númer höfðu verið slegin, fórum við kunningjarnir af uppboðinu. Fyrir mig var afar gaman að koma á uppboðið. Þetta er fyrsta uppboðið sem ég kem á í útlöndum en hér heima hefi ég í mörg ár boðið upp hjá Myntsafnarafélaginu. Listmunaverslun Arne Bruun Rasmussen, sem hafði myntupp- boðið, var stofnsett árið 1948. Fjöldi sérfræðinga vinnur hjá firmanu, sem selur fjöldan allan af góðum gripum árlega, ýmist á uppboðum eða í versluninni. Myntuppboð er tvisvar á ári, en svo eru mörg listmuna- og mál- verkauppboð. í bók sem ég á um verslunina eru myndir af mörg- um dýrgripum. Þar er m.a. mynd frá sýningarsalnum í Breiðgötu þar sem hanga mörg málverk eftir Jón Stefánsson, sem versl- unin síðan seldi. Er ég skoðaði mig um, sá ég marga fagra gripi úr silfri, eir, postulíni og tini og mörg málverk, teppi og postu- línshlutir voru til sölu þarna, eða biðu þess að komast á uppboð. Rögnvaldur Þorleiísson læknir: Dagblaðið, lögregl- an og sannleikurinn Þann 6. des. sl. birtist ramma- frétt á forsíðu Dagblaðsins, þar sem því er dróttað að iæknum sem starfsstétt, að þeir hylmi yfir ölvunarakstur hver hjá öðrum sbr. yfirskrift fréttarinnar „Er sam- trygging meðal lækna í ölvunar- akstrinum?" I þessari stuttu grein tekst blaðinu að koma fyrir mörgum rangfærslum, er síðar verður að vikið en niðurlag greinarinnar er svofellt: „Þess skal getið, að sá, sem tekinn var á fimmtudag fyrir meint ölvunarakstursbrot, út- skrifaðist skv. Læknatalinu frá Læknadeild HÍ sama dag og lækn- irinn, sem var vakthafandi á Slysadeild, er beiðni um blóðsýni- tökuna var hafnað." Fer naumast á milli mála, að þarna er ég persónulega sakaður um afbrot, í því fólgið, að reyna að skjóta manni undan réttvísinni sakir kunningsskapar. Orðalagið er að vísu Gróu á Leiti. Með því, að fréttin eða greinin birtist í alræmdu slúðurblaði, þótti mér eftir atvikum lengi vel réttast að láta hana sem vind um eyru þjóta, vitandi það, að Gróu- sögur verða í raun trauðla bornar til baka. Þessar aðdróttanir Dagblaðsins leiddu hins vegar til þess, að ýmsir kunningjar mínir og margt fólk mér lítt kunnugt, sá ástæðu til þess að spyrja mig í tíma og ótíma að því, hvort ég hefði í rauninni verið að hylma yfir með starfsbróður í meintu afbrotamáli. Er mér tók að leiðast þóf þetta, hringdi ég þann 4. feb. í Jónas Kristjánsson ritstjóra, er mér skilst að sé ábyrgðarmaður Dag- blaðsins og þess, sem þar birtist og ávítaði hann ströngum orðum fyrir rógskrif blaðsins þann 6/12 um læknastéttina og mig persónu- lega svo og ranghermi marghátt- uð, er fram komu í forsíðufrétt- inni. Ég benti honum ennfremur á, að blaðið hefði, a.m.k. í þessu tilviki, þverbrotið grundvallar- reglur heiðarlegrar blaðamennsku með því að reyna ekki að afla alhliða upplýsinga um fyrrgreint atvik heldur prenta frásögn eins aðila, sem virðist vera lögregla, eins og síðar verður að vikið. Fréttin væri auk þess í slefbera- stíl. Jónas kvaðst ekki muna efnis- atriði í þessu tilfelli en aðspurður kvað hann Dagblaðið oft fá upp- lýsingar frá lögreglunni, þótt hann hvorki vildi né gæti greint frá því, hvort svo hefði verið í þessu máli. Benti hann mér á, að ég hefði getað komið á framfæri leiðréttingu á því, sem ég taldi rangt með farið, en látið það undir höfuð leggjast. Nokkur orðaskipti urðu um þetta atriði en efnisleg niðurstaða varð sú, að Jónas taldi eðlilegt að birta „fréttir" án þess að kanna heimildir, ef þeim, sem ranghermi bitnaði á, væri gefinn þess kostur að leiðrétta „fréttina" síðar. Skv. þessari siðfræði ritstjórans gæti Dagblaðið búið til og birt hvaða slúðursögu sem væri, um hvern sem væri, svo fremi að það gæfi honum tækifæri til þess að leið- rétta Gróusöguna síðar. Ég skýrði ritstjóranum frá efn- isatriðum málsins, þ.e.a.s. hvers vegna blóðsýni var ekki látið lögreglu í té í þessu tilfelli og benti honum jafnframt á, að vildi blað hans reyna að bera sannleik- anum vitni og stunda svokallaða rannsóknarblaðamennsku fremur en slúðurblaðamennsku, væri rétt að blaðið kynnti sér hvort rök meints sakbornings í þessu máli, kynnu að eiga sér einhverja stoð. Næst gerðist það, að síðdegis þ. 12. feb. hringdi í mig á vinnustað maður, er kvaðst heita Atli Stein- arsson og vera blaðamaður sá, er samdi fyrrgreinda frétt, er birtist í Dagblaðinu 6/12. Hann kvaðst hafa haft spurnir af því, að eitthvað kynni þar að hafa verið missagt og sum atriði málsins ekki komizt til skila. Ég tjáði honum þá, að ég væri önnum kafinn við að ljúka mörgum verk- efnum, þar eð ég færi í hálfs mánaðar frí erlendis með morgni en lét þó tilleiðast að eyða nokkr- um mínútum í að skýra honum í síma frá málavöxtum eins og þeir raunverulega höfðu verið, að því er mér var bezt kunnugt. Fyrst af öllu áminnti ég hann þó fyrir ranghermi og slefburð í fréttinni. Hann viðurkenndi, að hann hefði með öllu látið undir höfuð leggjast að reyna að hafa samband við mig eða aðstoðar- borgarlækni til þess að fá upplýs- ingar um málsatvik eða umsögn um þá ásökun um brotlega breytni mína persónulega og læknastétt- arinnar í heild, er hann bar fram í fyrrnefndri grein. Ég skýrði honum síðan frá efnisatriðum málsins á sama hátt og ritstjóranum Jónasi og benti honum á að vanda sig betur næst, þegar hann tæki sér penna í hönd. Ekki nefndi Atli, að hann myndi birta neitt af því, sem okkur fór á milli í simanum. Er ég kom til landsins aftur að lokinni utanför, hálfum mánuði síðar, var mér tjáð, að Dagblaðið hefði birt svokallað viðtal við mig þ. 14. feb. og hefði viðtal þetta valdið allmiklum úlfaþyt, einkum í röðum lögreglumanna, sbr. um- mæli Björns Sigurðssonar for- manns Félags lögreglumanna í Dagblaðinu 19. feb., þar sem Björn kveður lögreglumenn borna þung- um sökum í viðtalinu og kveður Lögreglumannafélagið hafa gert ráðstafanir til þess að „leita laga- legra leiða til að ómerkja þann kjafthátt, sem fram kemur í viðtalinu". Mér er að vísu ekki fyllilega ljóst, hvað lögreglumaðurinn vildi tjá með orðinu „kjaftháttur" en mér skilst, að það sé eitthvað neikvætt. Orðið mun ekki þykja kurteisislegt. Um svokallað viðtal i Dagblað- inu þann 14. feb. er í stuttu máli þetta helzt að segja: Þar er með sitt hvað farið af ónákvæmni og margt beinlínis ranglega eftir mér haft. Þannig er ekkert af því, sem sett er innan tilvitnunarmerkja orðrétt eftir mér haft, auk þess, sem blaðamaður gerir eigin hugs- anir að mínum, svo sem þegar hann hefur það eftir mér, að lögreglumenn hafi ekið einkenn- isklæddir undir áhrifum áfengis, svo sannazt hafi. Þetta sagði blaðamaðurinn mér í símanum en ég hafði aldrei heyrt það áður. Nokkrar ábendingar mínar um möguleika á misferli í réttarkerf- inu á þessum vettvangi, gerir hann að staðhæfingum o.s.frv. Skv. þessu hefur lítið af þeim leiðbeiningum, er ég gaf honum um umgengni við sannleikann, tollað í honum. Vera má, að missagnir hans og rógburður í greinunum báðum, stafi ekki af illum vilja hans. Hitt er ömur- legur vitnisburður einum blaða- manni, að hafa á 31 árs starfsferli ekki lært að greina milli eigin hugsana og frásagnar annars veg- ar og orða viðmælanda hins vegar auk þess, sem honum er enn ekki ljóst orðið hvað tilvitnunarmerki tákna. Ég vil nú leyfa mér að rekja efnisatriði þessa máls og gefa þar með þeim, sem áhuga hafa, t.d. hlutaðeigandi lögreglumönnum eða félagssamtökum þeirra, kost á því að bera þau saman við það, sem fram kemur í Dagblaðinu. Þann 4. des. 1980, kl. 17.40, var fluttur á Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans maður nokkur, að tilhlutan lögreglu. Var hann flutt- ur þangað i sjúkrabil, að sögn af Lögreglustöðinni í Reykjavík. Til- efni flutningsins á Slysa- og sjúkravaktina var það, að maður- inn kvartaði um verk og þyngsli fyrir hjarta en jafnframt fylgdu honum tveir lögregluþjónar, er kröfðust þess, að honum væri tekið blóðsýni, með valdbeitingu ef þörf krefði vegna meintrar ölvunar við akstur. Tíðkanlegt hefur verið, að að- stoðarlæknar þessarar deildar önnuðust töku blóðsýna að ósk lögreglu og hafa sérfræðingar deildarinnar þar að jafnaði hvergi naerri komið. I þessu tilviki neitaði sakborn- ingur að láta blóðsýni í té. Vakt- hafandi aðstoðarlæknir á Slysa- og sjúkravaktinni taldi sögu sjúkl- ings og einkenni gefa til kynna, að hættulegt gæti verið að beita hann ofbeldi við blóðtöku og neitaði því þeirri gerð. Aðstoðarlæknirinn kvaddi síðan til lækni af Lyflækn- ingadeild spitalans til að meta ástand sjúklings og til þess að veita honum meðferð, ef hann teldi það nauðsynlegt. Rannsókn lyflæknisins sannaði hvorki né afsannaði, að um hjartaverk væri að ræða enda slíkt oft á tíðum ómögulegt, en manninum var veitt meðferð eftir því, sem þurfa þótti við slíkum verk. Hjúkrunarkona, sem tók á móti sjúklingnum við komuna á spítal- ann og fylgdist með framvindu Brautskráningar frá Tækniskóla ísiands Á árinu 1980 voru eftirfarandi brautskráðir frá Tækniskóla ís- lands: Byggingatæknifræðingar Eiríkur Greipsson Haukur Magnússon Jóhannes Snorrason Kristján Knútsson Leifur Þorsteinsson Pétur Einarsson Sigurður Geirsson Byggingatæknar Agnar Guðlaugsson Ágúst Þór Gunnarsson Gunnar Einarsson Raftæknar Brynjar Bragason Egill Sigmundsson Geir Björnsson Guðlaugur Valtýsson Hermann Jónsson Jón Gunnar Jónsson Magnús Rúnar Magnúson Sigurjón Bjarnason Vignir Hjaltason Meinatæknar Aðalbjörg Jónasdóttir Anna S. Arnþórsdóttir Anna K. Ásgeirsdóttir Anna Hjálmarsdóttir Anna G. Sigurðardóttir Anna A. Antonsdóttir Björk Helgadóttir Edda S. Óskarsdóttir Guðríður Þórhallsdóttir Helga K. Magnúsdóttir Inga H. Ásgrímsdóttir Jónína Jóhannsdóttir Kristín A. Einarsdóttir Kristín Halldórsdóttir Lísbet Grímsdóttir Sigrún B. Halldórsdóttir Sigrún Sigvaldadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.